Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ríkisstjórn Kólumbíu og leiðtogar skæruliða- samtakanna FARC sögðust í gær ætla að halda áfram að beita sér fyrir friði í landinu eftir að friðarsamningi þeirra var hafnað mjög naum- lega í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn var. Niðurstaðan kom flestum á óvart, jafnvel mörgum af andstæðingum samningsins, og all- ar skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir at- kvæðagreiðsluna bentu til þess að samningur- inn yrði samþykktur. Mikil óvissa er nú um framhaldið, m.a. vegna þess að stjórnin hafði verið mjög sigurviss og ekki undirbúið neina áætlun um hvernig bregðast ætti við ef þjóðin hafnaði samningnum. Fréttaskýrendur telja meginskýringuna á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þá að stjórnin hafi verið of undanlátssöm og vanmetið reiði al- mennings í garð skæruliðasamtakanna eftir rúmlega hálfrar aldar átök sem kostuðu að minnsta kosti 260.000 manns lífið og urðu til þess að nær sjö milljónir manna þurftu að flýja heimkynni sín. 50,21% þeirra sem mættu á kjörstaði greiddi atkvæði gegn friðarsamningnum en 49,78% studdu hann. Kjörsóknin var mjög lítil, aðeins 37%. Kólumbísk yfirvöld sögðu að úrhelli sem fylgdi fellibyl í Karíbahafi hefði stuðlað að þess- ari litlu kjörsókn. Stríðsglæpamönnum umbunað? Stjórnmálaskýrendur segja að niðurstaðan sé mikið áfall fyrir Juan Manuel Santos forseta sem hafði lagt mikið kapp á að ná friðarsam- komulagi við skæruliðasamtökin. Andstæðingar hans segjast vilja frið en saka forsetann um að hafa verið of undanlátssamur í samningavið- ræðunum. Hann hafi viljað ná friðarsamningi hvað sem það kostaði til að styrkja pólitíska stöðu sína í von um að hans verði minnst sem forsetans sem tekist hafi að binda enda á stríðið í landinu. Skoðanakannanir benda til þess að að- eins um 20% kjósendanna styðji Santos. Friðarsamningurinn kvað m.a. á um að skæruliðar FARC, sem eru um 5.800 talsins, kæmu úr fylgsnum sínum í skógum og fjöllum landsins og gæfu sig fram í afvopnunarbúðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir áttu að af- vopnast og fá aðstoð til að verða venjulegir borgarar að nýju. Ennfremur átti að koma á fót sérstökum dómstólum til að fjalla um glæpi sem hafa verið framdir í stríðinu. Veita átti uppgjöf saka fyrir minniháttar glæpi, en ekki fyrir al- varlegri glæpi á borð við fjöldamorð, pyntingar og nauðganir. Refsing fyrir slíka glæpi átti að vera að hámarki 20 ára fangelsi en kveðið var á um að þeir sem játuðu fengju mildari dóma. Samkvæmt samningnum átti FARC að breytast úr marxískri skæruliðahreyfingu í stjórnmálaflokk. Fyrir þremur árum var gengið frá samkomulagi um að FARC fengi tímabund- ið 10 sæti af alls 268 á þingi Kólumbíu. Andstæðingar samningsins segjast vera hlynntir friði en andvígir því að stríðsglæpa- menn fái sakaruppgjöf eða milda refsingu og samtökunum verði umbunað fyrir að leiða hörmungur yfir þjóðina síðustu 50 árin. Santos var varnarmálaráðherra á árunum 2006 til 2009 þegar Álvaro Uribe var forseti Kólumbíu. Sem varnarmálaráðherra stjórnaði hann mikilli sókn hersins, sem veikti skæruliða- samtökin verulega, og hann hóf síðan friðar- umleitanirnar eftir að hann varð forseti árið 2010. Uribe sakaði Santos um svik við þjóðina með friðarviðræðunum og fór fyrir andstæð- ingum friðarsamningsins. Kommúnisma hafnað Margir andstæðingar samningsins lögðust ekki aðeins gegn honum vegna sakaruppgjafar- innar heldur einnig vegna þess að þeir telja hann geta stefnt lýðræðinu í hættu. „Lýðræðinu hefur verið bjargað,“ hefur fréttaveitan AFP eftir einum andstæðinga samningsins. „Við höf- um hafnað kommúnisma.“ Vangaveltur höfðu verið um að Santos og leiðtogi FARC fengju friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir samninginn og margir Kólumbíumenn voru andvígir því að skæruliðaleiðtoginn yrði heiðraður með þeim hætti. Ekki er búist við að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar verði sjálfkrafa til þess að átökin hefjist að nýju. Santos hvetur núna til þess að allar stjórnmálafylkingarnar, þeirra á meðal flokkur Uribe, taki þátt í viðræðum við leiðtoga FARC en fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um hvort slíkar viðræður séu líklegar til að bera árangur. Sumir telja að þær verði mjög erfiðar en aðrir að nú gefist gott tækifæri til að ná friðarsamningi sem njóti almenns stuðnings í landinu. Vanmátu reiði almennings  Friðarsamningi stjórnar Kólumbíu við skæruliðasamtökin FARC hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu  Ríkisstjórnin sökuð um að hafa verið of undanlátssöm  Sakaruppgjöf og kommúnisma hafnað Saga Byltingarhers Kólumbíu (FARC) Byltingarher Kólumbíu (FARC) stofnaður eftir að uppreisn smábænda hófst undir stjórn Manuels Marulanda (kallaður Tirofijo, eða„Skotviss“) Friðarviðræður við hægristjórn Belisario Betancur fóru út um þúfur FARC rændi Ingrid Betancourt forsetaframbjóðanda Yfirmaður skæruliða FARC, Simon Trinidad, tekinn til fanga og framseldur til Bandaríkjanna Tirofijo dó. Alfonso Cano varð leiðtogi samtakanna Stjórnarherinn bjargaði Betancourt og 15 öðrum gíslum FARC Annar af forystumönnum FARC, Raúl Reyes, beið bana í árás á herbúðir í Ekvador Yfirmaður skæruliða FARC, Jorge Briceno, beið bana Friðarviðræður hófust í Havana Bráðabirgðasamkomulag um pólitískt hlutverk FARC Leiðtogi FARC, Alfonso Cano, felldur, Timoleón Jiménez tók við Samið um aðgerðir til að stöðva sölu og smygl fíkniefna Samið um samstarf við að fjarlægja jarðsprengjur og bætur til fórnarlamba átakanna Friðarviðræður við Andrés Pastrana Arango forseta misheppnuðust 1964 1984 - 1987 2002 2004 2008 2008 20082010 2011 Nóvember 2012 2013 1999 - 2002 24. ágúst 2016 2014 Ríkisstjórnin og FARC náðu samkomulagi um frið 29. ágúst 2016 Vopnahlé gekk í gildi 15. maí 2016 Samið um að FARC sleppi börnum úr herliði sínu 2015 2. október 201626. september 2016 Friðarsamningur við FARC undirritaður Þjóðaratkvæðagreiðsla um friðarsamning Vopnaðir menn ruddust inn í dvalarstað bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Kim Kardashian West í París í fyrrakvöld og rændu skartgripum og fleiri munum sem metnir eru á alls 10 milljónir evra, eða tæplega 1,3 millj- arða króna. Ræningjarnir voru dulbúnir sem lögreglu- menn. Kardashian er sögð í miklu áfalli eftir árásina sem var skipulögð í þaula. Mennirnir hótuðu henni með byssu og læstu hana inni á baðherbergi áður en þeir rændu skart- gripum úr lúxusíbúð sem hún dvaldi í. Nokkrir fjölmiðlar sögðu að sjónvarpsstjarnan hefði verið kefluð á meðan ræningjarnir leituðu í íbúðinni. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins hafði eftir lögreglumanni í París að fimm menn hefðu verið að verki. FRAKKLAND Rændu dýru djásni frá Kardashian Kim Kardashian West Kersti Kaljulaid var kjörin næsti forseti Eistlands í atkvæðagreiðslu á þingi landsins í gær og hún verð- ur fyrst kvenna til að gegna emb- ættinu. Kaljulaid er 46 ára, óflokks- bundin og hefur átt sæti í Endur- skoðunarrétti Evrópusambandsins. Kaljulaid fékk atkvæði 81 þing- manns af 101. Hún kom inn sem óvæntur forsetaframbjóðandi í vik- unni sem leið eftir að engum fram- bjóðendanna tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í nokkrum at- kvæðagreiðslum frá því í ágúst. Kersti Kaljulaid verður fimmti forseti Eistlands frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1991 eftir hrun Sovétríkjanna. Litið er á kjör henn- ar sem mikilvægt skref í kvenrétt- indabaráttunni í Eistlandi þótt landið sé nú þegar framarlega í þeim efnum. Forsetinn hefur lítil völd en getur synjað lögum stað- festingar. EISTLAND Kaljulaid kjörin forseti, fyrst kvenna AFP Forseti Kersti Kaljulaid eftir kjörið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.