Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvað er sagtum versl-unarmenn- ina sem hækka vöruverð rétt fyrir útsölu til að telja viðskiptavinum trú um að þeir séu að gera kostakaup? En hvað með stjórnmálamennina sem fjár- svelta mikilvægan málaflokk árum saman, en boða svo stór- sókn og aukafjárveitingar löngu eftir að allt er komið í óefni og uppnám? Borgarstjórn Reykjavíkur hefur undanfarin ár þjarmað svo að rekstri grunn- og leik- skóla í borginni að skólastjórn- endur telja sig ekki lengur geta sinnt lögbundinni þjón- ustu. Viðhaldi húsnæðis og endurnýjun búnaðar er veru- lega ábótavant. Sérkennsla og þjónusta við nemendur hefur verið skorin niður með ófyr- irséðum afleiðingum fyrir fjölda einstaklinga. Jafnvel matur leikskólabarna stenst ekki lengur opinber manneld- ismarkmið. Borgarstjórn hafði fulla ástæðu til að setja skólamál í algjöran forgang strax árið 2013 þegar niðurstöður PISA- rannsóknar OECD fyrir árið 2012 lágu fyrir. PISA er al- þjóðleg rannsókn sem metur hæfni og getu 15 ára nemenda um víða veröld, meðal annars í stærðfræði og lesskilningi. Niðurstöðurnar voru afleitar fyrir landið í heild og var Reykjavík þar ekki undan- skilin. Íslenskir nemendur voru komnir undir OECD-meðaltal í læsi, stærðfræði og náttúruvís- indum. Þá sýndi könnunin að um 30% drengja gætu ekki les- ið sér til gagns. Um stærðfræði sagði m.a. í skýrslunni: ,,Segja má að árið 2012 sé stærðfræðilæsi 15 ára nemenda á Vesturlandi og Suðurlandi álíka því sem það var hjá jafn- öldrum þeirra áratug áður, árið 2003. Breytingin er neikvæðari í Reykjavík og í nágrenni Reykjavíkur, 18 og 16 stiga munur á meðaltölunum 2012 og 2003. Á þessum svæðum eru 2/3 allra nemenda í landinu og því er neikvæð þróun þar mun alvarlegri en á fámennari svæðum fyrir landið í heild.“ Um lesskilning sagði m.a.: ,,Þróunin í lesskilningi er um margt svipuð stærðfræðilæs- inu. Hér dregur þó heldur á milli Reykjavíkur og sveitarfé- laga í nágrenni Reykjavíkur, enda tvöfalt meira fall í með- altölum Reykjavíkur, eða 28 stig á móti 12 stigum í ná- grenni Reykjavíkur. Þróunin í Reykjavík nemur hálfu skóla- ári, við útskrift úr 10. bekk 2012 er lesskilningur grunn- skólanemenda þar á við það sem hann var um miðbik 10. bekkjar hjá nem- endum sem út- skrifuðust árið 2000. Á rúmum áratug hafa grunn- skólanemendur í Reykjavík tapað lesskilningsfærni sem nemur hálfu skólaári.“ Kennarasamband Íslands sagði skýrsluna mikið áhyggju- efni og varaði við því að ekki væri hægt að krefjast meiri sparnaðar og aðhalds án þess að það kæmi niður á skólakerf- inu. En hver voru viðbrögð borg- arstjórnar? Ekki voru allir eins áhyggju- fullir af stöðu mála og kenn- arar. Í umræðum um PISA- niðurstöðurnar í borgarstjórn sló þáverandi borgarstjóri á létta strengi og fór með gam- anmál. Meirihlutinn í borgarstjórn reyndi að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar fyrir grunnskóla í Reykjavík leynd- um fyrir almenningi. Jafnvel foreldrafélög og fulltrúar for- eldra í skólaráðum grunnskóla áttu ekki að fá að sjá þær. Það var ekki fyrr en fjórum vikum eftir borgarstjórnarkosning- arnar 2014 að niðurstöðurnar fengust birtar, og það eftir að úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál úrskurðaði að borginni væri skylt að birta þær. Samstarfshópi var falið að leggja grunn að umbótaáætlun í grunnskólum Reykjavíkur- borgar. Ekki er ljóst hverju sú vinna skilaði, en hún skilaði að minnsta kosti ekki því að setja skólamál í borginni í forgang. Þrátt fyrir þá vitneskju um stöðu skólamála í Reykjavík, sem lá fyrir árið 2013, ákvað meirihluti borgarstjórnar að draga úr þjónustu og grafa enn frekar undan rekstrargrund- velli grunn- og leikskóla, en beina fjármunum þess í stað í gæluverkefni. Sóknin mikla í skólamálum, sem borgarstjóri kynnti í vik- unni, er blekkingarleikur. Langstærsti hluti þeirra 920 milljóna sem nú eru lagðar til skólamála er til kominn vegna óraunhæfra krafna um aðhald og sparnað í fjárhagsáætlun. Upphæðin sýnir ekki sókn- arhug heldur þvert á móti hve meirihlutinn hefur seilst langt í niðurskurði í skólum borgar- innar til að geta sinnt sér- viskulegri forgangsröðun sinni. Engar vísbendingar eru um að þeirri forgangsröðun hafi verið snúið við. Borgarbúar hafa því eftir sem áður ríka ástæðu til að óttast um viðhorf borgaryf- irvalda til starfsins í skólum borgarinnar. Borgaryfirvöld hafa forgangsraðað með gæluverkefni í huga, en skólarnir hafa setið á hakanum.} Borgarstjóri í blekkingarleik Í myndum okkur að flokkur haldi prófkjör og þar bjóða sig fram einstaklingar sem búa yfir mismunandi reynslu, hug- myndafræði ásamt ótal fleiri kostum eða göllum. Flokksmenn velja þann sem þeim þykir best- ur í fyrsta sætið og svo koll af kolli. Valið ræðst af því sem þeir telja mikilvægast að þingmaður hafi til að bera þegar á hólminn er komið — það getur verið allt frá sterkri afstöðu í mikilvægum málum, árangur af fyrra kjörtímabili eða einfald- lega að viðkomandi sé líklegur til stórræðanna með bros á vör. Niðurstöður prófkjörsins eru svo kynntar í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð og hljóðnem- inn færist að formanni flokksins. Hann fagnar niðurstöðunni, fagnar því að flokksmenn hafi lát- ið sig varða bæði framtíð flokksins og samfélags- ins. Hann þakkar einnig frambjóðendunum sem lögðu á sig ómælda vinnu, tíma og þor til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og óskar þeim til hamingju sem uppskáru eins og þeir sáðu og stappar stálinu í þá sem lutu í lægra haldi. Enginn veltir fyrir sér kyni frambjóðendanna, enginn gerir lítið úr frambjóðendunum eða kosningunni með því að draga þá í tvo dilka, allar konur og alla karla, líkt og aðeins tveir frambjóðendur hefðu boðið fram krafta sína og ekkert annað skipti máli en tegund kynfæra þeirra. Þessi atburðarás hefur því miður ekki gerst enn. Tískan í stjórnmálum í dag er nefnilega að telja kynfæri frambjóð- enda í prófkjörum. En það er ekki fyrr en slík talning hættir að loksins mætti segja að við hefðum náð fram jafnrétti; þar sem kyn fólks skiptir ekki máli í neinu tilliti, þar sem fólk er metið út frá eig- inleikum sínum og fyrri málflutningi í kosninga- baráttunni en ekki kyni. Ef kona vill lækka skatta en karl vill hækka skatta og konan vinnur þá er niðurstaðan ekki sú að körlum hafi verið hafnað — skattahækk- unum var hafnað. Stjórnmál snúast um hug- myndir en ekki kynfæri. Núverandi nálgun margra á jafnrétti snýst því miður um að fólk sé látið gjalda fyrir kyn sitt, hvort sem viðkomandi flokkar sig sem karl, konu eða með öðrum hætti. Raunverulegt jafn- rétti snýst ekki um að einn hópur njóti forrétt- inda á kostnað annarra heldur að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja fram, elta drauma sína og uppskera eins og þeir sá. Það eru fáir stjórnmálaflokkar nú til dags sem hafa hug- rekki til að leita til flokksmanna sinna og treysta þeim til að velja sér fulltrúa til að framfylgja sameiginlegri stefnu á Al- þingi. Í prófkjöri þurfa þingmenn nefnilega að horfast í augu við pólitíska ábyrgð sína frá fyrra kjörtímabili og athuga hvort flokksmenn hafi kunnað að meta framgöngu þeirra. Það myndi því skjóta skökku við að flokkur sem kennir sig við jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins virti nið- urstöðu flokksmanna sinna að vettugi með afgerandi hætti og réðist í breytingar á efstu sætum lista sinna í tveimur kjördæmum af fimm til þess að elta bjagaðar hugmyndir sumra um jafnrétti. laufey@mbl.is Laufey Rún Ketilsdóttir Pistill Teljum hugmyndir, ekki kynfæri STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Umræða um menningar-landslag hefur fengiðaukinn þunga hér á landií réttu hlutfalli við vax- andi þýðingu ferðaþjónustu í ís- lensku efnahags- og þjóðlífi. Hefðbundin skilgreining á menningarlandslagi er allt landslag, sem fólk hefur breytt eða haft áhrif á með einhverjum hætti. Þannig öðlist landslagið merkingu og aukna dýpt. „Allt Ísland er í raun menning- arlandslag,“ segir Katrina Rønn- ingen, rannsóknarprófessor við há- skólann í Þrándheimi í Noregi, en hún flutti erindi á ráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækja og samtaka í landbúnaði um menning- arlandslag og samspil ferðaþjónustu og landbúnaðar við uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu. Þótt stór hluti Íslands séu óbyggðir eru þær samofnar sögu landsins og megi því skilgreina sem menningarlandslag. Rønningen segir, að á Norður- löndum tengist hugtakið menningar- landslag einkum landbúnaði og tengdri starfsemi, svo sem ferða- þjónustu. Í Noregi hafi ríkið frá tí- unda áratug síðustu aldar mótað stefnu og nýtt opinbert fé til að við- halda byggð í landinu og skapa tæki- færi til hliðar við hefðbundinn land- búnað, hlúa að menningarlandslagi og menningarverðmætum, ferða- þjónustu í sveitum og matvælafram- leiðslu heima í héraði. Slík mat- vælaframleiðsla sé afar mikilvæg. Vaxandi áhugi sé á matvöru sem framleidd er í sveitum og tengist ákveðnum stöðum. Það auki um leið áhuga fólks á svæðunum sjálfum, menningararfleifðinni og landslag- inu. Rønningen segir að sér sýnist miklir möguleikar vera í ferðaþjón- ustu á Íslandi, ekki aðeins á hinum hefðbundnu ferðamannastöðum heldur um allt land. Íslendingar verði hins vegar sjálfir að móta eigin stefnu um hvernig eigi að nýta þá möguleika sem felist í menningar- landslaginu. Prjónað úr 130 tonnum af ull Á ráðstefnunni sagði Hjalti Jó- hannesson, sérfræðingur hjá Há- skólanum á Akureyri, m.a. að ákveð- ið menningarlandslag yrði til í tengslum við sauðfjárbúskap sem hefði aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Slík ferðaþjónusta skapaði einnig störf á móti búskapnum og héldi bæjum í byggð. Verðmætasköpun við framleiðslu á minjagripum væri einnig veruleg og þar af væri ís- lenska lopapeysan sennilega mikil- vægust. Vísaði Hjalti til niðurstöðu rannsóknar, sem Jón Þorvaldur Hreiðarsson gerði, um að árið 2014 hefðu 130 tonn af ull farið í lopapeys- ur, húfur og vettlinga og verðmæta- sköpun vegna prjónaskapar úr ull hefði verið á bilinu 2-4 milljarðar króna. Þar af hefðu um 70 tonn af lopa verið seld til útlanda. Sjálfur Vatnajökull Sigurlaug Gissurardóttir, sem er stjórnarformaður Félags ferða- þjónustbænda og rekur bændagist- ingu á Brunnhóli á Mýrum í Horna- firði, rifjaði á ráðstefnunni upp þegar hún fór á námskeið á Hvann- eyri og var beðin að segja frá hvað væri merkilegt fyrir gesti hennar að sjá. „Það er ekkert,“ sagðist hún hafa sagt. „Það eru bara mýrar í kringum mig.“ Þá sló kona í öxlina á mér og sagði: „Þú segir þetta ekki, þú ert með sjálfan Vatnajökul í bakgarð- inum.“ Með Vatnajökul í bakgarðinum Morgunblaðið/Eggert Fé og land Menningarlandslag tengist m.a. sauðfjárrækt. Áhersla á fæðuöryggi hefur farið vaxandi upp á síðkastið í tengslum við umræðu um áhrif loftslagsbreytinga. Land til matvælaframleiðslu er stöðugt að verða verðmætara, segir Katrina Rønningen. Vís- bendingar séu um, að mat- vælaverð og hrávöruverð fari hækkandi og það hafi aftur áhrif á áhuga bæði fyrirtækja og þjóða á að fjárfesta í rækt- arlandi. Þannig séu dæmi um að Kínverjar hafi keypt stór landsvæði í Kanada. Í Noregi eigi sér nú stað samþjöppun í landbúnaði, búum fækkar og þau stækka og verða sérhæfðari. Rønningen segir, að hert hafi mjög á þessari þró- un eftir að núver- andi ríkisstjórn mið- og hægri- flokka tók við völd- um fyrir þremur ár- um. Fjárfest í ræktarlandi MATVÆLAFRAMLEIÐSLA Katrina Rønningen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.