Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Glæpasagnakvendin Jónína Leós-
dóttir, Lilja Sigurðardóttir, Sólveig
Pálsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir
koma saman á Bókakaffi í Gerðu-
bergi í dag klukkan 20. Þær munu
lesa úr verkum sínum og spyrja
hver aðra spjörunum úr um vinnu-
aðferðir, áhrifavalda og önnur
leyndarmál úr vopnabúri glæpa-
sagnahöfunda.
Höfundarnir fjórir taka allir þátt í
glæpasagnahátíðinni Iceland Noir,
sem haldin verður í Norræna húsinu
dagana 17.-20. nóvember næstkom-
andi en þetta er í þriðja sinn sem há-
tíðin er haldin hér á landi og á henni
koma fram um fimmtíu glæpasagna-
höfundar, innlendir sem erlendir.
Glæpasagnahöfundinn Yrsu Sig-
urðardóttur þarf vart að kynna en
hún hefur gefið út verk á borð við
Brakið, Horfðu á mig og Sér grefur
gröf svo fátt eitt sé nefnt.
Jónína Leósdóttir hefur m.a.
skrifað Konan í blokkinni, um for-
vitna ellilífeyrisþegann og áhuga-
spæjarann Eddu, kom út snemma
árs 2016 en bókin Stúlkan sem eng-
inn saknaði, önnur bókin um Eddu,
er væntanleg eftir áramót.
Lilja Sigurðardóttir hefur sent
frá sér fjórar glæpasögur, nú síðast
Netið sem er sjálfstætt framhald
Gildrunnar sem fékk góðar viðtökur
þegar hún kom út haustið 2015 en
sagan segir frá einstæðu móðurinni
Sonju, sem kemst í hann krappan
eftir að hafa leiðst út í eitur-
lyfjasmygl í viðleitni til að bæta líf
sitt og sonar síns.
Sólveig Pálsdóttir hefur líkt og
Lilja sent frá sér þrjár glæpasögur;
Leikarann, Hina réttlátu og Flekk-
laus, sem kom út á síðasta ári. Þar
flækist rannsóknarlögreglumað-
urinn Guðgeir, sem kemur fyrir í
öllum bókum Sólveigar, í rannsókn
gamals sakamáls.
Glæpakvendi
í Gerðubergi
Bókakaffi með glæpasagnahöfundum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bækur Íslenskar glæpasögur hafa
heillað landsmenn síðustu árin.
Róttæk rómantísk rök-hyggja, eins og mað-urinn sagði, milli tilfinn-inga og íbyggni, ellegar
geðshræringa og sjálfsblekkinga?
Óperan Évgení Onegin býður upp
á öll tilþrifin í nokkrum drama-
tískum lýrískum senum um ástir,
ofsabræði og afbrýðisemi í þremur
þáttum. Tchaikovsky er hvorki yf-
irborðskenndur né billegur í þessu
meistaraverki heldur sannur og
ristir djúpt sem aðstandendur upp-
færslunnar miðluðu í heild skínandi
vel á fyrsta vetrardegi.
Aðalhetja verksins er lífsleiður
aðalsmaður, Onegin, „hinn óþarfi
maður“ er varð seinna að erkitýpu
innan rússneskra raunsæis-
bókmennta. Flestallt sem hann tók
sér fyrir hendur varð honum sjálf-
um og öðrum til bölvunar. Hann
leit undan ástarbríma Tatjönu en
daðraði þess í stað við unnustu
besta vinar síns út úr einskærum
leiðindum og drepur hann að lokum
á hólmstefnu. Þá dregur verkið upp
ólík lög samfélagsins, aðal og
sveitafólk, jafnvel verkafólk, kaup
og kjör, en leikstjórinn sá ástæðu
til að fastsetja knappan tímaramma
eða tvö ár skömmu fyrir rússnesku
byltinguna árin 1915 til 1917. Það
virkar þó léttvægt er horft er til
baka því sagan milli söguhetjanna
er afarsterk.
Styrkur uppfærslunnar liggur
fyrst og síðast í vel heppnaðri hlut-
verkaskipan og traustri karakt-
ersköpun einsöngvara, hvort heldur
í virtuósaaríum, tvísöng eða kvart-
ett strax í fyrsta þætti. Kórinn
mætti einnig vel brattur á svið í
sinni fyrstu fjöldasenu, sveitadans-
inum. Einbeitni og ásetningur að-
standanda var raunar svo sterkur
fyrir hlé að heldur hallaði undan í
lokaþáttinn. Þá mátti skynja að
lögð var sérstök natni við kórinn
og rússneskan framburðinn, sem
naut leiðsagnar Magnúsar Ragn-
arssonar sem hefur ósjaldan búið
kóra undir aflraunir á sviði. Kórinn
syngur auk þess tvívegis baksviðs.
Óperuhljómsveitin lék af festu og
skýrleika undir stjórn Benjamin
Levy en var þó full vélgeng í
lengdina. Það vantaði upp á eft-
irgjöf og flæði þegar mest gekk á í
baráttu og ágjöf uppi á sviði.
Hljómsveitin varð í raun aldrei
verulega ógnandi þrátt fyrir dauða
og dramatík. Samleikur hljóm-
sveitar og Þóru var aftur á móti í
senn falslaus og gróinn, í raun
samvaxinn í ástarbréfasenunni,
þessari einstöku maraþon-aríu,
frosnum tíma tóna og hendinga.
Setningar runnu táknrænt yfir í
bakgrunni en flaumur orða sem við
heyrðum í raun undir væng, lík-
amnaðist í bjartri rödd Þóru Ein-
arsdóttur í öðrum hápunti kvölds-
ins af svo miklum ákafa og ástríðu
að Tatjana blotnaði. Eða hvað ann-
að átti vatnsskvettan að merkja?
Þóra vann leiksigur í hlutverki Tat-
jönu og má án efa telja stærstu óp-
erudívuna íslensku nú um stundir.
Sannast sagna ætti Þóra skilið
stærri og aflmeiri vettvang en Ís-
land.
Annar hápunktur sýningarinnar
var stórleikur- og söngur Elmars
Gilbertssonar í kveðjuaríu Lenskís
fyrir hólmgöngu. Söngur Elmars
var í senn bjartur en hádramatísk-
ur líkt og aðstæður kröfðust. Elm-
ar bætir sig stöðugt og mun án efa
slá um sig í stærri óperuhúsum.
Hjá Pushkín er Onegin meira
umtalaður en maður eigin orða. Í
meðförum Tchaikovsky er hann
gerður fátæklegur. Hann tekur orð
Tatjönu úr fyrsta þætti og vefur í
eigin aríur. Tchaikovsky stingur
upp í hann mótífum og laglínum
annarstaðar úr óperunni; Onegin
líkir eftir og stælir enda á Tchai-
kovsky að hafa orðið þreyttur á
þessum karakter. Rússneski barí-
tóninn Andrey Zhilikohvsky gæddi
þennan innantóma náunga tilfinn-
ingu við hæfi sem er líklega önnur
helsta áskoruninn í verkinu, að
gæði líf fyllingu sem annars er
snautt, jafnvel autt.
Alina Dubik söng af valdsmanns-
brag og öryggi hlutverk Filippj-
evnu. Sama má segja um Natahal-
íu Druzin Halldórsdóttur í
hlutverki Olgu og Hönnu Dóru
Sturludóttur í hlutverki Larínu.
Ánægjulegt var að upplifa fær-
eyska stórsöngvarann Runi Bratta-
berg í hlutverki Gremín fursta sem
er töluvert innhverfari karakter og
af annarri sálgerð en Lenskí og
Onegin.
Þegar á leið glitti í aumari bletti
uppfærslunnar, sér í lagi í fjölda-
senunum. Kórinn stóð helst til
stirður og einhæfur á sviði sem ef
til vill markaði andstæðu við átök
og slagkraft söguhetjanna. Þá
bætti einhæf leikmyndin og nakið
rýmið við umkomuleysi kórsins
þegar verst lét. Í raun var boðið
upp á tvær útfærslur af silki-
leiktjöldum sem dregur fram á
stundum tilkomumikla umgjörð
sýningarinnar, fyrir og eftir hlé.
Upphafssviðsmyndin – sælugarður
sveitasetursins – varð aldrei afger-
andi þrátt fyrir gnægð blóma með-
fram veggjum og brúnum. Ólík
rými eða víddir tveggja sögusviða
fyrsta þáttar, úr sælugarði í svefn-
herbergi – sjálfan vettvang ást-
arbréfaskrifa Tatjönu – hefðu þurft
meiri festu og form. Mun betur
tókst til með sárkaldan vettvang í
einvígisatriði annars þáttar þar
sem Lenskí féll fyrir Onegin vini
sínum úti í skógi. Þó hélt fátækleg
gípan milli gryfju og hljómskjaldar
óhóflegu glímutaki á uppfærslunni
út kvöldstundina því lýsingin ein
og sér sveipar vart stað og stund.
Þá telst nú vart byltingarkennd að-
ferð (lengur) að draga upp leik-
myndir með myndvarpa á leiktjöld.
Uppfærsla Íslensku óperunnar á
ógæfu Onegins er í heild hin besta
skemmtun og framganga einsöngv-
ara ein og sér réttlætir húsfylli
næstu sýningar og aukasýningar.
Ágjöf í ástum …
Morgunblaðið/RAX
Söngurinn Samleikur hljómsveitar og Þóru var aftur á móti í senn falslaus og gróinn, í raun samvaxinn í ástar-
bréfasenunni, þessari einstöku maraþon-aríu, frosnum tíma tóna og hendinga.
Íslenska óperan í Eldborg
Évgení Onegin bbbbn
Tchaikovsky: Évgení Onegin. Texti: K.
Shílovskí eftir skáldsögu í ljóðum eftir
A. Púshkín. Þóra Einarsdóttir (Tatjana),
Andrey Zhilikhovsky (Onegin), Elmar
Gilbertsson (Lenskí), Nathalía Druzin
Halldórsdóttir (Olga), Rúni Brattaberg
(Gremín fursti), Hanna Dóra Sturludótt-
ir (Larína), Alina Dubik (Filippjevna),
Hlöðver Sigurðsson (Monsieur Triquet),
Leikstjóri: Anthony Pilavachi.
Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar
undir stjórn Benjamin Levy. Laugardag-
inn 22. október kl. 20.
INGVAR JÓN BATES
GÍSLASON
TÓNLIST