Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 46
38 Menning Helgarblað 9.–12. október 2015 Aukabúnaður: TREND pakki sem kostar 400.000 í umboði. Innifalið: Samlitir stuðarar, handfrjáls búnaður, hraðastillir, kastarar, loftkæling, hiti í framrúðu, hiti í útispeglum, leðurstýri og gírhnúi, LED ljós í innréttingu, viðarklæðning í flutningsrými, hjólkoppar og drátt- arkrókur (180.000). Einnig: Fjarstýrðar samlæsingar, Rafdrifnar rúður og rafdrifnir speglar, spólvörn, stöðugleikakerfi, útvarp, vökvastýri. Okkar verð: 3.990.000,- án vsk. ( 4.947.600,- með vsk. ) Um 900.000 undir listaverði NÝR 2015 FORD TRANSIT CUSTOM 290 L2H1 TREND TDCI 125 ← Vísindi fyrir almenning Í Vísindabókinni er að finna stuttar og auðskiljanlegar útskýr- ingar fyrir almenning á ýmsu er varðar vísindi. Þar er líka fjöldi skýringarmynda, tilvitnanir og skemmtilegar myndskreytingar. Lausn á erfiðum málum Erfið samskipti er bók eftir Douglas Stone, Bruce Patton og Sheilu Heen. Þau eru kennarar við Harvard-háskóla og hafa sér- hæft sig í samskiptum, sátta- umleitunum og lausn deilumála. Í bókinni fjalla þau um leiðir til að taka þátt í erfiðum samtölum með það að markmiði að finna lausnir. Nýjar bækur Brotin sjálfsmynd þjóðar í hrunbókmenntum Guðrún Baldvinsdóttir skoðaði íslenskar skáldsögur um hrunið út frá kenningum trámafræða H runið er hinn óyfirstíganlegi sjóndeildarhringur hugs- unar okkar í dag – allt snýst beint eða óbeint um hrunið. Það er ekki aðeins atburður í sögubókum heldur var það skyndi- legt áfall sem gróf undan sjálfsmynd þjóðarinnar og neyddi hana til að endurskoða stöðu sína í heiminum – að minnsta kosti um stund. Guðrún Baldvinsdóttir, mastersnemi í bók- menntafræði, hefur rannsakað hvern- ig sjálfsmynd íslenskrar þjóðar í áfalli (e. traumatized) birtist í íslenskum hrunskáldsögum. Guðrún flutti fyrir- lestur um efnið á málþingi í Háskóla Íslands í tilefni af opnun þverfaglegs gagnabanka um hrunið fyrr í vikunni. Töldum að allt myndi breytast Guðrún notar kenningar trámafræð- anna til að greina fyrstu skáldsögurn- ar sem komu út eftir hrunið og fengust við það. „Tráma er ekki bara venjulegt áfall, sem við lendum auðvitað öll í, heldur er það áfall sem breytir allri heimsmynd okkar. Það er oft notað yfir upplifun heilla þjóða, sérstaklega eftir stríð. Á sama tíma og ég byrjaði að skoða hrunbókmenntir var ég að skoða stríðsbókmenntir og sá skugga- lega svipuð einkenni í viðbrögðum fólks. Ég verð reyndar sífellt hræddari við að tala um efnahagshrunið sem tráma þar sem það er venjulega not- að í svo afskaplega sterku samhengi og við virðumst vera í góðum málum í dag. En á ákveðnum tímapunkti hélt fólk að allt myndi breytast og það sést mjög vel í bókmenntum,“ segir Guð- rún. Áttu þá við að á þessum tíma hafi þjóð- in upplifað sjálfsmyndarhrun sem hún taldi að myndi breyta öllum tengslum hennar við umhverfi sitt? „Já, og ég held að það tengist með- al annars sterkri þjóðernishyggju sem hefur kannski fengið að lifa á Íslandi mun lengur en víðast hvar annars staðar. Það hefur verið trú á ákveðin séreinkenni Íslendinga og að við eig- um tilkall til ýmissa hluta vegna þess að við erum svona og hinsegin. Það er kannski fyrst með hruninu sem fram kemur raunveruleg ástæða til að efast um þetta.“ Hlutverk rithöfundarins Hvernig sýnist þér íslenskir rithöfund- ar hafa brugðist við fyrst eftir hrun? „Mín tilfinning er að annars vegar hafi þeir verið skrifa til að muna, og svo hins vegar að rithöfundurinn hafi farið að líta svo á að hann hefði ákveðið hlutverk í samfélaginu.“ Hún hefur sérstaklega skoðað hrunskáldsögur sem komu út strax árið 2009, um ári eftir hrun bank- anna og Guð blessi Ísland-ræðuna og sama ár og mestu mótmælin fóru fram á Austurvelli. Þetta eru til dæm- is Bankster eftir Guðmund Óskarsson og Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl. „Í Bankster fylgjumst við mjög náið með bankastarfsmanni sem hef- ur verið sagt upp og sjáum hvernig hann upplifir ákveðin trámaeinkenni í sínu persónulega lífi. Á sama tíma er hann að spegla samfélagið í sjálfu sér. Hann er að ganga í gegnum það sama og þjóðin er að ganga í gegnum. Guð- mundur staðsetur hann mjög skýrt í tíma. Það er augljóst hvenær hann er hvar og það er minnst á marga at- burði og þekkta einstaklinga. Eiríkur Örn snýr þjóðfélaginu hins vegar al- veg á hvolf í Gæsku. Þetta er dystópía og maður þekkir ekki fólkið sem er þar. En það er bylting sem á sér stað og karakterarnir eiga í mikilli innri kreppu. Í bókinni eru afar sterkar and- stæður milli þess sem gerist fyrir hrun eða fyrir byltingu, þar sem allt virðist frábært en öllum líður frekar illa, og eftir byltingu, þegar allt er hræðilegt en fólki líður betur. Mér finnst það líka vera eitt einkenni eftirhrunsáranna að fólk hugsar að það viti betur núna og finnst því líða betur, að við séum kannski fátæk en séum ánægð því við vitum sannleikann og þetta muni aldri gerast aftur.“ Trámatísk stíleinkenni Bækurnar sem um Guðrún fjallar um eru skrifaðir í miðri hringiðu illskilj- anlegra atburða. Þeir fjalla ekki aðeins um áfallið sjálft heldur birtast ákveðin trámatísk stíleinkenni í bókunum. „Það er uppbrot í hinni hefð- bundnu frásögn því tráma er í eðli sínu eitthvað sem er ekki línulegt heldur uppbrot. Það sést frekar vel í þessum bókum. Það eru líka endur- tekningar og svo er mikið um texta- tengsl. Það er bókmenntafræðilegt hugtak yfir það að nota annan texta og flytja inn í skáldsöguna. Bankster notar mikið raunverulega atburði, þennan og hinn tímapunkt, þegar allir eru á Austurvelli eða þegar Geir Haar- de hélt ræðu. Í Gæsku notar Eiríkur hins vegar gamlar blaðafréttir beint í textanum. En vegna þess að les- andinn býr yfir ákveðinni þekkingu eftir hrun – af því að hann veit sann- leikann um ástandið – eru þær orðnar mjög skrýtnar fyrir okkur,“ segir Guð- rún. Guðrún segir líklegt að þessi fyrstu viðbrögð höfunda við hruninu séu ólík þeim sem hafi komið síðar meir. „Þessar bækur komu út árið 2009 en það tekur yfirleitt meiri tíma að skrifa bók. Eiríkur Örn hefur reyndar sagt að hann hafi verið byrjaður að skrifa Gæsku fyrir hrun. Það var líka bara strax búið að skrifa Bankster og koma henni út, þannig að það er kannski ekkert sérstaklega djúp fagurfræði í henni. En hún er mikill vitnisburður um ákveðinn tíma. Svo koma aðrar bækur seinna þar sem rithöfundarnir hafa kannski tekið sér meiri tíma til að velta hlutunum fyrir sér,“ segir Guð- rún. n „Það hefur verið trú á ákveðin sérein- kenni Íslendinga og að við eigum tilkall til ýmissa hluta vegna þess að við erum svona og hinsegin. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Guð blessi Ísland Geir Haarde á einu eftir­ minnilegasta augnabliki hruntímabilsins. Guðrún Baldvinsdóttir „Á ákveðnum tímapunkti hélt fólk að allt myndi breytast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.