Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 9.–12. október 2015 Á KORPU TORGI LAUGAR DAGINN 10. OKTÓ BER VEITING AR FYRIR MENN O G DÝR FJÖLDI AFMÆLI STILBOÐ A OPIÐ Í LEIKSKÓLANUM ÓKEYPIS PRUFUTÍMI Í FYLGD EIGENDA HUNDAFÓÐUR HUNDAFÓÐURORIGINALORIG INAL VILLIKETTIR OG DÝRAHJÁLP VERÐA Á STAÐNUM 5% af sölu Brit, Orijen, Acana, Happy Life, Lara og ProPlan rennur til Dýrahjálpar Íslands FRÍAR KLÓAKLIPPINGAR FYRIR HUNDA Símtal frá Íslandi felldi mest eftirlýsta glæpamann heims n Var á flótta undan réttvísinni í sautján ár Nafnbirting og öryggisleysi Það var dagblaðið Boston Globe sem birti frétt á forsíðu sinni um að Anna Björns- dóttir hefði verið hinn nafnlausi uppljóstr- ari. Dagblaðið réttlætti nafnbirtingu með þeim hætti að almannahagsmunir hefðu kraftist þess og að FBI hefði ekki sett sig upp á móti nafnbirtingunni. Einnig fullyrti blaðið að öryggi hennar yrði ekki stefnt í hættu. FBI hafði áður gefið upp að símtal hefði borist frá Íslandi og rök Boston Globe voru að allir sem þekktu til í þessu litla samfélagi í Santa Monica vissu að Anna væri uppljóstrarinn, þar á meðal Bulger og Greig. Hin rökin voru þau að varpa hefði þurft hulunni af því að uppljóstrarinn væri í raun og veru til. Sú staðreynd að Bulger var FBI-uppljóstrari um árabil og hafði mútað helstu starfsmönnum stofnunarinnar gerði það að verkum að sögusagnirnar voru um að stofnunin vissi alveg hvar Bulger hélt sig en hefði ekki nokkurn áhuga á því að handtaka manninn enda yrðu réttarhöld yfir honum mjög pínleg fyrir FBI. Því hefði þurft að persónugera uppljóstrarann, Önnu Björnsdóttur, til þess að almenningur myndi öðlast trú á banda- rísku alríkislögreglunni. Réttarhöldin urðu vissulega afar pínleg fyrir FBI og meðal annars fékk FBI-fulltrúinn John Connolly 10 ára fangelsisdóm vegna sinnar aðkomu. Hörð gagnrýni kom fram á Boston Globe í kjölfarið enda töldu fjölmargir að öryggi Önnu og fjölskyldu hennar yrði stefnt í hættu auk þess sem nafngreiningin myndi letja aðra uppljóstrara í að koma fram. Ekki skal fullyrt hvort að það hafi verið raunin en áhrifin á líf Önnu og fjölskyldu hennar virðast ekki hafa verið mikil. Hún hefur ekki breytt nafni sínu eða farið í felur. Eiginmaður hennar, Halldór Guðmundsson, sinnir enn starfi sínu sem stjórnarformaður Hvíta hússins og þau halda heimili, að minnsta kosti hluta úr ári, við Ægisíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur. Þau tjá sig hins vegar undir engum kringumstæðum við fjölmiðla og það staðfesti Halldór, af mestu vinsemd, þegar DV leitaði eftir því vegna þessar- ar umfjöllunar. Ákvörðun Önnu um að upplýsa FBI um verustað glæpaforingjans virðist því ekki hafa haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjölskyldu hennar. Leigðu íbúð á sama stað Anna og Jakob skildu eftir sjö ára sam- band. Hún fann lífsförunaut sinn í Halldóri Guðmundssyni, stjórnar- formanni Hvíta hússins. Þau héldu heimili í Vesturbæ Reykjavíkur en helming ársins dvöldu þau í Banda- ríkjunum. Þau héldu gjarnan til í Santa Monica og svo fór að þau leigðu sér íbúð í sama íbúðakjarna og „Whit- ey“ Bulger og kærasta hans, Catherine Greig, bjuggu. Þar þekktu þau allir sem hjónin Charlie og Carol Gasko. Þau höfðu leigt íbúð í hverfinu síðan 1998. Gasko-hjónin voru afar vel liðin í hverfinu enda fram úr hófi indæl að sögn nágranna. Þau voru hins vegar afar vör um sig og enginn þekkti þau náið. Flækingskötturinn Tiger Anna og Halldór eru miklir kattavinir. Saman gáfu þau út bók, „Sagan af Mosa og hugprýði hans“ sem fjall- aði um samnefndan kött þeirra hjóna sem kastaðist út úr bifreið sem valt á Holtavörðuheiði og lifði af margra vikna hrakningar á hálendi landsins. Þessi ást Önnu á köttunum átti eftir að reynast afdrifarík fyrir Bulger og Greig. Í hverfinu í Santa Monica hafðist við flækingskötturinn Tiger en eigandi hans, sem búið hafði á þessum slóð- um, hafði látist og þar með varð Tiger munaðarlaus. Hann hélt til í hverfinu og Catherine Greig sinnti kettinum af stakri ástúð. Tvisvar á dag færði hún kettinum góðgæti eins og túnfisk og ýmiss konar kattamat. Anna tók eftir þessari umhyggju Catherine fyrir kettinum, tók hana tali og með þeim tókst kunningsskapur. Þegar Anna sá síðan auglýsingu FBI þá þekkti hún kunningjakonu sína á svipstundu og tók upp símtólið. Anna fékk greiddar tvær milljónir dollara fyrir upplýsingarnar sem leiddu til handtöku James „ Whitey“ Bulger og 100 þúsund dollara fyrir upplýsingar varðandi Catherine Greig. Fékk tvöfaldan lífstíðardóm Bulger og Greig voru handtekin skömmu síðar og í íbúð þeirra fund- ust 822 þúsund dollarar á bak við veggplötur sem og yfir þrjátíu skot- vopn. Bulger ráðgerði að verjast til síðasta blóðdropa en FBI lét hús- vörð íbúðakjarnans hringja í hann og biðja hann um að líta á leka í geymslu sem tilheyrði íbúðinni. Þar biðu lög- reglumenn eftir glæpaforingjanum og handtóku hann. Í hönd fóru um- fangsmikil réttarhöld sem vöktu mikla athygli. Réttarhöldin flettu ofan af umtalsverðri spillingu innan FBI og margir starfsmenn stofn- unarinnar fengu makleg mála- gjöld. Catherine Greig var dæmd í 8 ára fangelsi fyrir að hylma yfir með Bulger og skjalafals. James „ Whitey“ Bulger var hins vegar dæmdur fyrir 19 morð og fjölmarga aðra glæpi. Hann fékk tvöfaldan lífstíðardóm sem hann afplánar í Coleman II- fangelsinu í Sumterville í Flórída. Hann er 86 ára gamall og mun aldrei um frjálst höfuð strjúka. n Ekki fyrsti valkostur Samband Catherine Greig og Bulgers var æði sérstakt Catherine Greig kynnist „Whitey“ Bulger fyrst þegar hún var tæplega þrítug. Þá hafði hún verið gift Bobby McGonagle en bræður hans, tvíburarnir Paulie og Donald, voru lykilmenn í Mullen-klíkunni sem var í blóðugri samkeppni við klíku Bulger. Að auki var tvíburasystir Catherine, Margaret, gift áðurnefndum Paulie. Jimmy „Whitey“ Bulger myrti bæði Paulie og Donald auk þess sem Bobby, eiginmaður Catherine, særðist í bardaga og leiddist út í mikla óreglu. Þau skildu og stuttu síðar kynntust „Whitey“ og Catherine Greig. Óljóst er hvort að hún hafi vitað, á þessum tímapunkti, af aðkomu hans að dauða McGonagle-bræðra. Greig varð hjákona Bulgers enda hélt hann heimili með annarri konu, Theresu Stanley, og börnum hennar, auk þess sem hann átti fjölmargar aðrar kærustur og hjásvæfur. Þegar ljóst varð að Bulger þurfti að flýja þá var áðurnefnd Stanley hans fyrsti valkostur. Hún fór með honum til að byrja með en saknaði fjölskyldu sinnar og yfirgaf glæpaforingjann sem þá sneri sér að Catherine Greig. Catherine Greig er lýst sem gáfaðri, harðduglegri og menntaðri konu. Allir sem til þekktu staðfesta hins vegar að hún hafi verið mjög undirgefin „Whitey“ og gefið sig honum algjörlega á vald. Vinningshafi í lottó Árið 1991 innleystu Bulger og þrír félagar hans vinningsmiðann í ríkislottói Massachusetts. Upp- hæðin var 14 milljónir dollarar, um 1,7 milljarðar króna, sem félagarnir deildu bróðurlega á milli sín. Fastlega var gert ráð fyrir því að Bulger hefði komist yfir vinningsmiðann með ólögmætum hætti en það var aldrei sannað. Hataði viðurnefnið Vildi frekar vera kallaður „Boots“ Viðurnefnið „Whitey“ fékk James Bulger af því að hár hans var ljóst, allt að því hvítt, sem barn. Hann fyrirleit þetta viðurnefni og var því yfirleitt alltaf kallað- ur Jim af öllum sem þekktu til hans. Annað gælunafn sem hann hafði velþóknun á var „Boots“ sem kom til vegna þess að hann hafði sérstakt dálæti á kúreka- stígvélum. „Remember, you can't rat on a rat“ Einn af samstarfsmönnum Bulger, Kevin Weeks, var handtekinn árið 1999 en þá hafði Bulger verið á flótta í fimm ár. Hann var ákærður fyrir fjölmarga glæpi en til að byrja með tók hann þá afstöðu að steinhalda kjafti. Í varðhaldi hitti hann hins vegar ítalsk- an glæpamann sem var úr klíkunni sem hafði orðið illa fyrir barðinu á uppljóstr- unum Bulger um starfsemi þeirra. Hann sannfærði Weeks um að brjóta trúnað við glæpaforingjann með setningunni: „Remember, you can't rat on a rat.“ Í framhaldinu ákvað Weeks að leysa frá skjóðunni og meðal annars vísaði hann lögreglu á fjölmörg lík sem að Winter Hill-klíkan hafði grafið í Boston og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.