Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Ég ætla ekki að halda upp á afmælið í dag nema að fara út aðborða með fjölskyldunni, en ég kláraði mína síðustu vakt ífyrradag, svo nú er ég orðinn „fyrrverandi“ segir Helgi Þor-
valdsson sem á 70 ára afmæli í dag. „Ég held síðan kaffisamsæti um
helgina.“ Helgi hefur unnið hjá Icelandair samfleytt í 31 ár, var þar
áður hjá Flugfélagi Íslands 1972-1974, en fyrir og eftir það verkstjóri
hjá Reykjavíkurborg í um 20 ár.
Helgi sat í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar í tíu ár og var formað-
ur hennar í sex ár, sat í stjórn knattspyrnuráðs Reykjavíkur 1975-83, í
stjórn handknattleiksráðs Reykjavíkur, sat í stjórn KSÍ 1978-1997,
var unglingaþjálfari í knattspyrnu 1969-2000 og var unglingaþjálfari
í handknattleik 1971-76. „Ég var mest hjá Þrótti og síðan hjá Breiða-
bliki 1983-1988, en fór aftur til Þróttar 1996. Ég dæmdi líka aðeins í
knattspyrnu og handbolta. Ég hef verið eftirlitsmaður hjá KSÍ und-
anfarin ár og svo hef ég séð um alla tölfræði hjá Þrótti, eins og að
skrá leiki hjá meistaraflokkunum, bæði körlunum og konunum og
aðrar skrár um formenn félagsins og annað þess háttar og passa upp
á að þetta týnist ekki. Þetta hef ég gert síðan í kringum 1975 þegar
við hófumst handa við að safna skránum saman.“
Þrátt fyrir að hafa verið Þróttari alla sína tíð þá hefur Helgi aldrei
búið í Þróttarhverfinu. „Ekki nema fyrsta árið mitt, sem var á Gríms-
staðaholtinu, en Þróttur er stofnaður þar og var pabbi minn einn af
stofnendunum. Það kom því aldrei neitt annað félag til greina og það
var ekki til siðs að skipta um félag á þessum tíma þótt það hafi verið
langt að fara á æfingar.“
Eiginkona Helga er Aileen Ann Þorvaldsson húsmóðir, fædd
McConnachie í Glasgow í Skotlandi. Synir þeirra eru Helgi George og
Kristófer Roy.
Tilbúinn á völlinn sl. sumar „Maður var ekki jafn brosleitur við heim-
komuna af leikjum liðsins því lítið gekk. En lífið heldur áfram.“
Það kom aldrei neitt
annað félag til greina
Helgi Þorvaldsson er sjötugur í dag
E
yrún Ingibjörg Sig-
þórsdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
26.10. 1966 og ólst þar
upp, yngst sex systk-
ina. Hún var í Barnaskóla Vest-
mannaeyja, lauk stúdentsprófi frá
Framhaldsskólanum þar 1985, á
þremur árum og dúxaði í leiðinni,
lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá HÍ
1991 og hefur hún sótt námskeið í
stjórnunarháttum.
Eyrún flutti til Tálknafjarðar 1992
og var þar búsett til 2014 er þau
hjónin fluttu í Kópavoginn.
Eyrún vann á endurskoðunar-
skrifstofu Guðmundar 1991-92, hef-
ur verið gjaldkeri fyrir Steglu, smá-
bátaútgerð þeirra hjóna á Tálkna-
firði frá 1991, sem gerir út einn bát
og telur sjö starfsmenn. Hún var
fjármálastjóri útgerðarfyrirtækisins
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir framkvæmdastjóri – 50 ára
Fjölskyldan Eyrún og Tryggvi með börnunum. Á myndina vantar elstu dótturina, hana Birnu Rán Tryggvadóttur.
Fyrrverandi sveitarstjóra-
valkyrjur gefa ráðin
Þrjár ráðríkar Guðný Sverrisdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Eyrún. Þær
starfrækja ráðgjafafyrirtækið Ráðrík fyrir sveitarfélög og ríkisstofnanir.
Kæru vinir og
vandamenn. Inni-
legar þakkir til
ykkar allra sem
glöddu mig í tilefni
af 90 ára afmæli
mínu. Hlöðver
Guðmundsson,
Hveragerði.
Árnað heilla
90 ára
Rakel Sif Grétarsdóttir og Eydís Anna Hannesdóttir héldu tombólu til styrktar
Rauða krossinum á Íslandi við Fiskbúðina á Sundlaugavegi og seldu ber og dót
fyrir 5.246 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frámerkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
stórafmælum, hjónavígslum, barns-
fæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón