Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
AF TÓNLIST
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Það var góður andi í Eldborgar-sal Hörpu síðastliðið laugar-dagskvöld þegar Mannakorn
hélt stórtónleika. Þangað mætti und-
irrituð með kjarnann sinn í eftirdragi
og inn á svið gengu stórstjörnurnar
okkar. „Hún var fædd fyrir seinna
stríð,“ söng söngfuglinn Ellen Krist-
jánsdóttir með sinni ljúfu rödd og þar
með voru tónleikarnir settir. Tónlist-
in sem spiluð var þetta kvöld var auð-
vitað frábær, það var alveg gefið að
svoleiðis yrðu þessir tónleikar.
Magnús Eiríksson og Pálmi
Gunnarsson. Ég gæti lofað þessa
menn lon og don en við vitum öll
hversu frábærir þeir eru.
Það var gaman að sjá son hans
Magnúsar spila með, Stefán Má, en
hann spilar á gítar. Börnin þeirra
Pálma og Magga hafa öll komið að
tónleikunum þeirra í gegnum tíðina
með einhverju móti. Það er mikil-
vægt að framlengja svona hæfileika-
gen. Strengja- og blásturssveitin og
aðrir hljómsveitarmeðlimir stóðu sig
með stakri prýði og var þetta allt af-
skaplega vel heppnað. Það var
skondið að Ellen gekk inn og út af
sviðinu nokkrum sinnum til að syngja
sín lög og gekk svo út af þar til komið
var að næsta lagi. Hún var því klöpp-
uð upp að minnsta kosti fimm sinnum
og hló salurinn að léttu gríni.
Trommarinn var einnig sérstaklega
skemmtilegur, og tók hressilega á
kjuðunum.
Á meðan ég sat þarna og hlust-
aði með aðdáun hugsaði ég með mér
hvað það væri magnað hversu mörg
Músíkmaskínur landsins
Morgunblaðið/Gunnþórunn
Mannakorn Þeir voru flottir á sviðinu að vanda, Maggi og Pálmi.
góð lög Magnús Eiríksson hefur
samið. Hvílík maskína sem þessi
maður er, alveg ótrúlegur! Og Pálmi
sem syngur langflest þessi lög, rödd-
in hans alltaf söm við sig – þeir fé-
lagarnir eru óstöðvandi, ódauðlegt
dúó. Öll þessi helstu voru spiluð,
„Reyndu aftur“, „Gamli góði vinur“,
„Ó þú“, „Einhversstaðar, einhvern-
tímann aftur“, „Þjóðarskútan“,
„Lifði og dó í Reykjavík“, „Von“ og
fleiri blúsaðar perlur.
Rétt fyrir hlé var „Gleðibank-
inn“ tekinn við mikil fagnaðaróp.
Maggi samdi hann auðvitað líka, en
ekki hvað. Undirrituð stóð upp á sjö-
unda bekk og ætlaði svoleiðis að taka
þennan 1.600 manna sal með sér.
Nokkrir í kring stóðu upp og eldri
kona í sömu röð sem sat tveimur
sætum frá stóð einnig upp. Nýja vin-
kona mín hún Vilborg og ég leidd-
umst og dilluðum okkur í takt við
gulu miðana. „Gleðibankinn“ hefur
bara þessi áhrif. Í hléinu heyrði ég
svo að fleiri hefðu staðið upp og var
það ákveðið að markmiðið eftir hlé
væri að fá alla til að rísa á fætur.
Það gerðist auðvitað í blálokin
og þessi flotti hópur á sviðinu klapp-
aður upp. Garún var spiluð og bjóst
ég við því að Þorparinn myndi fylgja
fast á eftir. Þorparinn er nefnilega
lagið mitt og sambýlismannsins, það
er svona kærustuparalagið okkar. Að
minnsta kosti eitt af þeim. Þorparinn
kom þó aldrei, en það er kannski ekki
hægt að spila öll lögin þeirra í einni
salíbunu, þau eru hreinlega of mörg.
Hann verður að bíða þar til á næstu
tónleikum. Strax farin að hlakka til.
»Undirrituð stóðupp og ætlaði svo-
leiðis að taka þennan
1.600 manna sal með
sér. Nýja vinkona mín
hún Vilborg og ég leidd-
umst og dilluðum okkur
í takt við gulu miðana.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s.
Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s.
Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s.
Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s.
Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s.
Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s
Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s
Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Sun 30/10 kl. 13:00 10. sýn
Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 23/10 kl. 13:00 8. sýn Mið 2/11 kl. 19:00 aukas.
Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Sending (Nýja sviðið)
Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00
Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur.
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn
Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn
Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar
Extravaganza (Nýja svið )
Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn
Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn
Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn
Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman
NJÁLA – ★★★★ „Unaðslegt leikhús“ S.J. Fbl
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti og
viðtölum við skipstjóra og áhöfnina á Beiti. Hringbraut næst á rásum7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 22.00
Heimsókn til Síldarvinnslunnar hf. – fyrri hluti
Farið á makrílveiðar með Beiti NK 123 í þættinum Atvinnulífið
sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 22.00 í kvöld
• Beitir NK 123 er stærsta upp-
sjávarveiðiskip Íslendinga
• Nútíma siglingatækni
og veiðiaðferðir við
uppsjávarveiðar
• Lífið út á sjó og
aðbúnaður skipverja
• Fórnfúst starf sjómannsins
og öryggismál um borð