Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðdragandikosning-anna er með
nokkrum ólík-
indum. Flestar
fréttir virðast snú-
ast um skringilegheit. Sagt er
frá viðamiklum tilraunum
flokka sem eru fjarri því að fá
menn á þing til að sameinast
um eitt framboð svo ná megi
fimm prósenta lágmarkinu.
Samningatilraunin gekk út á
að næðist það myndi fram-
boðið þegar klofna aftur upp í
frumeindir samkvæmt fyr-
irframgerðum samningi og
góssinu, sem 3% og 5% mark
að lögum skammtar, skipt á
milli flokksbrota sem engin
áhrif hafa í þjóðfélaginu.
Nú síðast gekk flokkurinn
Dögun þvert á flokka sem hafa
útilokað samstjórn með Fram-
sókn og Sjálfstæðisflokki og
tilkynnti að hún gæti hugsað
sér slíkt samstarf en með
hörðum skilyrðum þó: „Dögun
hefur lýst yfir vilja til stjórn-
arsamstarfs við Sjálfstæðis-
flokk og Framsóknarflokk að
loknum kosningum að því
gefnu að Dögun fái Fjármála-
ráðuneyti, Innan-
ríkisráðuneyti og Sjáv-
arútvegsráðuneyti. Þá fara
þau einnig fram á að verð-
trygging verði afnumin á
fyrstu viku stjórnarsam-
starfs.“ Það gæti væntanlega
farið svo að núverandi stjórn-
arflokkar settu það harða skil-
yrði af sinni hálfu að Dögun
fengi fyrst einhvern þing-
mann kosinn áður en flokkn-
um yrðu afhent veigamestu
ráðuneytin, því hann mælist
með 1% fylgi.
Þessar um-
ræður eru til
marks um af-
brigðilegt ástand
í stjórnmálunum.
Önnur frétt
sem hefur enn meiri þunga
var birt í gær í Financial Tim-
es. Hún hefur ekki náð sömu
athygli og allt fyrrnefnt
sprikl. Þar má lesa að hinir
frægu kröfuhafar, sem haft
hafa fjölmörg handbendi hér á
sínum snærum, bindi vonir við
kosningarnar. Þeir telja að
núverandi stjórnarflokkar
hafi haft óþægilegt sjálfs-
traust í samningum við kröfu-
hafa síðustu misserin. Þeir
spá upplausn í landstjórninni
eftir kosningarnar og að veik
ríkisstjórn sé í burðarliðnum,
og binda raunar vonir við það.
Helst myndu þeir sjálfsagt
vilja að slík ríkisstjórn skart-
aði Steingrími J. Sigfússyni
innanborðs. Þá gætu kröfu-
hafar á ný farið að tala um
„silfurfatsstjórn“ á Íslandi.
Kjósendur geta séð sláandi
fordæmi núna. Allt frá því að
gert var grín að reykvískum
kjósendum með því að tylla
Jóni Gnarr í borgarstjórastól-
inn hefur borginni farið aftur
á öllum sviðum. Steininn tók
úr á þessu kjörtímabili. Við-
hald í rúst, fjármál í rúst,
þjónustulund horfin og hroki
fyllt skarðið. Ekki er að
marka gefin fyrirheit.
Stjórnvaldskraðakið sam-
anstendur af Samfylkingu,
Bjartri framtíð, Pírötum og
Vinstri grænum. Kjósendur
geta því ekki öðrum um kennt
lendi þeir í sömu súpunni á
landsvísu.
Það er ljót sjón lítil
sem blasir við á þjóð-
málasviðinu núna}
Aprílgöbb í október
og ein alvörufrétt
Það er athyglis-vert að á
sama tíma og ver-
ið er að klípa
þriðju flugbraut-
ina af Reykja-
víkurflugvelli samþykkir
breska ríkisstjórnin að bæta
þriðju flugbrautinni við
Heathrow-flugvöll, eins og til-
kynnt var um í gær. Íslenskir
flugvallarandstæðingar hafa
iðulega haldið því fram að frá-
leitt sé að flugvöllur sé í miðri
borg, en þá gleyma þeir að líta
út fyrir landsteinana. Og það
er ekki aðeins að Lundúna-
búar njóti Heathrow-vallar-
ins, þar er til dæmis líka City-
flugvöllurinn, sem er í hjarta
borgarinnar.
Þeir sem helst
hafa beitt sér
gegn Reykjavík-
urflugvelli eru
flokkarnir sem
mynda meiri-
hluta í borginni, Píratar,
Vinstri græn, Samfylking og
Björt framtíð. Þrátt fyrir
yfirlýsta lýðræðisást og tal
um íbúalýðræði og samráð
gera þeir þetta gegn vilja
meirihluta borgarbúa.
Sömu flokkar myndast nú
við að mynda ríkisstjórn
fyrir kosningar og takist
það þurfa borgaryfirvöld
ekki að óttast mikla fyr-
irstöðu við áform sín um að
hrekja flugvöllinn úr Vatns-
mýrinni.
Ólík þróun er í
flugvallarmálum í
Reykjavík og London}
Ríki og borg gegn flugvelli? Þ
að bar við í síðustu viku að ástralsk-
ur aðgerðasinni (ég veit reyndar
ekki alveg hvað þetta orð þýðir, en
það hljómar vel), WikiLeaks-
frömuður og meintur kynferðis-
glæpamaður, Julian Assange, var myrtur í
Bretlandi ef marka mátti fréttir sem birtust á
Fésbókarsíðu minni. Hann var víst felldur af
teymi vopnaðra manna sem ruðst höfðu inn í
sendiráð Ekvador til að koma honum fyrir
kattanef. Eða var hann kannski myrtur af
leigumorðingja sem klifraði upp húsvegg til að
drepa kauða? Nú, eða kannski var hann af-
hentur breskur yfirvöldum sem gengu milli
bols og höfuðs á honum. Eða myrtur með eitr-
aðri samloku sem Pamela Anderson færði hon-
um (téð Pamela Anderson kom víst í heimsókn
til Assange um daginn með samlokur í poka –
alveg satt).
Nokkrir Fésbókarvinir mínir deildu þessum mis-
skemmtilegu furðufréttum í vikunni, sumir í áfalli yfir ör-
lögum Assange og lái þeim enginn. Það voru líka fleiri að
dreifa fréttum af Assange, til að mynda héldu ýmsir því
fram að hann hefði ekki verið myrtur, heldur væri honum
haldið föngnum á meðan leiguþý Bandaríkjastjórnar
sendi út klaufaleg Twitter-skilaboð frá aðgangi Wiki-
Leaks til að rýra mannorð Assange og stofnunarinnar, en
Twitter-tíst WikiLeaks hefur verið venju fremur aulalegt
síðustu vikur, smitað af kvenfyrirlitningu og gyðinga-
hatri. (Ein kenning sem ég rakst á var að stafsetning-
arvillur í tístunum væru í raun leynileg skila-
boð: þegar stöfum sem vantar í orð í tístunum
er raðað saman koma út skilaboðin: hjálpið
honum.)
Fljótlega kom svo í ljós að Assange væri
ekki allur, stjórnvöldum í Ekvador fannst víst
bara nóg komið af tilraunum hans til að
bregða fæti fyrir Hillary Clinton, sem hann
hatar víst eins og pestina, og slökktu því á net-
sambandi hans. Eftir að það spurðist út (og
varð altalað að þetta væri að undirlagi Hillary
eða bandarískra stjórnvalda, nema hvort-
tveggja sé – eða kannski er það einn og sami
hluturinn) tóku hugdjarfar hetjur (aðgerða-
sinnar?) að tísta myndum af sér með Assange
eða myndböndum af sér fyrir utan sendiráð
Ekvador þar sem þeir skýrðu okkur frá því að
Assange væri í fjöri, þótt kannski væri það
ekki fullt.
Á Twitter tístu menn líka sem mest þeir máttu og á
tístlista WikiLeaks rakst ég til að mynda á eins konar
könnun frá stuðningsmanni þar sem þátttakendur gátu
kosið um það hvernig Assange ætti að sanna að hann væri
lífs: veifa af svölum sendiráðsins, senda myndskeið eða
raddupptöku og eitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn.
Á þennan góða lista vantaði þó bestu sönnunina: Mæta
fyrir rétt í Svíþjóð og svara til saka fyrir kynferðislega
misbeitingu og nauðgun. Þá myndi Assange sanna ræki-
lega að hann væri á lífi. Og sanna um leið að hann væri
ekki lúði. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Assange (næstum) allur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Einstaklingar á aldrinum18-25 ára urðu frekarfyrir þjófnaði, ofbeld-isbrotum, brotum vegna
viðskipta á netinu og kynferð-
isbrotum en þeir sem eldri voru.
Þetta kemur fram í viðhorfskönnun
meðal íbúa sem Gallup framkvæmdi
fyrir embætti ríkislögreglustjóra og
lögregluna á höfuðborgarsvæðinu
þar sem reynsla landsmanna af af-
brotum var meðal annars athuguð.
Könnunin var lögð fyrir í maí
og júní 2016 og miðast að mestu
leyti við atburði og upplifun al-
mennings árið áður, 2015. Alls svör-
uðu 2.544 manns spurningum í
könnuninni en upphaflegt úrtak var
4.000 manns á öllu landinu, 18 ára
og eldri. Svarhlutfall reyndist
63,6%.
„Markmiðið er að við höfum
þennan mælikvarða á móti til-
kynntum brotum. Við viljum halda
utan um upplýsingar um það hvort
brot séu tilkynnt til lögreglu og
fylgjast með þróuninni,“ segir Guð-
björg S. Bergsdóttir, verkefnastjóri
hjá embætti ríkislögreglustjóra, í
samtali við Morgunblaðið. Nefnir
hún t.d. að vel sé fylgst með kyn-
ferðisbrotum. „Þá getum við séð
þróun þeirra brota og áttað okkur
betur á stöðunni í samfélaginu.“
Fleiri tilkynna kynferðisbrot
Um fimmtungur þeirra sem
sögðust hafa orðið fyrir kynferð-
isbroti árið 2015 lýsti atvikinu sem
nauðgun eða tilraun til nauðgunar
en 41% lýsti því sem grófri kynferð-
islegri áreitni. Það voru samtals 49
einstaklingar sem sögðust hafa orð-
ið fyrir kynferðisbroti árið 2015 eða
2% svarenda. Af þeim tilkynntu
10,3% atvikið til lögreglu en það er
aukning frá árinu 2014 þegar aðeins
3,3% tilkynntu atvikið til lögreglu.
„Lögreglan vill að almenningur til-
kynni um kynferðisbrot og það
mætti leiða líkur að því að aukin
umræða í samfélaginu geti haft þau
áhrif að fólk tilkynni frekar,“ segir
Guðbjörg.
Það var fyrst í ár sem ákveðið
var að spyrja landsmenn nánar út í
kynferðisbrot en þannig mætti til
dæmis betur meta hvort fjöldi
nauðgana eða tilrauna til nauðgana
væri í samræmi við afbrotatölfræði
skráðra brota hjá embættinu. Flest-
ir sem töldu sig hafa orðið fyrir
kynferðisbroti voru í aldurshópnum
18-25 ára eða 11% en um 2,5% eða
minna í öðrum aldurshópum. Guð-
björg segir sama mynstur koma
fram í sambærilegum könnunum er-
lendis þar sem yngsti hópurinn
verði frekar fyrir þessum brotum.
Það megi oft rekja til lífsstíls þeirra
en þessi aldurshópur sé til dæmis
síður í föstum samböndum.
Netbrot nýr veruleiki
Flestir urðu fyrir eignaspjöll-
um eða 19% landsmanna á aldrinum
18 ára og eldri. Þá urðu 8,5% lands-
manna fyrir þjófnaði, 7,2% fyrir
innbroti og 4,5% fyrir brotum vegna
viðskipta á netinu.
„Við erum að reyna að ná utan
um þessi brot,“ segir Guðbjörg en
nýlega hófust mælingar á því hvort
landsmenn telji sig hafa tapað pen-
ingum eða fengið svikna vöru vegna
viðskipta á netinu. „Það sem vekur
athygli hjá mér er að 11% þeirra
telja atvikið hafa verið mjög alvar-
legt en aðeins 7,5% tilkynna það,“
bætir hún við en breska lögreglan
hefur einnig kannað þennan brota-
flokk í viðhorfskönnun. „Netbrot
eru tiltölulega nýr veruleiki og lög-
reglan þarf að safna meiri þekkingu
um þessi brot til að geta brugðist
við.“
Flest kynferðisbrot
mælast meðal 18-25 ára
Morgunblaðið/ÞÖK
Ofbeldi Af 2.544 manns sem tóku þátt í könnuninni urðu 738 fyrir broti.
Þar af urðu 53 fyrir ofbeldisbroti en aðeins 19 þeirra tilkynntu um brotið.
„Þetta er nýr vettvangur,
menn eru meira í því að
kenna sjálfum sér um að hafa
keypt köttinn í sekknum og
eru að feta sig á nýjar braut-
ir,“ segir Helgi Gunnlaugsson,
afbrotafræðngur, spurður um
ástæður þess að landsmenn
séu síður að tilkynna um brot
vegna viðskipta á netinu. Það
þurfi aukna vitundarvakningu
um þennan brotaflokk þar
sem lögreglan hafi hingað til
ekki verið jafn sýnileg í net-
heimum.
Af þeim sem töldu sig hafa
orðið fyrir broti vegna við-
skipta á netinu voru 6,1%
þeirra karlar og 2,9% konur.
Flestir voru í yngsta hópnum,
18-25 ára, en næstflestir voru
í aldurshópnum 45-55 ára.
„Unga fólkið notar netið
meira, prófar frekar nýja hluti
og þorir meira — og brennir
sig stundum.“
Kenni sjálf-
um sér um
NÝR VETTVANGUR BROTA