Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 13
Helgarblað 9.–12. október 2015 Fréttir 13
Lífrænt fæðu „fjölvítamín“ náttúrunnar færir þér yfir 100 næringaefni
Verndaðu þig fyrir pestum
og náðu þér upp
úr flensu* og kvefi með
Lifestream Spirulina
lífræn bætiefni fyrir alla
lífræn bætiefni fyrir alla
*Rannsóknir staðfesta árangur
Höfnin hafnaði 400
milljóna greiðslum
n AGC vill lóð í Helguvík n Thorsil hefur ekki greitt lóðagjöld til Reykjaneshafnar
L
ögmaður Atlantic Green
Chemicals (AGC) segir
Reykjanesbæ og Reykjanes-
höfn hafa orðið af lóðagjöld-
um upp á 400 milljónir króna
þegar ákveðið var að fyrirtækið
fengi ekki lóð í Helguvík sem því
hafi verið lofað árið 2011. Thorsil
ehf. fékk lóðina en stjórn hafnar-
innar ákvað í síðasta mánuði að
gefa fyrirtækinu tveggja og hálfs
mánaða frest til að greiða gatna-
gerðargjöld sem voru á gjalddaga í
lok september. Samkvæmt heimild-
um DV leiddi sú ákvörðun til þess
að greiðslufall á skuldbindingum
Reykjaneshafnar er yfirvofandi en
Thorsil hefur ekki greitt nein lóða-
gjöld frá því samið var um úthlutun
til fyrirtækisins í apríl 2014.
Lóðin mikilvæg
Jón Jónsson, lögmaður AGC, segir
í samtali við DV að fyrirtækið, sem
vill byggja lífalkóhól- og glýkól-
verksmiðju í Helguvík, hefði þurft
að greiða Reykjaneshöfn um 160
milljónir króna einum mánuði eft-
ir að lóðinni hefði verið úthlutað.
Lóðagjöldin miði við þá 44.467 fer-
metra af landi sem verksmiðjan hafi
óskað eftir en samkvæmt gjaldskrá
hafnarinnar hefði heildargreiðsla
lóðagjalda AGC numið alls 400
milljónum króna.
„AGC sótti um framkvæmdaleyfi
til Reykjanesbæjar í janúar 2015 en
var hafnað og því sagt að ástæðan
væri sú að það hefði ekki lóð. Þá kom
einnig fram að bærinn hefði hafnað
að úthluta AGC lóðinni, þvert á fyrri
loforð. AGC hafði fengið vilyrði fyrir
henni árið 2011 en síðan stöðvaðist
verkefnið þegar framkvæmdum við
kísilver á næstu lóð seinkaði. Þegar
það komst aftur á skrið var búið að
úthluta lóðinni til Thorsil,“ segir Jón
og heldur áfram:
„Hefði lóðinni verið úthlutað
til AGC hefðu almenn ákvæði um
lóðargjöld orðið virk og það þýtt
peninga í vasann fyrir höfnina.“
Fjölmiðlar hafa greint frá dómsmáli
sem AGC höfðaði gegn Reykjanes-
bæ, Reykjaneshöfn og Thorsil.
Málið var þingfest í apríl en frávís-
unarkrafa stefndu tekin fyrir í Hér-
aðsdómi Reykjaness í lok ágúst.
Ekki liggur fyrir hvort málið verður
útkljáð fyrir dómstólum eða því vís-
að frá.
„Þessi ákveðna staðsetning
skiptir AGC miklu máli bæði út af
nálægðinni við Helguvíkurhöfn en
einnig út af því að fyrirtækið ætl-
ar sér að nýta afgangsvarmaorku
frá kísilveri United Silicon á næstu
lóð til framleiðslu á efnunum. Óháð
niðurstöðu dómsmálsins þá hefur
AGC ekki fengið neinar skýringar á
því af hverju lóðinni var úthlutað til
Thorsil,“ segir Jón.
Stefnir í greiðslufall
Reykjaneshöfn, sem er í eigu
Reykjanesbæjar, sendi í gær til-
kynningu til Kauphallar Íslands þar
sem varnaðarorð um að til greiðslu-
falls geti komið á skuldbinding-
um fyrirtækisins þann 15. október
voru ítrekuð. Höfnin sendi aðra til-
kynningu í lok síðustu viku og kom
þar fram að stjórnendur hennar
hefðu óskað eftir fjármögnun frá
Reykjanesbæ eftir að samnings-
bundnar greiðslur til fyrirtækis-
ins skiluðu sér ekki á réttum tíma.
Sveitarfélagið hafnaði þeirri beiðni
í gær og Reykjaneshöfn óskaði
í kjölfarið eftir greiðslufresti og
kyrrstöðu tímabili frá kröfuhöfum
til 30. nóvember næstkomandi.
Fyrirtækið boðaði jafnframt til
kröfuhafafundar þann 14. október
næstkomandi þar sem fjárhags-
staða hafnarinnar verður kynnt
og kröfuhafar taka ákvörðun um
hvort greiðslufresturinn verði
samþykktur.
Hákon Björnsson, framkvæmda-
stjóri Thorsil, sem vill reisa kísil-
málmverksmiðju í Helguvík, vildi í
samtali við DV á mánudag ekki upp-
lýsa hversu mikið fyrir tækið hafi átt
að greiða höfninni í lóðagjöld í lok
september. Halldór Karl Hermanns-
son, hafnarstjóri Reykjaneshafnar,
segir að höfninni hafi ekki borist
neinar greiðslur frá Thorsil vegna
lóðarinnar.
„Þetta hefur dregist bæði út af
skipulagsmálum hjá okkur og svo
tók lengri tími en áætlað var að af-
greiða starfsleyfi Thorsil. Það sama
hefur gerst með aðrar verksmiðj-
ur og þetta léttir auðvitað ekki á
stöðu hafnarinnar,“
segir Halldór. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Hefði lóðinni ver-
ið úthlutað til AGC
hefðu almenn ákvæði
um lóðargjöld orðið virk
og það þýtt peninga í
vasann fyrir höfnina.
Helguvík Reykjaneshöfn hefur verið rekin með alls þriggja
milljarða króna tapi frá ársbyrjun 2009. Eins og komið hefur
fram á Reykjanesbær, skuldsettasta sveitarfélag landsins, í
viðræðum við kröfuhafa sína um verulegar afskriftir á alls 40
milljarða króna skuldum og hefur óskað eftir alls 2,3 milljarða
ríkisstyrk vegna hafnarframkvæmda í Helguvík. Mynd SiGtryGGur Ari
rekur málið
Jón Jónsson, lögmaður
AGC, segir umhverfis-
mat vegna verksmiðju
fyrirtækisins hafa lokið
2012 og að Reykjanes-
bær hafi gefið afar
jákvæða umsögn um
verkefnið.
Mynd HErAdS-
Myndir