Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engin ástæða til þess að velta sér upp úr öllum sköpuðum hlutum. Lestu góða bók og láttu ekkert trufla þig. Þú brýtur heilann um ástarsamband þitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki treysta loforðum sem vinir þínir hafa gefið þér í dag. Allir eru að reyna að sanna að þeir hafi rétt fyrir sér. Þér stendur á sama, þú veist svarið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Foreldrar ættu að nota daginn til þess að spá í uppeldisaðferðir sínar. Ertu allt- af í símanum? Gefðu þér tíma með ungviðinu og vertu til staðar óskipt/ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Undirmeðvitundin hvetur þig til þess að losa þig við neikvæðar hugmyndir. Vertu hagsýn/n í inkaupum og notfærðu þér tilboð. Margt smátt gerir eitt stórt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það bjargar öllu að sjá spaugilegu hlið- arnar á málunum. Nýttu þér krafta annarra til þess að leggja lokahönd á það sem óklárað er. Þú færð vinabeiðni sem vekur forvitni þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver af eldri kynslóðinni ráðleggur þér hugsanlega í dag. Mundu að oft þarf lítið til þess að hlutirnir fari úr böndunum svo þú skalt venja þig á að reyna að sjá sem flest fyr- ir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert staddur mitt í einhverri ringulreið og engu líkara en það sé enga leið að finna út úr ógöngunum. Sestu niður og andaðu djúpt, þá fyrst finnur þú útgönguleiðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er tími ævintýranna svo gríptu þau tækifæri sem gefast til að upplifa þau. Reyndu að skipta þér ekki um of af lífi annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur samúð með ógæfu ein- hvers. Ef fólk er trekkt í kringum þig, gæti nærvera þín verið ógnandi á einhvern hátt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum eru hlutirnir hreint ekki þar sem þér finnst þú hafa skilið þá eftir. Reyndu að vera sátt/ur í eigin skinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að því að þú getir sýnt öðrum árangur erfiðis þíns. Þú spáir í hvað þú eigir að hella þér út í næst heima fyrir, mála, parketleggja eða hreinlega sleppa öllum framkvæmdum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú finnur fyrir sigurvissu og sjálfs- öryggi. Taktu á þig rögg og skráðu þig á nám- skeið til að hrista upp í heilasellunum og fara út fyrir þægindarammann. Ásunnudaginn heilsaði Páll Ims-land Leirliði í kvöldhúminu, – „eftir feikn góða reisu um mera- gerði Landeyjanna“. Þar varð þessi limra til: Það var halur einn hrumur í Hveragerði, sem haltraðı́ í áttiná að meragerði sem nærri þar stóð. Og nóttin var hljóð. Þar hittı́ hann Svanlaugú og svera gerði. Gylfi Þorkelsson yrkir oft skemmtilega á Boðnarmiði. Þessi ferskeytla er um Norðurljósin: Mikið fyrir glaum og glans, galskapurinn ræður er tröllin stíga trylltan dans með tækifærisslæður. Og hér yrkir hann limru af öðru tilefni: Vammið við er spyrtur, veruleikafirrtur, í beinum eitur, undirleitur, til fárra fiska virtur. Og aðra: Um hárið vel er hirtur, hálstau, sléttar skyrtur, hjartaheitur, hugarteitur, vel af öllum virtur. Og enn aðra: Blótandi og byrstur, í brennivínið þyrstur, einskis nýtur augum gýtur, flýr af hólmi fyrstur. Pétur Stefánsson hafði orð á því á Leirnum, að sumir kunni að drekka vín og skemmta sér en aðrir ekki: Það er bölvað böl að drekka, Bakkus á öflugt þjónalið. Mörg er lífsins Brattabrekka sem býsna margir streða við. Sumir kunna að súpa á öli, syngja og dansa fjörs við gný. Aðrir mæta eymd og böli ef þeir bara smakka á því. Það fer miklum sögum af góðri laxveiði hvarvetna, – og þó! Gústi M. yrkir á Leir: Í sól og hita á Blöndubökkum, baxaði og illa gekk. Kvaddi á með engum þökkum, öngullinn í rassi hékk. Halldór Blöndal halldorblondal@simsnet.is Vísnahorn Í meragerði og af brennivíni PLÖNTUSTJÓRI. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT AÐ ÞÚ HEFUR VERIÐ SEINN Í VINNUNA TVISVAR Í ÞESSARI VIKU. MÉR FINNST SAMT HEIMSKULEGT AÐ SOFA Í BÍLNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kyssa myndina af honum góða nótt á hverju kvöldi ÞIG SKORTIR FÁGUN KJAFTÆÐI… ROP! HA! HUGDIRFSKA OKKAR STÖÐVAÐI ÓVININN Í SPORUM SÍNUM! ÁÞORPSKRÁNA! EKKI ALVEG! ÞAÐ VAR AUGLÝSINGIN Á SKILDINUM MÍNUM! ÞORPSKRÁ FYRSTI DRYKKUR FRÍR! ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ BLÓMSTRA FYRR EN ÉG LEYFI ÞAÐ. Víkverji komst óbeint í tæri viðPokémon þegar teiknimynd- irnar um þessar japönsku fígúrur voru hvað vinsælastar og spjöld með myndum af þeim voru rifin út með áfergju. Þegar fígúrurnar gengu í endurnýjun lífdaga í leikn- um Pokémon Go rifjuðust þessir tímar upp fyrir Víkverja. Nýi leik- urinn byggist á því að fara með snjallsíma út um víðan völl og leita uppi Pokémona af ýmsum stærðum og gerðum. Pokémonarnir sjást þó ekki í raunheimum, heldur aðeins á skjám síma. Æðið virðist nú heldur í rénun, en leikurinn heldur þó velli, ekki án afleiðinga. x x x Í Rússlandi situr nú maður í fang-elsi fyrir að hafa spilað leikinn í kirkju. Maðurinn setti myndskeið af leit sinni á netið og hefur rúmlega milljón manns horft á það. Hann heitir Ruslan Sokolovskí og á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Er hann sakaður um að hafa sært trúarlegar tilfinningar og kynt und- ir hatri. Sokolovskí er ákærður á sömu lagaforsendum og hljóm- sveitin Pussy Riot, sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að spila pönk í kirkju. Á netinu hefur verið stofnaður hópur til stuðnings honum. x x x Í Danmörku fann maður, sem var íPokémon Go, lík í skurði á Fjóni. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hvort hinn látni lést af slysförum eða var myrtur. x x x Í Bosníu álpaðist hópur manna íleiknum inn á svæði með jarð- sprengjum frá borgarastyrjöldinni 1992 til 1995. Þeim tilmælum var beint til fólks að fara eftir viðvör- unarskiltum. x x x Maður einn á Nýja-Sjálandi varðsvo upptekinn af Pokémon Go að hann sagði upp vinnu sinni til þess að geta leitað uppi Pokémona allan liðlangann daginn. Sagðist hann ætla að taka tvo mánuði í að ferðast um landið og veiða hvern einasta Pokémona í boði. Þeir munu vera 151. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37:5)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.