Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið
og gera sælureitinn ómótstæðilegan
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Sólskálar
- sælureitur innan seilingar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ekki er fengin niðurstaða um það
hvort farþegum Strætó bs. verður
heimilt að ferðast með gæludýr sín í
vögnum fyrirtækisins.
Jóhannes S. Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að umsagnir
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
sem eiga hlut í Strætó, um þetta til-
tekna mál hefðu verið jákvæðar.
Ekkert sveitarfélaganna hafi sett
sig upp á móti slíkri heimild og um-
sagnir heilbrigðiseftirlits sveitarfé-
laganna sem eiga Strætó hefðu einn-
ig verið jákvæðar og almennt hefði
verið vilji til þess að gera a.m.k. til-
raun til að heimila veru gæludýra í
strætisvögnum.
„Það er gömul reglugerð um heil-
brigði og hollustuhætti, sem bannar
flutning gæludýra í hópferðabílum
og við ætlum að heyra í umhverf-
isráðuneytinu, hvort til greina komi
að breyta þessari reglugerð, þannig
að slíkur flutningur yrði heimilaður.
Ef það stendur vilji til slíks, þá hefur
öllum lagatæknilegum atriðum verið
rutt úr vegi og verður hægt að taka
ákvörðun,“ sagði Jóhannes.
Jóhannes segir að ef ekki reynist
vilji til þess að breyta reglugerðinni,
sé málið þar með dautt.
Jóhannes sagði jafnframt að ef af
yrði, þá myndi fyrsta skrefið vera að
hefja þetta sem tilraunaverkefni og
síðan myndu stjórn Strætó bs. og
sveitarfélögin meta það eftir tiltek-
inn tíma hvernig reynslan af verk-
efninu hefði verið og taka þá ákvörð-
un um framhaldið.
Andvígt því að leyfa gæludýr
Astma- og ofnæmisfélag Íslands
lýsir sig andvígt því að gæludýr séu
leyfð í strætó. Í yfirlýsingu frá vinn-
hóp félagsins segir m.a.: „Með því að
leyfa gæludýr í almenningsvögnum
er verið að ganga á réttindi eins
hóps til að koma til móts við annan
hóp. Einnig veltum við því fyrir okk-
ur hversu mikil óþægindi er hægt að
leggja á einn hóp sem áætlað er að
sé um 7-8% af íbúum eða um 9.100 –
9.800 manns, til að auka þægindi
annars hóps. Strætó er opinbert fyr-
irtæki rekið af opinberu fé og á því
að þjónusta alla og fyrst og fremst
manneskjuna og þarfir hennar.“
Áfram rætt um gæludýr
Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggst gegn því að gælu-
dýr fá að fara í strætó Breyta þyrfti gamalli reglugerð
Strætó Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að breyta
þurfi gamalli reglugerð ef gæludýr eigi að fá að ferðast með strætó.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjaldséðir fuglar hafa borist til Ís-
lands í haust og jafnvel gestir sem
aldrei hafa sést hér áður. Roðatíta
sást við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi
og austræn hagaskvetta í Vest-
mannaeyjum, en hvorug þessara
tegunda hefur áður verið skráð hér á
landi.
Gunnar Þór Hallgrímsson, fugla-
fræðingur og dósent við Háskóla Ís-
lands, telur einsýnt að veðurkerfi
hafi verið með þeim hætti í haust að
fuglarnir hafi borist hingað. Á sama
tíma og flestir bræður þeirra og
systur héldu eftir sumardvöl frá
norðausturhluta Síberíu suður á
bóginn til vetursetu í suðurhluta
Asíu og suður til Ástralíu hafi þessir
lent á Íslandi.
Fjórir með yfir 300 tegundir
Slíkar heimsóknir gleðja fugla-
skoðara og ekki síst þá sem beinlínis
safna fuglategundum. Þannig ferð-
uðust þeir áhugasömustu fleiri
hundruð kílómetra til að sjá roðatít-
una og hagaskvettuna austrænu.
Fuglarnir hafa ekki sést síðustu
daga.
Nú hafa fjórir Íslendingar skráð í
bók sína yfir 300 fuglategundir á Ís-
landi; þeir Björn Arnarson með
fugla af 323 tegundum, Gunnar Þór
og Yann Kolbeinsson með 305 hvor
og Brynjúlfur Brynjólfsson hefur
séð fugla af 301 tegund. Um 20 til
viðbótar eru í 200 fugla klúbbnum.
Það var í roki og rigningu 13.
október sem Gunnar Þór lagði leið
sína út að Bakkatjörn, einu sinni
sem oftar, vopnaður handsjónauka
en ekki myndavél. Hann sá fljótlega
fugl sem hann sá að var smávaxin
títa og taldi líklegast að þarna væri á
ferð svokölluð fitjatíta frá Ameríku
og ýmislegt væri á sig leggjandi til
að ná mynd af gestinum. Í hendings-
kasti sótti hann myndavélina, mynd-
aði fuglinn og sendi á þröngan hóp
fuglaáhugamanna.
Fitjatítan var í raun roðatíta
Gunnar hélt fyrst að um fitjatítu
væri að ræða, vegna þess að fuglinn
var hvorki veimiltíta né hólmatíta,
en þessar tegundir eru mjög líkar í
útliti. Hann hugsaði ekki einu sinni
út í roðatítu enda fjarlægur draum-
ur að sú tegund myndi nokkurn tíma
finnast á Íslandi. Myndirnar sýndu
þó eftir nákvæma greiningu og um-
ræður meðal sérfræðinga að títan
var með sanni roðatíta.
„Þetta var vægast sagt mjög
óvæntur flækingur því roðatítur
eiga að vera mörg þúsund kílómetr-
um austar,“ segir Gunnar Þór.
„Þessi fugl er mjög sjaldgæfur flæk-
ingur í Vestur-Evrópu og þetta er
aðeins þriðji fuglinn þessarar teg-
undar sem finnst á þessum slóðum
að haustlagi. Þremur vikum áður
fannst roðatíta í Noregi og voru báð-
ir þessir fuglar frá varpi þessa árs
en eftir greiningu er ljóst að ekki er
um sama einstakling að ræða. Þriðja
roðatítan fannst dauð árið 1994 á
Hjaltlandseyjum.“
Spurður hvort fuglsins á Sel-
tjarnarnesi bíði sömu örlög og þess á
Hjaltlandseyjum segist Gunnar Þór
óttast að svo kunni að fara. „Annars
er meiri von fyrir vaðfugla, sem geta
étið úr fjörunni þar sem er aðeins
stöðugra fæðuframboð, heldur en
hjá spörfuglum, sem eru háðir skor-
dýrum á landi. Roðatítan er skyld
rauðbrystingum og lóuþrælum sem
eru farnir af landinu, nema stöku
lóuþrælar. Roðatítan er hins vegar
miklu minni en þessir fuglar og auð-
þekkjanleg frá þeim.“
Dvergtittlingar, hrístittlingur
og peðgrípur
Af öðrum austrænum tegundum
sem hafa lent hér í haust nefnir
Gunnar einnig tvo dvergtittlinga,
hrístittling og peðgríp og segir að
októbermánuður hafi verið líflegur.
Ef skoðaðir eru vefir fuglaáhuga-
manna má sjá fleiri forvitnileg nöfn
frá haustinu: gulllóu, blábrysting,
þyrnisvarra, bjarthegra, kúhegra og
mjallhegra.
Roðatíta og austræn hagaskvetta
Óvæntir flækingar og ýmsir sjaldséðir gestir gleðja fuglaáhugamenn Október verið líflegur
Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson
Við Bakkatjörn Roðatíta og lóuþræll á Seltjarnarnesi. Fuglarnir eru skyldir en roðatítan er mun minni.
Ágætlega veiddist af íslensku sum-
argotssíldinni djúpt út af Faxaflóa
um helgina, en um tugur skipa er
byrjaður á síldinni og voru nokkur á
landleið í gær. Á þessu fiskveiðiári
nema aflaheimildir 63 þúsund tonn-
um, en voru 70.200 tonn í fyrra.
Ingimundur Ingimundarson, út-
gerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB
Granda, segir að Venus og Víkingur
hafi fengið 950 og 750 tonn áður en
haldið hafi verið til fyrstu löndunar
á vertíðinni á Vopnafirði. Síldin er
ágætlega stór og hentar vel til fryst-
ingar, að sögn Ingimundar.
Grandaskipin svipuðust um eftir
síld út af Faxaflóa, í Jökuldýpi og
Kolluál fyrir tveimur vikum, en lítið
sást þá af síld. Því var gerð tilraun
til að veiða kolmunna í Rósagarð-
inum fyrir austan land, en lítið var
að hafa. Skipin tóku eitt hol hvort
og lönduðu síðan smáslöttum. Bræla
var í síðustu viku, en þokkalega gaf
síðan um helgina með fyrrnefndum
árangri.
Heldur dauft hljóð í mönnum
Börkur NK hélt vestur fyrir land
á laugardagskvöld til veiða á ís-
lenskri sumargotssíld. Heimasíða
Síldarvinnslunnar hafði í gærmorg-
un eftir Hálfdani Hálfdanarsyni
skipstjóra að heldur lítið væri að
frétta og lítið væri að sjá. „Við höf-
um verið djúpt út af Faxaflóa, um
100 mílur vestur af Garðskaga, og
erum komnir með 200 tonn í þremur
holum. Hér hafa skip verið að fá
upp í 170 tonn í holi og það er það
allra mesta. Hér er heldur dauft
hljóð í mönnum sem stendur, það er
enginn kraftur í þessu. Núna er
hálfgerð bræla, en það ætti að verða
í lagi með veðrið þegar líður á dag-
inn,“ sagði Hálfdan í gærmorgun í
samtali við heimasíðu SVN.
aij@mbl.is
Síldin gaf sig fyrir vestan land