Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 10.–12. mars 201518 Neytendur
Barneignir aðeins fyrir þá efnameiri
n Óraunhæft að lág- og meðaltekjufólk lifi á fæðingarorlofsgreiðslum miðað við neysluviðmið n Hægt að skrimta á hámarksgreiðslum ef foreldrar taka ekki fæðingarorlof samtímis
Þ
að getur reynst allt að því
ómögulegt fyrir lág- og
meðaltekjufólk að lifa á
fæðingarorlofsgreiðslum á
Íslandi í dag. Útreikningar
DV sýna að pari á höfuðborgarsvæð-
inu getur vantað ríflega 162 þús-
und krónur upp á að ná dæmigerðu
neysluviðmiði velferðarráðuneytis-
ins á mánuði ef reiknað er með að
það leigi litla íbúð. Nýbakaðir for-
eldrar þurfa tekjur vel yfir meðal-
lagi til að koma út á sléttu gagnvart
neysluviðmiði að meðtöldum hús-
næðiskostnaði. Nær ómögulegt er
fyrir foreldra að taka fæðingarorlof
saman og ná þessu framfærsluvið-
miði. Svo virðist sem barneignir séu
aðeins fyrir hina efnameiri í íslensku
samfélagi meðan aðrir eiga á hættu
að stefna sér í fjárhagslega glötun við
það eitt að stofna fjölskyldu.
Aðstæður fólks sem á von á barni
eða hyggur á barneignir geta verið
eins mismunandi og þær eru margar.
Foreldrar geta verið einstæðir, báðir
í fullu námi, báðir í fullri vinnu með
mismunandi tekjur eða annar aðili í
námi og hinn í fullri vinnu og allt þar
á milli. Því ber að hafa í huga að út-
tektin er af þessum augljósu ástæð-
um ekki tæmandi en gefur hins
vegar ágætis mynd af því hversu erfið
tekjuskerðing í kjölfar barneigna get-
ur reynst ákveðnum hópum. Eins og
fjallað var um hér á neytendasíðu DV
á föstudag er það ekki aðeins tekju-
skerðing sem bíður tilvonandi for-
eldra við það að eignast barn held-
ur getur kostnaður við meðgöngu
og undirbúning fyrir komu barns-
ins auðveldlega numið hátt í 640
þúsund krónum. Í blaðinu á föstu-
dag verðlagði DV meðgönguna á að
minnsta kosti 140 þúsund krónur, en
fyrri útreikningar blaðsins á kostn-
aðinum við að eignast barnið námu
um 500 þúsundum. Þessar tölur ber
því að hafa í huga þar sem þær geta
haft áhrif á hvort og þá hversu mik-
inn sparnað fólk á áður en það tekur
sér fæðingarorlof.
Þetta þarftu að þéna
En við hvað ber að miða? Einu opin-
beru upplýsingarnar höfum við í
neysluviðmiðum velferðarráðuneyt-
isins en á vef þess má finna reiknivél
þar sem hægt að slá inn mismunandi
fjölskyldugerðir og fá út bæði dæmi-
gert og grunnneysluviðmið. Þetta
ætti að segja okkur hversu mikið fólk
þarf að þéna til að lifa sómasamlegu
lífi á Íslandi í dag.
Við tökum dæmi um par á höfuð-
borgarsvæðinu sem er með eitt barn
sem við gefum okkur að sé nýfætt og
því ekki í leikskóla eða hjá dagfor-
eldri. Fyrir þau er dæmigert neyslu-
viðmið ráðuneytisins 411.946 krón-
ur á mánuði án húsnæðiskostnaðar.
Inni í neysluviðmiðinu eru útgjöld
vegna neysluvöru, þjónustu, tóm-
stunda og samgangna.
Þetta þéna þau
Í fyrsta dæminu gefum við okkur að
faðirinn sé í fullu starfi en móðirin
í fullu námi. Hún getur aðeins tek-
ið sex mánuði á fæðingarstyrk sem
ekki er hægt að dreifa yfir lengri tíma
en hann á rétt á þremur mánuðum
í fæðingarorlofi. Faðirinn er með
400 þúsund krónur í heildarlaun á
mánuði. Samkvæmt reiknivél á vef
Fæðingarorlofssjóð fær hann 320
þúsund krónur á mánuði, fyrir frá-
drátt. Eftir frádrátt á borð við skatt,
lífeyrissjóðsgreiðslur og stéttarfé-
lagsgjöld á hann eftir 240.316 krón-
ur á mánuði.
Móðirin er í fullu námi við Há-
skóla Íslands og fær mánaðarlegan
fæðingarstyrk upp á 139.591 krónu
fyrir frádrátt í sex mánuði. Að frá-
dregnum skatti og teknu tilliti til
persónuafsláttar hefur hún 138.426
krónur á milli handanna í hverjum
mánuði.
Þá þrjá mánuði sem þau eru
saman heima með barnið í fæðingar-
orlofi hafa þau því heildartekjur upp
á 459.591 krónu en ráðstöfunartekj-
ur upp á 378.742 krónur.
Þetta þýðir að þau eru strax
33.204 krónum undir hinu dæmi-
gerða neysluviðmiði velferðarráðu-
neytisins fyrir þeirra fjölskyldugerð.
En, og þetta er stórt en, þá á eftir að
greiða húsaleigu. Kíkjum á það.
Þurfa þak yfir höfuðið
Parið leigir 65 fermetra, tveggja her-
bergja íbúð í austurbæ Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum um með-
alleiguverð á hvern fermetra í leig-
ugagnagrunni Þjóðskrár kostar fer-
metrinn á tveggja herbergja íbúð,
sem staðsett er á milli Kringlumýrar-
brautar og Reykjanesbrautar, 1.993
krónur. Þau greiða því 129.675 krón-
ur á mánuði í leigu. Þeir sem þekkja
til á leigumarkaði í Reykjavík eru þó
fljótir að sjá að það væri býsna vel
sloppið að leigja íbúð í Reykjavík
fyrir þessa upphæð í dag. Þessi við-
miðunarupphæð er því hófstillt.
Þegar við leggjum leigukostnað-
inn við þau mánaðarlegu útgjöld
sem kveðið er á um í neysluviðmið-
inu má því sjá að áætluð heildarút-
gjöld parsins eru alls 541.621 króna á
mánuði á móti tekjum upp á 378.742
krónur. Eftir standa hinir nýbökuðu
foreldrar því í 162.879 króna mín-
us í hverjum mánuði, þann mánuð
eða mánuði, sem þau eru saman í
því fæðingarorlofi sem þau eiga rétt
á. Nánari útlistun á stöðu þeirra má
sjá í töflu 1 a).
Fjárhagsstaða þeirra eru litlu
skárri þegar maðurinn er ekki í
fæðingarorlofi og úti á vinnumark-
aðinum meðan móðirin er heima
með nýfætt barn þeirra. Með full-
um launum hans og fæðingarstyrk
hennar eru þau enn 113.351 krónu
undir neysluviðmiðinu að með-
talinni húsaleigu. Þau sökkva lengra
undir neysluviðmiðið ef við gefum
okkur að móðirin fari aftur á fram-
færslu frá LÍN að að sex mánuð-
um loknum meðan faðirinn tek-
ur þriggja mánaða fæðingarorlof.
Nánari útlistun um mögulega stöðu
þeirra miðað við þessar forsendur
má sjá í töflu 1 b).
Pör þurfa helst að dekka níu
mánuði
En eins og kemur fram í dæmi 1 b)
þá er það oftast þannig að pör reyna
að dekka fyrstu níu mánuði í ævi ný-
fædds barns með fæðingarorlofi.
Ástæðan er oftast sú að til að njóta
niðurgreiðslu vegna daggæslu er
miðað við níu mánaða aldur barns
hjóna eða sambúðarfólks. Ef foreldri
er einstætt eða í námi geta niður-
greiðslur hafist við 6 mánaða aldur
barns.
Foreldrar geta því skipt með sér
orlofinu til dæmis þannig að annað
taki sex og hitt þrjá mánuði í kjölfar-
ið. Það þýðir hins vegar að þau geta
aldrei verið saman í fæðingaror-
lofi með hinu nýfædda barni nema
launalaust. Það þykir mörgum afleit
tilhugsun. Ein algeng lausn á því er
að annað þeirra, t.d. móðirin, taki
sex mánuði en dreifi orlofinu yfir níu
mánaða tímabil og taki á sig skertar
greiðslur sem því nemur. Þá er búið
að dekka fyrstu níu mánuðina og
faðirinn í þessu tilfelli getur átt þrjá
heila mánuði með móður og barni,
kjósi hann að gera það.
Enn í mínus í fullri vinnu
En foreldrarnir í dæmi okkar ná ekki
einu sinni neysluviðmiðinu sem við
miðum við þótt þau séu bæði í fullri
vinnu áður en þau fara í fæðingar-
orlof. Staðan skánar skiljanlega um-
talsvert við það að þau eigi nú bæði
rétt á hærri greiðslum miðað við
heildartekjur sem launþegar. Í dæmi
2 a) er sýnt hvernig málin myndu líta
út hjá parinu ef bæði væru í fullri
vinnu með heildartekjur upp á 400
þúsund krónur hvort. Þar er litið á
hvernig það kæmi út fyrir þau að
skipta orlofstökunni á milli sín til að
dekka níu mánuði. Þá eru þau samt
rúmum 11 þúsund krónum undir
viðmiðinu auk húsaleigu.
Í dæmi 2 b) er sýnt hvernig dæmið
lítur út ef móðirin dreifir sex mánaða
fæðingarorlofi sínu yfir níu mánuði
sem gerir það að verkum að faðirinn
getur leyft sér að taka þrjá mánuði
með allri fjölskyldunni. Þetta fyrir-
komulag kemur afar illa við fjárhag
parsins eins og sjá má. Þá mánuði
sem þau eru saman í fæðingarorlofi
eru þau rúmum 124 þúsund krónum
undir viðmiðinu. Þegar faðirinn er í
vinnu en konan ein með barnið eru
þau síðan ríflega 74 þúsund krónum
undir settu marki.
Þurfa hámarksgreiðslur til að
eiga afgang
Í dæmi 3 er sýnt hvernig fjárhags-
staða parsins lítur út ef báðir aðilar
Mikil tekjuskerðing Það er stórt augnablik í lífi hvers foreldris að eignast sitt fyrsta
barn. Fæstir vilja missa af fyrstu vikum og mánuðum í lífi barnsins en til þess þarf að taka
fæðingarorlof. Ljóst er að tekjuskerðingin sem því fylgir getur reynst mörgu lágtekjufólki
þungbær. Mynd 123rf.coM
nær ómögulegt að ná neysluviðmiði
Jafnvel þótt pör eigi rétt á hámarksgreiðslu
úr Fæðingarorlofssjóði geta þau ekki
tekið fæðingarorlof á sama tíma og náð
neysluviðmiði velferðarráðuneytisins þegar
leigukostnaður er meðtalinn. Staða tekju-
lægri verðandi foreldra er enn verri gagnvart
þessu viðmiði. Mynd Sigtryggur Ari
Átt þú rétt á fæðingarstyrk?
Þú gætir sótt þér verulega búbót til stéttarfélagsins
Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum margvíslega styrki. Þar á
meðal eru fæðingarstyrkir. Þótt mismunandi sé hversu háir þeir
eru þá geta þeir numið hátt í ríflega 200 þúsund krónum, eftir
stéttarfélögum og úthlutunarreglum hvers þeirra.
Hjá SFR nemur fullur styrkur 220 þúsund krónum vegna hvers
barns. Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) nemur fullur styrkur
200 þúsund krónum og Kennarasamband Íslands greiðir að hámarki
215.600 krónur svo eitthvað sé nefnt.
Er því óhætt að hvetja verðandi foreldra til að athuga hjá sínu stéttarfélagi hvort það
bjóði upp á fæðingarstyrki enda ljóst að hægt er að sækja verulega búbót í sjóði þeirra.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Dæmi 1 a) Hér tekur móðirin sex mánuði á fæðingarstyrk sem námsmaður en faðirinn sína þrjá mánuði í fæðingarorlofi
og tekur þá alla á fyrstu þremur mánuðum ævi barnsins. Þetta fyrirkomulag dekkar hins vegar aðeins sex mánuði en til að njóta niður-
greiðslu vegna daggæslu í heimahúsi í Reykjavík þarf barn hjóna eða sambúðarfólks að hafa náð níu mánaða aldri.
tafla 1 a)
Mánuður/ forsendur Móðir, 6 mánuðir faðir, 3 mánuðir ráðstöfunartekjur Útgjöld
1 138.426 kr. 240.316 kr. 378.742 kr. 541.621 kr. -162.879 kr.
2 138.426 kr. 240.316 kr. 378.742 kr. 541.621 kr. -162.879 kr.
3 138.426 kr. 240.316 kr. 378.742 kr. 541.621 kr. -162.879 kr.
4 138.426 kr. 289.844 kr. 428.270 kr. 541.621 kr. -113.351 kr.
5 138.426 kr. 289.844 kr. 428.270 kr. 541.621 kr. -113.351 kr.
6 138.426 kr. 289.844 kr. 428.270 kr. 541.621 kr. -113.351 kr.
Fjárhagsstaða foreldra eftir sex mánuði, að því gefnu að þeir hafi ekki átt nokkurn sparnað: -828.690 kr.