Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Sjússinn hækkar í verði Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að færa allt áfengi í lægra þrep virðisaukaskatts er til þess fallið að verð á ódýru áfengi hækkar. Dýrt áfengi mun lækka í verði. Frumvarpið kveður á um að allt áfengi verði í sama virðis­ aukaskattþrepi en einnig að áfengisgjald hækki á móti. Það er til að koma í veg fyrir að tekjur ríkisins skerðist. Loks mun þetta hafa þau áhrif að sterkt áfengi mun hækka í verði, í mörgum tilvikum, að því er fram kemur í umsögn Félags atvinnurekenda. Félagið segir að nú eigi að hækka áfengisgjöld sem séu fyrir með þeim hæstu í heimi. Árni og Hallbjörn keyptu í Símanum n Eru stærstir í hópi Orra Haukssonar n Keyptu á þriðjungi lægra verði en útboðsgengi Símans F élag fjárfestanna Árna Hauks­ sonar, Hallbjörns Karlssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar er stærsti einstaki eigandi L1088 ehf. sem keypti í ágúst 5% hlut í Símanum af Arion banka á verði sem er þriðjungi lægra en meðalverðið í hlutafjárútboði fjarskiptafyrirtækisins sem lauk í vikunni. Þremenningarn­ ir vilja ekki upplýsa hversu stóran hlut þeir eiga í L1088 en eins og kom­ ið hefur fram voru kaupin einnig fjár­ mögnuð af öðrum fjárfestum og Orra Haukssyni, forstjóra Símans. „Nei, ég held ég vilji ekkert tala um yfirstandandi fjárfestingar hjá þessu félagi eða öðrum sem við erum með,“ segir Árni í samtali við DV. Sannkallað skúffufélag Viðskiptafélagarnir og vinirnir þrír eiga hlutinn í L1088 í gegnum Æðar­ nes ehf. Samkvæmt hlutafélagaskrá gengu Hallbjörn og Sigurbjörn inn í stjórn Æðarness þann 25. ágúst síð­ astliðinn eða fjórum dögum eftir að L1088 keypti 5% hlutinn í Símanum. Árni og Ingibjörg Lind Karlsdóttir, eigin kona hans og fjölmiðlakona, voru fram að því einu stjórnarmenn félags­ ins. Í árslok 2014 átti Árni helmings­ hlut í Æðarnesi en þremenningarnir eiga nú allir þriðjungshlut í félaginu. Stangveiðimaðurinn Gunnar Bender er skráður helmingshluthafi í nýjasta ársreikningi Æðarness þrátt fyrir að hann hafi hætt afskiptum af félaginu fyrir nokkru. „Gunnar var skráður sem helm­ ingshluthafi í þessu félagi en hann seldi sinn hlut fyrir nokkrum árum. Ástæðan fyrir því að hann var enn inni í síðasta ársreikningi er sú að það var fært vitlaust inn í reikninginn í ein­ hver ár,“ segir Árni og heldur áfram: „Þetta er hið eina sanna skúffu­ félag sem hefur legið ofan í skúffu síð­ ustu ár. Svo tókum við það aftur upp í þessum tilgangi,“ segir Árni. Borguðu 1.330 milljónir Arion banki, sem er að 13% hluta í eigu íslenska ríkisins og 87% hluta í eigu slitabús Kaupþings, sagði í til­ kynningu um söluna til L1088 að bæði innlendir og erlendir fjárfestar hefðu komið að kaupunum og að hópurinn væri leiddur af hollenska fjárfestinum Bertrand Kan. Samkvæmt upplýsing­ um frá bankanum hafði Orri Hauks­ son, forstjóri Símans, frumkvæði að því að setja hópinn saman sem fékk á endanum að kaupa 5% hlutinn á 1.330 milljónir króna eða 2,518 krónur á hlut. Í hlutafjárútboði Arion banka á 21% hlut fyrirtækisins í Símanum, sem lauk á miðvikudag, seldi bankinn hlutina á meðalgenginu 3,33. Virði bréfa eigenda L1088 í Símanum hefur því aukist um 32% en Arion banki setti skilyrði um að þeir gætu ekki selt þau fyrr en í janúar 2017. Vefritið Kjarninn greindi í lok ágúst frá því að Sigurbjörn væri hluti af fjár­ festahópnum sem keypti í Símanum. Í frétt fjölmiðilsins kom fram að Stefán Ákason, sem var áður forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Kaupþings, og Ómar Svavarsson, fyrrverandi for­ stjóri Vodafone á Íslandi og núver­ andi framkvæmdastjóri sölu­ og ráðgjafasviðs Sjóvár, hefðu einnig komið að kaupunum. DV greindi nýverið frá því að vald­ ir viðskiptavinir Arion banka hefðu fengið að kaupa annan 5% hlut í Sím­ anum, á genginu 2,8 krónur á hlut, fyrir að hámarki 25 milljónir króna hver. Eignin var, eins og hluturinn sem fjárfestahópur Orra keypti, seld af bankanum án auglýsingar. Verð­ mæti bréfanna sem vildarvinirnir keyptu hefur aukist um 18% miðað við útboðsgengi fjarskiptafyrirtækis­ ins. Vildarviðskiptavinirnir mega ekki selja bréf sín fyrr en 15. janúar 2016 eða þremur mánuðum eftir að Sím­ inn fer á markað. n Kom af fjöllum Gunnar Bender, veiðimaður og ritstjóri Sportveiðiblaðsins, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar blaðamaður spurði hann út í tengsl hans við Æðarnes ehf. Í nýjasta ársreikningi félagsins segir að Gunnar hafi átt helming í félaginu í árslok 2014. „Sportveiðiblaðið var undir þessu félagi þarna í eitt ár og Árni var þarna um tíma viðloðandi blaðið. En það er búið að ganga frá því öllu og ég á enga aðkomu að þessu í dag,“ segir Gunnar. Græddu milljarða á Högum Þeir Árni, Hallbjörn og Sigurbjörn áttu um tíma 8,2% hlut í smá­ sölurisanum Högum í gegnum Hagamel ehf. Þremenningarn­ ir keyptu hlutinn af Arion banka og eins og með kaup L1088 á 5% hlutnum í Símanum þá fengu þeir að kaupa í Högum í aðdraganda skráningar félagsins á markað. Hagamelur keypti hluti sína í versl­ unarfyrirtækinu á tíu krónur á hlut en eignin hafði hækkað um 13,5 prósent í verði þegar bréf Haga voru tekin til viðskipta í Kauphöll­ inni í lok desember 2011. Í febrú­ ar 2014 seldi Hagamelur 6,6% hlut í Högum á genginu 42 krónur á hlut. Fjárfestarnir þrír fengu þá rúmlega 3,2 milljarða fyrir bréfin en öll 8,2% kostuðu þá 982 milljónir árið 2011. Viðskiptafélagi Árna og Hallbjörns Sigurbjörn Þorkelsson. Gamlir skólafélagar Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson hafa lengi rekið saman fjárfestingafélagið Vogabakka ehf. Þeir eru gamlir skólafélagar og hafa unnið saman síðan þeir keyptu Húsasmiðjuna árið 2002. Haraldur Guðmundsson Hörður Ægisson haraldur@dv.is/ hordur@dv.is „Þetta er hið eina sanna skúffu félag sem hefur legið ofan í skúffu síðustu ár. Í crossfit á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur aldrei verið í jafn góðu formi og nú þegar hann dvelur á Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi vegna Al­Thani máls­ ins. „Hér er Magnús Guðmunds­ son frábær crossfit­þjálfari, svo ég held að ég hafi ekki verið í jafn­ góðu formi í áratugi. Þannig að ef maður hefur sterkan anda er ekki hægt að brjóta mann. Menn geta náð tökum á líkama þínum, en ekki andanum.“ Ólafur viðrar í viðtali við Við­ skiptablaðið þá skoðun sína að dómurinn yfir honum hafi verið rangur. Hann segir dvölina á Kvía­ bryggju sérkennilega. „Þetta er mjög sérkennileg upplifun og mik­ il breyting á lífinu. Ég tek þessu eins og hverju öðru verkefni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.