Morgunblaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 ✝ Stefán HaukurJóhannsson var fæddur 12. febrúar 1934 að Hólakoti (Hallkels- hólum) í Grímsnesi. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. sept- ember 2016. Stefán var sonur hjónanna Jóhanns Ingva Guðmunds- sonar, f. 1905 í Öxney á Breiða- firði, d. 1992, og Guðbjargar Lárusdóttur, f. 1908 á Skaga- strönd, d. 1974. Hann var þriðja barn foreldra sinna. Eldri eru Guðmundur Lárus, f. 1931, d. 2015, og Sigríður Sólveig, f. 1932, yngri Yngvi Hreinn, f. 1935, d. 2016, og Lilja Ingi- björg, f. 1943. Stefán ólst upp í Grímsnesinu hjá foreldrum sínum og systk- inum sem stunduðu þar búskap lengst af í Hólakoti og Vatns- holti. Árið 1951 flutti fjöl- skyldan á Selfoss og settist að á Kirkjuvegi 7. Stefán kvæntist 16. júlí 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni. Ragnheiði Zóphóníasdóttur, f. 26. ágúst 1930 í Glóru (Ás- brekku) í Gnúpverjahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Zóphónías Sveinsson, f. 1891, d. Berglind, f. 2010, Mikael Kári, f. 2012, Daníel, f. og d. 2014, og Eva Katrín f. 2015, b) Stefán, f. 1988. 4) Soffía, f. 1967, maki Reynir Guðjónsson, f. 1967. Synir: a) Guðjón, f. 1994 unn- usta Katrín Þórey Ingadóttir, f. 1994, b) Sævar, f. 1999. Stefán ólst upp við hefðbund- in sveitastörf þar til hann flutt- ist á Selfoss 17 ára gamall. Hann lauk námi í bifvélavirkjun frá Iðnskóla Selfoss 1956 og starfaði við þá iðn hjá Kaup- félagi Árnesinga til ársins 1973. Stefán hóf störf hjá Héraðslög- reglunni í Árnessýslu í byrjun áttunda áratugarins. Árið 1974 lauk hann námi frá Lögreglu- skólanum og hóf störf sem lög- regluþjónn á Selfossi 1. maí 1974 og starfaði fram á mitt ár 2003 er hann lét af störfum vegna aldurs. Stefán tók virkan þátt í störfum Björgunar- sveitarinnar á Selfossi um ára- bil. Hann lék á trompet með Lúðrasveit Selfoss á sínum yngri árum og hafði næmt eyra fyrir tónlist. Hann hafði áhuga á stangveiði, fór í Veiðivötn á hverju ári og naut þess að ferðast um hálendi Íslands. Hann ferðaðist víða, bæði inn- anlands og utan. Hann var fé- lagi í Flugklúbbi Selfoss, var með einkaflugmannspróf og átti hluti í flugvélum. Hann hafði umsjón með flugvellinum til 2016. Stefán Haukur verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 4. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 12.30. 1960, og Ingveldur Guðjónsdóttir, f. 1898, d. 1972. Börn Stefáns og Ragn- heiðar eru: 1) Ingi- björg, f. 1954, maki Guðjón Haukur Stefánsson, f. 1952. Börn: a) Stefán Haukur, f. 1985, sambýliskona Jó- hanna Kristín Elfarsdóttir, f. 1992, sonur Stefáns Hauks er Magnús Ingi, f. 2010, b) Álfheið- ur, f. 1988, sambýlismaður Stef- án Óskar Orlandi, f. 1984. Syn- ir: Guðjón Sabatino, f. 2009, og óskírður drengur, f. 2016. 2) Margrét, f. 1956, maki Gylfi Guðmundsson, f. 1953. Dætur: a) Ragnheiður Gló, f. 1980, sam- býlismaður Ólafur Valdín Hall- dórsson, f. 1972. Börn: Diljá Salka, f. 2006, Kári Valdín, f. 2010, og Hekla Karen, f. 2012, b) Jóna Harpa, f. 1982, maki Benjamin Villeneuve, f. 1987. Dóttir: Soffia Audrey, f. 2011, c) Guðbjörg Lilja, f. 1987, sam- býlismaður Halldór Áskell Stef- ánsson, f. 1987. 3) Jóhann Ingvi, f. 1964, maki Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. 1966. Börn: a) Sigrún, f. 1985, maki Ásþór Sædal Birgisson, f. 1975. Börn: Jóel Birgir, f. 2009, Hanna Ástkær faðir minn lést 22. september síðastliðinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Þó heilsu hans hafi farið hægt hrakandi undanfarin ár sýndi pabbi ein- stakt æðruleysi og neitaði að leggja árar í bát fyrr en í fulla hnefana. Alltaf bar hann sig vel ef hann var spurður og hafði það bara ágætt að eigin sögn. Pabbi var hægur og yfirvegaður maður með þægilega nærveru. Hann kenndi mér að meta náttúruna og í æsku einkenndust sumrin af útilegum og veiðiferðum á há- lendinu. Á meðan heilsan leyfði kunni hann vel að meta árlegu ferðina í Veiðivötn og naut þess að renna fyrir fisk. Pabbi var greiðvikinn og hjálpsamur og það var fátt sem hann gat ekki hjálpað mér með. Ef ég lenti í vandræðum með handavinnuna í skóla þá fór ég til pabba og hann leysti úr flækjunni því hann bæði prjónaði og saumaði. Þegar barnabörnin komu til sögunnar hafði hann alltaf tíma fyrir þau og alltaf átti afi ís í kistunni. Hann spurði alltaf fregna af afa- börnunum og fylgdist vel með því hvað þau voru að gera. Það er ótal margt sem ég á pabba að þakka en að alast upp í öryggi og trausti er dýrmætast af öllu, það er besta veganesti sem nokkurt barn getur fengið. Ég kveð pabba minn með miklum söknuði en einnig miklu þakklæti fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig, alltaf. Soffía. Árið er 1961 og dagurinn 23. september. Við erum að flytja í nýtt hús sem stendur við Engja- veg og er nr. 20. Foreldrar mínir hafa reist það á þremur árum með hjálp nágranna og vina sem títt var og mikil eftirvænting að setjast þar að. Í þessu húsi ól- umst við systkinin upp við mikið ástríki foreldra okkar. Árið er 2016 og dagurinn 22. september 55 árum síðar er faðir minn er að flytja í sín hinstu heimkynni. Hann talaði aldrei um þennan flutning, ætlaði sér ekki að flytja strax. En öllum er afmörkuð stund. Pabbi minn er dáinn. Þessi setning er óumflýjanleg og minningarnar streyma fram. Pabbi var maður rólegheitanna það var ekki hávaði í kringum hann, dagfarsprúður, ákveðinn og traustur. Hann var lánsamur í starfi, var góður bifvélavirki og sem lögregluþjónn traustur og ósérhlífinn. Starf lögregluþjóns- ins krefst mikillar þolinmæði og áhættusamt á stundum. Á hans starfsævi var sjaldan talað um áfallahjálp. Það er ekki langt síð- an að þetta bar á góma og hann sagði að þeir hefðu oft fengið að heyra að þeir þættu ekki mennskir, sem risti djúpt. Um árabil hafði hann umsjón með „trukknum“, dráttarbíl á vegum Kaupfélagsins, sem aðstoðaði mjólkurbíla og vörubíla sem eitt- hvað fór úrskeiðis hjá. Í seinni tíð minntist hann oft á þennan tíma og sagði frá erfiðum ferðum þegar hann fór í illviðrum að að- stoða eða sækja mjólkurbíla sem sátu fastir í snjósköflum með brotnar framrúður og biðu eftir hjálp. Í minningunni var þetta oft erfiður tími ef pabbi kom ekki heim úr vinnunni á réttum tíma og veðrið vont. Það kom ósjaldan fyrir að ég vaknaði að nóttu til við það að mamma var í símanum að tala við Bjart á Ferðaskrif- stofunni sem fylgdist með ferð- um mjólkurbílanna. En alltaf fór allt vel að lokum. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður, fylgdist með öllum, spurði um áform, nám og áhuga- mál. Hann hafði sjálfur fjölbreytt áhugamál, stundaði stangveiði, fór á fjöll, átti góða bíla, lék á hljóðfæri en það sem heillaði mest var flugið. Hann flaug mikið, átti hluti í flugvélum og ef hann heyrði í flugvél eða þyrlu átti hann til að standa snöggt upp til að athuga hverjir væru á ferð. Á flugvell- inum mátti finna hann, annað hvort nýlentan, í flugturninum eða að afgreiða bensín. Á dán- arbeði voru hans síðustu orð að kannski yrði yngsti langafa- drengurinn flugmaður. Pabbi átti við heilsuleysi að stríða um árabil en tók því af miklu æðruleysi. Í sumar tók heilsu hans að hraka. Hann streittist á móti og hélt alltaf í vonina að sér myndi batna. Löngunin að fá að lifa var öllu yfirsterkari. En svo fór að hann gat ekki meir, orðinn þreyttur og hvíld- arþurfi. Við horfðum á eftir hon- um taka sitt hinsta flug inn í ei- lífðina og vorum þess fullviss að veðurskilyrði væru góð og lend- ingin myndi takast vel. Ljóðlínur Vilhjálms Vilhjálmssonar úr Skýinu eiga einkar vel við hinsta flugtak föður míns: Mín bíður eitt það besta banamein á jörð. Að leysast upp í læðing sem litar tímans svörð. Söknuðurinn er næstum óbærilegur en minningin um góðan föður sem alltaf var til staðar og öllum vildi vel mildar eftirsjána. Ingibjörg Stefánsdóttir. Elskulegur tengdafaðir minn, Stefán Haukur Jóhannsson, lést á haustjafndægrum þann 22. september. Upp í hugann koma ótal minningar frá liðnum árum sem veita huggun og hugarfró í sorginni. Stefán var ljúfur mað- ur, dagfarsprúður og fátt sem kom honum úr jafnvægi. Hann hafði einstaklega góða nærveru og var ætíð reiðubúinn til aðstoð- ar þegar á þurfti að halda. Það varð því mikil breyting á hans lífi þegar heilsan fór að bila. Hann tók veikindum sínum hin síðustu misseri af miklu æðruleysi og sálarró. Stebbi var afskaplega hlýr og góður afi og lét nánast allt eftir barnabörnunum sínum. Það var gjarnan rúntað niður á flugvöll með afa sem þótti mikið sport. Í fjölskylduútilegum lék hann á als oddi og naut samvista við fólkið sitt. Minnisstætt er gullbrúð- kaupið þeirra Röggu sem haldið var upp á með pompi og prakt í Þakgili í júlí 2005. Þá hélt hann smátölu og þakkaði fyrir að eiga svona góðan lífsförunaut, hana Ragnheiði sína, og svona góð börn. Stefán var mikill fjöl- skyldumaður og hafði ótrúlega góða yfirsýn yfir hvað barna- börnin hans voru að sýsla og langafabörnin voru honum dýr- mæt. Hann hafði einhverja innri ró sem lítil börn skynja og þau hændust að honum. Stebbi hafði gaman af að ferðast og gjörþekkti landið. Dýrmæt minning er ferðalag okkar fjölskyldunnar með honum og Röggu sumarið 1997 um Vest- firði. Við vorum að stíga okkur fyrstu skref með gamlan tjald- vagn sem tók óratíma að setja upp og taka saman en ekkert lá á. Það var farið hægt yfir, margir staðir heimsóttir og spjallað við bændur og búalið. Sérstaklega var gaman að koma með Stebba í Örlygshöfn því þangað átti hann erindi sem var að færa Agli Ólafssyni safnverði gamlan vara- hlut í flugvélasafnið. Hann var þar á heimavelli, þekkti gömlu flugvélarnar út og inn og fannst gaman að fræða okkur hin. Einhver jólin þegar við vorum nýflutt til Reykjavíkur brá svo við að hrærivélin okkar gafst upp á ögurstundu, í miðjum jóla- bakstri. Stebbi vorkenndi tilvon- andi tengdadóttur sinni að þurfa að notast við handþeytara og birtist hjá okkur milli jóla og ný- árs með forláta KitchenAid- hrærivél, sagði þetta vera brúð- argjöfina sína til okkar. Svona var Stebbi, engar orðlengingar hafðar um hlutina heldur verkin látin tala. Efst í huga mér á þessari stundu er eftirsjá og söknuður eftir kærum tengdaföður. Einnig þakklæti fyrir öll árin og allar góðu stundirnar. Elsku Ragga mín, ég votta þér innilegustu samúð mína, megi algóður Guð varðveita þig og styrkja í missi þínum. Elín Kristbjörg. „Eigum við að kíkja upp á flugvöll?“ Í þetta sinn fór hann afi án mín. Við afi áttum margar stundir á flugvellinum. Stundum skruppum við í flugtúr, sjaldan fékk ég að halda í stýrið og tala í talstöðina, stundum tókum við hnútana, athuguðum með flug- skýlin og settum bensín á vélina. En alltaf fékk ég litla kók í gleri og Prins Póló. Þetta voru góðar stundir sem við afi áttum saman. Ég var heppin að alast upp ná- lægt ömmu og afa á Engjaveg- inum. Við systur vorum alltaf velkomnar, gerðum okkur heimakomnar og hittum ömmu og afa. Við eyddum mörgum stundum saman uppi í sjónvarps- herbergi, horfandi á kvikmyndir og sjónvarpið. En áhugi á kvik- myndum var okkur afa sameig- inlegur. Afi var duglegur að taka upp efni í sjónvarpinu og þetta varð hið myndarlegasta spólu- safn. Villi spæta, Blue Hawaii, Reykur og bófi og Stella í orlofi, á þetta horfðum við oft. Afi átti líka margar kvikmyndir þar sem flug og flugslys komu við sögu. Fyrir tíu ára aldur var ég búin að horfa á svo margar kvikmyndir um flugslys, að ég hefði næstum getað flogið sjálf. Eftir því sem spólusafnið stækkaði þá komum við upp góðu skipulagi og eydd- um löngum tímum í að skrá safn- ið niður. Ég rak augun í þessar spólur um daginn og mikið hugs- aði ég til afa þá. En við afi áttum annað sameiginlegt áhugamál, lestur. Hann átti stórt safn af bókum sem ég las flestar áður en ég komst á unglingsár. Bækurn- ar þöktu heilan vegg í stofunni og þarna var í raun allt milli him- ins og jarðar. Þetta var ómet- anlegt fyrir fróðleiksfúsa stelpu eins og mig. Afi var ekki alltaf maður margra orða. Hann bjó yfir mik- illi þolinmæði, stillingu og virtist hafa endalausan skilning á dynt- unum í okkur. Það vakti líka undrun þegar afi kvaddi okkur ekki þegar hann þurfti að skreppa. Í dag skil ég þetta ósköp vel, stundum þarf maður bara að vera einn með sjálfum sér. Með árunum kemur það sí- fellt betur í ljós hvað afi kenndi mér mikið. Það að koma við hjá afa og ömmu á hverjum degi eftir skóla, kíkja í nammiskúffuna, Stefán Haukur Jóhannsson Nafnaruglingur Í undirskrift við grein vin- kvenna um Dagnýju Ívars- dóttur, sem birtist síðastlið- inn laugardag, varð nafnaruglingur. Þar voru nöfn Ásdísar og Berglindar tvítekin en nöfn Esterar og Evu vantaði. Þetta leiðréttist hér með. LEIÐRÉTTING Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR Ó. GUÐMUNDSSON, Stillholti 9, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi 24. september 2016. Útför fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 5. október klukkan 13. . Sigurður Guðmundsson Ólöf Helga Halldórsdóttir Lidia Andreeva Birgir Guðmundsson Ragnheiður Hafsteinsdóttir Jón Þór Guðmundsson Ástríður Jónasdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, HALLDÓR JÓNSSON, vélstjóri, Digranesvegi 52, lést þann 24. september síðastliðinn. Úförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 5. október klukkan 13. . Helga Björnsdóttir, Sigríður Björk Halldórsd., Gísli Svanur Svansson, Jón Óskar Halldórsson, Helena Rós Friðþórsdóttir, Kristín Birna Halldórsdóttir, Hafsteinn Thorarensen, Hrefna Líneik Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS STEINDÓRSSON, bóndi, Hamrahóli, lést 23. september sl. Útförin fer fram frá Kálfholtskirkju fimmtudaginn 6. október klukkan 14. . Sigurbirna Guðjónsdóttir, Guðjón Tómasson, Valgerður Sveinsdóttir, Tómas Tómasson Ólafía Eiríksdóttir, Guðný Rósa Tómasdóttir, Bjarni Jóhannsson, Steindór Tómasson, María Björk Gunnarsdóttir, Guðríður Ásta Tómasdóttir, Steinar Tómasson, Hjalti Tómasson, Ingileif Dagný Viðarsdóttir og fjölskyldur. Okkar ástkæra eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma, systir, frænka og vinur, JENNÝ AXELSDÓTTIR, Háabergi 39, Hafnarfirði, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans aðfaranótt fimmtudagsins 29. september 2016. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 11. október 2016 klukkan 13. . Bárður Sigurgeirsson, Sigurgeir Bárðarson, Sandra Björk Ævarsdóttir, Þóra Kristín Bárðardóttir, Guðmundur Örn Bárðarson, Þóra Þórðardóttir, Aníta Eik Sigurgeirsdóttir, Anna Khanti Axelsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓHANNESSON, Eyjabakka 28, 109 Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október klukkan 15. . María Editha Unabia, Jóhannes Þórðarson, Hreinn Vídalín Sigurgeirsson, Atli Freyr Víðisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.