Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Vef-þjóðviljinn bendir á að ekkier allt sem sýnist á kjördag:
Sjálfsagt halda margir að ráð-herraefni Samfylkingar,
Bjartrar fram-
tíðar, Viðreisnar
og Pírata séu til
dæmis Össur
Skarphéðinsson
utanríkisráðherra,
Óttar Proppé sjáv-
arútvegsráðherra,
Þorgerður K.
Gunnarsdóttir
fjármálaráðherra og Smári
McCarthy menntamálaráðherra.
Þetta er rétt, svo langt sem það
nær.
Endanlegt markmið þessaraflokka er nefnilega að koma
Íslandi inn í Evrópusambandið.
Í framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins eru völdin, þar
eru æðstu yfirmenn hvers mála-
flokks.Til dæmis Karmenu Vella
sjávarútvegsstjóri. Vytenis And-
riukaitis heilbrigðismálastjóri.
Pierre Mascovici efnahags-
málastjóri. Tibor Navracsics
menntamálastjóri.
Allt er þetta vafalaust hið mæt-asta fólk en jafnvel þeir sem
leiddu baráttuna fyrir því að
Bretland yrði áfram í Evrópu-
sambandinu þekktu aðspurðir
hvorki haus né sporð á því. Eng-
inn hefur kosið þetta fólk til
starfa. Það hefur aldrei leitað
lýðræðislegs umboðs.
En það gæti breyst á laug-ardaginn í alþingiskosn-
ingum á Íslandi.
Ef ESB-flokkarnir hljóta næg-an stuðning gæti Karmenu
Vella náð kjöri sem sjávarútvegs-
stjóri Íslendinga.“
Karmenu Vella
Mun Vella nýtast?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.10., kl. 18.00
Reykjavík 7 skúrir
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -9 heiðskírt
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 4 skýjað
Kaupmannahöfn 7 heiðskírt
Stokkhólmur 4 rigning
Helsinki 5 rigning
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 10 alskýjað
Dublin 13 rigning
Glasgow 8 skýjað
London 13 léttskýjað
París 14 skýjað
Amsterdam 10 skýjað
Hamborg 9 léttskýjað
Berlín 9 skýjað
Vín 15 skýjað
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 18 rigning
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 21 skýjað
Mallorca 25 skýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 19 heiðskírt
Winnipeg 3 skýjað
Montreal 5 skýjað
New York 10 léttskýjað
Chicago 10 alskýjað
Orlando 22 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:54 17:30
ÍSAFJÖRÐUR 9:09 17:25
SIGLUFJÖRÐUR 8:53 17:07
DJÚPIVOGUR 8:26 16:57
Reikna má með að nálægt 300
fulltrúar komi saman á þriggja
daga þingi Alþýðusambands Ís-
lands sem sett verður á Hilton
Nordica hótelinu kl. 10 í dag.
Strax á fyrsta þingdeginum
verður rætt um nýtt samninga-
líkan að norrænni fyrirmynd sem
stefnt er á að verði innleitt hér á
landi í viðræðum launþegahreyf-
ingarinnar og atvinnurekenda, en
það er meðal stærstu mála þings-
ins.
Þingið hefst með setningarræðu
forseta ASÍ en einnig munu for-
maður BSRB, félags- og húsnæðis-
málaráðherra og erlendir gestir
ávarpa þingið fyrir hádegi í dag.
Á þinginu verður málefnavinna
unnin í hópum eftir þjóðfunda-
fyrirkomulagi eins og tíðkast hef-
ur á undanförnum þingum Al-
þýðusambandsins með góðum
árangri skv. upplýsingum ASÍ.
Verður áherslan lögð á velferðar-
og vinnumarkaðsmál. Á föstudag
verður svo kosið í embætti til
næstu tveggja ára, þar á meðal til
forseta ASÍ, varaforseta og í mið-
stjórn.
Pallborðsumræður
Á morgun kl. 14 verður efnt til
pallborðsumræðna með leiðtogum
þeirra sjö stjórnmálaflokka sem
taldir eru líklegastir til að ná fólki
inn á þing eftir kosningarnar, um
samhengið á milli efnahagslegs-
og félagslegs stöðugleika.
Fram kemur í frétt frá Alþýðu-
sambandinu að bæði þessi umræða
og opnun þingsins í dag verði
sýndar í beinni útsendingu á
heimasíðu ASÍ.
Ræða smíði nýs samningalíkans
Morgunblaðið/Ómar
ASÍ Frá síðasta þingi ASÍ, sem fór fram fyrir tveimur árum.
Um 300 fulltrúar munu sitja þing Alþýðusambands Íslands sem hefst í dag
Pallborðsumræður með leiðtogum sjö stjórnmálaflokka fara fram á morgun
Viðsemjendur í
sjómannadeilunni
eru boðaðir til
sáttafundar hjá
ríkissáttasemjara
á morgun og eru
það fyrstu funda-
höldin frá því að
úrslit lágu fyrir í
atkvæðagreiðslu
sjómanna og vélstjóra á fiskiskipum
um boðun verkfalls. Ótímabundið
verkfall skellur að óbreyttu á að
kvöldi 10. nóvember hafi samningar
ekki náðst fyrir þann tíma.
Nokkuð er um fundahöld vegna
kjarasamningsgerðar í húsnæði ríkis-
sáttasemjara þessa dagana. Í gær var
fundað um endurnýjun samninga
fyrir rafiðnaðarmenn sem starfa í
Borgarleikhúsinu og eftir hádegi
komu samninganefndir tónlistar-
skólakennara og sveitarfélaganna
saman til fundar hjá sáttasemjara.
Engin formleg fundarhöld hafa
farið fram um hríð í kjaradeilu grunn-
skólakennara.
Reyna sættir
í sjómanna-
deilunni