Morgunblaðið - 26.10.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það hallar mikið á konur í trúnaðar-
störfum í verkalýðshreyfingunni þeg-
ar litið er á hlutfall kvenna og karla í
stjórnum og ráðum innan ASÍ.
Kynjabókhald ASÍ, sem lagt verður
fram á þingi sambandsins sem hefst í
dag, leiðir m.a. í ljós að hlutur kvenna
í miðstjórn ASÍ hefur minnkað frem-
ur en hitt á umliðnum árum og eru
þær nú 27% fulltrúa í miðstjórninni.
Konur voru til samanburðar 40% full-
trúa í miðstjórn á árunum 2008-2009.
Konur eru 46% allra félagsmanna
innan Alþýðusambandsins. Hlutur
þeirra í stjórnum aðildarfélaga og
deilda sambandsins er hins vegar
mun minni eða 31% stjórnarmanna í
dag. Samtals eru 326 karlar stjórn-
armenn í aðildarfélögum ASÍ en kon-
urnar eru 146. Þetta er sama hlutfall
og árið 2010 en skv. frétt sem birtist
hér í blaðinu fyrir réttum 6 árum kom
fram að hlutur kvenna fór þá minnk-
andi; 2007 var hlutfall kvenna í stjórn-
um félaga og deilda 35%, það lækkaði
í 32% á árunum 2008 og 2009 og var
komið niður í 31% árið 2010.
Enn færri konur eru í stjórnum
landssambanda ASÍ skv. nýja kynja-
bókhaldinu. Aðeins fimm konur eru í
stjórnum landssambandanna eða
13% á móti 34 körlum. Engin kona er
formaður landssambands innan ASÍ
en tvær konur eru varaformenn og
þrjár konur meðstjórnendur.
Hlutur kvenna er þó mjög mismun-
andi eftir einstökum landssambönd-
um og aðildarfélögum ASÍ. Alls eru
64 karlar formenn verkalýðsfélaga
innan landssambanda ASÍ og þeirra
félaga sem eiga beina aðild að ASÍ en
13 konur gegna þar formennsku. 46
karlar eru varaformenn og 22 konur.
Í einu sambandi, Landssambandi
íslenskra verzlunarmanna, eru þó
fleiri konur en karlar í stjórnum aðild-
arfélaga þess eða 63% á móti 37% hlut
karla. Félagsmenn innan þessara
verslunarmannafélaga eru að meiri-
hluta til konur, þær eru tæp 60% fé-
lagsmanna
Kynjabókhaldið sýnir glöggt
hversu fáar konur starfa við iðngrein-
ar hér á landi. Þannig eru 6.335 karlar
skráðir félagsmenn Samiðnar en kon-
urnar eru 243 talsins og aðeins ein
kona er meðal 69 stjórnarmanna.
Hallar á konur í trúnaðarstörfum ASÍ
Hlutfall kvenna í stjórnum í ASÍ
H
ei
m
ild
:K
yn
ja
bó
kh
al
d
Al
þý
ðu
sa
m
ba
nd
s
Ís
la
nd
sFÉLAGSMENN
46%
STJÓRNIR AÐILDAR-
FÉLAGAOG DEILDA
31%
MIÐSTJÓRN
27%
STJÓRNASÍ-UNG
43%
STJÓRNIR
LANDSSAMBANDA
13%
13 konur og 64 karlar eru formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ samkvæmt nýbirtu kynjabókhaldi
Þátttaka kvenna hefur lítið aukist í stjórnum félaga og deilda ASÍ, þar sem þær eru nú 31%
Kynjaskiptingin í stjórnum líf-
eyrissjóða hefur jafnast á sein-
ustu árum. 12 konur og 16 karl-
ar eru í dag fulltrúar launafólks
í stjórnum lífeyrissjóða sem
aðildarfélög ASÍ eiga aðild að.
Fleiri konur en karlar eru aft-
ur á móti fulltrúar atvinnurek-
enda í stjórnum lífeyrissjóð-
anna. Þar er skiptingin 15
konur og 13 karlar.
Verulegur kynjamunur kemur
hins vegar fram þegar skoð-
aðar eru tilnefningar ASÍ í
nefndir og ráð s.s. á vegum op-
inberra aðila og atvinnulífsins.
ASÍ á samtals 243 fulltrúa í
þessum nefndum og ráðum en
í þeim hópi eru konur 80 tals-
ins eða 33%.
Konur í sókn
STJÓRNIR LÍFEYRISSJÓÐA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Átta liggja slasaðir á Landspítalan-
um, þar af einn alvarlega, eftir rútu-
slys á Mosfellsheiði á ellefta tímanum
í gærmorgun. Alls voru 42 í rútunni,
sem valt út af veginum í hálku og
krapa. Fjölmennt lið lögreglu,
slökkviliðs og björgunarsveita, nærri
100 manns, fór á staðinn og gengu að-
gerðir vel. „Aðstæðurnar voru erfið-
ar, þarna var kalt og gekk á með
slyddu svo að mikið reið á að koma
fólki sem fyrst í skjól,“ segir Ásgeir
Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn
sem stýrði aðgerðum.
Mikill viðbúnaður
Tilkynning um rútuslysið barst
Neyðarlínunni kl. 10.18. Aðgerða-
stjórn höfuðborgarsvæðins í björg-
unarmiðstöðinni í Skógarhlíð var
virkjuð, en fólk þar stýrði starfi lög-
reglu, slökkviliðs, Landspítalans,
Rauða krossins og annara. Samhæf-
ingarstöð almannavarnadeildar Rík-
islögreglustjóra studdi svo við að-
gerðir eins og þörf var á. Meðal
annars var sendiráðum gert viðvart
þegar ljóst var að stærstur hluti far-
þeganna í rútunni væru erlendir rík-
isborgarar, flestir frá Kína.
Á slysstað fóru menn á 10 lög-
reglubílum, átta sjúkrabílum og
tveimur tækjabílum frá slökkviliðinu.
Þá voru 17 hópar úr björgunarsveit-
um Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar sendir á staðinn og þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar var í við-
bragðsstöðu. .
Viðbúnaður á Landspítala
Allmargir af farþegunum fóru á
hjálparstöð Rauða krossins í Mos-
fellsbæ. Aðrir, alls 17 manns, voru
fluttir á bráðadeild Landspítalans í
Fossvogi. Af þeim voru níu útskrif-
aðir strax í gær eftir rannsóknir og
aðhlynningu. Átta voru lagðir inn á
almennar deildir sjúkrahússins og
þrír á gjörgæslu, einn alvarlega slas-
aður. Þegar tilkynning um slysið
barst var komið á viðbúnaðarstigi á
Landspítalanum og starfað sam-
kvæmt því. „Allt í viðbragðsáætlun
okkar gekk upp, en um 40-50 manns
hér komu að aðgerðum vegna rútu-
slyssins,“ segir Jón Magnús Krist-
jánsson, yfirlæknir bráðadeildar
Landspítalans.
Morgunblaðið/Júlíus
Hjálp Alls komu um 100 manns að aðgerðum. Mikið reið á að koma slösuðum sem fyrst undir læknishendur.
Björgunarstarf gekk
vel en aðstæður erfiðar
Átta á sjúkrahúsi eftir rútuslys á Mosfellsheiði í gærmorgun
Morgunblaðið/Júlíus
Velta Rútan valt niður vegkantinn og lenti á hægri hliðinni. Kranar komu á
staðinn eftir hádegi og drógu rútuna upp. Var hún síðan flutt á vagni í bæinn.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sex af þeim sjö stjórnmálaflokkum
sem líklegastir eru til að eiga full-
trúa á Alþingi eftir komandi þing-
kosningar vilja uppbyggingu Land-
spítala við Hringbraut í Reykjavík.
Framsóknarflokkurinn vill einn
flokka að nýr Landspítali rísi á nýj-
um stað og hafa Vífilsstaðir helst
verið nefndir í því samhengi.
Morgunblaðið kannaði nýverið af-
stöðu Bjartrar framtíðar, Fram-
sóknarflokksins, Samfylkingarinnar,
Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Við-
reisnar og Vinstri grænna til stað-
setningar nýs Landspítala.
Í svari frá Vinstri grænum kemur
m.a. fram að flokkur sá vilji hraða
uppbyggingu við Hringbraut eins og
hægt er. „Allt tal um að endurskoða
staðsetninguna mun aðeins verða til
að drepa málinu á dreif og fresta því.
Við því má heilbrigðiskerfið ekki.“
Píratar segja endurreisn heil-
brigðiskerfisins ekki geta beðið
lengur. „Öryggi sjúklinga er ekki
tryggt. Áfram skal því haldið með
uppbygginguna við Hringbraut án
tafar,“ segir í svari flokksins.
Framkvæmdum ljúki fyrir 2022
Viðreisn tekur í sama streng, og
vill ljúka byggingu nýs spítala á um-
ræddum stað. „Viðreisn vill að lokið
verði við endurbyggingu Landspít-
ala við Hringbraut fyrir árið 2022.
Það er kominn tími til að taka hönd-
um saman og klára þetta mál. Annað
er ekki boðlegt, hvorki sjúklingum
né starfsfólki,“ segir í svari.
Björt framtíð segist í þessu máli
sem öðrum leggja áherslu á gott
samstarf við hlutaðeigandi aðila og
vill hraða uppbyggingu nýs spítala
við Hringbraut.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
sömuleiðis áherslu á uppbyggingu
við Hringbraut og bendir á að búið
sé að tryggja fjármögnun. „Nauð-
synlegt er að framkvæmdaáætlun
um uppbyggingu Landspítalans
gangi eftir,“ segir á heimasíðu
flokksins.
Þá er Samfylkingin einnig sömu
skoðunar, en á síðu flokksins segir
einfaldlega „nýr Landspítali við
Hringbraut strax“.
Nær allir flokkar
vilja Hringbraut
Framsóknarmenn horfa annað
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Spítali Frá jarðvegsvinnu við bygg-
ingu sjúkrahótels við Hringbraut.
Forsvarsmenn Framsóknarflokksins og samtakanna Betri spítala héldu í
gær blaðamannafund þar sem því var lýst yfir að Hringbraut væri ekki
heppilegur staður fyrir uppbyggingu nýs spítala. Fara þyrfti í frekari
greiningarvinnu og vinna með grasrótinni því bygging nýs spítala væri
ein stærsta fjárfestingin á dagskrá ríkisins. Leggur Framsóknarflokk-
urinn til að hópur óháðra sérfræðinga geri tillögu að nýju staðarvali fyr-
ir 30. apríl og að erlendir sérfræðingar leiði vinnuna. Stuðst verði við
sömu aðferðafræði og beitt var við losun fjármagnshafta og lánaleið-
réttinguna. Hópurinn Betri spítali hefur lagt fram tillögu að nokkrum
stöðum sem gætu komið til skoðunar fyrir nýjan spítala, þar á meðal
Keldnaland, Vogabyggð og Vífilsstaðaland. Fundurinn í gær var haldinn í
klúbbhúsi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaðaveg.
Sérfræðingar meti staðinn
FRAMSÓKNARFLOKKUR