Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 9.–12. október 201518 Umræða
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð
U
m þessar mundir er kvik-
myndin Everest, í leikstjórn
Baltasars Kormáks, sýnd fyr-
ir fullu húsi í bíóum lands-
ins. Myndin fjallar um svað-
ilfarir tveggja leiðangra á tind hæsta
fjalls jarðar árið 1996 og byggir á
sannsögulegum atburðum. Forystu-
menn leiðangranna voru Rob Hall og
Scott Fischer en með hlutverk þeirra í
myndinni fara Hollywood-leikararn-
ir Jason Clarke og Jake Gyllenhaal.
Ári síðar, eða 1997, héldu fyrstu Ís-
lendingarnir á tind Everest.
Hæsta fjall jarðar
Everest-fjall rís í 8.848 metra yfir
sjávarmáli og liggur á landamærum
Nepal og Tíbets. Breskir kortagerðar-
menn komust að því um miðja nítj-
ándu öld að fjallið væri hæsti tindur
heims og nefndu það eftir Sir George
Everest, breskum hershöfðingja á
Indlandi.
Fyrsti leiðangurinn til að kanna
fjallið og finna bestu leiðina upp á
tindinn var farinn árið 1921, en ári
síðar gerðu Bretarnir George Mall-
ory og Andrew Irvine tilraun til að
komast á toppinn en létust báðir.
Því hefur verið velt upp að þeir hafi
mögulega komist alla leið, en lík
Mallorys fannst á fjallinu árið 1999.
Hillary og Tenzing
Fleiri tilraunir voru gerðar á næstu
árum og níundi breski leiðangur-
inn var farinn árið 1953 með Ed-
mund Hillary, frá Nýja Sjálandi, og
sjerpann Tenzing Norgay, frá Nepal,
í broddi fylkingar. Hillary og Tenzing
komust á
toppinn 2.
júní 1953,
en sá síðar-
nefndi hafði
nokkrum
sinnum
áður reynt
við tindinn
ásamt er-
lendum leið-
angursmönn-
um, en ætíð
orðið frá að
hverfa áður
en áfanganum
var náð.
Sir Ed-
mund Hillary
kom hingað til
lands í janú-
ar 1954 á veg-
um tímarits-
ins Helgafells.
Hann flutti í
tvígang fyrir-
lestur um leið-
angur sinn og
sýndi skyggnur frá ferðalaginu.
Húsfyllir var á samkomum Hillarys
í Austurbæjarbíói og áður sagði dr.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur
frá tilraunum fyrri fjallgöngugarpa
til að klífa tindinn.
Íslenskir hjálparsveitarmenn
Árið 1997 hélt fyrsti leiðangur Ís-
lendinga á Everest, en í hópnum
voru Björn Ólafsson og Hallgrímur
Magnússon, frá Hjálparsveit skáta
í Reykjavík, og Einar Stefánsson, úr
Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Þeir
eru meðal reyndustu fjalla- og björg-
unarmanna landsins og höfðu afl-
að sér margháttaðrar reynslu af há-
fjallaklifri, meðal annars klifið Cho
Ouy í Tíbet, sem rís í 8.201 metra
hæð yfir sjávarmáli. Það var hæsti
tindur sem Íslendingar höfðu klifið.
Einar nefndi í samtali við blaða-
mann, áður en haldið var í ferðalag-
ið, að þrátt fyrir að ekki munaði nema
650 metrum á fjöllunum tveimur yrði
mun erfiðara að klífa Everest. Þeir
væru meðvitaðir um að talsverðar
líkur væru á að leiðangurinn heppn-
aðist ekki og sögðu að ekki yrði
teflt á tvær
hættur. Töl-
fræðin sýndi
að fjórir af
hverjum tíu
leiðöngrum
heppnuðust.
Áður en
haldið var
utan sagði
Björn Ólafs-
son í samtali
við blaða-
mann að
þeir myndu
nota súrefn-
iskúta þegar
komið væri í
8.000 metra
hæð, en um
18 klukku-
stundir tæki
að kom-
ast frá efstu
búðum á
tindinn.
Á þessari
leið væri
mikil
hætta á
kali, þar eð
loftið er afar þunnt sem veldur því að
blóðið þykknar og rennur illa út í húð-
ina. Veðrið væri þó stærsti áhættu-
þátturinn. Tindurinn er veðravíti en á
vorin eru þó mestar líkur á skaplegu
veðri. Fjallið er þá tiltölulega snjólétt
og monsúnrigningarnar ekki hafnar.
Hallgrímur sagði andlegan undir-
búning mikilvægan, enda yrðu leið-
angursmenn að starfa þétt saman
og vera viðbúnir að leysa aðsteðj-
andi vandamál í sameiningu. Sam-
starf þeirra um langt árabil við klifur
myndi án efa reynast þeim heilla-
drjúgt.
Fjallið Everest
n Edmund Hillary kom hingað til lands 1954 n Sex Íslendingar hafa komist á topp Everest
Sir Edmund Hillary á
Íslandi í janúar 1954
Hann hélt í tvígang erindi um
leiðangur sinn fyrir fullu húsi í
Austurbæjarbíói.
Sir Edmund Hillary
og Tenzing Norgay
Mennirnir sem fyrstir
klifu Everest-fjall.
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18
Lengri og breiðari
parketpLankar