Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Þær eru svæsnar lýsingarnar á yf-irgangi píratakapteinsins og pí- rata úr hans hópi vegna prófkjörsins í Norðvesturkjördæmi. Fyrir nokkru hætti einn pírati afskiptum af stjórn- málum eftir fund með kapteininum í bakherbergi flokks- eigendafélags Pírata. Um helgina fjallaði annar pírati um próf- kjörið og sagði „til að taka af allan vafa“ að það væru „líka til flokkseigendur Pí- rata eins og hjá öllum hinum stjórn- málaflokkunum, það vitum við núna sem höfum komið að þessu prófkjöri í kjör- dæminu okkar.“    Þessi pírati, LiljaMagnúsdóttir, segir frá því að „Birgitta Jónsdóttir fór hamförum á leynilegri síðu flokksins þar sem hún sagðist þekkja mann og annan í heimabæ Þórðar Péturssonar, efsta manns á lista, sem gætu sagt sér hitt og þetta um manninn.“    Annar maður, kosningastjórinn Jó-hann Kristjánsson, fór að sögn Lilju einnig „hamförum“ við það að reyna að sannfæra hana um hve mik- ilvægt það væri að lyfta öðrum fram- bjóðanda en þeim sem sigraði upp listann.    Allt gekk þetta eftir eins og Birg-itta og félagar vildu og atburða- rásin er fordæmislaus, þar sem knúin er í gegn endurtekning prófkjörs og svo þvinguð fram þóknanleg niður- staða.    Það má því búast við sérkennilegriatburðarás þegar kapteinninn og nývalinn umboðsmaður Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna fær umboðið og fer í að mynda nýja ríkisstjórn. Birgitta Jónsdóttir Píratalýðræðið og umboðsmaðurinn STAKSTEINAR Jóhann Kristjánsson Veður víða um heim 18.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Ósló 18 rigning Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 14 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 15 rigning Glasgow 15 rigning London 18 skýjað París 19 rigning Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 21 skýjað Vín 20 skýjað Moskva 9 skýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 24 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Róm 20 skúrir Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 15 alskýjað Montreal 22 skýjað New York 23 skýjað Chicago 17 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:04 19:39 ÍSAFJÖRÐUR 7:08 19:46 SIGLUFJÖRÐUR 6:51 19:29 DJÚPIVOGUR 6:33 19:09 Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Hengilssvæð- inu. Skjálftarnir eru í nágrenni Hellisheiðarvirkj- unar og stafa af niðurdælingu Orku náttúrunnar af affallsvökva frá virkjuninni. Síðdegis í gær höfðu mælst 18 jarðskjálftar á landinu, yfir 2 stig, á 48 klukkustundum. Kröftug- asti skjálfinn mældist um kl. 8 í gærmorgun, 2,9 stig. Hann fannst í Hveragerði. Aðrir skjálftar voru heldur minni, á bilinu 2 til 2,8 stig. Flestir skjálftanna eiga upptök um tvo kíló- metra frá Hellisheiðarvirkjun og eru taldir stafa af niðurdælingu vökva frá virkjuninni. Mikið ónæði varð í Hveragerði á árunum 2011 og 2012 vegna jarðskjálfta vegna niðurdælingar. Þá var ákveðið að auka kröfur til fyrirtækja sem dæla niður vatni. Minna hefur borið á skjálftum síðan. Orka náttúrunnar hefur dælt niður vatni við Húsmúla og Gráuhnúka. Þegar kynnt voru áform um nýtt niðurdælingarsvæði á Stóra-Skarðsmýr- arfjalli, fyrr á þessu ári, kom fram að fyrirtækið hefur sett sér verklag sem miðar að því að lág- marka hættu á að niðurdæling valdi skjálftavirkni sem finnst í byggð. Skjálftar vegna niðurdælingar  Stærsti jarðskjálftinn á Hengilssvæðinu 2,9 stig Morgunblaðið/Golli Niðurdæling Sérstakar borholur eru notaðar til niðurdælingar vatns við Hellisheiðarvirkjun. Landtaka við erfið skilyrði, leit í sjó með hitamyndavélum og flutningur slasaðra úr vélarrúmi stórs loðnu- skips um borð í björgunarbáta var meðal þess sem sjóbjörgunarhópar Slysavarnafélagsins Landsbjargar æfðu um helgina. Æfingin var í Norðfjarðarflóa fyrir austan. Þátt- takendur þar voru fimmtíu björg- unarsveitarmenn í tólf hópum sem voru á þremur björgunarskipum, sex harðbotnabátum og þremur slöngubátum. 20 manns sinntu stjórn og undirbúningi. Flugmenn á flugvél Landhelgis- gæslunnar tóku einnig þátt í æfing- unni, þar margvísleg samvinna starfsmanna Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólks var yfir- farin svo allir séu tilbúnir þegar til kastanna kemur og ef vá steðjar að. Þjálfun Um 50 manns í tólf hópum æfðu á Norðfjarðarflóa um helgina. Björgunar- menn æfðu aðgerðir á sjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.