Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. O K T Ó B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 232. tölublað 104. árgangur
HEIMSPEKI-
LEGT SPJALL
FEÐGINA AUKIN ÁSÓKN Á
NORÐURSLÓÐIR
FLETT OFAN
AF MYRKUM
HVÖTUM
ÞYRLUKAUP 14 HORFT FRÁ BRÚNNI 30GUÐNI OG STEINA 12
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Á milli 40 og 60 hælisleitendur munu
hafa aðsetur á Krókhálsi 5b í Reykja-
vík frá og með deginum í dag. Þar var
áður til húsa Lögregluskóli ríkisins
en lögreglunám hefur nú færst upp á
háskólastig og verður boðið upp á
námið í Háskólanum á Akureyri.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
sagði við Morgunblaðið í gær, að hér
væri um tímabundna ráðstöfun að
ræða, vegna mikillar þarfar fyrir
húsnæði fyrir hælisleitendur.
„Þetta er tímabundin neyðarráð-
stöfun, þar sem Útlendingastofnun
fær til afnota húsnæðið á Krókhálsi,
til þess að koma þar fyrir hælisleit-
endum. Það verða tveir mánuðir að
hámarki, sem stofnunin hefur hús-
næðið til afnota, til þess að leysa úr
bráðavanda,“ sagði innanríkisráð-
herra.
Ólöf sagði að þetta úrræði hefði
ekkert að gera með framtíðaráform
um not af húsinu, en þar hefur m.a.
verið æfingaaðstaða fyrir lögregl-
una.
Skotvopn og búnaður á brott
Sá hluti lögreglunámsins, sem
ekki fer fram við Háskólann á Ak-
ureyri, fluttist til embættis Ríkislög-
reglustjóra. Í Krókhálsi 5b hefur
verið æfinga- og þjálfunaraðstaða
fyrir lögreglumenn undir heitinu
Mennta- og starfsþróunarsetur lög-
reglunnar. Lögreglan hefur nú rýmt
húsnæðið, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, flutt á brott skot-
vopn og annan búnað lögreglu. Ekki
lá ljóst fyrir í gær, hvar Mennta- og
starfsþróunarsetur lögreglu verður
til húsa næstu mánuði.
Ekki náðist í Kristínu Völundar-
dóttur, forstjóra Útlendingastofnun-
ar, í gær.
Tímabundin neyðarráðstöfun
40-60 hælisleitendur munu hafa aðsetur í húsakynnum lögreglu við Krókháls
Tveir mánuðir að hámarki Til að leysa úr bráðavanda, segir innanríkisráðherra
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
fyrrverandi formaður Framsókn-
arflokksins, sem beið lægri hlut
fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í
formannskjöri
Framsóknar-
flokksins í
fyrradag, hefur
tekið ákvörðun
um að hann
muni halda
áfram sem odd-
viti Framsókn-
arflokksins í
Norðaustur-
kjördæmi.
Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hafa
fjölmargir skorað á Sigmund
Davíð, allt frá því að niðurstöður
formannskosninganna voru ljósar
í fyrradag, að halda ótrauður
áfram og samkvæmt sömu heim-
ildum hefur hann tekið þá
ákvörðun að verða við þeim
áskorunum.
Reiðubúnir að
teygja sig langt
Heimildir Morgunblaðsins
herma enn fremur að tal um að
Sigmundur Davíð og hugsanlega
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
myndu kljúfa flokkinn eigi ekki
við rök að styðjast.
Morgunblaðið hefur einnig
heimildir fyrir því að þrátt fyrir
erfitt og átakamikið flokksþing
Framsóknarflokksins um liðna
helgi sé sáttavilji fyrir hendi.
Menn úr báðum röðum séu
reiðubúnir til þess að teygja sig
nokkuð langt til þess að var-
anlegar sættir geti náðst, enda
séu þingkosningar fram undan og
mikið í húfi fyrir báðar fylkingar.
Sigmund-
ur áfram
oddviti
Sáttavilji fyrir
hendi Mikið í húfi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Það dugðu engin vettlingatök við að lyfta þessum bráðmyndarlega þorski
sem varð á vegi forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid á
ferð þeirra um Vesturbyggð í gær, en þau eru nú þar í opinberri heimsókn.
Piotr Kozuch, verkstjóri í saltfiskvinnslu Odda á Patreksfirði, og Skjöldur
Pálmason, yfirverkstjóri Odda, léttu undir með hjónunum. Stórir þorskar
eru stundum kallaðir golþorskar eða búraþorskar og þessi vó heil 35 kíló.
Forseti með vænan þorsk í fangi
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Byggingarnar að Laugum í Dölum
verða seldar á næstunni; skólahús,
íþróttasalur, sundlaug, hótel og fjög-
ur íbúðarhús. Alls eru þessar bygg-
ingar 3.880 fermetrar og er bruna-
bótamat þeirra rösklega einn
milljarður króna. Að sögn Sveins
Pálssonar, sveitarstjóra í Dala-
byggð, hefur lengi legið í loftinu að
fasteignir að Laugum yrðu seldar,
en þar sjá menn tækifæri í ferða-
þjónustu. „Við höfum að undanförnu
fengið bæði hringingar og heim-
sóknir frá fólki sem er áhugasamt
um kaup,“ segir sveitarstjórinn.
Að Laugum var lengi starfræktur
heimavistarskóli fyrir sveitahrepp-
ana í Dölum. Svo breyttust aðstæður
og skólahald var flutt í Búðardal. Nú
er að Laugum rekið sumarhótel og
ungmennabúðir fyrir nemendur 9.
bekkjar grunnskólans eru þar á vet-
urna. » 4
Skóli, íþróttasalur, sundlaug, hótel og fjög-
ur íbúðarhús í Dölunum seld í einum pakka
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dalir Laugabyggingar eru til sölu
og áhugi virðist vera á kaupum.
„Ríki og sveitarfélög eru sammála
um að frumvarpið sé í samræmi
við samkomulagið. Mér virðist
sem hér sé verið að tefla fram nýj-
um samningskröfum,“ segir
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra en bæði Kenn-
arasamband Íslands og BSRB
hafa lýst því yfir að frumvarp ráð-
herrans um Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins sé þvert á sam-
komulag sem ríki og sveitarfélög
gerðu við bandalögin 19. sept-
ember síðastliðinn.
„Frumvarpið var lesið yfir af
sérfræðingum samtakanna áður
en það var lagt fyrir þingið og þá
komu ekki fram
þessar at-
hugasemdir. Það
vekur með mér
grunsemdir um
að það sem sé í
reynd að gerast
sé að samstaðan
til að ganga frá
málinu sé að
brotna innan
heildarsamtak-
anna.
Sé það raunin verður frumvarpið
ekki afgreitt, þá verður heldur
ekkert framlag greitt inn í LSR á
fjáraukalögum — það verður aft-
urkallað, og það stefnir þá í að ið-
gjöldin hækki verulega um næstu
áramót. Í framhaldinu er samstarf
aðila á vinnumarkaði í talsverðri
óvissu,“ segir Bjarni.
Var ljóst allan tímann
Málið strandi á því að eftir gerð
samkomulagsins fari heildar-
samtökin, KÍ og BSRB, fram á að
opinberir starfsmenn hafi áfram
ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum
sínum inn í langa framtíð. „En það
var ljóst allan tímann og grund-
vallaratriði af hálfu ríkisins að bak-
ábyrgð ríkisins yrði felld niður.“
laufey@mbl.is » 10
Stefnir samstarfi í óvissu
Bjarni
Benediktsson