Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Björgunarmiðstöð Hjálparsveitar skáta Kópavogi.
Þeir semgerakröfur
veljaHéðinshurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinn.is og við sendum
þér tilboð um hæl.
mílur frá strönd, sem eru ystu mörk
efnahagslögsögunnar. Þær geti at-
hafnað sig í 30 mínútur á slysstað,
tekið 10 manns um borð og náð til
baka inn á eldsneytisstað. Með
þessu móti væri hægt að sinna leit
og björgun með þyrlu innan allrar
efnahagslögsögunnar. Grunnkrafan
sé að mögulegt sé að bjarga einni
skipsáhöfn togara (í dag um 20 ein-
staklingum) innan íslensku efna-
hagslögsögunnar. Til að mæta þeirri
kröfu þurfi ávallt að hafa til taks
tvær þyrlur til björgunar á sjó.
Sjö þjálfaðar áhafnir
Fram kemur í skýrslunni að
reynsla Landhelgisgæslunnar sé sú
að með því að hafa þrjár þyrlur í
rekstri sé mögulegt að hafa tvær
þyrlur til taks um 92% ársins. Gera
megi ráð fyrir að með nýjum björg-
unarþyrlum verði mögulegt að hafa
tvær þyrlur til taks meira en 92%
ársins vegna betri tækjabúnaðar
nýrra þyrla og einfaldari viðhalds-
áætlana. Til þess að manna tvær
viðbragðshæfar áhafnir meginhluta
ársins þurfi LHG að hafa sjö þjálf-
aðar áhafnir. Til að viðhalda lág-
markshæfni sjö áhafna þurfi að
fljúga vélunum um 1.246 klukku-
stundir á ári, auk 22 flugstunda á
hverja áhöfn í flughermi, alls 1.400
klukkustundir.
Í dag hefur LHG yfir að ráða
fimm áhöfnum sem þýðir að allt árið
er ein áhöfn til taks en aðeins um
35% ársins eru tvær áhafnir til taks.
Af því leiðir að um 65% ársins er
ekki hægt að sinna verkefnum á sjó
og 55% ársins er ekki hægt að nýta
þær þyrlur sem eru til taks vegna
skorts á áhöfnum, segir í skýrslunni.
Mikilvægar í viðbragðskerfi
„Líkur eru á að notkun björg-
unarþyrla LHG muni aukast á
næstu árum og áratugum og að þær
verði áfram mikilvægur þáttur í við-
bragðskerfi Íslands við björgun
jafnt á sjó og landi,“ segir m.a. í
skýrslunni.
Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í
stýrihópinn: Eyjólfur Árni Rafnsson
verkfræðingur, formaður, Georg
Lárusson, forstjóri Landhelgis-
gæslu Íslands, Sigurður H. Helga-
son, skrifstofustjóri í fjármála- og
efnhagsráðuneytinu, Pétur U. Fen-
ger og Þórunn J. Hafstein, skrif-
stofustjórar í innanríkisráðuneytinu.
Þyrlukaup eru skynsamlegust
Stýrihópur leggur til að ríkið kaupi þrjár þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna Kostnaður er áætl-
aður 14,2 milljarðar Miða við að tvær þyrlur verði ávallt til taks og geti flogið 235 sjómílur á haf út
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrluflug Líkur eru á að notkun björgunarþyrla LHG muni aukast verulega á næstu árum og áratugum.
Þyrluflotinn
» Landhelgisgæslan rekur
þrjár stórar björgunarþyrlur í
dag, ein er eign LHG og hinar
tvær eru leigðar.
» Þyrla LHG, TF-LIF, var smíð-
uð 1986 og er því orðin 30 ára
gömul auk þess sem kominn er
tími á endurnýjun á hluta bún-
aðar hennar.
» Leigusamningar vegna
leiguvélanna tveggja, TF-GNA
og TF-SYN, renna út á árunum
2017 og 2018.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skynsamlegasti kosturinn er að
Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða
þremur þyrlum sem séu allar hlið-
stæðar að stærð og getu og þær
þyrlur sem LHG hefur yfir að ráða í
dag.
Þetta var niðurstaða stýrihóps
sem innanríkisráðherra skipaði í
september 2015 til að tryggja leitar-
og björgunarþjónustu innan efna-
hagslögsögu Íslands til framtíðar
með endurnýjun á þyrlum Land-
helgisgæslu Íslands. Hópurinn skil-
aði skýrslu til ráðherra í janúar á
þessu ári. Eins og Ólöf Nordal inn-
anríkisráðherra sagði í Morgun-
blaðinu á laugardaginn hefur verið
ákveðið að ráðast í kaup á þyrlum og
væntanlega verða fjármunir til
kaupanna inni í fjárlögum ársins
2018.
Tillaga stýrihópsins er sú að
kaupa þrjár þyrlur. Heildarfjárfest-
ing þessa er áætluð um 13.900 millj-
ónir króna og annar kostnaður sem
felst í útboðskostnaði og ráðgjöf við
útboðsferlið er áætlaður um 300
milljónir. Heildarkostnaður verk-
efnisins er því áætlaður um 14,2
milljarðar króna. Eftir talsverða
skoðun metur starfshópurinn það
svo að hagkvæmara sé að eiga þyrl-
ur en að leigja þær. Fyrir þrjár
þyrlur geti sá kostnaðarmunur
numið allt að 500 milljónum króna á
ári.
Geta tekið 10 manns um borð
Þeir þættir sem helst ráða hvern-
ig þyrlur verða keyptar snerta kröf-
ur um björgunargetu þyrla Land-
helgisgæslunnar á sjó, segir í
skýrslunni. Í lögum er starfssvæði
LHG skilgreint sem hafið umhverfis
Ísland og afmarkast af efnahags-
lögsögu landsins og landgrunninu,
auk úthafsins samkvæmt reglum
þjóðaréttar. Á grundvelli þessa hef-
ur verið lagt upp með að þyrlur
LHG hafi drægi til að fara 235 sjó-
Áætluð þróun verkefna LHG næstu
fimm árin, miðað við núverandi sam-
setningu viðfangsefna:
Gert er ráð fyrir fjölgun útkalla
vegna aukins fjölda ferðamanna
næstu fimm árin og að heildarfjöldi
útkalla aukist um 60% eða í um 320
útköll á ári árið 2020.
Fátt bendir til mikillar breytingar
á fjölda útkalla vegna fiskiskipa
fram til ársins 2020 og má reikna með að fjöldi þeirra standi í stað hvort
sem er á grunnslóð eða djúpslóð. Hins vegar má gera ráð fyrir aukningu á
útköllum á djúpslóð samhliða aukinni hlýnun sjávar og vaxandi sókn
fiskiskipa á norðlægar slóðir.
Líklegt er að útköllum í farþegaskip fjölgi á næstu 10 árum, bæði á
grunnslóð og djúpslóð við landið.
Rannsóknir og möguleg olíuvinnsla á Drekasvæðinu mun hafa áhrif á
þróun mála á djúpslóð. Ef frekari rannsóknir og síðar vinnsla á Dreka-
svæðinu verða að veruleika má gera ráð fyrir fjölgun útkalla þar.
Aukin ásókn á norðurslóðir
ÚTKÖLLUM VEGNA FERÐAMANNA MUN FJÖLGA Á NÆSTU ÁRUM
Stefnt er að útleigu stóra skrifstofu-
og verslunarhússins á horni Breið-
holtsbrautar og Ögurhvarfs í Kópa-
vogi fyrir heilsutengda starfsemi og
aðra atvinnustarfemi. Þegar hefur
verið ákveðið að þar verði ný einka-
rekin heilsugæslustöð opnuð á næsta
ári og jafnvel apótek.
Fleiri mál eru í athugun, að sögn
Skúla Gunnars Sigfússonar, eins af
eigendum hússins, og telur hann að
það myndi til dæmis henta vel fyrir
læknastofur.
Húsið er við Urðarhvarf 8. Það er
sex hæða, alls rúmlega 16 þúsund
fermetrar að stærð, á áberandi stað.
Útsýni er yfir Elliðaárdalinn. Gert
er ráð fyrir rúmlega 300 bílastæðum
í kjallara og 150 á lóð. Búið var að
steypa húsið upp í hruninu en bygg-
ing þess stöðvaðist þá að mestu. Þó
var það glerjað. Íslandsbanki yfirtók
það af verktakanum og fyrir tæpum
tveimur árum var það selt til fjög-
urra einstaklinga og fyrirtækja sem
standa að einkahlutafélaginu Heilsu-
boganum.
Aukin eftirspurn
Húsið var áfram auglýst til sölu
eða leigu en nú hafa eigendurnir
ákveðið að leggja áherslu á að koma
því í leigu, helst fyrir heilsutengda
starfsemi. Skúli segir að þó ekki sé
langt síðan núverandi eigendur
komu að húsinu finni þeir að ástand-
ið sé breytt á markaðnum. Vaxandi
eftirspurn sé eftir atvinnuhúsnæði.
Fyrirhrunshúsin séu smám saman
að fyllast.
Hann segir að úttektir sýni að
húsið að Urðarhvarfi 8 sé vel byggt
og það hafi ekki orðið fyrir miklum
skemmdum á þeim langa tíma sem
það stóð óklárað. Ýmislegt þurfi að
snurfusa og byrjað sé á því. Meðal
annars er verið að einangra húsið og
koma hita á það. helgi@mbl.is
Heilsutengt
starf á horninu
Urðarhvarf 8 vaknar til lífsins á ný
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heilsuboginn Hluti heilsutengda
hússins að Urðarhvarfi 8.