Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 40
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. „Þetta gera bara sálarlausir menn“
2. Fjórir fluttir á Landspítalann
3. Viðbúnaður vegna rútuslyss
4. Í 10. bekk með 200 kíló
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Nokkur nýleg verk eftir
Örn Alexander Ámundason verður
opnuð í D-sal Hafnarhúss á morgun
klukkan 17. Á sýningunni dregur Örn
nokkur nýleg verk fram í dagsljósið.
Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Örn Alexander opnar
sýningu í Hafnarhúsi
Tónlistarhópur-
inn Nordic Affect
flytur í Mengi í
kvöld verk eftir
Önnu Þorvalds-
dóttur, Kristínu
Þóru Haralds-
dóttur, enska tón-
skáldið Leo Chad-
burn og samlanda
hans, hljóðlistamanninn Jez Riley
French, sem semur verkið sér-
staklega með rými Mengis í huga.
Sérstaklega samið
fyrir flutning í Mengi
Hljómsveitirnar Zhrine og VAR
halda tónleika í Gym & Tonic á Kex
Hostel í kvöld. Zhrine samdi nýverið
við hina virtu hljóm-
plötuútgáfu Season of
Mist sem gaf út nýjustu
breiðskífu hennar
Unortheta. Season of
Mist hefur rennt
hýru auga til ís-
lensku þungarokks-
senunnar, sem hef-
ur verið í miklum
blóma undanfarið.
Zhrine og VAR spila
á Kex í kvöld
Á fimmtudag Vestlæg átt, allhvöss um tíma sunnantil. Skúrir eða
él í flestum landshlutum en úrkomulítið á Suðausturlandi. Hiti 0 til 6
stig, mildast um landið sunnanvert.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í vestan 13-20 m/s með suðurströnd-
inni með morgninum með skúrum eða slydduéljum. Hægari norðan-
til og lengst af þurrt um landið austanvert í dag. Hiti 2 til 8 stig en
kólnar nokkuð í kvöld.
VEÐUR
„Eftir að hafa rætt við
Stjörnumenn leist mér
mjög vel á það sem þeir
höfðu fram að færa. Ég
finn fyrir miklum metnaði
hjá Stjörnunni,“ sagði
markvörðurinn Haraldur
Björnsson við Morgun-
blaðið í gær, en hann hefur
ákveðið að snúa heim úr
atvinnumennskunni og hef-
ur gert þriggja ára samn-
ing við Stjörnuna úr Garða-
bæ. »1
Haraldur samdi
við Stjörnumenn
„Hann er ótrúlega rólegur í öllum
þeim aðstæðum sem hann lendir í og
finnur sjálfur hvenær hann þarf að
taka af skarið. Það hefur Pét-
ur gert upp alla yngri
flokka, það er ekki nýtt
hlutverk fyrir hann. Nýja
hlutverkið hans er frekar
að dreifa boltanum en
hann stendur sig mjög vel
í því,“ sagði Helgi
Freyr Margeirsson
meðal annars í sam-
tali við Morgun-
blaðið í dag um sam-
herja sinn, Pétur
Rúnar Birgisson, sem
Morgunblaðið tekur
til umfjöllunar að 3.
umferð lokinni í
Dominos-
deildinni. »2
Ekki nýtt hlutverk hjá
Pétri að leiða liðið
„Ég er mjög ánægð með sjálfa mig.
Ég lagði þetta tímabil upp þannig að
það yrði vonandi besta tímabil mitt
og er að vinna í mörgum hlutum til að
koma því í kring,“ segir Guðrún Ósk
Maríasdóttir, landsliðsmarkvörður í
handbolta, sem er með Fram á toppi
Olísdeildarinnar. Hún hefur meðal
annars tekið til sín skilaboð frá nýj-
um landsliðsþjálfara. »3
Ákveðin í að þetta
tímabil verði mitt besta
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íbúar í Grindavík ætla um helgina
að synda maraþonsund í tvo sólar-
hringa til styrktar Jóhannesi Gísla-
syni, sem er með mjög sjaldgæfan
hrörnunarsjúkdóm. „Þetta er okkar
leið til þess að sýna samstöðu og um-
hyggju,“ segir Magnús Már Jakobs-
son, þjálfari hjá sunddeild Ung-
mennafélags Grindavíkur.
Jóhannes er 16 ára. Fyrir átta
árum dapraðist sjón hans mikið á
skömmum tíma og í ljós kom að
hann var með orkukornasjúkdóm
(e. Mitochondrial disease). Til eru
um 40-50 mismunandi þekkt af-
brigði sjúkdómsins og er Jóhannes
með afbrigði sem hefur ekki enn
tekist að greina annars staðar í
heiminum, svo vitað sé. Hann er
mjög þrekskertur og er með innan
við 10% sjón við allra bestu skil-
yrði. Hann fékk flogaveiki fyrir
nokkrum árum og síðan alvarlega
hjartabilun fyrir tveimur árum, en
áður en sjúkdómurinn uppgötv-
aðist var hann hress og kátur lítill
strákur.
Mikill samhugur
„Bæjarbúar þekkja Jóhannes af
góðu einu, hann er mikill húmoristi
og hvers manns hugljúfi,“ segir
Magnús Már. „Sund er til dæmis al-
mennt ekki í uppáhaldi hjá fótbolta-
strákum en okkar fótboltastrákar
eru tilbúnir að synda fyrir Jó-
hannes.“
Þetta er í fjórða sinn sem félagar í
sunddeild Grindavíkur synda
styrktarsund. Í deildinni eru krakk-
ar frá 5-18 ára, en Magnús Már seg-
ir að iðkendum í öðrum greinum hjá
Ungmennafélagi Grindavíkur hafi
verið boðið að taka þátt í sundinu og
hafi allir tekið því vel. „Það eru allir
tilbúnir að synda fyrir Jóhannes,
jafnt innan félags sem utan.“
Sundið hefst klukkan 14 á föstu-
dag og stendur til klukkan 14 á
sunnudag. Magnús Már segir að í
sunddeildinni sé lögð áhersla á
mikilvægi þess að leggja sitt af
mörkum í samfélaginu. „Við reynum
að byggja upp samkennd, að fólk
finni til með öðrum og hjálpi þeim
sem eru hjálpar þurfi,“ segir hann.
Um áheitasund er að ræða og taka
framlög einstaklinga og fyrirtækja
mið af syntri vegalengd. „Allar ferð-
ir eru samviskusamlega skráðar og
styrkjendur greiða miðað við kíló-
metrafjölda,“ segir Magnús Már. Til
nánari útskýringar segir hann að nái
sundfólkið að synda 800 km, eða frá
Grindavík til Egilsstaða, kosti það
ákveðna upphæð, önnur upphæð sé
fyrir sund til Ísafjarðar, Bolungar-
víkur, Akureyrar eða Kirkjubæjar-
klausturs, svo dæmi séu tekin. „Ef
við náum að synda til Víkur í Mýrdal
en ekki til Klausturs verður að sjálf-
sögðu miðað við vegalengdina til
Víkur,“ segir hann.
Samstaða og umhyggja
Grindvíkingar synda tvo sólarhringa til styrktar langveikum 16 ára pilti
Ljósmynd/Snorri Viðar
Sundfélagar Fjölskylda Jóhannesar fremst t.v.: Halldóra Rún, Gísli Jóhann Sigurðsson, Ásdís Hildur, Klara Sigrún Halldórsdóttir og Jóhannes Hilmar.