Morgunblaðið - 26.10.2016, Side 31
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Þórsbergs ehf. 1994-97 og sinnti þá
fjárhagslegri endurskipulagningu
fyrirtækisins, var framkvæmda-
stjóri útgerðarfélagsins Sterks ehf.,
og síðan oddviti og sveitarstjóri
Tálknafjarðarhrepps 2006-2013,
oddviti Tálknafjarðarhrepps 2013-
14, var fjármálastjóri Hjallastefn-
unnar 2015 og starfrækir eigið ráð-
gjafafyrirtæki, Ráðrík ehf., ásamt
fyrrv. sveitarstjórunum Svanfríði
Jónasdóttur og Guðnýju Sverris-
dóttur, frá 2016.
„Þó að ég hafi hætt að eigin ósk
sem sveitarstjóri á Tálknafirði var
starfið gefandi og lærdómsríkt. Það
gaf mér góða innsýn í íslenska
stjórnsýslu og maður komst ekki hjá
því að móta sér heildar- og framtíð-
arsýn fyrir sveitarfélagið. Ég hlaut
því að leiða stefnumótun í skóla-
málum, umhverfismálum, sorp-
málum og stofnun Félagsþjónustu í
Vestur-Barðastrandarsýslu. Sá um
og leiddi stefnumótun í hafnar- og
skipulagsmálum, innleiddi skjala-
stjórnunarkerfi og Tímon starfs-
mannakerfi og sá um að gerður var
samningur við Hjallastefnuna um
rekstur leik-, grunn- og tónlistar-
skóla í öllu sveitarfélaginu. Til þess
þurfti ég að berjast fyrir breytingu á
grunnskólalögum svo sveitarfélög
gætu ráðið einkaaðila að grunnskól-
unum. Það var ævintýri að fá að tak-
ast á við öll þessi verkefni með frá-
bæru samstarfsfólki.“
Eyrún sat í Fagráð um flugmál
2014-2016, var varaformaður stjórn-
ar Lánasjóður íslenskra námsmanna
2013-2015, varaformaður stjórnar
Hafnarsamband Íslands 2010-2014,
er varaformaður stjórnar Orkubús
Vestfjarða frá 2007 og Trygginga-
stofnunar ríkisins frá 2013, var með-
stjórnandi í stjórn Sparisjóðs Vest-
firðinga 2007-2009, meðstjórnandi í
Fjord Fishing ehf. 2006-2011 og í
Hafnarráði 2001-2007, skipuð af
samgönguráðherra. Hún hefur setið
í Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða,
Hafnarsambandi sveitarfélaga, í
varastjórn Fjórðungssambands
Vestfirðinga og samgöngunefnd, í
Vatnaráði og stjórn Rannsóknar- og
nýsköpunarsjóðs Vestur-Barða-
strandarsýslu.
Eyrún sat í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins 2007-2009, hefur sinnt
ýmsum öðrum trúnaðarstöfum fyrir
flokkinn og var varaþingmaður
2009-2016. Gjaldkeri sóknarnefndar
1996-2004 og formaður Ungmenna-
félags Tálknafjarðar 1998-2000.
Eyrún æfði og keppti í handbolta
á sínum yngri árum, leikur nú blak
með Fylki í Árbæ, fylgist með
íþróttaiðkun barnanna og hefur
áhuga á fluguveiði og útivist al-
mennt.
Fjölskylda
Eiginmaður Eyrúnar er Tryggvi
Ársælsson, f. 14.8. 1965, skipstjóri
og útgerðarmaður. Foreldrar hans
eru Ársæll Egilsson, f. 2.9. 1931,
skipstjóri, og Jóhanna Helga Guð-
mundsdóttir, f. 12.2. 1932, húsfreyja
og fiskverkakona.
Börn Eyrúnar og Tryggva eru
Birna Rán Tryggvadóttir, f. 26.11.
1982, búsett í Vogum á Vatnsleysu-
strönd en maður hennar er Rúnar
Pétur Þorgeirsson flugvirki; Sæþór
Tryggvason, f. 24.6. 1987, nemi í iðn-
aðarverkfræði við HÍ, búsettur í
Reykjavík; Helga Kristín Tryggva-
dóttir, f. 10.8. 1994, viðskipta-
fræðinemi við HÍ, búsett í Kópavogi
en maður hennar er Leif Halldór
Arason leiðsögumaður; Hafrún
Tryggvadóttir, f. 17.9. 1996, leik-
skólakennari í Kópavogi en maður
hennar er Ingiberg Ólafur Jónsson
iðnaðarmaður; Rut Tryggvadóttir, f.
26.1. 2000, framhaldsskólanemi í
FB, búsett í Kópavogi.
Systkini Eyrúnar eru Erla Fanný
Sigþórsdóttir, f. 13.6. 1949, launa-
fulltrúi í Vestmannaeyjum; Anna
Kristín Sigþórsdóttir, f. 30.5. 1950,
sjálfstætt starfandi, búsett í Garða-
bæ; Sigurbjörg Sigþórsdóttir, f. 6.1.
1953, ritari í Reykjavík; Sveinn Val-
þór Sigþórsson, f. 3.3. 1956, húsa-
smíðameistari í Hafnarfirði, og Ein-
ar Sigþórsson, f. 22.3. 1962, stýri-
maður í Vestmanneyjum.
Foreldrar Eyrúnar: Sigþór Sig-
urðsson, f. 8.11. 1924, d. 19.12. 2007,
skipstjóri í Vestmannaeyjum, og
Valgerður Kristín Kristjánsdóttir, f.
9.6. 1930, starfsmaður Póstsins í
Vestmannaeyjum.
Úr frændgarði Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur
Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir
Þorbjörg Sæmundsdóttir
húsfr. í Gíslakoti
Sveinn Sveinsson
b. í Gíslakoti undir Eyjafjöllum,
frá Hraungerði í Flóa
Sveinbjörg Sveinsdóttir
saumakona í Vestmannaeyjum
Sigurður Jónsson
dó ungur í Vestmannaeyjum
Sigþór Sigurðsson
skipstjóri í
Vestmannaeyjum
Sigríður Þorsteinsdóttir
húsfr. á Steig í V-Skaft.,
frá Neðri-Dal í V-Skaft.
Jón Þorsteinsson
b. á Steig í V-Skaft.
Sveinn Valþór
Sigþórsson
fyrrv. knattspyrnum.
með mfl. ÍBV og ÍBK
Fanney Sigurðardóttir
húsfr. á Selfossi (varð 101 árs)
Kolbrún Kristjánsdóttir
hestakona í Árnesi í
Gnúpverjahr.
Herdís
Einarsdóttir
hestakona í
Grafarkoti á
Vatnsnesi
Aðalheiður
Sveins Einarsd.
hestakona á
Hólmavík
Helga Kristjánsdóttir
húsfr. í Neðsta-Hvammi,
frá Hróarsstöðum í S-Þing.
Jón Þórarinsson
b. á Neðsta-Hvammi í Dýrafirði,
frá Sigluvík á Svalbarðsströnd
Anna Jónsdóttir
kjólameistari í Rvík
Kristján Valgeir Einarsson
b. í Hvammi í Dýrafirði og
verkam. í Rvík
Valgerður Kristín
Kristjánsdóttir
starfsm. Póstsins í Eyjum
Rakel Þorbergsdóttir
húsfr., frá Stað á Snæfjallaströnd
Einar Einarsson
b. í Gröf í Bitrufirði
Guðmundur Már Hafbergfæddist í Reykjavík 26.10.1956. Foreldrar hans voru
Ágúst S. Hafberg, forstjóri Land-
leiða og Ísarn, og Árnheiður Guðný
Guðmundsdóttir húsfreyja.
Ágúst var sonur Friðriks Einars-
sonar Hafberg, og Ágústu Mar-
grétar Sigurðardóttur, en Árnheiður
Guðný var dóttir Guðmundar Jó-
hannesar Guðmundssonar og Maríu
Árnadóttur.
Eiginkona Guðmundar var Magn-
ea Guðríður Sverrisdóttir og eign-
uðust þau þrjú börn, Hörpu Guð-
nýju, Hildi Ösp og Birki Má.
Guðmundur æfði og keppti í
knattspyrnu í meistaraflokki með
Fram og FH til 1980. Hann var í
Vogaskóla í Reykjavík, Mennta-
skólann við Hamrahlíð og lauk
meistaraprófi í mælingaverkfræði
frá Konunglega tækniháskólanum í
Stokkhólmi árið 1984.
Guðmundur starfaði fyrst hjá
verkfræðistofunni Fjarhitun og síð-
ar Hniti hf. og var þar einn eigenda.
Árið 1998 bauðst honum starf hjá
bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu
ESRI. Þá um haustið flutti fjöl-
skyldan til Bandaríkjanna og settist
að í bænum Redlands í útjaðri Los
Angeles. Hjá ESRI starfaði Guð-
mundur við gerð háþróaðs hugbún-
aðar fyrir kortagerð og landupplýs-
ingakerfi og leiddi mörg þróunar-
verkefni á sínu sviði. Hann flutti enn
fremur fjölda fyrirlestra og erinda
bæði hérlendis og erlendis.
Um Guðmund segir Ágúst, bróðir
hans, í minningargrein: „Hann var
vinnusamur með eindæmum og
hafði mjög gaman af vinnu sinni. Í
Bandaríkjunum starfaði hann við
þróun hugbúnaðar en var einnig oft
kallaður til ráðgjafar við viðskipta-
vini þegar flókin vandamál komu
upp. Slík verkefni hafði Guðmundur
mjög gaman af að takast á við og
sleppti því gjarnan að sofa ef hann
taldi sig vera nærri því að leysa erfið
mál.“
Guðmundur lést 4.8. 2007.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Már Hafberg
90 ára
Ása Snæbjörnsdóttir
Hulda Þórarinsdóttir
85 ára
Eggert Eggertsson
Jarþrúður Guðný Pálsdóttir
80 ára
Hjördís Emma Morthens
Kristín H. Hansen
Kristmann Gunnarsson
75 ára
Álfheiður Alfreðsdóttir
Dagvin B. Guðlaugsson
Georg Haraldur Tryggvason
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ragnheiður Björg
Guðnadóttir
Runólfur Haraldsson
70 ára
Anna Bjarney Eyjólfsdóttir
Ásdís Egilsdóttir
Einar Ásgeirsson
Gunnar Júlíusson
Helgi Þorvaldsson
Þórdís Kristjánsdóttir
60 ára
Anna Ósk Ragnarsdóttir
Dagrún Linda Garðarsdóttir
Finnbogi Jónsson
Guðný Harðardóttir
Jerzy Antoni Kaczharek
Jolanta Barbara Gorska
Jón Guðmundsson
Óli Guðjón Ólafsson
Óskar Svavarsson
Pálmi Bergmann
Almarsson
Soffía Gísladóttir
50 ára
Aðalsteinn Heiðmann
Hreinsson
Einar Þórir Skaftason
Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir
Guðrún Olga Ólafsdóttir
Konráð Kristjánsson
Oddgeir Friðrik Garðarsson
Óli Grétar Þorsteinsson
Regína Hreinsdóttir
Sigurður Einar Sigurðsson
Soffía Guðrún
Guðmundsdóttir
Steinunn Huld Atladóttir
Valdimar Bjarnason
Þórunn Þórólfsdóttir
40 ára
Ágúst Óli Hróðmarsson
Bryndís Rut Jónsdóttir
Guðni Reynir
Guðmundsson
Hallveig Ósk Fróðadóttir
Íris Ösp Hreinsdóttir
Janyarak Klaiprae
Juntima Kongprakon
Krzysztof Adam
Wisniewski
Mladen Tepavcevic
Ólafur Tryggvason
Ómar Daði Kristjánsson
Renata Gliaubiciute
Sigrún Stella Ólafsdóttir
30 ára
Dariusz Suska
Dawid Karol Golda
Freyja Eilíf Logadóttir
Inga Rut Ingadóttir
Júlíana Einarsdóttir
Kári Valsson
Marta Zielinska
Robert Kompiewski
Særún Emma
Stefánsdóttir
Trazie Lou V. G Zorou Epse
Kaba
Vildís Björk Bjarkadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Særún ólst upp á
Siglufirði, býr þar, lauk
stúdentsprófi frá VMA og
IAK-prófi í einkaþjálfun og
er nú heimavinnandi.
Maki: Sigvaldi Páll Þor-
leifsson, f. 1978, skip-
stjóri.
Synir: Þorleifur Rúnar, f.
2007, og Maron Páll, f.
2009.
Foreldrar: Stefán Einars-
son, f. 1948, og Emma
Fanney Baldvinsdóttir, f.
1954.
Særún Emma
Stefánsdóttir
40 ára Íris ólst upp í
Reykjavík, býr á Hellis-
sandi og starfar í Sjávar-
iðjunni á Rifi.
Maki: Halldór Kristins-
son, f. 1975, útgerðar-
stjóri hjá Kristni Jóni Frið-
þjófssyni.
Börn: Guðbjörg Helga, f.
1999; Ísabella Una, f.
2001, og Hreinn Ingi, f.
2004.
Foreldrar: Hreinn Vagns-
son, f. 1953, og Guðrún
Sverrisdóttir, f. 1955.
Íris Ösp
Hreinsdóttir
30 ára Freyja ólst upp í
Reykjavík, býr þar, útskrif-
aðist úr myndlist frá LHÍ
og er myndlistarkona og
starfrækir galleríið Ekki-
sens á Bergstaðastræti
25B.
Maki: Guðbjartur Þór
Sævarsson, f. 1977, stál-
smiður og verkstæðis-
stjóri við LHÍ.
Foreldrar: Helga Völund-
ardóttir, f. 1967, og Logi
Snævar Hreiðarsson, f.
1955.
Freyja Eilíf
Logadóttir
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500