Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Blaðsíða 29
Vikublað 10.–12. mars 2015 Lífsstíll 21
É
g er mannleg og fæ oft löngun
í eitthvað sætt yfir vikuna. Ég
reyni þó að forðast slíkar að-
stæður með því að huga vel
að mataræðinu yfir daginn,
en stundum nær nammilöngunin
yfirhöndinni. Það er mismunandi
hvernig ég tek á slíkum aðstæðum.
Ein algengasta spurningin í þjálfun-
inni er hvernig við gerum það. Það er
ýmislegt í hollu mataræði sem mér
finnst gott og reyni ég því frekar að
grípa í það en að leita í nammi.
Amino Energy
Efst á lista hjá mér til að komast yfir
nammilöngun yfir daginn. Þetta er
hægt að fá í mismunandi bragð-
tegundum. Það inniheldur grænt te
og koffín og veitir þér aukna orku.
Enn betra er að það inniheldur engan
sykur og er mjög hitaeiningasnautt.
Svo er þetta bara virkilega bragðgott.
Mitt uppáhaldsbragð er Fruit Fusion
og fæ ég mér það um 1–2 tvisvar sinn-
um yfir daginn, 3 skeiðar í 400–500
millilítra af vatni. Ég drekk ekki kaffi
þannig að þetta er minn orkugjafi yfir
daginn og fyrir æfingar.
Hafraklattarnir mínir
Það er bara eitthvað við þá sem ég
stenst ekki. Það er þessi samsetning
af rúsínum, kanil, banana og örlitlum
kókos, sem gefur þetta sæta bragð og
slekkur alveg á allri löngun í nammi.
Ég lít alltaf á þá sem millimál.
Ávextir
Ávextir inni-
halda náttúru-
legan sykur og
því frábær lausn
á löngun í sykur.
Mér finnst best að
fá mér grænt epli
eða peru sem hefur
verið inn í ísskáp, þannig er safinn
sem kemur úr ávextinum ferskur og
góður.
Þurrkaðar döðlur eða sveskjur
Það er reyndar gott að hafa bak
við eyrað að þurrkaðir ávextir
eru lúmskt hitaeiningaríkir. Þess
vegna fæ ég mér kannski bara
tvær döðlur til að slökkva á löngun-
inni, enda eru þær virkilega sætar á
bragðið.
Próteinstykki
Mér finnst mjög
mikilvægt að líta á
alla fæðubót sem
viðbót yfir daginn
og fyrst og fremst
er gott að hafa bak
við eyrað að velja
næringu úr hollri og
fjölbreyttri fæðu. Prótein-
stykki eru frábær lausn
á nammilöngun í miðri
viku. Þau er fín til þess að
fá sér kannski einu sinni til
tvisvar sinnum
í viku sem milli-
mál. Ég miða við
að þau innihaldi
í kringum 200
hitaeiningar og
ekki mikið magn
sykurs.
Króm
Ég hef verið með óþarflega mikla
löngun í sykur seinustu vikurnar. Þess
vegna prófaði ég að bæta krómi við
þau vitamín og steinefni sem ég tek
inn dag hvern. Þegar ég byrjaði að æfa
lærði ég að það hjálpar meðal annars
við að halda sykurlöngun niðri.
80% dökkt súkkulaði
Þetta er sterkt súkkulaði og slær því
á alla löngun sem ég hef í sætindi,
enda er súkkulaði þar í uppáhaldi.
Ég læt einn mola duga og fæ mér þá
kannski einu sinni yfir vikuna. Ef
ég væri að fá mér öll kvöld myndi
það safnast saman í eitt. Hófsem-
in góða.
Það koma svo tímar sem ég
fæ mér það sem mig langar í. Því
ég borða vel alla daga vik-
unnar, hreyfi mig mikið og
er í því formi sem ég vil
vera í, er sem sagt bara
að viðhalda því. Þá get-
ur maður verið aðeins
frjálslegri í mataræðinu.
En þá er mikilvægt að
kunna að stoppa og láta bara
smáræði duga. Fyrir flesta er það
mjög erfitt og kveikir það mögulega
löngun í eitthvað meira og því mikil-
vægt að þekkja sín mörk. n
Þangað til næst
Ale ræktardurgur
Sætindalöngun
í miðri viku
Hvað geri ég ef ég fæ löngun í sætindi í miðri viku?
Alexandra Sif
Nikulásdóttir
ale_sif@hotmail.com
Nammidagshugleiðing
Þ
rátt fyrir að ég stundi hollan
og heilbrigðan lífsstíl og sé
mikill áhugamaður þess þá
finnst mér óhollur matur,
nammi og slíkar kræsingar virkilega
góðar líka og finnst mér fátt betra en
súkkulaði. Ég tel í raun nauðsynlegt
fyrir líkama og sál að njóta þess að
borða óhollt inni á milli. Þar kemur
hinn gullni meðalvegur sterkur inn,
en það orðatiltæki nota ég mikið,
þar sem það á við svo margt í lífinu.
Það þýðir sem sagt að gæta hófsemi
og í þessu tilviki er mjög mikilvægt
að hafa hana bak við eyrað, hvort
sem þú ert að fá þér hollan eða góð-
an mat, því allt er gott í hófi.
Nammi ekki nauðsyn
Í þjálfun okkar leggjum við upp með
einn „nammidag“ í viku, eða einn
frjálsan dag. Við erum ekki að tala
um að viðkomandi byrji daginn í
næsta bakaríi, fari í hádeginu í ham-
borgara, í pítsu í kvöldmatinn og
kóróna daginn svo með einum stór-
um nammipoka úr Nammilandi.
Það virkar ekki alveg þannig og það
er ekki einu sinni nauðsynlegt að þú
fáir þér nammi þann daginn. Mark-
miðið með slíkum degi er að borða
aðeins meira af hitaeiningum en
hina daga vikunnar. Við hugsum
nammidaginn sem eins konar ör-
yggisventil, til að breyta út af vanan-
um og einnig til þess að koma í veg
fyrir stöðnun.
Nammidagurinn er sá dagur sem
þú getur nýtt þér til þess að borða að-
eins umfram þetta venjulega. Það er
jafn mikilvægt þennan dag sem aðra
daga vikunnar að borða vel og reglu-
lega yfir daginn, fá sér svo kannski
góðan kvöldmat og eftirrétt, jafnvel
smá bakarísmat um daginn eða ann-
að í þeim dúr.
Borða vel um morguninn
Sjálf er ég meðvituð um að borða
vel og reglulega yfir þennan dag
svo ég breytist ekki lítið skrímsli um
kvöldið og missi mig í gleðinni. Oft
fæ ég mér stærri skammta af þeim
mat sem mér finnst góður. Ég er ekki
að horfa á klukkuna kvöldið áður og
bíða eftir að klukkan slái á miðnætti
svo ég geti dottið ofan í nammipok-
ann á 50 prósenta afslætti eins og ég
eigi lífið að leysa.
Mér finnst gott að byrja daginn
á góðum morgunmat. Oftast verð-
ur hafragrautur fyrir valinu sem ég
geri stærri og matarmeiri, þannig
ég hafi næga orku til þess að taka
uppáhaldslyftingaæfingu vikunnar,
sem er rass og hamur. Eftir hana
kem ég við í Nammilandi og kaupi
mér bland í poka sem inniheld-
ur nánast eingöngu súkkulaði og
narta úr honum yfir daginn. Um
kvöldið verður svo einhver dýrind-
is kvöldmatur fyrir valinu sem ég
fæ mér ekki oft eins og t.d. pítsa,
hamborgari eða girnilegur heim-
ilismatur hjá mömmu með naan-
brauði sem ég geri sjálf.
Oftar en ekki geri ég þetta í góðra
vina hópi og finnst mér einstaklega
gaman að halda matarboð á þeim
degi sem ég vel sem minn „trít“-dag
vikunnar. Laugardagarnir eru oftast
nær slíkir dagar hjá mér. Það er gam-
all vani frá því ég var lítil og fékk gull-
pening til þess að labba út í sjoppu
að kaupa mér bland í grænan poka.
„Það koma svo
tímar sem ég fæ
mér það sem mig langar
í. Því ég borða vel alla
daga vikunnar.
Marsdöðlugott
É
g hafði oft smakkað döðlugott í veislum og haldið að vinnan á bak
við það væri gífurleg og því aldrei lagt í að gera það sjálf. Ég rakst
hins vegar á uppskrift að döðlugotti þegar ég var að vafra um á
netinu og það kom mér virkilega á óvart hversu auðveld hún væri
í framkvæmd.
Ég er ein af þeim sem geta ómögulega farið nákvæmlega eftir upp-
skrift og er sælkeri mikill. Þess vegna hugsaði ég mér að auka hráefni
myndi gera döðlugottið að enn meiri karamellu, flestar uppskriftirnar á
netinu innihalda lakkrís sem ég var ekki eins hrifin af.
Það var ýmislegt sem kom í huga minn en að lokum varð Mars fyrir
valinu og úr því varð þessi dísæta og himneska blanda sem bráðnar í
munni.
Hráefni
n 600 g döðlur saxaðar smátt
n 250 g smjör
n 120 g púðursykur
n 5–6 bollar Rice Crispies
n 600 g Nóa Siríus konsúmsúkkulaði (fínt að miða við 400 g, ef þú vilt
ekki of þykkt lag ofan á)
n 4 lítil Mars-stykki söxuð smátt
Aðferð
Ég byrja á að setja döðlurnar, smjörið og púðursykurinn saman í pott
og passa að hann sé nægilega stór því restin af meðlætinu mun svo
bætast við. Þetta bræði ég hægt og rólega saman á lágum hita og er
mjög mikilvægt að hræra í þessu á meðan. Sjálf nota ég gaffal til verks-
ins því þetta verður mjög klístrað.
Þegar blandan er farin að líkjast karamellu og farin að klístrast tek
ég pottinn af hitanum og leyfi að standa í um 2–3 mínútur áður en
Rice Crispes og Mars er bætt við.
Ég hræri alltaf einn bolla af Rice Crispies saman við í einu svo ég
endi ekki með það á gólfinu og bæti Mars einnig við inn á milli.
Þegar þetta er tilbúið set ég það í bökunarform eða eldfast mót sem
ég hef sett bökunarpappír í og leyfi að standa í smástund og kólna
áður en ég bæti súkkulaðihjúpnum ofan á. Súkkulaðið bræði ég yfir
vatnsbaði og helli yfir döðlugottblönduna í mótinu og dreifi úr með
sleif.
Að lokum þarf að koma þessu í frystinn og leyfa því að vera þar
þangað til hjúpurinn er alveg frosinn.
Því næst tek ég þetta úr frystinum (passa að þetta sé ekki gagn-
freðið því þá verða átök), sker niður í litla bita eftir smekk og nýt þess
í botn.
Döðlugottið geymist best í kæli eða frysti.
Spennandi uppskriftir
Ég leyni á öðrum
spennandi og girnilegum
uppskriftum sem ég hlakka
til að deila með ykkur inn á
milli fróðleiks um æfingar,
heilsu og hollustu. Það vill
líka svo skemmtilega til að
amma mín kom því í kring
að langþráður draumur
minn rættist um jólin er ég
eignaðist bleika KitchenAid
sem ég þarf að fara að
nota af einhverju viti.