Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 22
Vikublað 10.–12. mars 20156 Hönnun - Kynningarblað
Öskjur og kassar fyrir skart-
gripi og hönnunarvörur
S
pírall prentþjónusta ehf.
býður upp á öskjur og kassa
fyrir skartgripi og aðrar
hönnunarvörur í fjölda
stærða. „Hægt er að fá upp-
hleypingar á öskjurnar og einnig gyll-
ingu ef að viðskiptavinir óska þess,“
segir Þórarinn Böðvarsson, annar
eigenda Spírals. Öskjurnar má fá í
fjölmörgum stærðum, í bylgjupappa
og kartoni og ýmist í brúnum eða
hvítum lit. Einnig eru nokkrar stærðir
í boði í öðrum litum.
„Við bjóðum upp á að að setja
glugga á öskjurnar sem við framleið-
um, en þannig sést varan betur,“ seg-
ir Þórarinn.
Meðal iðnhönnuða og skart-
gripasmiða njóta koddarnir mik-
illa vinsælda, en nafnið draga um-
búðirnar af koddalaga útliti sínu.
Koddarnir eru vel fallnir til að varð-
veita hönnun af margvíslegu tagi, en
þeir eru gjarnan notaðir undir há-
gæða tískufatnað, svo sem hanska,
trefla, höfuðföt og jafnvel stærri
flíkur. Þórarinn segir matta
kodda og glansandi kodda
með litríkri áferð eiga jafnt
upp á pallborðið hjá við-
skiptavinum Spírals.
Fyrirtækið var stofnað
árið 2001 og hefur verið í
Hafnarfirði síðan 2007, eigend-
ur þess eru Guðjón Guðjónsson og
Þórarinn Böðvarsson. Fyrirtækið á
góðan hóp af viðskiptavinum víðs
vegar um landið sem þeir sinna með
póstsendingum eða senda til með
vöruflutningafyrirtækjum.
Spírall veitir jafnframt
fjölþætta þjónustu í eftir-
vinnslu prentgripa, svo
sem flokkun, röðun og
gormun bóka, dagatala og
kynningarefnis.
Spírall prentþjónusta ehf.
er að Stakkahrauni 1 í Hafnar-
firði, opið er virka daga frá kl. 8–17.
Sími Spírals er 553-8383 og netfangið
er spirall@spirall.is n
G
ullsmiðja Óla hefur í yfir tutt-
ugu ár framleitt eigin línu af
skartgripum sem henta vel
til gjafa við öll tækifæri, allt
frá skírnargjöfum, fermingar-
gjöfum, brúðkaupsgjöfum og allt þar
á milli, eða ef fólk vill kaupa fallegt og
eigulegt skart til eigin nota, klassískt
skart sem hefur notagildi til fjölda ára.
Gullsmiðja Óla var stofnuð á
kvennadaginn 19. júní 1993 og var
í upphafi í Hamraborg og eftir við-
komu í miðbænum og í Smáralind
var verslunin flutt aftur í Hamraborg
árið 2013, tæpum 20 árum eftir stofn-
un hennar. Eigendur eru Óli Jóhann
Daníelsson, gullsmiður og gullsmíða-
meistari, og eiginkona hans, Eygló Sif
Steindórsdóttir.
„Við höfum unnið saman alveg
frá því að við kynntumst 20. nóvem-
ber 1982,“ segir Óli, en þau kynntust á
dansgólfinu á Broadway.
Auk skartgripanna hefur Gull-
smiðja Óla einnig til sölu mynd-
ir sem Eygló Sif málar, en um er að
ræða hönnun beint frá býli í
bókstaflegri merkingu segir
Óli. Myndirnar, sem vak-
ið hafa mikla athygli, mál-
ar Eygló á eggjaskurn frá
landnámshænum í eigu
hjónanna. Eggjaskurnin er
mulin niður, fest á striga og
svo máluð. Þegar skurnin hef-
ur drukkið litinn í sig er svo lakkað
yfir. „Þær eru mjög sérstakar og flott-
ar,“ segir Óli. Eygló býr einnig litina
til sjálf, en þeir fást ekki hér á landi
og var hún í nokkra mánuði að prófa
sig áfram með litagerðina. Á Menn-
ingarnótt árið 2013 voru fyrstu mynd-
irnar seldar hvort tveggja Íslendingum
og útlendingum, en þá var Gullsmiðja
Óla staðsett í Veltusundi.
Ómetanleg afmælisgjöf
Þegar Eygló átti afmæli í fyrra sagði
hún við eiginmann sinn að hún vildi
ekki dýra gjöf í afmælisgjöf, Óli lof-
aði því, en ákvað að gefa henni sér-
staka gjöf og keypti munnblás-
ið kampavínsglas. „Á glasið gróf ég
11.688 hjörtu, sem eru dagarnir frá
því við kynntumst, frá 20. nóv-
ember 1982 til 20. nóvem-
ber 2014. Hvert hjarta er
innan við fermillimetri á
stærð og verkið tók mig
um 50 klukkustundir,“
segir Óli og brosir. Hann
segir að þegar hann var að
grafa í glasið hafi minningar
frá yfir 30 ára ferðalagi þeirra
hjóna saman rifjast upp og segir hann
að þetta hafi verið eins og að fletta
gömlu myndaalbúmi og ótalmargar
góðar og skemmtilegar minningar
rifjast upp. „Tímamót sem standa upp
úr eru táknuð með stærra hjarta og
gyllingu, eins og brúðkaups-
dagurinn okkar, fæðingar-
dagar barna og barnabarna
og silfurbrúðkaupsdagurinn
okkar,“ segir Óli að lokum.
Gullsmiðja Óla áletrar á
alls konar glös, t.d. brúðar-
glös, bjórglös, glerkönnur.
Einnig er fyrirtækið sérhæft í
viðgerðum á skartgripum.
Gullsmiðja Óla er að
Hamraborg 5 í Kópavogi,
verslunin er opin virka daga
frá kl. 10–18 og laugardaga
frá kl. 10–14. Sími Gullsmiðju
Óla er 564-3248. n
Gullsmiðja Óla er á
Facebook
Á síðu Glósa myndlist á
Facebook má sjá myndir Eyglóar.
Gullsmiðja Óla hefur í yfir tuttugu
ár framleitt eigin skartgripalínu
Spírall prentþjónusta ehf.
Við vinnu sína Þórarinn Böðvarsson.
Myndir Sigtryggur Ari
Öskjur Hér má sjá
nokkur sýnishorn.
Öskjur til ýmissa nota Hægt er að fá þær í ýmsum stærðum.
Koddarnir Njóta mikilla vinsælda.
Kassar Nokkur sýnishorn í svartri útgáfu.
Á vinnustofunni Óli gullsmíðameistari að störfum. Myndir Sigtryggur Ari
Einstök gjöf til eiginkonunnar
Á glasið gróf Óli 11.688 hjörtu, sem er fjöldi
daganna frá því þau kynntust.
Fallegur hringur Nýtt skart frá Óla
Hálsmen Skart frá Óla
Mynd eftir Eygló Málað á eggjaskurn
List Eyglóar Landnámshæna
máluð á eggjaskurn