Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 9.–12. október 201518 Umræða Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð U m þessar mundir er kvik- myndin Everest, í leikstjórn Baltasars Kormáks, sýnd fyr- ir fullu húsi í bíóum lands- ins. Myndin fjallar um svað- ilfarir tveggja leiðangra á tind hæsta fjalls jarðar árið 1996 og byggir á sannsögulegum atburðum. Forystu- menn leiðangranna voru Rob Hall og Scott Fischer en með hlutverk þeirra í myndinni fara Hollywood-leikararn- ir Jason Clarke og Jake Gyllenhaal. Ári síðar, eða 1997, héldu fyrstu Ís- lendingarnir á tind Everest. Hæsta fjall jarðar Everest-fjall rís í 8.848 metra yfir sjávarmáli og liggur á landamærum Nepal og Tíbets. Breskir kortagerðar- menn komust að því um miðja nítj- ándu öld að fjallið væri hæsti tindur heims og nefndu það eftir Sir George Everest, breskum hershöfðingja á Indlandi. Fyrsti leiðangurinn til að kanna fjallið og finna bestu leiðina upp á tindinn var farinn árið 1921, en ári síðar gerðu Bretarnir George Mall- ory og Andrew Irvine tilraun til að komast á toppinn en létust báðir. Því hefur verið velt upp að þeir hafi mögulega komist alla leið, en lík Mallorys fannst á fjallinu árið 1999. Hillary og Tenzing Fleiri tilraunir voru gerðar á næstu árum og níundi breski leiðangur- inn var farinn árið 1953 með Ed- mund Hillary, frá Nýja Sjálandi, og sjerpann Tenzing Norgay, frá Nepal, í broddi fylkingar. Hillary og Tenzing komust á toppinn 2. júní 1953, en sá síðar- nefndi hafði nokkrum sinnum áður reynt við tindinn ásamt er- lendum leið- angursmönn- um, en ætíð orðið frá að hverfa áður en áfanganum var náð. Sir Ed- mund Hillary kom hingað til lands í janú- ar 1954 á veg- um tímarits- ins Helgafells. Hann flutti í tvígang fyrir- lestur um leið- angur sinn og sýndi skyggnur frá ferðalaginu. Húsfyllir var á samkomum Hillarys í Austurbæjarbíói og áður sagði dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur frá tilraunum fyrri fjallgöngugarpa til að klífa tindinn. Íslenskir hjálparsveitarmenn Árið 1997 hélt fyrsti leiðangur Ís- lendinga á Everest, en í hópnum voru Björn Ólafsson og Hallgrímur Magnússon, frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík, og Einar Stefánsson, úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Þeir eru meðal reyndustu fjalla- og björg- unarmanna landsins og höfðu afl- að sér margháttaðrar reynslu af há- fjallaklifri, meðal annars klifið Cho Ouy í Tíbet, sem rís í 8.201 metra hæð yfir sjávarmáli. Það var hæsti tindur sem Íslendingar höfðu klifið. Einar nefndi í samtali við blaða- mann, áður en haldið var í ferðalag- ið, að þrátt fyrir að ekki munaði nema 650 metrum á fjöllunum tveimur yrði mun erfiðara að klífa Everest. Þeir væru meðvitaðir um að talsverðar líkur væru á að leiðangurinn heppn- aðist ekki og sögðu að ekki yrði teflt á tvær hættur. Töl- fræðin sýndi að fjórir af hverjum tíu leiðöngrum heppnuðust. Áður en haldið var utan sagði Björn Ólafs- son í samtali við blaða- mann að þeir myndu nota súrefn- iskúta þegar komið væri í 8.000 metra hæð, en um 18 klukku- stundir tæki að kom- ast frá efstu búðum á tindinn. Á þessari leið væri mikil hætta á kali, þar eð loftið er afar þunnt sem veldur því að blóðið þykknar og rennur illa út í húð- ina. Veðrið væri þó stærsti áhættu- þátturinn. Tindurinn er veðravíti en á vorin eru þó mestar líkur á skaplegu veðri. Fjallið er þá tiltölulega snjólétt og monsúnrigningarnar ekki hafnar. Hallgrímur sagði andlegan undir- búning mikilvægan, enda yrðu leið- angursmenn að starfa þétt saman og vera viðbúnir að leysa aðsteðj- andi vandamál í sameiningu. Sam- starf þeirra um langt árabil við klifur myndi án efa reynast þeim heilla- drjúgt. Fjallið Everest n Edmund Hillary kom hingað til lands 1954 n Sex Íslendingar hafa komist á topp Everest Sir Edmund Hillary á Íslandi í janúar 1954 Hann hélt í tvígang erindi um leiðangur sinn fyrir fullu húsi í Austurbæjarbíói. Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay Mennirnir sem fyrstir klifu Everest-fjall. Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.