Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
SMYRJA
SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Deilum Hornfirðinga um hvar nýr
vegur á að liggja um Hornafjarðar-
fljót er ekki lokið. Ákvörðun bæjar-
stjórnar um að draga til baka
ákvörðun sína um að veita Vegagerð-
inni framkvæmdaleyfi, í þeim til-
gangi að skoða betur áhrif dóma og
úrskurða í öðrum héruðum á ákvörð-
unina gefur gagnrýnendum byr und-
ir vængi. Verði gefið út nýtt fram-
kvæmdaleyfi fyrir vegi á sama stað
munu þeir kæra ákvörðunina og fara
með málið fyrir dómstóla og landeig-
endur eru ekki til samninga um að
láta land undir veginn á þessum stað.
Allir eru sammála um að þörf er á
að byggja nýja brú yfir Hornafjarð-
arfljót. Núverandi brú er gömul og
illa farin og hún er einbreið. Ekki er
vitað hvað hægt er að notast við hana
lengi enn.
Styttir hringveginn um 11 km
Vegagerðin lét gera mat á um-
hverfisáhrifum nýs vegar beint yfir
fljótið og til Hafnar og sleppti krókn-
um inn með fljótinu. Metnar voru
þrjár veglínur sem eru á svipuðum
slóðum og fyrir valinu varð útfærsla
á einni leiðinni, svokölluð 3b, sem út-
færð var í samvinnu við bæjaryfir-
völd sem sett hafa þessa veglínu inn
á skipulag. Þáverandi bæjarstjórn
taldi þá leið besta kostinn með tilliti
til bætts umferðaröryggis og stytt-
ingar leiða innan sveitarfélagsins.
Framkvæmdin styttir Hringveg um
11-12 kílómetra. Hafnaði Vegagerðin
öllum kröfum Skipulagsstofnunar og
landeigenda um að láta meta fleiri
leiðir og var sú niðurstaða staðfest af
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála, af ráðherra og fyrir dóm-
stólum.
Nýr vegur, um 17 km langur, verð-
ur byggður samkvæmt nútíma kröf-
um en gamli vegurinn á að þjóna
áfram sem innansveitarvegur.
Skipulagsstofnun gagnrýnin
Skipulagsstofnun taldi að fram-
kvæmdir við leiðir 2, 3 og 3b hefðu
mikil áhrif á umhverfið og meiri en af
leið 1 sem samrýmdist best mark-
miðum laga um mat á umhverfis-
áhrifum. Lagði stofnunin til að það
skilyrði yrði sett við veitingu fram-
kvæmdaleyfis að Vegagerðin mynd-
aði formlegan samráðshóp fagaðila
um endurheimt votlendis vegna
framkvæmdarinnar.
Bæjarstjórn samþykkti að gefa út
framkvæmdaleyfi til handa Vega-
gerðinni á fundi sínum í byrjun sept-
ember sl., að undangenginni umfjöll-
un í skipulagsnefnd þar sem tekið
var undir skilyrði Skipulagsstofn-
unar og jafnframt óskað eftir að
dregið yrði sem kostur er úr efnis-
töku úr ákveðinni námu. Bæjar-
stjórn samþykkti jafnframt að heim-
ila Vegagerðinni afnot af landi sínu
til lagningar vegarins.
Framkvæmdin er komin inn í
samgönguáætlun og er ætlunin að
hefjast handa á næsta ári.
Áhrif úr Þingeyjarsýslum
Vegna umfjöllunar um ný náttúru-
verndarlög í úrskurðum úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamála
um Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu
1, þar sem framkvæmdaleyfi Skútu-
staðahrepps vegna lagningar
Kröflulínu var afturkallað ákvað
bæjarstjórn á síðasta fundi sínum að
afturkalla fyrri ákvörðun um útgáfu
framkvæmdaleyfis og vísa umsókn
Vegagerðarinnar til nefnda sveitar-
félagsins til nánari skoðunar. Björn
Ingi bæjarstjóri segir að litið hafi
verið til nýju náttúruverndarlag-
anna við umfjöllun um fram-
kvæmdaleyfið en þess hafi ekki verið
getið í bókun skipulagsnefndar og
bæjarstjórnar. Úrskurðarnefndin
hafi gert athugasemdir við það í
Þingeyjarsýslu. Ekki hafi verið búið
að gefa leyfið út og úr því að það hafi
ekki áhrif á framkvæmdina gagn-
vart framkvæmdaraðila hafi verið
ákveðið að afturkalla ákvörðunina og
fara betur yfir málið með hliðsjón af
úrskurðunum.
Hann tekur fram að ekki hafi orð-
ið stefnubreyting hjá bæjarstjórn í
þessu máli.
Leyfið verður kært
Andstæðingar veglínu Vegagerð-
arinnar lýsa því beint yfir að þeir
muni kæra framkvæmdaleyfið, verði
það gefið út óbreytt. Ari Jónsson,
formaður Hollvina Hornafjarðar,
segir að landeigendur muni einnig
kæra og þeir séu ekki til samninga
um að láta af hendi land undir fyrir-
hugaðan veg. Tíminn mun leiða í ljós
hvaða áhrif það hefur.
Björn Ingi bendir á að þetta leiða-
val hafi verið lengi á döfinni. Það hafi
verið dregið fram við sameiningu
sveitarfélaganna árið 1996 og farið
inn á skipulag 2008. Ekki hafi verið
minnst á þetta mál í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum. Hann metur
stöðuna þannig að mikill meirihluti
íbúa sé ánægður með þá leið sem
varð fyrir valinu. Það birtist honum
meðal annars í óánægju íbúa með að
ákvörðun um framkvæmdaleyfi hafi
verið dregin til baka enda hafi marg-
ir talið að með því væri bæjarstjórn
að gefa eftir í málinu.
Morgunblaðið/RAX
Hornafjarðarfljót Brúin yfir Hornafjarðarfljót er gömul og úr sér gengin. Auk þess er hún einbreið. Hún verður þó áfram notuð sem tenging innan sveitar.
Gamalt þrætuepli í Hornafirði
Hópur Hornfirðinga leggst þvert gegn áformum Vegagerðarinnar um þverun Hornafjarðarfljóts
um Skógey Veglínan ákveðin í samráði við bæjarstjórn Stefnir í málaferli og eignarnám
Heimild: Vegagerðin
Tjörn
Einholt
Skógey
Bjarnanes
HORNAFJÖRÐUR
HORNAFJARÐARFLJÓT
Seljavellir
Árnanes
Nesjahverfi
HÖFN
Hagi
Nýr vegur um Hornafjarðarfljót
Leið 1
Leið 3
Leið 3b Leið 2
Loftmyndir ehf.
„Það er verulegur ágreiningur um
þessa framkvæmd. Samfélagið
skiptist, fólk hefur mismunandi
skoðanir. Það er ekki gott. Í svona
litlu samfélagi er æskilegt að finna
málamiðlanir til að ná betri sam-
stöðu,“ segir Ari Jónsson, formaður
Hollvina Hornafjarðar, sem barist
hafa gegn áformum Vegagerð-
arinnar. Samtökin fögnuðu ákvörð-
un bæjarstjórnar um að draga til
baka ákvörðun um framkvæmda-
leyfi og lýsa yfir vilja sínum til að
taka þátt í að leita nýrra lausna.
Ari segir nauðsynlegt að skoða
fleiri leiðir. Hann nefnir sér-
staklega veg á svipuðum slóðum og
gamla þjóðleiðin lá um en þá var
farið um Hornafjarðarfljót hjá
Bjarnarnesi. Með þeirri leið væri
ekki farið um eins viðkvæma nátt-
úru og gert er ráð fyrir í áformum
Vegagerðarinnar. Leið 3b fari yfir
mikið af sjávarfitjum og þar sem
þar gæti flóðs og fjöru hefði þverun
áhrif á allt landið norðan vegarins
með tilheyrandi flóðahættu. Ari
segir að sú leið stytti einnig Hring-
veginn og veginn innan sveitar,
litlu minna en veglína Vegagerð-
arinnar. Þá sé það mun ódýrari
lausn og Ari segir að hægt væri að
fækka einbreiðum brúm og vinna
að ýmsum umbótum fyrir þann
mun.
Morgunblaðið/Ómar
Höfnin Þéttbýlið á Höfn kemst í
betra samband við kjördæmið.
Vilja kanna
betur gömlu
þjóðleiðina