Morgunblaðið - 26.10.2016, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
MARC O’POLO STORE
Kringlan Shopping Center
Kringlan 4–12
Reykjavik
17 ára
17% afsláttur 24.-31. október
Nýlega átti ég leið
framhjá biðskýli
strætó. Á endavegg
skýlisins, eins og á
þeim mörgum, var
auglýsing: Ekki ólag-
leg ung kona og fyrir
neðan hana stóð
stórum stöfum:
Hverjum treystir þú?
Konan er formaður
Vinstri grænna, nú í
kosningaátaki – eða atkvæðasmöl-
un. Textinn er auðvitað pen aðferð
til að segja: „Þú getur treyst mér í
komandi kosningum – kjóstu mig.“
Sporin hræða
Skömmu eftir að „Hrunið“ skall á
árið 2008 í stjórnartíð Samfylkingar
og sjálfstæðismanna sprengdi Sam-
fylkingin það samstarf og bauð
Vinstri grænum að skríða upp í til
sín.
Meðal stefnumála Samfylking-
arinnar var að koma Íslandi í Evr-
ópusambandið. VG höfðu hinsvegar
mjög ákveðnar skoðanir gegn því:
Aldregi skyldi það verða.
Báðir voru þessir flokkar sam-
mála um að íslenskur almenningur
yrði ekki látinn greiða skuldir ís-
lensku bankanna – enda væru þeir
einkafyrirtæki. Sérstök áhersla
skyldi lögð á að halda hjólum at-
vinnulífsins gangandi og að slá
skjaldborg um heimilin.
Kosningar fóru svo að Samfylk-
ingin og VG fögnuðu sigri og mynd-
uðu ríkisstjórn. Kjósendur önduðu
léttar um stund og töldu sig hafa
gert það besta í stöðunni; fengið
ríkistjórn sem gengi ekki erinda
ríkisbubba og erlendra kröfuhafa
heldur legðu áherslu á réttlæti,
jöfnuð, heiðarleika og gegnsæja
stjórnarhætti. Þá fór það orð af VG
að þeir væru verndarar þeirra sem
minna mættu sín, auk þess að þeir
mundu að sjálfsögðu koma í veg
fyrir að ESB hrifsaði okkur til sín –
en sum Evrópuríki fóru fljótt að
láta dólgslega – t.d. með kröfum um
að þjóðin greiddi, eða að minnsta
kosti ábyrgðist, umdeildar Icesave-
kröfur. Forsætisráðherra var Jó-
hanna Sigurðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar.
Helstu ábyrgðarstöður
Konan á strætóskýlinu sem áður
er nefnd, Katrín Jakobsdóttir, var í
stjórnarþingflokki VG frá upphafi.
M.a. sem ráðherra.
Formaður VG var Steingrímur J.
Sigfússon og var hann fjár-
málaráðherra hinnar nýju rík-
isstjórnar.
ESB er einhver mesta hætta sem
steðjar að Íslendingum um langa
framtíð.
Fyrirheit og framkvæmdir
Eins og fyrr er getið batt fólk
vonir við hina nýju stjórn landsins,
vonir byggðar á kosningaloforðum
og fyrirheitum stjórnvalda. Fljót-
lega komu þó brestir í traust þjóð-
arinnar.
Steingrímur, formaður VG, var
strax lagstur í tíð ferðalög til ESB í
Brüssel. Össur Skarphéðinsson ut-
anríkisráðherra sömuleiðis. Stefnan
hafði augljóslega verið
tekin á ESB. – hvað
sem það mundi kosta.
Svo mjög sóttu ráða-
menn það að hraða inn-
göngunni að sumar
Evrópuþjóðir töldu lag
á að neyða okkur til að
greiða eða ábyrgjast
greiðslu á Icesave-
kröfunum – og þeir
höfðu rétt fyrir sér.
Nefnd eftir nefnd fór
utan til að reyna að
semja og erlend lögfræðiaðstoð var
keypt dýru verði. Hvert nýtt upp-
kast var lofað í hástert sem ein-
staklega gott, gullgæs sem rétt
væri að grípa, svo vitnað sé í utan-
ríkisráðherrann.
Svo mikil var harðneskjan innan
flokkanna að komast í ESB að
nokkrir stjórnarþingmenn hrökkl-
uðust af þingi, einhverjir með tár á
hvarmi. Forsætisráðherra fékk Al-
þingi til að samþykkja samninga
óséða og þeir máttu ekki koma fyrir
almannasjónir. Loks greip almenn-
ingur til ákvæðis í stjórnarskránni
og skoraði á forseta Íslands að
neita að samþykkja lög um greiðslu
Icesave svo þau færu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Fullyrða má að
þetta hafi komið í veg fyrir gjald-
þrot Íslands.
Framgöngu stjórnvalda, Sam-
fylkingar og Vinstri grænna er ekki
hægt að kalla neitt annað en land-
ráð.
Hjörleifur Guttormsson, einn af
stofnendum VG og virtur fræðimað-
ur, sagði sig úr flokknum. Kveðju-
bréf hans til flokkssystkina sinna –
og fleiri samtíma upplýsingar má
lesa í greinasafni á vefsíðunni –
landsmenn.is
Undirrituðum er ljóst að sumt er
í minni margra kjósenda en þarna
er efni til upprifjunar og fræðsla
fyrir ungt fólk sem hefur e.t.v. ekki
fylgst mikið með þjóðmálum frá
hruni – eða lengur. Fyrir þau ykkar
er líka upplagt að leita skýringa og
upplýsinga hjá eldri vinum og ætt-
ingjum.
Hverjum treystir þú?
Mér finnst að lokum sjálfsagt að
svara konunni á strætóskýlinu.
Hún, Katrín Jakobsdóttir, var á
þingi og ráðherra í ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur, fyrir Vinstri
græna, með Samfylkingunni 2009-
2013. Hún er því meðábyrg öðrum
alþingismönnum í þáverandi stjórn-
armeirihluta. Sú ríkisstjórn hafði
vinnulag sem ég leyfi mér að kalla
landráð. Þá var misfarið með fjár-
muni ríkisins á sama tíma og inn-
viðir þjóðfélagsins liðu. Alþýða
fólks var beitt órétti sem beint og
óbeint flæmdi þúsundir úr landi.
Nú stígur þessi þingmaður í
ræðustól Alþingis eins og hvítþveg-
inn engill, veitist að núverandi
stjórnarmeirihluta og ber hann sök-
um fyrir langt um smærri afglöp en
þau sem voru viljaverk í hennar
stjórnartíð, sem stórglæpir væru.
Ekki er að sjá að hún telji nokkuð
hafa verið athugunarvert í stjórn-
artíð hennar sjálfrar.
Nú er hún í framboði sem for-
maður VG og því e.t.v.
forsætisráðherraefni.
Svar
a Ég treysti ekki Katrínu
Jakobsdóttur.
b Ég treysti ekki Samfylking-
unni.
c Ég treysti ekki Vinstri græn-
um.
Hverjum
treystir þú?
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur Ágústsson
» Landráð og tár á
hvarmi.
Höf. er fv. forstjóri, flugumferð-
arstjóri og forsetaframbjóðandi /
baldur@landsmenn.is og vefsíða
www.landsmenn.is.
Sannfærandi rök
hafa verið færð fyrir
því að ferðamenn skili
meira en nægum
tekjum til að kosta
nauðsynlega upp-
byggingu hins opin-
bera í þágu ferða-
þjónustunnar. Samtök
ferðaþjónustunnar
hafa reiknað út að
skattar og gjöld til
ríkisins af erlendum ferðamönnum
nemi 70 milljörðum króna á þessu
ári og gjaldeyristekjur verði 370
milljarðar króna. Engu að síður
hafa þær raddir verið háværar
sem telja ástæðu til að ferðamenn
greiði sérstakt gjald til að vega á
móti því álagi sem þeir valda á
ferðamannastöðum og úti í nátt-
úrunni.
Því miður hefur umræðan um
gjaldtökuna tafið fyrir að ráðist
yrði í aðgerðir til að mæta álagi
vegna ferðamanna. En eitt þarf
ekki að útiloka annað. Fyrir ligg-
ur hvað þarf að gera og ekki eftir
neinu að bíða í þeim efnum.
Skattarnir ekki merktir
ferðaþjónustunni
Þó svo að erlendir ferðamenn
skili miklum tekjum í ríkissjóð
gegnum skatta og gjöld, þá eru
þær ekki eyrnamerktar aðgerðum
til að treysta innviði ferðaþjónust-
unnar. Þessar tekjur fara heldur
ekki til að mæta útgjöldum
sveitarfélaga vegna ferðamanna.
Til að þeir geti lagt sitt beint af
mörkum er því rökrétt að lagt
verði sérstakt gjald á ferðamenn.
Það er síður en svo einsdæmi.
Nánast um allan heim er innheimt
sérstakt gjald af ferðamönnum til
að mæta kostnaði hins opinbera
vegna þeirra.
Slíkt gjald mundi seint nálgast
þær fjárhæðir sem ferðamenn
skila til ríkissjóðs gegnum skatt-
kerfið. En með því að eyrna-
merkja tekjurnar ferðamanna-
stöðum,
náttúruperlum og
sveitarfélögum fást
öruggir fjármunir til
að ráðast í uppbygg-
ingu, viðhald, rekstur
og endurbætur.
Náttúru-
verndargjald
er réttnefni
Ég kýs að kalla
þetta náttúruvernd-
argjald, enda er því
fyrst og fremst ætlað
að vernda okkar dýrmætu ís-
lensku náttúru, sem er megin-
ástæðan fyrir komu flestra er-
lendra ferðamanna.
En þá kemur að því sem hefur
tröllriðið umræðunni um gjald-
töku af ferðamönnum. Hvar á að
innheimta gjaldið, hvernig á að
gera það, hver á að innheimta?
Ótal hugmyndir hafa komið fram
í þeim efnum. Aðeins ein þeirra
stenst allar prófraunir og það er
að innheimta gjaldið í tengslum
við dvalarlengd ferðamanna þar
sem þeir gista hverju sinni.
Hægt er að slá margar flugur í
einu höggi með því að hafa nátt-
úruverndargjaldið tengt því
hversu lengi ferðamaðurinn dvel-
ur hér á landi. Ferðamaður sem
stoppar í þrjá daga hefur minni
áhrif á landið en sá sem dvelur í
þrjár vikur. Gistimáti ferða-
mannsins skiptir heldur ekki
máli. Einstaklingur sem gistir á
hóteli markar sömu spor í nátt-
úrunni og einstaklingur sem kem-
ur með eða leigir húsbíl og/eða er
um borð í skemmtiferðaskipi.
Hver og einn greiðir því sama
gjald.
Algengasta
innheimtuaðferðin
Við værum ekkert að finna upp
hjólið. Álagning gjalda af ferða-
mönnum í tengslum við gistingu
þeirra er algengasta innheimtu-
aðferð hins opinbera um allan
heim. Aðferðin er praktísk og
réttlát. Aukabónus þessarar inn-
heimtu yrði svo að draga óskráða
gististarfsemi fram í dagsljósið og
tryggja að hún skili þjóðfélaginu
réttmætum sköttum og skyldum.
Gistináttagjald er rangnefni á
þessari innheimtuaðferð. Aðeins
er verið að fela þeim sem selja
gistingu að sjá um innheimtu
náttúruverndargjalds til viðbótar
við aðra innheimtu í þágu hins
opinbera. Núverandi fyrirkomulag
gistináttagjalds skilar litlum
tekjum og er ósanngjarnt. Það
leggst aðallega á hótel og stærri
gistihús, meðan fjöldi annarra
aðila, sem bjóða gistingu, sleppur.
Hvers vegna ætti t.d. skemmti-
ferðaskip með þúsundir farþega
ekki að greiða náttúruverndar-
gjald í samræmi við það hversu
lengi farþegar þess ferðast hér á
landi? Eða íbúðareigandi sem
leigir ferðamönnum húsnæðið yfir
hásumarið?
Skapar sátt í þjóðfélaginu
En það sem kannski skiptir
mestu máli um náttúruverndar-
gjald af dvöl ferðamanna er að
það skapar um leið æskilega sátt í
þjóðfélaginu. Íslendingar eru al-
mennt á þeirri skoðun að ferða-
menn taki beint á sig ýmiskonar
kostnað sem hlýst af dvöl þeirra
hér, til viðbótar við þær góðu
tekjur sem ríkissjóður fær. Ég
skynja ekki síður góðan skilning
víðast hvar innan ferðaþjónust-
unnar á slíkri gjaldtöku.
Náttúruverndargjald
af gistingu er góð lending
Eftir Jón
Gunnarsson »Ég kalla þetta
náttúruverndar-
gjald, enda er því ætlað
að vernda okkar dýr-
mætu íslensku náttúru,
sem er ástæðan fyrir
komu flestra erlendra
ferðamanna.
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
—með morgunkaffinu