Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Bjarni Jónsson er meðmarga bolta á lofti í nýj-asta leikriti sínu, Send-ingu, sem Borgarleik- húsið frumsýndi nýverið. Í forgrunni eru barnlausu hjónin Ró- bert (Þorsteinn Bachmann) og Helga (Kristín Þóra Haraldsdóttir) sem búa í sjávarplássi fyrir vestan þar sem hann vinnur sem sjómaður á eigin bát en hún sem sjúkraliði. Hún á sér draum um að verða móð- ir, en virðist ekki geta eignast barn sjálf. Hann segist sáttur við lífið eins og það er, en í ljós kemur að hann er illa farinn á sálinni eftir að hafa alist upp á vistheimili. Hann stjórnar heimili sínu með harðri hendi að fyr- irmynd þeirra sem hann sjálfur ótt- aðist þegar hann var barn. Þegar Helga ákveður í trássi við eiginmann sinn að taka tíu ára dreng, Frank (Árni Arnarson), sem býr við erfiðar heimilisaðstæður í fóstur, líður ekki á löngu þar til heimur Róberts fer í upplausn. Inn í atburðarásina blandast kennarinn Anton sem þekkt hefur Róbert frá því þeir voru saman á vistheimilinu og María, sem segist brottflutt úr plássinu og starfar nú sem fulltrúi barnaverndarnefndar fyrir sunnan. Á stundum minnir leiktexti Bjarna í útfærslu Mörtu Nordal leikstjóra á sálfræðitrylli þar sem Róbert heyrir Frank tala þegar enginn annar heyrir neitt auk þess sem Róbert heyrir iðulega raddir bæði úr fortíð sinni og nútíð. Það svífur þannig einhver óraunveruleiki yfir vötnum. Bjarni vinnur mark- visst með tímaflakk, sem tiltölulega tímalausir búningar Stefaníu Adolfsdóttur undirstyðja vel. Þann- ig renna Frank og Róbert iðulega saman sem persónur, en á einum stað rennur Frank reyndar líka saman við Anton. Leikmynd Gretars Reynissonar er afskaplega snjöll. Hún saman- stendur af óteljandi skápahurðum í mismunandi stærðum sem ýmist eru notaðar sem inngangar eða til að geyma nauðsynlega leikmuni. Blái litatónninn sem ríkir jafnt í bún- ingum og leikmyndinni vekur sterk hugrenningatengsl við hafið, vinnu- stað Róberts, og á stundum er eins og persónur verksins séu allar að sökkva til botns í köldum sjó þar sem kúlulaga handföng skápanna minna á loftbólur. Áhrifamikil lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar virkar vel í samspili við leikmyndina og tónlist Guðmundar Vignis Karls- sonar skapar dulúðuga stemningu sem hæfir verkinu. Marta Nordal nálgast leiktext- annn af bæði virðingu og fag- mennsku í leikstjórn sinni. Hún hef- ur einstakt lag á að laða fram góðan leik hjá leikurum sínum og er vak- andi fyrir því að vinna með valda- jafnvægi persóna, þ.e. status þeirra. Henni er hins vegar nokkur vandi á höndum í útfærslunni á efnivið sem á köflum er við það að drukkna í táknum. Hvort sá symbólismi hafi einnig náð með markvissum hætti til leiksins er ekki gott að segja, en á köflum virkaði hins vegar eins og leikarar væru bókstaflega að leika neðansjávar með tilheyrandi skorti á snerpu í seigfljótandi viðbrögðum sínum. Þorsteinn Bachmann í hlutverki Róberts er á sviðinu stærstan hluta sýningarinnar, en verkið hverfist um sögu hans, fortíðina sem hann segist ekki og vill ekki muna og get- ur því ekki unnið úr. Þær litlu upp- lýsingar sem áhorfendur fá frá Ant- oni, sem allt segist muna, um sameiginlega fortíð þeirra Róberts eru of naumt skammtaðar til að gefa persónunni þá dýpt sem hún þarf til að verða áhugaverð og dýnamísk. Róbert er okkur jafnlokuð bók undir lok sýningarinnar og hann var í upp- hafi hennar og þar er alls ekki við Þorstein að sakast sem gerir það besta sem hann getur úr vandasömu hlutverki. Í ljósi þess að skápahurðirnar virðast eiga að tákna fortíðina sem Róbert getur ekki horfst í augu við og vill helst af öllu gleyma skaut það nokkuð skökku við að Róbert skyldi í upphafi sýningarinnar opna þær líkt og af forvitni og eins og ekkert væri. Þarna myndaðist ákveðið ósamræmi í afstöðunni. Eins hefði mögulega verið sterkara að loka hringnum, ef svo mætti segja, undir lok uppfærslunnar og láta Róbert leita ásjár þar sem hann kom í upp- hafi sýningar, því ekki var að sjá að hinar galopnu flóðgáttir hefðu af- gerandi áhrif á sálarlíf Róberts. Kristín Þóra hefur sterka sviðs- nærveru og nær afskaplega vel að túlka sorgina sem fylgir því að vera svipt móðurhlutverkinu. Hún vinnur við að hlúa að öðrum, en er heima fyrir gert ókleift að vernda barnið og sýna því þá elsku sem hún býr yf- ir. Hilmar Guðjónsson sýndi skemmtilega takta í hlutverki hins feimna, aulalega en gáfaða Antons. Honum tókst iðulega að kitla hlátur- taugar áhorfenda sem var vel þegið í þrúgandi aðstæðum verksins. Elma Stefanía Ágústsdóttir fékk ekki úr miklu að moða sem hin þó örlaga- ríka María sem virtist mætt aftur úr fortíðinni, en brúnir tónar í búningi hennar undirstrikuðu sérstöðu hennar í persónugalleríinu. Árni Arnarson stóð sig afar vel í hlut- verki Franks sem stóran hluta sýn- ingarinnar lét lítið fyrir sér fara fremst á sviðsbrúninni með mik- ilvægri nærveru en bjó yfir nauð- synlegri orku þegar á þurfti að halda. Það er afskaplega virðingarvert hjá Bjarna að beina sjónum okkar að mannskemmandi áhrifum ofbeld- is og sinnuleysis ásamt því að minna okkur á ábyrgðina sem felst í því að koma börnum til manns. Við vitum öll að ofbeldi elur bara af sér meira ofbeldi og stundum getur virst vandséð hvernig hægt er að stöðva vítahringinn. Það búa því miður ekki allir yfir þeim kjarki og styrk sem til þarf til að takast á við fortíðar- drauga sína og margir sökkva þess í stað til botns líkt og Róbert. Að drukkna í eigin fortíð Ljósmynd/Grímur Bjarnason Ofbeldi „Það er afskaplega virðingarvert hjá Bjarna [Jónssyni] að beina sjónum okkar að mannskemmandi áhrifum ofbeldis og sinnuleysis ásamt því að minna okkur á ábyrgðina sem felst í því að koma börnum til manns,“ segir í rýni. Þorsteinn, Kristín Þóra, Árni, Elma Stefanía og Hilmar í Sendingu. Borgarleikhúsið Sending bbbnn Eftir Bjarna Jónsson. Leikstjórn: Marta Nordal. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist og hljóðmynd: Guðmundur Vignir Karls- son. Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guð- jónsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Árni Arnarson. Frumsýnt laugardaginn 10. september 2016 á Nýja sviði Borgar- leikhússins, en rýnt í aðra sýningu fimmtudaginn 15. september. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST „Sú staðreynd að ég skuli enn vera að leika á fullu er kraftaverki lík- ust, í ljósi sögu þessa iðnaðar,“ segir hin 48 ára gamla leikkona Gillian Anderson en í viðtali við The Telegraph sem birtist fyrir helgi. Anderson snýr aftur sem rannsóknarlögreglukonan Gibson í þriðju seríu af BBC spennuþátt- unum The Fall. Þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda, líka hérlendis, en þættina skrifaði Allan Cubitt sérstaklega með Anderson í huga. Anderson segir að síðasta áratuginn hafi hlut- verkum í sjónvarpsþáttum fyrir konur af eldri kynslóðum fjölgað og einnig hafi konum fjölgað í aðal- hlutverki. „Það sama gildir ekki um kvik- myndir, en það er þó umræða sem hófst fyrir nokkru og hefur eflst með því sem Meryl Streep er til dæmis að gera. Ég vona að sá slag- kraftur leiði til breytinga. En það þarf samt að byrja þær með því að búa til meira efni,“ segir Anderson. Þriðja sería The Fall Gillian Anderson Mest seldu ofnar á Norðurlöndum EIÐURINN 5:30, 8, 10:30 BLAIR WITCH 8, 10 KUBO 2D ÍSL.TAL 5 HELL OR HIGH WATER 10:20 LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSL.TAL 5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.