Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Qupperneq 31
Vikublað 10.–12. mars 2015 Menning 23
Leiklist
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2014
Dómnefnd: Silja Aðalsteinsdóttir (formaður),
Arngrímur Vídalín og Bryndís Loftsdóttir.
Bergur Þór
Ingólfsson
Fyrir leikstjórn og handrit barna-
leikritsins Hamlet litli hjá LR
Í Hamlet litla tekst Bergur Þór á við það
ögrandi verkefni að koma sögu Hamlets
prins eftir William Shakespeare á svið með
þrem leikurum í klukkutíma verki ætluðu
börnum. Handrit hans er afar þétt og heldur
jafnvel yngstu áhorfendum spenntum og
áhugasömum allan tímann. Fjörugri tónlist,
forvitnilegum leikbrúðum, leikmunum og
allri þeirri tækni sem fyrirfinnst í leikhúsinu er
teflt saman ásamt firnasterkum leikurum og allt
gengur upp. Bergur kemur sögu Hamlets vel til
skila á þessum stutta tíma og splæsir auk þess
inn eftirminnilegu atriði þar sem Ófelía
talar um móður sína með þeim hætti að
enginn verður ósnortinn. Það er mikil
upplifun fyrir áhorfendur á öllum aldri
að sjá þessa sýningu, hún opinberar
ýmsa galdra leikhússins, kynnir fjöl-
breytt frásagnarform og er unnin af
slíkri alúð að lengi verður minnst.
Hilmar Jónsson
Fyrir leikstjórn verksins Furðulegt
háttalag hunds um nótt hjá LR
Verkið fjallar um einhverfan dreng,
Christopher, sem fórnar öllu haldreipi
sínu í leit að sannleikanum um fjölskyldu
sína. Hilmar skapar frábært jafnvægi milli
hins eintóna einhverfa drengs og allra
hinna litskrúðugu persónanna, þannig
að áhorfendur umbera krefjandi nærveru
Christophers og taka þátt í hinu strembna
ferðalagi í leit að sannleikanum með
honum. Tíu sterkir leikarar fara með þrjátíu
og átta hlutverk og eru þar allir hver öðrum
betri, jafnvel hundurinn sem kemur inn í lok
sýningarinnar sýnir algjöran stjörnuleik.
Leikmynd, lýsing, hljóðmynd og sviðshreyf-
ingar leikara vinna saman á einstakan hátt
undir stjórn Hilmars og mynda á fimmta
tug mismunandi staðsetninga verksins á
spennandi og trúverðugan hátt. Þetta er
ákaflega flókin og viðamikil sýning en allar
tæknilegar úrlausnir ganga upp og eru í raun
listaverk út af fyrir sig.
Elma Stefanía Ágústsdóttir
Fyrir leik sinn í þremur sýningum í Þjóðleikhúsinu
Elma Stefanía setti sterkan svip á þrjár gerólíkar persónur í þremur eftirminnilegum
og áhrifamiklum leiksýningum á árinu: Ástu Sóllilju, lífsblómi Bjarts í Sumarhúsum í
ögrandi og umdeildri sýningu Þorleifs Arnar Arnarssonar á Sjálfstæðu fólki Halldórs
Laxness, Abigail Williams, forsmáða ástkonu Johns Proctor, í glæsilegri uppsetningu
Stefans Metz á Eldrauninni eftir Arthur Miller og Herbjörgu Maríu unga í viðburðaríkri
og auðugri sýningu Unu Þorleifsdóttur á Konunni við 1000° eftir Hallgrím Helgason.
Um leið viljum við gefa leikstjórum, öðrum leikurum og sviðslistamönnum þessara
sýninga fallega rós í sitt hnappagat.
Unnur Ösp
Stefánsdóttir
Fyrir túlkun sína á Nóru í
Dúkkuheimili Ibsens hjá LR
Í umskiptunum úr yfirborðskenndri
hamingju til örvæntingar sýnir Unnur
Ösp einstaklega næma tilfinningu
fyrir togstreitu í sál kúgaðrar konu
sem neyðist til að fórna öllu til að
bjarga sjálfri sér. Þrátt fyrir háan
aldur verksins á það enn erindi eins
og sannaðist í kraftmikilli uppfærslu
Hörpu Arnardóttur. Aðrir leikarar áttu
einnig sinn þátt í áhrifum sýningar-
innar, einkum Hilmir Snær í hlutverki
Þorvalds, og þá ekki síður leikmynd
Ilmar Stefánsdóttur sem myndar hið
ótrausta undirlag sem heimilið er
byggt á.
Marta Nordal
Fyrir leikstjórn sína á Ofsa eftir sögu Einars Kárasonar
Leikhópur Mörtu Nordal og Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, Aldrei óstelandi, hefur vakið athygli á
síðustu árum fyrir frumlegar og áhrifamiklar sýningar þar sem þau hafa nýtt sér útvarpsleik-
hústækni á ýmsan hátt til að ná utan um og magna efnivið sinn. Ofsi gerist á Sturlungaöld
og segir frá glæsilegri brúðkaupsveislu sem endar með morðbrennu og sögupersónur skipta
tugum; þó komu fjórir leikarar sögunni til skila á einkar áhrifaríkan hátt á litlu sviði með því
að beita slagverki, útvarpstækni og ýmsum sviðsbrellum á afar hugmyndaríkan hátt. Allir
sem komu að þessari sýningu eiga hrós skilið en Marta fær tilnefningu sem leikstjóri hennar.
Framhald á næstu síðu
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS