Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Helgarblað 9.–12. október 2015
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
„Það kom enginn af himni
ofan og fjarlægði þau“
n Danielle og Richard hurfu sporlaust fyrir tíu árum n Nú vill FBI leysa málið og finna þau
T
íu ár eru langur tími þar
sem engu réttlæti er full
nægt fyrir tvær manneskj
ur sem gerðu ekkert rangt
og verðskulduðu þetta ekki,“
segir Marge Petrone, móðir Richards
Petrone sem hvarf fyrir um tíu árum
ásamt kærustu sinni, Danielle Imbo.
Til þeirra hefur ekki spurst í tíu ár
og Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
hefur ekki fengið neinar ábendingar
eða vísbendingar sem hafa leitt til
neinnar niðurstöðu um hvað varð af
fólkinu. Fyrir vikið er málið allt hið
undarlegasta en fjallað var um það á
vef FBI á dögunum.
Hurfu sporlaust
Það var 19. febrúar árið 2005 sem
Richard og Danielle hurfu sporlaust,
ásamt pallbíl sem var í eigu Richards.
Þau voru búsett í Fíladelfíu í Banda
ríkjunum og hefur FBI gefið út að
fólkinu hafi að líkindum verið komið
fyrir kattarnef af leigumorðingjum.
Hvarf þeirra og líklegt morð hafi
verið þaulskipulagt af nokkrum aðil
um. Það sé alveg ljóst að hvorki pall
bíll né tvær manneskjur geti horfið
án þess að tangur né tetur af þeim
finnist á tíu árum nema með slíkri
sérþekkingu og einbeittum brota
vilja.
Fólk hverfur ekki
án vísbendinga
„Þetta gerðist ekki bara sisvona. Við
teljum að þetta hafi verið skipulagt
af mikilli kostgæfni,“ segir Christian
Zajac alríkislögreglumaður. Lög
reglan býður nú þeim sem veitir
upplýsingar um hvarfið 15 þúsund
dollara, sem eru tæpar tvær milljónir
íslenskra króna. Þá hafa samtök boð
ið 50 þúsund dollara þeim sem geta
upplýst málið.
Richard og Danielle höfðu þekkst
um langa hríð, en aðeins nýlega
tekið saman. Danielle hafði staðið
í erfiðum skilnaði og Richard hafði
nokkru áður skilið við barnsmóður
sína. Þau fóru saman á bar og hittu
vini sína þetta kvöld. Richard grobb
aði sig af því að hann hefði fundið
frábært bílastæði fyrir pallbílinn sem
var stór og erfitt að leggja. Richard og
Danielle höfðu gengið í sama gagn
fræðaskólann en þegar að Danielle
skildi við eiginmann sinn hittust
þau aftur og urðu ástfangin. Danielle
vann hjá lánastofnun en Richard var
bakari.
Liggur undir grun – óformlega
Fyrrverandi eiginmaður Danielle,
Joe Imbo, hefur verið grunaður um
að bera ábyrgð á hvarfi þeirra, en
hefur aldrei fengið formlega stöðu
grunaðs manns eða sakbornings.
Á undanförnum árum hefur hann
ítrekað verið fenginn í skýrslu
töku en kveðst ekkert vita um af
drif þeirra. Richard hafði sagt föð
ur sínum nokkrum dögum áður að
hann hefði rifist við Joe og sagt að
hann væri nánast að ofsækja sig.
Taldi hann sig hafa fengið allt að 30
símtöl á nokkrum dögum þar sem
Joe Imbo skipaði Richard að halda
sig fjarri Danielle. Í samtali við fjöl
miðla sagðist Imbo skilja að hann
hefði ítrekað legið undir grun en að
hann vonaðist til þess að leit FBI
og aðgerðir færu að bera árangur.
Það væri mikilvægt fyrir fjölskyldur
þeirra allra og börn að málið yrði til
lykta leitt.
Þurfa að svara fyrir þetta
Richard og Danielle voru bæði
foreldrar og deildu forræði með
fyrrverandi mökum sínum. Þau
þóttu góðir foreldrar og voru náin
börnunum sínum. „Það kom enginn
af himni ofan og fjarlægði þau, þetta
var skipulagt,“ segir Marge. „Ein
hver þarf að svara fyrir þetta. Þeir
myrtu tvær saklausar manneskjur að
ástæðulausu. Danielle var yndisleg
kona og dásamleg móðir. Þau áttu að
fá að fylgjast með börnunum sínum
vaxa úr grasi.“ n
„Þeir
myrtu
tvær saklausar
manneskjur að
ástæðulausu
Hamingja Eftir
erfiðan skilnað
fann Danielle
ástina í örmum
Richards.
Saknað Fjölskyldur
Danielle og Richards vilja að
málið verði leyst. Þau eru
talin af en fjölskyldurnar
vona að hægt verið að
komast að því hvað varð
um þau.
Höfuðpaurinn fangelsaður
Græddi ellefu milljónir á dag fyrir kannabissölu
N
ordine Achouri hefur í
Marseille í Frakklandi verið
dæmdur í átta ára fangelsi.
Achouri seldi kannabis í stór
um stíl og hafði 80 þúsund evrur
í tekjur á dag, eða á milli 11 og 12
milljónir króna. Hann var einn helsti
fíkniefnasali landsins.
Achouri var höfuðpaurinn í
umfangsmiklum fíkniefnahring í
Marseille en 27 menn, auk hans,
hlutu dóma fyrir fíkniefnaviðskipti
á miðvikudag. Þeir dómar kváðu
um á bilinu eins til sex ára fang
elsi. Þeir héldu úti, samhliða fíkni
efnasölunni, vændisstarfsemi og
bæði vopna og eiturlyfjasmygli.
Philippe Vouland er verjandi
Achouri. Hann segir að dómurinn
hafi fallið án sannana. Skjólstæðing
ur sinn hafi aldrei snert fíkniefni og
hvað þá komist í tæri við illa fengið
fé en þess má geta að fyrir rúmum
tveimur árum haldlagði lögreglan
1,3 milljónir evra í reiðufé í höfuð
stöðvum starfseminnar. Voud land
telur að skjólstæðingur sinn hafi
hagnast á hefðbundnum viðskipt
um, jafnvel þó að hann hafi hvergi
verið skráður í vinnu undanfarin ár.
Achouri er þekktur undir nafninu
Nono í Frakklandi. Hann hefur verið
áberandi í gljálífinu þarlendis; hef
ur keypt reiðhesta fyrir kapp reiðar,
stundað spilavíti af kappi og eytt
háum fjárhæðum í lúxusvarning,
svo sem bíla og skartgripi. n
Kannabissali
Nordine Achouri
fékk átta ára dóm.