Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 24
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is toppaðu gærdaginn 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 Fáar aðgerðir stjórnvalda hafa heppnast jafn full- komlega og skulda- leiðréttingin sem Framsóknarflokk- urinn lofaði í aðdrag- anda kosninga 2013 og efndi að fullu árið 2015. Mjög hefur ver- ið reynt að draga úr trúverðugleika að- gerðarinnar og ýmsum brögðum beitt. Fyrirsögn greinarinnar er einmitt eftir einn afkastamesta netdólg samtímans sem er hvorki töluglöggur né sannsögull og hefur ítrekað reynt að varpa rýrð á að- gerðina með bulli, ergelsi og firru. Við útreikning forsendubrestsins var ákveðið að láta heimili landsins ekki bíða eftir heildarsamningum við slitabú föllnu bankanna heldur var lagður á slitabúin sérstakur skattur sem stóð undir kostnaði við beinu aðgerðina, alls 80 millj- arðar króna. Þetta flýtti aðgerðinni um a.m.k tvö ár. Að auki var boðið upp á að menn gætu notað sér- eignarsparnað sinn í þrjú ár ásamt framlagi vinnuveitanda, allt að 3 milljónir skattfrjálst. Heildar- upphæð leiðréttingarinnar nam því 154 milljörðum króna. Alls nutu rúmlega 70 þúsund heimili skulda- leiðréttingar. Yfirgnæfandi hluti þeirra sem leiðréttingu fengu voru heimili með heildarárstekjur 8 milljónir eða minna. Heimili fólks með lægri og meðaltekjur, s.s. eins og t.d. félaga í BSRB, ASÍ og hluta BHM. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að há- launafólk hafi einkum notið leið- réttingarinnar. Um 80% þeirra sem fengu leiðréttingu voru aðilar sem áttu minna en 50% í heimili sínu eða semsagt skulduðu meira en helming í húsnæði sínu. Mig langar til að draga fram áhrif af leiðréttingu að upphæð 2 milljónum króna af láni sem stóð í 18 milljónum. Lánið stendur þá eftir leiðréttinguna í 16 milljónum. Eign viðkomandi í húsnæði sínu er 2 milljónum meiri en áð- ur. Af láni viðkomandi eru eftir 18 ár af 25 ára lánstíma. Greiðslu- byrði lækkar um rétt tæpar 11 þúsund krón- ur á mánuði. Kann að þykja lítið en nemur þó um 132 þúsund krónum á ári. Geti við- komandi nýtt sér sér- eignarsparnaðinn lækkar hann lán sitt með skatt- frjálsri greiðslu og mótframlagi um enn aðrar 3 milljónir. Hver er þá hagur þessa húseiganda af skuldaleiðréttingunni: Jú, lækkun höfuðstóls og uppsöfnuð lækkuð greiðslubyrði 2,5 milljónir og nýtt- ur séreignarsparnaður að upphæð 3 milljónir. Samtals er þessi upp- hæð kr. 5,5 milljónir. Ef húseig- andi myndi greiða þessa upphæð sjálfur þyrfti hann að vinna sér inn um 9 milljónir króna eða sem nem- ur einum heildarárstekjum heim- ilisins. Man einhver eftir skatt- lausa árinu? Hagstæð áhrif skuldaleiðrétting- arinnar halda áfram að koma fram. Skuldastaða íslenskra heimila hef- ur gjörbreyst til hins betra. Einnig hefur komið fram að staða barna- fjölskyldna hefur batnað einna mest í kjölfar skuldaleiðrétting- arinnar. Það má því með sanni segja að skuldaleiðréttingin gaf tugþúsundum heimila viðspyrnu og von um betri framtíð. Gleðin er mest hjá þessum fjölskyldum og að sjálfsögðu hjá okkur sem tókst að uppfylla kosningaloforð Fram- sóknar um skuldaleiðréttingu heimilanna. Skuldaleiðréttingin, hahahahahahaha Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson » ...skuldaleiðréttingin gaf tugþúsundum heimila viðspyrnu og von um betri framtíð. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Í viðtali við Lilju Al- freðsdóttur í laug- ardagsblaði Morg- unblaðsins lýsir hún því að einhverjir sérfróðir menn telji að uppbygg- ing nýs Landspítala í útjaðri borgarinnar, t.d. á Vífilsstöðum, muni taka skemmri tíma. Víf- ilsstaðir í útjaðri höf- uðborgarsvæðisins eru allt í einu orðnir draumastaðurinn, en ekki miðja höfuðborgarsvæðisins. Rökin eru þau að gott sé að hafa náttúrulegt umhverfi og friðsæld og þar sé hægt að byggja hátt upp í loftið. Lilja talar um að ákveðin starfsemi verði auðvitað áfram við Hringbraut og m.a. eigi bráðadeildin að vera þar! Síðan hvenær getur það verið skyn- samlegt að aðskilja bráðadeild, bráða- legudeild og gjörgæslu frá aðalstarf- semi spítalans? Hvað á að vera á Vífilsstöðum? Lilja talar um mikilvægi flugvallarins einmitt af því að bráða- deildin eigi að vera við Hringbraut. Lilja ætti að kynna sér betur rekstur sjúkrahúsa. Starfsemin er teym- isvinna og ákveðið flæði. Sérfræði- læknar og hjúkrunarstarfsfólk styður hvert við annað og sjúklingar verða ekki fluttir frá bráðamóttöku Hring- brautar og á Vífilsstaði í skurðaðgerð. Nógu erfitt er að koma þeim á milli Fossvogsspítala og Hringbrautar. Lilja ætti að vita að við Hringbraut er háskólasjúkrahús og þar ætlar Há- skóli Íslands að byggja heilbrigðisvís- indasvið háskólans tengt Lækna- garði, en ekki á Vífilsstöðum. Landspítalinn er stærsta kennslu- húsnæði Háskóla Ís- lands fyrir fjölda greina heilbrigðisvísinda. Ráð- gjafarnir hafa heldur ekki bent Lilju á að stærstu atvinnusvæðin eru vestan Elliðaáa og fólk veikist ekki bara heima hjá sér í svefni í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins. Lilja ætti að vita að ef „flytja á Landspítalann“ þarf að gera breytingu á svæðaskipulagi höf- uðborgarsvæðisins, aðalskipulagi og deiliskipulagi viðkomandi sveitarfé- lags og vinna allt upp á nýtt með hagsmunaðilum. Það þurfa öll sveit- arfélögin að samþykkja breytingu á svæðaskipulagi höfuðborgarsvæð- isins og spítalinn við Hringbraut verður ekkert fluttur annað með ein- hverju valdboði stjórnvalda. Það þarf að fara í gegnum allt ferlið upp á nýtt, frumhönnun á nýjum stað, þarfa- greiningu, niðurröðun deilda og hönnun á öllu þjóðarsjúkrahúsinu, 130.000 fermetra byggingu. Lilja veit að Alþingi þarf að sam- þykkja og fjármagna flutninginn og það verður augljóslega ekki gert þar sem enginn annar stjórnmálaflokkur en Framsókn er með þessa furðulegu og óábyrgu stefnu. Í stað 2023 yrði nýr spítali á nýjum stað tilbúinn ein- hver tíma í kringum 2035 ef bygging hans mundi ekki stöðvast einhvern tíma á leiðinni eins og Hús íslenskra fræða sem fékk heitið „Hola íslenskra fræða“. Þangað til verður þjóðin með tvær ófullnægjandi sjúkrahúsbygg- ingar í rekstri og eina risastóra í byggingu. Það tók 14 ár að byggja Þjóðarbókhlöðuna sem er 14.000 fer- metra bygging. Bækurnar þoldu bið- ina og handritin eru orðin vön að bíða enda langlíf, en Íslendingar og ís- lenskir sjúklingar geta ekki beðið endalaust. Lilja hefur greinilega ekki kynnt sér að samkvæmt nýlegu mati Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Skipulags- stofnunar er áætlað að afhending spítalans mundi tefjast um 10-15 ár ef byggt er á öðrum stað. Kristján Þór heilbrigðisráðherra kynnti þetta á Al- þingi í september í þingskjali 1394- 800. Að bjóða þjóðinni upp á þá skoðun að fljótlegra sé að byggja nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut er ábyrgðarlaust og í andstöðu við heilbrigða skynsemi og hagsmuni heilbrigðiskerfisins á Ís- landi. Nær væri að horfa til þess að hraða þessum hóflegu bygging- arframkvæmdum við Hringbraut. Þessi umræða og gylliboð fram- bjóðenda Framsóknarflokksins eru eingöngu til þess fallin að blekkja al- menning á lokametrum kosningabar- áttu Framsóknarflokksins. Lilja Alfreðsdóttir ekki trú- verðug í Landspítalamálinu Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Samkvæmt Fram- kvæmdasýslu rík- isins og Skipulagsstofn- unar er áætlað að afhending Landspítala tefjist um 10-15 ár ef byggt er á öðrum stað. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er varaformaður lands- samtakanna Spítalinn okkar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Gullsmárinn Spilað var á 11 borðum í Gullsmára mánudaginn 24. október. Úrslit í N/S: Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 208 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 205 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 196 Gróa Jónatansd. - Sigurlaug Sigurðard. 179 A/V Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 211 Ágúst Vilhelmss. - Pétur Jósefsson 193 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 171 Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 168 Spilað er alla mánudaga og fimmtu- daga. Allt spilaáhugafólk velkomið. FEB Reykjavík Fimmtudaginn 20. október mættu 25 pör í tvímenning hjá bridsdeild Fé- lags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 330 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 329 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 328 Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 320 A/V Björn Arnarson – Guðlaugur Ellertss. 369 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 351 Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 351 Elín Guðmannss. – Friðgerður Benediktsd. 304 Ferðafélag Íslands fór í haust í þriðju ferðina í fótspor Kon- rads Maurers sam- kvæmt bók hans um Íslandsferð hans 1858. Ferðasöguhandritið týndist, en fannst fyrir ekki löngu. Sagan kom nýlega út á íslensku. Jóhann J. Ólafsson stendur á bak við ferð- irnar. Maurer, þýskur fræðimaður, varð fyrstur útlendinga til að fara um landið óháður túlkum, hafði lært íslensku hjá Konráð Gísla- syni í Höfn fyrir ferðina. Farið var til Þingvalla, að vígðu laug á Laugar- vatni og í Haukadal. Leiðsögumað- urinn minntist á það hvað eftir ann- að, að erfitt væri um leiðsögn vegna trjágróðurs, sem lokaði sýn á staði í Tungunum og reyndar líka í Laug- ardal, því að þá sýn, sem Ásgrímur Jónsson hafði á Heklu þegar hann málaði fræga mynd, gefur þar varla lengur nema uppi í hlíð. Síðan var komið í Skálholt, þar sem drukkið var ketilkaffi, eins og tíðkaðist þegar Maurer var á ferð, svo að Hraungerði í Flóa og endað í Kaldaðarnesi, en þangað kom Maurer reyndar frá Arnarbæli með ferju yfir Ölfusá. Í Kaldaðarnesi er víðsýnt. Þar voru gróð- ursettar aspir um árið. Þær uxu vel. Þegar þær tóku að takmarka út- sýni, voru þær höggnar. Síðan er þar gætt að því, að tré takmarki ekki sýn. Þar er nú varla nokkurt tré. Svo gæti farið innan tíðar, að sagt verði um Kald- aðarnes til aðgreiningar frá öðrum bæjum í Árnessýslu: Þar sést af hlaðinu til Heklu. Þar sést til Heklu Eftir Björn S. Stefánsson Björn S. Stefánsson » Leiðsögumaðurinn minntist á það hvað eftir annað, að erfitt væri um leiðsögn vegna trjágróðurs. Höfundur er reykvískur dr. scient.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.