Morgunblaðið - 07.09.2016, Side 36

Morgunblaðið - 07.09.2016, Side 36
Stjarnan, Grótta, FH og Valur eru þau fjögur lið sem Morgunblaðið telur lík- legast að verði um miðja Olís-deild karla í handknattleik í vetur, verði ekki í baráttu um titil en heldur ekki í botnslagnum. Nýliðar Stjörnunnar mæta með forvitnilegt lið til leiks og FH-ingar eru líklega sterkari en í fyrra. Erfitt er hinsvegar að átta sig á lið- um Gróttu og Vals vegna mikilla manna- breytinga í þeirra röðum. » 2-3 Nýliðarnir mæta með forvitnilegt lið til leiks MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Nafn stúlkunnar sem lést 2. Fyrsti andlitsþeginn látinn 3. Meint hjákona Beckham sér … 4. Skattkerfið tekið í gegn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ítalski raftónlistarmaðurinn Shapednoise, sem er hliðarsjálf Nino Pedone, heldur tónleika á Húrra í kvöld kl. 21 á vegum FALK. Um upp- hitun sjá íslensku listamennirnir ULTRAORTHODOX og AMFJ. Shapednoise á Húrra  Norska þjóð- leikhúsið frum- sýnir annað kvöld nýja uppfærslu Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða sam- bræðslu á Villi- öndinni og Fjand- manni fólksins eftir Henrik Ibsen, en handritið vann Þorleifur í samvinnu við Mikael Torfa- son. Þar slá þeir saman Tómasi Stokkmann úr Fjandmanni fólksins og Gregers Werle úr Villiöndinni, sem báðir gera ófrávíkjanlega kröfu um að leyndarmál verði afhjúpuð og upp- lýst þó að það kosti miklar fórnir og sársauka annarra. Leikmynd hannar Vytautas Narbutas og búninga Sunn- eva Ása Weisshappel, en tónlist sem- ur Bjarni Frimann. Norska þjóðleikhúsið með Ibsen-bræðing  Tónleikaröðin Blikktromman hefur göngu sína annað árið í röð í Kalda- lóni Hörpu í kvöld kl. 20. Á vaðið ríð- ur Snorri Helgason sem nýverið gaf út sína fjórðu breið- skífu, Vittu til. Blikktromman hljómar í vetur, ávallt fyrsta miðviku- dag í mánuði. Snorri Helgason á Blikktrommunni Á fimmtudag Austan 5-13 m/s og síðar norðaustan 8-15. Rigning með köflum, talsverð úrkoma fyrir norðan og austan síðdegis. Á föstudag Sunnan 5-13 og skúrir, en bjart með köflum norð- anlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við suðvestur- ströndina seinni partinn. Skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig. VEÐUR Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er í miðri geislameðferð vegna góðkynja æxlis í baki, nú þegar hann er að hefja nýtt Íslandsmót með liði sínu ÍBV. Kári fékk fyrst æxli í bakið árið 2012, sem var fjarlægt, en æxlið sem hann glímir við nú hélt hon- um frá keppni um tíma árið 2014. Hann ætlar að æfa og spila með ÍBV í vetur eins og líkaminn leyfir. » 1 Kári byrjar mótið í geislameðferð Stjarnan náði fimm stiga forskoti á Breiðablik í baráttunni um Íslands- meistaratitil kvenna í knattspyrnu í gærkvöld en þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna botnlið ÍA 3:1 á Akranesi. Valskonur eru úr leik í toppslagnum eftir að Þór/KA gjörsigraði þær 4:0 á Akureyri en fallbaráttan er galopin eftir sigur KR-inga á Fylki og jafntefli FH og Selfoss. » 4 Stjarnan náði fimm stiga forskoti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Peningar virðast hafa tekið flest völd og fólk er metið eftir innkomu, hagnaði og eignum, en þegar betur er að gáð eru það ekki gull og aðrir eðalmálmar sem skipta öllu máli heldur fjölskyldan. Með það í huga er Stella Fanney Guðmundsdóttir ríkasta kona landsins. Stella og Björn Jónsson, eigin- maður hennar, eignuðust átta börn og eru fimm þeirra á lífi, fjórar syst- ur og einn bróðir. Hún á 132 blóð- skylda afkomendur samkvæmt Ís- lendingabók og vegna ættleiðinga eru 139 í hópnum – átta börn, 33 barnabörn, 75 barnabarnabörn og 23 barnabarnabarnabörn. „Ég hef misst eiginmanninn og þrjú börn, en það bætist stöðugt í hópinn, ég veit af tveimur á leiðinni, og það ná því örugglega ekki margir að eiga yfir 100 afkomendur,“ segir hún. Það er mikið til í því. Ragnheiður Halldórsdóttir, fædd 1876, átti 263 afkomendur þegar hún lést árið 1962 og var þar með sá Íslendingur sem átti flesta afkomendur á meðan hún lifði. Hún eignaðist 14 börn. 564 Íslendingar hafa átt fleiri en 100 af- komendur við ævilok. Ekki ánægð með jafnteflið Ættingjar Stellu búa víða um land sem og í Bandaríkjunum, Dan- mörku og Noregi. Hún á son í Grindavík, dóttur á Skagaströnd, aðra dóttur í Þorlákshöfn og síðan tvær dætur í Reykjavík, þar sem hún býr líka. Stella er annars ættuð af Ströndum og bjó í Súðavík með fjölskyldu sinni en flutti suður eftir snjóflóðið 1995. Stella fylgist vel með gullunum sínum og hverri fæðingu. „Þetta er ungt fólk og enn að eignast börn,“ segir hún. Bætir við að áður fyrr hafi hún þekkt alla með nafni en svo sé ekki lengur enda hitti hún skyld- fólkið ekki eins oft og fyrr. „Þau sem geta heimsækja mig reglulega og eru dugleg við það. Það er ljóm- andi gott að eiga allt þetta fólk. Það er ekki í neinu bölvuðu rugli, sem betur fer,“ segir hún. Þó að nokkrir í fjölskyldunni búi erlendis hefur Stella ekki farið út fyrir landsteinana til þess að heim- sækja ættingjana. „Ég hef einu sinni farið til útlanda, fór með dótt- ur minni og fjölskyldu í frí til Mall- orka,“ rifjar hún upp. „Ég var ekki hrifin, þoldi ekki sólina og hitann og varð því helst að vera inni. Ég sagð- ist aldrei fara aftur og hef staðið við það.“ Stella er 93 ára og heldur sig mest heima. Hún er ekki með heim- ilisaðstoð nema hvað hún fær hjálp með augndropa og svo fær hún að- stoð frá dætrunum, þegar á þarf að halda. „Ég þríf í kringum mig og geri það sem þarf,“ segir hún. „Ég las mikið en minna núna. Hef svo útvarpið og sjónvarpið í gangi.“ Segist fylgjast með íþróttum, þegar Íslendingar keppi við útlendinga og sættir sig illa við að fótboltalands- liðið hafi ekki sigrað Úkraínumenn í fyrrakvöld. „Ég vildi að sjálfsögðu sigur enda er ég Íslendingur.“ Í sumar sem leið fór hún á ættar- mót austur fyrir fjall, þar sem mættu liðlega 100 manns, en varð frá að hverfa vegna veikinda. „Ég hef yfirleitt farið vestur á hverju sumri en ekki í sumar,“ segir hún. Í mörg ár hefur Stella prjónað sokka, peysur og fleira og gefið af- komendum sínum í jólagjöf, eins og Morgunblaðið sagði frá í fyrra. „Ég held áfram að prjóna á meðan ég get,“ segir hún. Stella ríkasta kona landsins  Á 132 blóðskylda afkomendur en vegna ættleiðinga eru 139 manns í hópnum Morgunblaðið/Eggert Fjársjóður Dæturnar Steinunn Björnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, Stella Guðmundsdóttir og Stella Sigurðardóttir, elsta barnabarnið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.