Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér þótti spennandi að flytja út á land og búa og starfa í dreifbýl- inu. Þar hefur mér fundist eftir- tektarvert hvað fólk þar stendur þétt að baki skólanum sínum og hefur metnað fyrir því að starfið þar gangi sem best. Í þessu efni held ég að ráði félagslega sam- staðan meðal íbúanna sem mynd- ast hefur á löngum tíma. Einnig að víða í sveitunum er rík hefð fyrir menntun og að afla sér þekkingar og lesa,“ segir Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri Auð- arskóla í Búðardal í Dalabyggð. Allir skólar í einni stofnun Stundum er sagt að skóli sé hjarta hvers samfélags og það er vafalaust rétt. Í Dalabyggð er, að sögn Hlöðvers Inga, búið vel að skólastarfinu á alla lund svo bæði starfsfólk og nemendur hafa að- stöðu til að gera góða hluti. Þá er starfsemin í Auðarskóla fjölþætt, því þar eru leik-, grunn- og tón- skóli undir einu þaki og stjórn. „Mér finnst þetta gott fyrir- komulag og það er til hægðar- auka fyrir alla. Leikskólinn er það skólastig sem þróast hefur mest á undanförnum árum. Leik- urinn er lærdómur og ýmsar góð- ar kennsluaðferðir hafa komið fram sem hægt væri að styðjast við í grunnskólanum. Raunar hef- ur grunnskólastarfið líka breyst mikið. Meira er hugað að líðan nemenda og að þeir fari út í lífið sem sterkir einstaklingar, sem geta tekist á við alls konar að- stæður í lífinu og aflað sér nýrrar þekkingar í veröld sem breytist hraðar en nokkru sinni fyrr. Ef nemandinn lýkur 10. bekknum og hefur ekki góð tök á tilverunni, hefðum við í grunnskólanum mátt gera betur,“ segir Hlöðver. Í leikskóladeild Auðarskóla eru börn tekin inn 12 mánaða og utan úr sveitum mega þau koma með skólabílnum tæplega tveggja ára. Grunnskólanemarnir eru 93 og um helmingur þeirra er í tón- listarnámi. Skóladagurinn hefst klukkan 8.30 á morgnana og er lokið kl. 15.10. Margir nemend- anna búa í þéttbýlinu í Búðardal en aðrir úti í sveitunum – og um 60 kílómetrar eru úr og í skóla fyrir þau sem lengst sækja. „Nei, þótt vegalengdin sé talsverð þá setur fólk hér slíkt ekki fyrir sig. Margir hér keyra krakkana tugi kílómetra nokkr- um sinnum í viku í íþróttatíma og alls konar tómstundastarf og finnst slíkt alveg sjálfsagt mál,“ segir Hlöðver sem finnst lífið úti í dreifbýlinu afar skemmtilegt. Þessu kveðst hann hafa kynnst á uppvaxtarárum sínum í Kjósinni, en einnig þegar hann var kennari á Þórshöfn á Langanesi og deildarstjóri í Varmalandi í Borgarfirði. Samfélagið hefur skólastarfið í forgangi „Það er merkilegt hvað fólk úti á landi er oft fjölhæft, vel upp- lýst, kann til verka í mörgu og grípur í margt. Sami einstakling- urinn gæti til dæmis verið tónlist- arkennari í skóla, organisti og kórstjóri í kirkjunni, verið með sveitabúskap og einnig í hrepps- nefnd. Svona tilbúin dæmi eru ekkert úti í bláinn enda krefst samfélagið þessa, segir Hlöðver Ingi og heldur áfram. „Hér í Búðardal hefur fjöl- breytni í atvinnulífinu kannski ekki verið mikil; hér höfum við mjólkursamlag, verkstæði, versl- un, bankaútibú, hjúkrunarheimili, vegagerð, skólann og ferðaþjón- ustu að viðbættum búskap úti í sveitunum. Þetta skapar flest störfin en svo þekkjum við líka þann spádóm að börn á grunn- skólaaldri muni líklega flest sinna störfum sem ekki eru til í dag og þar ráði tækni og ný þekking. Einmitt í því ljósi þarf undir- staðan að vera góð og þá er gam- an að starfa hér í Dölunum þar sem sveitarstjórn og samfélagið hefur skólastarfið í forgangi.“ Hlöðver Ingi Gunnarsson er skólastjóri Auðarskóla í Dalabyggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dalamaður „Rík hefð fyrir menntun og að afla sér þekkingar og lesa,“ segir Hlöðver, hér á bókasafni skólans. Á landsbyggðinni þarf fólk að vera fjölhæft  Hlöðver Ingi Gunnarsson er fæddur árið 1985 og er uppal- inn í Kjósinni í Hvalfirði. Er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, diplómu í kennslufræði og meistarapróf í Evrópufræði.  Síðastliðin sjö ár hefur Hlöð- ver unnið sem kennari, deildar- stjóri og skólastjóri í grunn- skóla, alltaf úti á landi. Hver er hann? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður Landssambands veiði- félaga telur að regnbogasilungur, eldisfiskur, hafi nú veiðst í annarri hverri á hér á landi í sumar og haust. Hann segir þetta gefa skýrt til kynna hvers sé að vænta ef áform um sjó- kvíaeldi á ógeltum norskum laxi verður að veruleika hér við land í stórum stíl. Reynslutölur frá Noregi sýni að við 100 þúsund tonna eldi muni fleiri laxar sleppa og leita upp í árnar en þar eru fyrir. Regnbogasilungur veiðist nú um alla Vestfirði og víðar. Ekkert af þeim fimm fisk- eldisfyrirtækjum sem ala regn- bogasilung á Vestfjörðum kannast við að hafa misst frá sér fisk. Jón Helgi Björnsson, for- maður Lands- sambands veiðifélaga, telur að það hljóti að hafa orðið slysaslepping á Vestfjörðum. Í júnímánuði kom gat á eldiskví í Berufirði og slapp þá ótil- greint magn regnbogasilungs. Hann hefur veiðst í ám um alla Austfirði. Þá hefur eldisfiskur veiðst í ám á Norðurlandi og Vesturlandi en ekki er vitað úr hvoru slysinu hann á upp- runa sinn. Ekki er talið að regnbogasilungur geti fjölgað sér á norðlægum slóðum. Jón Helgi segir þó að eldisfiskur sem veiðist í laxveiðiám skaði hagsmuni veiðiréttarhafa. Verið sé að selja leyfi til veiða í villtri náttúru og það sé mjög óheppilegt ef eldisfiskur veiðist. Þá sé regnbogasilungurinn í samkeppni um æti við silungastofna sem yfirleitt séu ekki stórir. Þetta sé stór og öflugur fiskur og þegar mikið magn sleppur geti það verið mikið vandamál um tíma. Fleiri en fyrir eru í ánum „Í sjókvíaeldi sleppur alltaf ákveð- ið hlutfall. Við sjáum það á tölum frá Noregi. Þessar slysasleppingar eru líka sönnun þess. Þessi fyrirtæki eru nánast öll að skipta regnbogasilungi út fyrir norskan ógeltan lax,“ segir Jón Helgi og lýsir yfir áhyggjum sín- um af þróuninni. Nefnir hann að búið sé að gefa út leyfi til rúmlega 40 þús- und tonna framleiðslu sem er marg- földun núverandi eldis. Þá séu áform um að auka framleiðsluna upp í nærri 180 þúsund tonn. „Við þessa aukn- ingu sjáum við sæng okkar upp- reidda,“ segir Jón Helgi. Hann segir að gera megi ráð fyrir að þetta þróist með alveg sama hætti og í Noregi. Alltaf sleppi einhver lax. Talað sé um að einn lax tapist á móti hverju tonni í eldi. Ef hér verði fram- leidd til dæmis 100 þúsund tonn gætu 100 þúsund norskir laxar sloppið. Það séu fleiri laxar en í villta íslenska laxastofninum. Laxinn fari upp í árn- ar og blandist laxinum sem þar er fyrir. „Að okkar mati þola þessir villtu stofnar það ekki,“ segir Jón. Sýnir hvers er að vænta með auknu eldi  Formaður Landssambands veiðifélaga segir að regnbogasilungur hafi nú veiðst í annarri hverri á Jón Helgi Björnsson Líney Sigurðardóttir lineyster@gmail.com Lækkun olíuverðs að undanförnu hefur breytt áherslum varðandi upp- byggingu í Finnafirði þar sem staðið hefur til að byggja upp stórskipahöfn í tengslum við hugsanlega olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á íbúafundi á Þórshöfn í síðustu viku, þar sem Finnafjarðar- verkefnið svonefnda var kynnt. Á íbúafundinn mættu tveir fulltrúar Bremenports, Lars Stemmler, yfir- maður erlendra verkefna fyrirtækis- ins, og Uwe Will ráðgjafi ásamt Haf- steini Helgasyni frá verkfræðistof- unni Eflu. Einnig voru til framsögu og svara þeir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, og Elías Pétursson frá Langanesbyggð. Horft til þjónustu við Grænland Lars Stemmler, sem hefur haft umsjón með undirbúningsvinnu verkefnisins, kynnti á fundinum stöðu þess, næstu skref og framtíðar- sýn. Sagði hann að þessi uppbygging væri ekki á dagskrá á allra næstu ár- um. Finnafjarðarverkefnið væri langtímaverkefni. Menn upplifa þó aukna trú á það en fyrirætlanir Bremenports gera ráð fyrir kynn- ingu á verkefninu innan fárra ára og þar með leit að fjárfestum. Verði það að veruleika mætti reikna með að- komu fjárfesta innan nokkurra ára. Fyrstu skref Finnafjarðarverkefn- isins miðuðu að uppbyggingu hafnar í tengslum við hugsanlega olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu. Lágt olíuverð hægir því á öllu ferlinu. Einnig hefur verið horft til þjónustu við Grænland. Í myndinni hefur verið framtíðarsýn á byggingu umskip- unarhafnar fyrir mjög stór skip með fimm kílómetra löngum viðlegukanti, það er af stærðargráðu sem þekkist ekki á Íslandi í dag. Svæðið hefði þá verið olíubirgða- og gasvinnsluhöfn, þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi – svo og öryggishöfn. Sveitarfélög beri ekki áhættu Ef ráðist verður í framkvæmdir með tímanum er ljóst að það krefst mikils fjármagns. Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðar- hreppur hafa ekki bolmagn í slíkt verkefni og því setti Bremenport saman hugmynd að framkvæmdinni án fjárhagslegra skuldbindinga eða áhættu sveitarfélaga, sem hefðu þó full yfirráð yfir höfninni. Fram kom að hugsanlegir fjárfestar ásamt Bremenport myndu bera allan kostn- að sem skiptir sköpum fyrir lítil sveitarfélög. Rannsóknir hafa farið fram á svæðinu, bæði á sjó og á landi, og verður þeim haldið áfram en m.a. voru veðurathugunarstöðvar settar upp í fyrrasumar og safna þær einnig gögnum. Finnafjarðarverkefnið verður svo rætt sérstaklega á Norðurslóðaráðstefnunni Arctic Circle sem haldin verður í október í Reykjavík. Lægra olíuverð breytir áformum  Stórskipahöfn ekki á dagskrá næstu ár Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Gunnólfsvíkurfjall Í fjörunni í Finnafirði, þar sem höfnin yrði. Velferðarnefnd Alþingis mun ekki ná að skoða hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að ljósmæður öðlist rétt til að ávísa getnaðarvarnalyfjum, að sögn Sigríðar Ingibjargar Inga- dóttur, þingmanns Samfylking- arinnar og formanns velferðar- nefndar. Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, spurði heilbrigðisráðherra að því hvort hann sæi eitthvað því til fyrirstöðu að ljósmæður öðlist rétt til að ávísa getnaðarvarnalyfjum, eins og land- læknir hefur kallað eftir frá árinu 2008. Ráðherra vísaði málinu áfram til velferðarnefndar. „Persónulega er ég mjög hlynnt þessu, þó að ég viti að það þurfi að skoða ýmsar hliðarverkanir,“ sagði Sigríður Ingibjörg í samtali við mbl.is. „Þetta er hins vegar hluti af endurskoðun á lyfjalögum og lyfja- stefnu og það mál náum við ekki að afgreiða á þessu þingi vegna þess hve umfangsmiklar athugasemdir komu við lyfjalögin.“ Eigi að síður hefur verið unnið í málinu og Sig- ríður segir að sent verði minnisblað til ráðuneytisins. Meta ekki rétt ljósmæðra til að ávísa getnaðarvörnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.