Morgunblaðið - 26.10.2016, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Níundu alþjóðlegu kvikmyndahátíð
Northern Wave lauk um helgina í
Snæfellsbæ. Með stuðningi fyr-
irtækja á svæðinu setti hátíðin í
samstarfi við Frystiklefann upp há-
gæða kvikmyndahús sem verður
áfram í Frystiklefanum og verður
nýtt fyrir kvikmynda- og leikhús-
sýningar í framtíðinni. Samstarf há-
tíðarinnar og Frystiklefans mun
halda áfram á næsta ári þegar hátíð-
in verður haldin í tíunda sinn.
Auk stuttmyndamaraþons og tón-
listarmyndbanda var einnig fisk-
réttakeppni, tónleikar og sérstök
dagskrá fyrir börn. Talið er að hátíð-
argestir hafi verið á bilinu 150 til 200
manns þegar mest var, en um 30
manna hópur kom frá útlöndum til
að vera viðstaddir hátíðina og fylgja
sínum myndum eftir.
Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu
Kristínu Magnúsdóttur var valin
besta íslenska stuttmynd hátíðar-
innar en einnig voru veitt verðlaun
fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina;
þau hlaut myndin „Las vacas de
Wisconsin“ eftir Söru Traba.
Myndband Loga Hilmarssonar
við lagið Playdough VR 360° fyrir
Cryptochrome var valið besta tón-
listarmyndbandið.
Verðlaunahafar í fiskréttakeppn-
inni voru þau Sigurborg Björns-
dóttir, sem hafnaði í þriðja sæti og
vann 5 kg af saltfiski frá K G fisk-
verkun, Ester Gunnarsdóttir, sem
lenti í öðru sæti og vann gjafabréf
fyrir tvo á Fisk- eða Grillmark-
aðnum, og Viðar Gylfason, sem varð
í fyrsta sæti með þorsk í raspi með
piparostasósu og vann dekurgjafa-
bréf á Hótel Búðir. Hrefna Rósa
Sætran dæmdi.
Dögg Mósesdóttir, stofnandi og
stjórnandi Northern Wave, heldur
nú til Tékklands, þar sem hún mun
kynna hátíðina og sitja í pallborði á
alþjóðlegri heimildarmyndahátíð í
borginni Jihlava.
Fiskur og bíó Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave var haldin um
síðustu helgi og var keppt um bestu myndirnar og besta fiskréttinn.
Kvikmyndir og
fiskréttir kepptu
Sigurvegarar úr Northern Wave
Í ár verður Nonference haldið í
annað sinn á Iceland Airwaves-
hátíðinni. Boðið verður upp á um-
ræður, fyrirlestra, tengslamynd-
unarviðburði og aðrar uppákomur í
Hörpu 3. – 5. nóvember.
Ráðstefnan hefst með umræðu
um rapp og hip hop en rætt verður
um íslenskt rapp og alþjóðamark-
aðinn. Þáttakendur í umræðunni
verða m.a. þau Salka Valsdóttir í
Reykjavíkurdætrum, Frankie Dunn
í i-D, Robert Meijerink Eurosonic í
Noorderslag og Gaukur Grétuson.
Kynningarmál verða einnig rædd
á ráðstefnunni en vegna smæðar
markaðarins á Íslandi er ekki mikið
um fyrirtæki sem starfa í tónlist á
alþjóðavettvangi þrátt fyrir að
margir íslenskir tónlistarmenn leiti
út fyrir landsteinana á hinn al-
þjóðlega markað. Þeir David
Fricke frá Rolling Stone, Alex-
andra Bondi de Antoni frá i-D Ger-
many, Karl Smith frá The Quietus,
Rev. Moose frá Marauder PR verða
í pallborði klukkan tvö fimmtu-
daginn 3. nóvember og ræða kynn-
ingarmál en það einkennir íslenska
tónlistarmarkaðinn hvað tónlist-
armenn sjá mikið um sín eigin
kynningarmál sjálfir.
Tónlistarborgir
Rætt verður um tekjumódel tón-
listarmanna á föstudeginum og far-
ið yfir sölu á tónlist í hvers konar
myndefni svo sem í auglýsingar,
tölvuleiki, kvikmyndir og annað. Þá
verður sérstök umræða um tónlist-
arborgir þar sem skoðað verður
hvernig borgir og borgarskipulag
styður við tónlist á ýmsum stöðum
úti í heimi og hér heima.
Formaður borgarráðs, Björn
Blöndal, mun stjórna þeirri um-
ræðu en Reykjavíkurborg hefur
byggt upp ímynd tónlistar og
menningar í fjölda ára. Leitast
verður við að svara því hvað gerir
borg að tónlistarborg og hvernig
má styrkja og styðja við tónlist-
argeirann á ýmsan hátt til að efla
borgir sem tónlistarborgir.
Þeir sem taka þátt í umræðunni
verða m.a. menningarstjóri Berl-
ínarborgar, Tim Renner, og Kate
Becker frá skrifstofu tónlistar og
kvikmynda í Seattle borg. Þeim til
halds og trausts verða svo þau
Bengi Unsal frá Southbank Centre
– London og Scott Fetters frá 2112
Chicago.
Morgunblaðið/Ómar
Borg Reykjavík sem tónlistarborg
og hvað má bæta og gera betur.
Nonference
haldið í Hörpu
Rætt um framtíð tónlistarlífs
Hin fráskilda Rachel Watson tekur lestina á
hverjum degi til New York og fer framhjá gamla
húsinu sínu á leiðinni. Húsinu sem hún bjó í
með eiginmanni sínum, sem býr þar enn, með
nýrri eiginkonu og barni.
Metacritic 47/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
The Girl on the Train 16
Grimmd 12
Íslensk spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar
stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar
finnast látnar í Heið-
mörk og rannsókn í leit
að sökudólgum fléttast
saman nokkrar sögur.
IMDb 5,8/10
Smárabíó 17.20,
20.00, 22.20
Háskólabíó 18.00,
21.00
Borgarbíó Akureyri
20.00, 22.20
Jack Reacher: Never
Go Back 12
Jack Reacher þarf að fletta
ofan af stóru samsæri til
þess að sanna sakleysi sitt
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.00
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
Eiðurinn 12
Þegar Finnur hjartaskurð-
læknir áttar sig á að dóttir
hans er komin í neyslu koma
fram brestir í einkalífinu.
Morgunblaðið bbbbb
IMDb 7,7/10
Smárabíó 20.00, 22.50
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 22.30
Inferno 12
Robert Langdon rankar við
sér á ítölskum spítala og
þarf skyndilega að leysa gát-
ur.
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 19.30, 19.50,
22.15, 22.30
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Bridget Jones’s
Baby 12
Bridget Jones siglir inn í
fimmtugsaldurinn .
Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Kringlunni 17.20,
20.00, 22.30
Borgarbíó Akureyri 17.40
Deepwater
Horizon 12
Myndin fjallar um atburðina
árið 2010 á olíuborballi BP
olíufyrirtækisins á Mexíkó-
flóa.
Metacritic 65/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Akureyri 22.30
Sully 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.10
Middle School Metacritic 51/100
IMDb 5,8/100
Smárabíó 15.30
War dogs 16
Metacritic 57/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Mechanic:
Resurrection 16
Metacritic 38/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Can’t Walk Away
Sambíóin Egilshöll 18.00
Don Giovanni
Sambíóin Kringlunni 18.00
Heimili fröken
Peregrine fyrir
sérkennileg börn 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,2/10
Smárabíó 17.20, 20.10
Háskólabíó 18.00
Bíó Paradís 20.00
Don’t Breathe 16
Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Smárabíó 21.10
Suicide Squad 12
Metacritic 40/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
The Magnificent
Seven 12
Metacritic 54/100
IMDb 7,2/10
Smárabíó 22.30
Storkar
Metacritic 55/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
Sambíóin Egilshöll 18.00
Sambíóin Kringlunni 18.00
Sambíóin Akureyri 18.00
Tröll
Metacritic 45/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 15.30, 17.40,
17.45
Háskólabíó 18.10, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.40
Neon Demon
Þegar upprennandi fyrir-
sætan Jesse flytur til Los
Angeles verður hópur
kvenna með fegurðar-
þráhyggju á vegi hennar.
Metacritic 51/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 22.30
Ransacked
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 20.00
Captain Fantastic
Metacritic 72/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 20.00, 22.30
Embrace of The
Serpent
Töfralæknirinn Karamakate
er sá eini sem lifði af í Ama-
zon af sínu fólki vinnur með
tveimur vísindamönnum yfir
40 ára tímabil í leit að hinni
heilögu plöntu.
Bíó Paradís 17.30,
Innsæi
Bíó Paradís 18.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio