Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 13
Fjallafegurð „Það var búið að snjóa í fjöll og haustkyrrðin var algjör. Ferðin kom mér aðeins á óvart. Hún var krefjandi og tindarnir flottir,“ segir Hermann um fjallgönguna á Bollafjall. uð. Saman eiga þau drenginn Jón Þorra. Fjöllin toga Hermanni líður best úti í náttúr- unni og fjöllin toga alltaf í hann þegar hann er í landi, en hann er sjómaður. Hermann er einn mánuð á sjó í senn og annan mánuð heima og hann segir því drjúgan tíma gefast til að klífa fjöll þegar hann er í landi. Skipið sem hann er á landar oftast tvisvar á þessum mánaðartíma í Neskaupstað. „Ég hef verið mjög duglegur að ganga á fjöllin umhverfis Norðfjörð og er búinn að afgreiða þau flest líka. Á mánaðarúthaldi er það voðalega nota- legt að geta komist til fjalla og jafnvel farið í sund á eftir,“ segir Hermann, sem er alltaf með gönguskóna við höndina hvar sem hann er. „Ég er löngu búinn að sjá það að ef skórnir verða fljótt ónýtir bendir það til þess að maður hafi verið dug- legur að hreyfa sig frekar en að skórn- ir séu ekki nógu góðir,“ segir hann spurður hvort hann sé ekki búinn að gatganga mörg pör af gönguskóm. Hermann hefur alltaf stundað mikla útivist og ýmist gengið eða riðið um landið, en hann stundar einnig hestamennsku. Í seinni tíð hefur hann tekið fjallamennskuna fastari tökum, eins og bókin ber glöggt vitni um. „Mér fannst ég gjarnan finna til í hnjánum og hvorki geta gengið né hlaupið á fjöll. Svo breytti ég hugar- farinu og lét bara meira á hlutina reyna og þá fór allt að smella saman þótt ég þurfi að gá að mér varðandi þessa þætti. Nú er ég farinn að flétta aðeins inn í hreyfinguna fjallaskokk og hjólreiðar og vinna þessir þættir vel saman,“ segir hann spurður hvern- ig verkefnið hafi gengið. Inntur eftir því hvort hann hljóti ekki að vera í fantaformi segist hann vel geta komist á milli bæja. Flestar fjallgöngurnar voru dagsferðir fyrir utan tvær og voru þær farnar á öllum árstímum. „Það er ekki síðra að vera á fjöllum á veturna, í svartasta skammdeginu þegar sólin er lægst á lofti. Þá hittir maður oft líka á frábært göngufæri. En á sum fjöll hentar sumarið betur.“ Vaxandi ljósmyndaáhugi Hermann tók sjálfur allar mynd- irnar sem prýða bókina á litla Canon- myndavél sem auðvelt var að hafa meðferðis. Áhugi hans á ljósmyndun vaknaði í seinni tíð samhliða fjallgöng- unum. Hann tekur fram að ef hann hefði haft hugfast frá upphafi að hann myndi gefa ferðalýsingar sínar út á bók hefði hann líklega hagað mynda- tökunum öðruvísi. „Ferðin þegar ég gekk á Lútina og Bolla- fjall,“ segir hann spurð- ur um uppáhaldsferðina sem lýst er í bókinni og bætir við: „Ég var á ferðinni í október. Það var búið að snjóa í fjöll og haustkyrrðin var algjör. Ferðin kom mér aðeins á óvart. Hún var krefjandi og tind- arnir flottir.“ Hann er fljótur að nefna sem uppáhaldsferð líka gönguna á Háu- og Lágu-Þóru sem eru fjöll í Fjörðum og tilheyra Blæjuhringnum svokallaða, en í þeirri ferð gekk hann einnig umhverfis Keflavíkurdal. Í Fjörðum er eyðibyggð full af sögu og þess má geta að í fjörukambinum í Botni í Þorgeirsfirði má sjá brak af rússnesku skipi sem strandaði þar um 1950. Kyrrðin og einveran er ekki síst það sem Her- mann sækist eftir í fjallgöngunum. „Þegar maður er kominn á fjöll- in úti í Fjörðum er mað- ur kominn úr byggð, frá öllu, og upplifunin er ein- stök. Það er þetta samspil, maður er einn, fjarri mannabyggð og ekkert sem raskar rónni,“ segir hann. Í leiðarlýsingu hans upp á Háu-Þóru segir m.a.: „Suð- vesturöxl Háu-Þóru er hvað mest krefjandi hluti leiðar- inn- ar. Sem aldrei fyrr er það ró hugans sem skiptir máli.“ Ljóst er að einbeiting og rór hugur er það sem gildir öðru fremur í fjallamennsku, að mati Hermanns. Mér fannst ég gjarnan finna til í hnjánum og hvorki geta gengið né hlaupið á fjöll. Svo breytti ég hugar- farinu og lét bara meira á hlutina reyna og þá fór allt að smella saman DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Við flytjum snilligáfu til þeirra sem rækta hana VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.