Morgunblaðið - 07.09.2016, Side 27

Morgunblaðið - 07.09.2016, Side 27
sem hægt er að hugsa sér. Maður öðlast ómetanlega innsýn í fjöl- breytileika samfélagsins, kynnist fjölda áhugverðra einstaklinga, auk þess sem ég starfaði með áhuga- verðu og skemmtilegu fólki á Mogg- anum. Þessi tími var ómetanlegur.“ Anna Gunnhildur hóf MBA-nám í HR með blaðamennskunni og var boðið starf upplýsingafulltrúa á Þjónustu- og rekstrarsviði Reykja- víkurborgar í lok ársins 2006: „Ég þáði boðið og varð síðar í millistjórn- endastarfi á skrifstofu borgarstjóra. Ég starfaði með fimm borgar- stjórum á jafn mörgum árum á ólgu- tímum hjá Reykjavíkurborg. Það var eftirminnileg reynsla.“ Anna Gunnhildur var svo hálfnuð með MA-gráðu í opinberri stjórn- sýslu þegar henni var boðið starf framkvæmdastjóra Geðhjálpar haustið 2013. „Ég tók við starfinu á tímamótum hjá félaginu. Notendur höfðu tekið við stjórnartaumunum og framundan var mótunar- og upp- byggingarstarf. Starfið hjá Geðhjálp hefur verið krefjandi og gefandi. Geðhjálp hefur færst í aukana, t.a.m. hefur félögum fjölgað úr 440 í hátt í 2.000 og sýnileikinn hefur þrefald- ast. Félagið hefur fengið mikinn meðbyr í samfélaginu og framtíð þess er björt þó að baráttumálin séu vissulega fjölmörg og knýjandi.“ Óforbetranlegur bókaormur „Ég hef alltaf gefið mig heilshug- ar að vinnunni og ekki sinnt félags- störfum að ráði. Ég hef þó beitt mér á sviði jafnréttismála og málefna innflytjenda enda stendur sá mála- flokkur mér nærri því að maðurinn minn, Davor Purusic, er innflytjandi á Íslandi. Aftur á móti hef ég sinnt áhuga- málum mínum. Hreyfing er mikil- væg þegar starfið er krefjandi. Ég reyni að komast reglulega í líkams- rækt og stunda skriðsundsæfingar með Garpasundsfélögum mínum eins oft og ég get. Svo á ég hund og fer reglulega með góðri vinkonu og hundunum hennar í göngu. Síðast en ekki síst er ég í frábærum bóka- klúbbi, Æskunni, enda óforbetran- legur bókaormur. Við fjölskyldan er- um líka dugleg að ferðast og bara njóta samverunnar.“ Fjölskylda Eiginmaður Önnu Gunnhildar er Davor Purusic, f. 6.7. 1966, hdl. og lögfræðingur hjá Rauða krossi Ís- lands. Foreldrar hans voru Ana Alilovic Purusic, f. 24.9. 1924, d. 9.12. 2010, fjármálastjóri og löggiltur túlkur, og Mate Purusic, f. 11.2. 1940, d. 26.9. 2014, bílstjóri. Dætur Önnu Gunnhildar og Davors Purusic eru Halldóra Ana Purusic, f. 7.11. 1996, þjónn á veit- ingastaðnum Uno, og Valgerður Marija Purusic, f. 19.3. 1999, nemi við MH. Systkini Önnu Gunnhildar: Hilm- ar Ólafsson, f. 15.7. 1965, d. 24.7. 1991, bifvélavirki; Birna Ólafsdóttir, f. 10.5. 1969, ljósmóðir í Garðabæ, og Jón Heiðar Ólafsson, f. 20.3. 1971, framkvæmdastjóri Brettis ehf. í Reykjavík. Foreldrar Önnu Gunnhildar eru Ólafur Heiðar Jónsson, f. 25.11. 1934, fyrrv. laugarvörður, og Hall- dóra Hilmarsdóttir, f. 21.9. 1938, fyrrv. sérhæfður starfsmaður á LSH, búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir húsfr. á Kirkjuhóli Helgi Guðnason b. á Kirkjuhóli í Skagafirði Birna Helgadóttir húsfr. í Fremstagili Hilmar A. Frímannsson b. í Fremstagili í Langadal Halldóra Hilmarsdóttir sérhæfður starfsm. á LSH í Rvík Valgerður Guðmundsdóttir húsfr. í Hvammi (Guðmundur) Frímann Björnsson b. í Hvammi í Langadal Guðmundur Frímann skáld og rithöfundur Jóhann Frímannsson póstmeistari á Akureyri Óli G. Jóhannsson listmálari og blaðamaður á Akureyri Valgarður Hilmarsson forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar Sigfús Sigmundsson kennari í Rvík Sigmundur Sigfússon geðlæknir á Akureyri Þráinn Jónsson frkvstj., hreppstj. og vþm. á Héraði Margrét Jónsdóttir húsmæðrakennari Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Rvík Ína Guðrúnardóttir geðlæknir í Svíþjóð Urður Gunnarsdóttir uppl.fulltrúi í utanr.ráðun. AnnaBirna Þráins- dóttir sýslum.á Suðurl. Þórunn Bjarnadóttir húsfr. á Birnufelli Ólafur Bessason b. á Birnufelli á Héraði Anna Ólafsdóttir húsfr. í Gunnhildargerði Jón Sigmundsson b. í Gunnhildargerði í Hróarstungu á Héraði Ólafur Heiðar Jónsson laugarvörður í Rvík Guðrún Sigfúsdóttir húsfr. í Gunnhildargerði Sigmundur Jónsson b. í Gunnhildargerði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Doktor 101 ára Bjarni Guðjónsson 95 ára Lovísa Bergþórsdóttir 90 ára Fjóla H. Guðjónsdóttir Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir Jean Magnússon Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir 85 ára Helga S. Helgadóttir 80 ára Bára N. Guðmundsdóttir Guðmundur Sigþórsson Guðrún Mýrdal Björgvinsdóttir 75 ára Friðbjörg Óskarsdóttir Jón Björnsson Unnur Breiðfjörð 70 ára Birna Þórkatla Skarphéðinsdóttir Hilmar Hafsteinsson Jónína Unnur Bjarnadóttir Kristín Lúðvíksdóttir 60 ára Ásgeir Örn Gunnarsson Björgvin Bragason Egill Jónsson Elísabet Jensdóttir Guðsteinn Ingimarsson Gunnar Þorsteinsson Gylfi Björgvinsson Ingibjörg Sigtryggsdóttir Jan Chilimoniuk Jan-Inge Lekve Unnur Guðbjartsdóttir Vaka Hrund Hjaltalín 50 ára Adam Jablonski Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Guðmundur Hjaltason Guðrún Róshildur Kristinsdóttir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson Gylfi Gylfason Kristinn Pétur Birgisson Kristófer Orlowski Sigurður Þór Harðarson Valdimar Jónsson 40 ára Almir Cosic Björn Sigurbjörnsson Dagný Atladóttir Eiríkur Ingi Kristinsson Elvar Örn Þórisson Emma Hilmarsson Haj Hjördís Sigrún Jónsdóttir Ilham Souni Mouhsine Ilona Guzewicz Kristín Ottósdóttir Lilja Guðrún Jónsdóttir Linda Kolbrún Haraldsdóttir Margrét Kristín Tryggvadóttir Matti Lauri Kallio Þórður Már Sigfússon 30 ára Aron Ívarsson Árdís Hrönn Jónsdóttir Brynjar Þór Þórarinsson Jóhann Sigurðarson Lárus Gauti Georgsson Magnea Ósk Waltersdóttir Rósa Dögg Ómarsdóttir Stacey Beth Katz Tinna Björk Kristinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Aron er Reykvík- ingur og er tölvunarfræð- ingur, með BS-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Bróðir: Ívar Kristján Ívarsson, f. 1980, sjálf- stætt starfandi töku- maður. Foreldrar: Ívar Guð- mundsson, f. 1952, sjálf- stætt starfandi endur- skoðandi, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 1952, hárgreiðslukona. Þau eru búsett í Reykjavík. Aron Ívarsson 40 ára Björn er Keflvík- ingur, fæddur þar og upp- alinn, og er flugvirki hjá Icelandair. Börn: Þóra Snædís, f. 1998, Elva Rut, f. 2002, Birgitta Rún, f. 2007, og Thelma Dís, f. 2009. Foreldrar: Sigurbjörn Björnsson, f. 1945, flug- maður og síðar starfs- maður hjá IGS, og Þóra Þórhallsdóttir, f. 1949, heimavinnandi. Þau eru bús. í Keflavík. Björn Sigurbjörnsson 30 ára Rósa er Reykvík- ingur, vinnur hjá Parlogis en er í fæðingarorlofi. Maki: Elías Þór Hall- dórsson, f. 1991, pípu- lagningamaður hjá Verk- þingi ehf. Börn: Sigríður Rós, f. 2007, og Ólavía Rós, f. 2015. Foreldrar: Ómar Egils- son, f. 1955, leigubílstjóri, og Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 1957, vinnur hjá Parlogis. Rósa Dögg Ómarsdóttir Ari Jón Arason hefur varið doktors- ritgerð sína í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun (The functional role of human bronchial derived basal cells in regeneration and fibrosis). Um- sjónarkennari var dr. Þórarinn Guð- jónsson, prófessor við Læknadeild HÍ, og leiðbeinandi var Magnús Karl Magn- ússon, deildarforseti og prófessor við sömu deild. Markmið verkefnisins var að rannsaka hlutverk p63 jákvæðra grunnfrumna í þroskun og sérhæfingu öndunarfæra- þekju. VA10 er grunnfrumulína sem get- ur myndað sérhæfðan sýndarmarglaga þekjuvef loftvega í loft/vökvarækt. Þessi þekja myndar rafviðnám og er fær um virkan flutning lyfja með mismunandi efnasamsetningar. Bæling á umritunar- þættinum p63 í þessum frumum hamlar viðgerðarhæfni þeirra og getu til að ný- mynda sérhæfða þekju í loft/vökvarækt. Í stað sýndarmarglaga þekju myndast einungis stakt frumulag. Í þrívíðri sam- rækt með æðaþelsfrumum mynda VA10 frumurnar greinótta formgerð með tján- ingu á kennipróteinum fyrir bæði berkju- og lungnablöðrufrumur. Í rannsóknum á vefjasýnum komu í ljós skýr merki um breyt- ingar á þekjuvef loftvega á svæð- um í kringum bandvefs- frumuhneppi í lungum með trefjun af óþekkt- um uppruna (IPF). Offjölgun grunn- frumna var einnig áberandi í þessari þekju og þær höfðu tjáningarmerki um bandvefsumbreytingu þekjuvefjar (EMT). Í þessu samhengi sýndu rann- sóknir að grunnfrumur í rækt geta und- irgengist EMT í rækt en bæling á p63 kemur í veg fyrir það. Samantekið sýnir ritgerðin að grunnfrumur loftvega geta myndað virka loftvegaþekju í rækt, sem er hentug til lyfjarannsókna. Þessi eig- inleiki er háður tjáningu á p63. Einnig koma fram vísbendingar um að grunn- frumur taki þátt í meinmyndun í IPF með því að undirgangast EMT. Jafn- framt sýnir ritgerðin að æðaþelsfrumur taka líklega þátt í myndun greinóttrar formgerðar í lungnaþroska með því að seyta vaxtaþáttum til forverafrumna lungnaþekjunnar. Ari Jón Arason Ari Jón Arason er fæddur á Akureyri 1982. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 2003, BS-prófi í líftækni frá Háskólanum á Akureyri 2007 og MS-gráðu í líf- og læknavísindum við Læknadeild HÍ 2010. Ari starfar nú sem verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur HÍ. Sambýliskona Ara Jóns er Sigrún Guðbrandsdóttir, hagfræðingur og sérfræð- ingur hjá Landsbankanum. Sonur þeirra er Guðbrandur Jökull, 6 ára. Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.