Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 52
44 Fólk Helgarblað 9.–12. október 2015 Þ að gengur mjög vel að vinna með Sigmari. Hann er frábær; algjör draumafélagi, þá sér­ staklega vegna þess að hann er svo ofsalega fyndinn,“ segir útvarpskonan Guðrún Sóley Gests­ dóttir sem stjórnar Morgunútvarpi Rásar 2 ásamt fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni. Vont en það venst Útvarpsþátturinn hefst klukkan sjö og því þarf Guðrún Sóley að taka daginn snemma. „Ég mæti klukkan sex eða jafnvel fyrir sex. Það er vont en það venst. Við reynum að undir­ búa okkur að mestu daginn áður en það eru alltaf einhver smáatriði sem þarf að klára. Svo er nauðsyn­ legt að vekja röddina og koma sér í skikkanlegt skap og það geri ég með því að spjalla við leigubílstjór­ ann á leiðinni í vinnuna. Það er ein mikilvægasta stund dagsins,“ seg­ ir Guðrún Sóley sem neitar að fara snemma að sofa fyrir vikið. „Ég sofna aldrei fyrir miðnætti og helst ekki fyrr en eitt, tvö. Hins vegar held ég mér svo gangandi á „siestum“ hér og þar. Þannig virkar þetta hjá mér.“ Takmörkuð kunnátta Guðrún Sóley er 28 ára, menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Ís­ lands. Eftir að hafa starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu lá leiðin á fréttastofu RÚV. „Það eina sem ég kann er að skrifa og tala við fólk svo það lá beinast við að reyna að afla mér tekna út á þessa tak­ mörkuðu kunnáttu. Ég fór aðallega í starfið til þess að afla mér lífsviður­ væris með þeim hæfileikum sem mér voru gefnir. En sem betur fer finnst mér þetta mjög skemmtilegt.“ Útlit fyrir útvarp Guðrún Sóley tekur ekki undir að hún sé með sjónvarpsstjörnu­ drauma í maganum. „Ég er með útlit fyrir útvarp og mér líður mjög vel í útvarpinu. Ég er með útvarps­ blæti. Útvarpið er án efa vænleg­ asti miðillinn fyrir mig. Annars var ég á fréttastofunni í tvö ár og tek þar vaktir af og til en fæ ennþá kvalafullan kjánahroll þegar mér bregður fyr­ ir á skján­ um. Ég á rosalega erfitt með það. Þess vegna er ég best geymd í útvarpinu. Það borgar sig ekki að sjónvarpa þessu trýni.“ Goðsögnin Broddi Aðspurð segist hún alltaf hafa horft upp til Brodda Broddasonar og Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í bransanum. „Ég dái Brodda. Hann er goðsögn og dásamlegur maður. Svo eru ótrúlega margar flottar kon­ ur í þessu starfi. Jóhanna Vigdís er frábær fagkona sem sinnir starfi sínu af svo mikilli vandvirkni og hefur afrekað það sem fáum konum hefur tekist en það er að lifa lengi í þessum bransa. Konur virðast hafa svo asnalega stuttan líftíma í ís­ lenskum fjölmiðlum. Jóhanna Vig­ dís hefur heldur betur sigrast á því lögmáli.“ Heltekin af dýravernd Þegar Guðrún Sóley er ekki að vinna stundar hún jóga, les bækur og fer út að ganga með hundinn sinn, Matthildi. Aðspurð hvort hún fylgist grannt með samfélagsmál­ um segir hún svo ekki vera. Það er skammarlegt að segja frá því að ég er ekki fjölmiðlamanneskja sem hefur góða yfirsýn yfir það sem er í gangi í samfélaginu en ég dáist að slíku fjölmiðlafólki. Ég sökkvi mér miklu frekar á kaf í tilviljunarkennd málefni, sem ég verð ofsalega upp­ tekin af. Dýravernd er til dæmis eitt­ hvað sem ég hef afar mikinn áhuga á. Er ekki til eitthvað sjúkdómsheiti yfir þetta? Ég held allavega að þetta sé þekkt heilkenni.“ n „Ég er með útvarpsblæti“ Útvarpskonan Guðrún Sóley horfir upp til Brodda og Jóhönnu Vigdísar„Það borgar sig ekki að sjón- varpa þessu trýni. Með Matthildi Guðrún Sóley og Matthildur, hundurinn hennar, búa saman. Útvarpskona Guðrún Sóley sér um Morgunútvarp Rásar 2 ásamt Sig- mari Guðmundssyni. Mynd SiGTryGGur Ari indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Gera það gott í útlöndum Íslenskar uppistandskonur gera það gott í útlöndum þessa dag­ ana. Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir, sem báðar hafa getið sér gott orð fyrir uppistand heima á Íslandi, eru báðar komn­ ar í netúrslit í alþjóðlegu uppi­ standskeppninni Jokenation. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur senda inn 5 mín­ útna myndbönd með uppistandi. Keppnin er alþjóðleg en heimin­ um er skipt upp í svæði. Bylgja Ba­ býlons segir að það hljóti að telj­ ast nokkuð gott að tveir íslenskir uppistandarar af svæðinu Evrópa og Rússland hafi komist áfram í 20 manna úrslitin. Myndbönd þeirra Snjólaugar og 18 annarra uppistandara eru nú aðgengileg á netinu og al­ menningur getur gefið þeim stig, eða „læk“. Þeir þrír uppistandarar sem fá flest stigin komast áfram í undanúrslit ásamt fimm kepp­ endum sem dómnefnd velur. Einn keppandi frá hverju svæði kemst svo í lokakeppnina sem haldin er á stórri grínhátíð í Montreux í Sviss. Sá eða sú sem stendur uppi sem sigurvegari fær að fara í heims­ reisu með uppistandið. Bylgja segir að þá sé fyrst von á gróða, en hún er vön að flytja uppistand fyrir frían bjór, eins og stendur í kynningu hennar á keppnissíðunni. „Ég veit ekki hvort ég kemst áfram, það veltur allt á fjölda atkvæða á heimasíðunni. Þeir sem komast í undanúrslitin fá svo áheyrn hjá alls konar fólki sem sér um að bóka uppistandara um allan heim. Það er frábært tækifæri til að ná sér í sambönd. Heims­ túrinn væri auðvitað draumurinn, en við sjáum til.“ Bylgja hvetur að sjálfsögðu alla sem kunna á lyklaborð að heim­ sækja heimasíðu Jokenation og greiða sínu heimafólki atkvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.