Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
Von er á átta manna sýrlenskri
flóttamannafjölskyldu til landsins á
næstu dögum. Hún mun setjast að í
Hafnarfirði.
Til stóð að fjölskyldan kæmi með
hópi flóttamanna sem komu til
landsins í apríl en för hennar var þá
frestað. Yngsti fjölskyldumeðlim-
urinn fæddist í lok síðasta árs og
móðirin treysti sér ekki í lang-
ferðalag með svo ungt barn, að
sögn Ásdísar Ármannsdóttur, sam-
skiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar.
Fjölskyldan kemur úr flótta-
mannabúðum í Líbanon. Þetta eru
tvenn hjón með sex börn.
Hafnarfjarðarbær auglýsti í sum-
ar eftir húsnæði fyrir fjölskyldurn-
ar. Íbúð bíður þeirra sem koma til
landsins.
Þrjár sýrlenskrar fjölskyldur
flóttamanna hafa verið búsettar í
Hafnarfirði frá því í apríl og segir
Ásdís við mbl.is að þeim hafi gengið
vel að aðlagast samfélaginu frá
komu sinni til landsins.
Átta flótta-
menn til
landsins
Ætlað að setjast
að í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Eggert
Móttaka Tekið á móti hópi sýr-
lenskra flóttamanna í Leifsstöð.
Borgarfulltrúar minnihlutans í
borgarráði gagnrýna ákvörðun
meirihlutans um að ráðstafa lóðinni
Keilugranda 1 auk annarra lóða á
SÍF-reitnum svonefnda fyrir þétta
fjölbýlishúsabyggð. Sjálfstæðis-
menn vilja að lóðin verði skilgreind
sem íþrótta- og útivistarsvæði og
benda á að þar væri hægt að
stækka íþróttasvæði KR.
Meirihlutinn hefur ákveðið að út-
hluta lóðinni til Búseta. Á fundi
borgarráðs fyrir helgi var kynnt til-
laga að breytingu á deiliskipulagi í
samræmi við það. Hún var sam-
þykkt af meirihlutanum en gengur
til endanlegrar afgreiðslu borg-
arstjórnar.
Báðir minnihlutaflokkarnir
lögðu fram bókanir til að skýra af-
stöðu sína. Í bókun sjálfstæðis-
manna er áréttaður vilji þeirra til
að lóðin verði öll nýtt í þágu
íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í
Vesturbænum.
Báðir flokkarnir bentu á að mikil
þétting byggðar í Vesturbænum
gæti haft í för með sér fjölgun um
5.500 manns, án þess að gert sé ráð
fyrir tilheyrandi þjónustu. „Meiri-
hluti Samfylkingar, Bjartrar fram-
tíðar, Pírata og Vinstri grænna
sýnir af sér mikið fyrirhyggjuleysi í
skipulagsmálum með því að leggja
annars vegar mikla áherslu á fjölg-
un íbúa í Vesturbænum en neita
hins vegar að horfast í augu við þá
staðreynd að slík fjölgun kallar á
umtalsverða uppbyggingu innviða,
ekki síst í þágu íþrótta- og grunn-
skólastarfsemi,“ bókuðu fulltrúar
sjálfstæðisflokksins.
Vilja íþróttir í stað íbúða
Teikning/Kanon arkitektar
Íbúðir Gert er ráð fyrir búsetuíbúðum á SÍF-reitnum við Keilugranda.
Gagnrýna áform um uppbyggingu við Keilugranda
Göngumaður féll
og slasaðist illa á
mjöðm við Skála-
fellsjökul upp úr
hádegi í gær.
Maðurinn var
ásamt sam-
ferðafólki á leið að
jöklinum.
Skammt frá jök-
ulröndinni varð
honum fóta-
skortur á votri klöpp og rann niður
nokkurn halla. Hann gat ekki gengið
eftir slysið, samkvæmt upplýsingum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitarfólk frá Björg-
unarfélagi Hornafjarðar fann fólkið
eftir skamma leit. Því hafði tekist að
koma boðum frá sér þrátt fyrir lélegt
farsímasamband. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar aðstoðaði við leitina og
hún flutti slasaða manninn á sjúkra-
hús. Björgunarsveitarfólk hafði þá
búið um hann á sjúkrabörum.
Slasaðist á
göngu að
Skálafellsjökli
Slys Göngumaður
borinn að þyrlu.