Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Banaslys á Sólheimasandi 2. Banaslys á Snæfellsnesi 3. Hugðust skoða flugvélarflakið 4. „Ég var þræll“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Norðlenskar konur í tónlist halda tónleika á Síldarminjasafninu á Siglu- firði á morgun klukkan 20.30. Flutt verða lög um sjóinn, sjómennsku og ævintýri. Sérstakur gestur er Ave Sillaots harmonikkuleikari. Fram koma Ásdís Arnardóttir, kontrabassi, Helga Kvam, píanó, Kristjana Arn- grímsdóttir, söngur, Lára Sóley Jó- hannsdóttir, söngur og fiðla, og Þór- hildur Örvarsdóttir, söngur. Lög um sjóinn á Síldarminjasafninu  „Skrifarinn byrjar bókina, en lesandinn lýkur henni: Njáluhand- rit og lesendur þeirra,“ er yfir- skrift erindis Sus- anne Arthur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun kl. 12.05. Susanne Arthur er doktor í norrænum fræðum og miðaldafræði. Erindið verður flutt á íslensku. Erindi um Njáluhand- rit og lesendur þeirra  Mezzósópransöngkonan Agnes Thorsteins syngur nokkur af eftir- lætisverkum sínum á há- degistónleikum Kúnstpásuraðar Ís- lensku óperunnar í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 12.15. Með- leikari á píanó er Marcin Koziel. Agnes Thorsteins á Kúnstpásutónleikum Á þriðjudag Sunnan 5-10 m/s, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 13 stig, mildast norðaustan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 5-15 m/s, hvassast um landið austanvert, og víða skúrir en styttir upp norðaustan- lands síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. VEÐUR „Síðast vorum við að gera allt í fyrsta skipti og það tók tíma að aðlagast þeim aðstæðum og við lentum í gríðarlega sterkum riðli. Við stóðum okkur hins vegar vel, en núna viljum við fara skrefinu lengra og gera okk- ur gildandi í lokakeppn- inni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálf- ari karlalandsliðs Íslands í körfubolta, sem er komið aftur á EM. » 1 og 4 Endurtóku leikinn og ætla sér meira Valur kom í veg fyrir að FH gæti fagn- að Íslandsmeistaratitli karla í knatt- spyrnu í Kaplakrika í gær með því að gera 1:1-jafntefli við heimamenn. FH gæti orðið Íslandsmeistari strax í kvöld ef Breiðabliki tekst ekki að leggja ÍBV að velli í Kópavogi, en aðeins Blikar geta náð FH að stigum. »6 Valur sló meistara- fögnuði FH-inga á frest KR-ingar eiga enn von um að ná Evr- ópusæti í Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu eftir sigur á Fjölni, 3:2, í gær. KR er í 5. sæti en er nú tveimur stigum frá liðunum í 2. og 3. sæti; Fjölni og Breiðabliki. Fylkir er enn í fallsæti þrátt fyrir 2:2-jafntefli við Víking R. í Fossvogi. Fylkir er jafn ÍBV að stigum en með lakari markatölu auk þess sem ÍBV á leik við Breiðablik í dag. »6 KR nálgast Evrópusæti en Fylkir enn í fallsæti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Viðkomustöðum erlendra ferða- manna sem koma til Íslands verður að fjölga og að opið sé hér í Húsa- dal í Þórsmörk árið um kring – í alls 365 daga – er svar við því. Mörkin hefur líka upp á svo margt að bjóða, svo sem á veturna þegar fönnin liggur hér yfir öllu. Þá er hægt að ganga hér um skóginn á snjóþrúgum og hitta á refina sem við höfum lokkað til okkar og gert gæfa,“ segir Brynjólfur Flosason. Við þriðja mann, ásamt þeim Bjarna Frey Bárusyni og Magnúsi Má Einarssyni, rekur hann fyr- irtækið Volcano Huts sem stendur að rekstri ferðaþjónustu í Húsadal í Þórsmörk. Aðstöðunni þar var á sínum tíma komið upp á vegum Austurleiðar, það er gistiskálum og veitinga- aðstöðu sem nú er í eigu Ferða- félags Íslands sem aftur leigir hana til Brynjólfs og félaga. Lokapunktur á Laugavegi Rúmlega þrjátíu kílómetrar eru frá Seljalandsfossi inn í Þórsmörk, þar sem farið er um sæmilegan jeppaveg og yfir óbrúaðar ár. „Vissulega geta verið fyrirstöður á þessari leið, svo sem á vaði ánna. Menn á stórum jeppum fara hins vegar flest, að ég tali nú ekki um rúturnar,“ segir Brynjólfur, sem áætlar að 15-20 þúsund manns komi til Volcano Huts í Húsadal á hverju ári. Bæði kemur fólk í sér- stakar Merkurferðir og staðurinn er suðurendi og lokapunkturinn á Laugaveginum; gönguleiðarinnar vinsælu sem liggur úr Land- mannalaugum. Margir göngugarp- arnir hafa þá viðdvöl hjá Brynjólfi og félögum þegar þeir koma á áfangastað – áður en þeir snúa til Reykjavíkur. „Þórsmörk er staður sem býður upp á marga möguleika og við horf- um til framtíðar hér. Það felst tæki- færi í því að nokkrir staðir nærri hálendinu séu opnir ferðafólki árið um kring,“ segir Brynjólfur. Bætir við að Húsadalsgestum hafi fjölgað um allt að 50% á tímabilinu janúar til júlí á þessu ári, borið saman við sömu mánuði í fyrra. Til annars samanburðar má svo nefna að er- lendum ferðamönnum sem til Ís- lands koma á þessu ári hefur fjölg- að um 37% þannig að Merkurmenn mega vel við una. „Eldgosið í Eyja- fjallajökli árið 2010 kom þessum stað á kortið. Fyrst eftir gosið datt aðsókn hingað niður en svo snerist taflið við – fór aftur að aukast.“ Göngubrú yki öryggi Í deiglunni er að byggð verði göngubrú yfir Markarfljót, sem yrði tenging úr innanverðri Fljóts- hlíðinni í Þórsmörk. Að þessu máli er unnið á vegum samtakanna Vina Þórsmerkur þótt ekki sé búið að tímasetja framkvæmdina né fjár- magna að fullu, en áætlaður kostn- aður er um 220 milljónir króna. Ár- farvegurinn á fyrirhuguðu brúar- stæði er í dag um 160 metra breiður, og þar rennur Markar- fljótið í síbreytilegum kvíslum á malaraurum. Er því að mörgu að hyggja við hönnun brúarinnar. „Auðvitað myndi göngubrú yfir Markarfljót breyta talsverðu hér, því hingað í Húsadal yrði aðeins nokkurra mínútna gangur frá vest- ursporði brúarinnar Þórsmerkur- megin. Lausatraffíkin svonefnda – það er fólk sem kæmi hingað gang- andi – myndi væntanlega aukast en þeim sem hér gista hugsanlega fækka. Að hinu leytinu yrði öryggi ferðafólks sem hingað kemur meira – og í því efni er til mikils að vinna. Þá myndi brú opna nýjar göngu- leiðir fyrir lengri og skemmri ferð- ir, svo sem Markarfljótsgljúfur, inn á Almenninga og víðar – svæði sem er áhugavert og gaman að fara um, jafnvel þótt nokkuð sé liðið á haust,“ segir Brynjólfur að lokum. Þórsmörkin árið um kring  Möguleikar á stöðum nærri há- lendinu bjóðast Morgunblaðið/Sigurður Bogi Merkurmenn Frá vinstri talið Bjarni Freyr Báruson, Brynjólfur Flosason og Magnús Már Einarsson í Húsadal. Náttúra er stórbrotin í Þórs- mörk og fjölbreytt, en á svæð- inu sjást jöklar, jökulár, hamra- gil, tindar, dalir, skógar og fjölgresi svo nokkuð sé nefnt. Svæðið hefur verið í umsjón Skógræktarinnar í nærri heila öld. Það var girt af árið 1924 en árið 1990 var það verndarsvæði víkkað út. Í kjölfar þess hefur allur skógur á svæðinu eflst og landið í raun tekið stakka- skiptum. Þarna er birkiskógur mjög áberandi og fræin fjúka víða og skóglendið breiðir úr sér. Þannig er sjálfsáð birki til dæmis á Markarfljótsaurum og hátt í Hlíðum Tindfjalla, sem eru andspænis Mörkinni – handan fljótsins. Stakkaskipti FRIÐUN Í EINA ÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.