Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 43
Lífsstíll 35Helgarblað 9.–12. október 2015 Berlínarmúr við Höfða n Gjöf frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í Berlín n Litríkt nútímalistaverk þekur múrinn Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is H luti úr Berlínarmúrn- um stendur nú við Höfða. Dagur B. Eggertsson borgar stjóri tók formlega við hluta úr múrnum, sem eitt sinn aðskildi Vestur- og Austur- Berlín, á þjóðhátíðardegi Þjóð- verja, 2. október síðastliðinn. Í ár er haldið upp á 25 ára endursam- einingu Þýskalands, en þjóðhá- tíðardagur Þjóðverja gengur einnig undir nafninu Dagur þýskrar ein- ingar (Tag der Deutschen Einheit). Þessi hluti úr múrnum var gjöf frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í Berlín. Líkt og í heima- landinu þekur múrinn litríkt nú- tímalistaverk. Höfði var valinn út frá sögulegum ástæðum enda er hægt að tengja leiðtogafundinn árið 1986 sem einn þeirra lykilvið- burða sem mörkuðu upphaf loka Kalda stríðsins. Berlínarmúrinn var heilmikið mannvirki sem skildi Vestur- og Austur-Þýskaland. Hann var byggður árið 1961 og féll 9. nóv- ember 1989. Múrinn var oft kall- aður fasistavarnarmúrinn í Austur- Þýskalandi. Gífurlegur fjöldi sækir Berlín heim ár hvert til að skoða leifar múrsins. Ég hef fengið tæki- færi til þess og mæli eindregið með þeirri reynslu. Tim Renner, ráðuneytisstjóri menningar í Berlín, Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi, og fulltrúar listamiðstöðvarinnar í Berlín voru viðstaddir viðburðinn. Samskip sá um flutning á múr- bútnum, sem talinn er vega um fjögur tonn, frá Þýskalandi. Svip- uð verk hafa verið gefin til annarra staða í heiminum, en meðal annars má finna múrbita við Wende Museum í Los Angeles, Aspen Art Museum í Colorado, Imperial War Museum í London og Ronald Reagan-bókasafnið í Simi Valley í Kaliforníu. n Tekið á móti hluta úr Berlínarmúrnum Þeir sem eiga leið um Höfða ættu að gefa sér tíma til að staldra við og skoða hluta úr múrnum sem eitt sinn aðskildi Vestur- og Austur-Berlín. „Samskip sá um flutning á múr- bútnum, sem talinn er vega um fjögur tonn, frá Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.