Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 9.–12. október 2015 Fólk Viðtal 25 Salka Sól Eyfeld er sannarlega stórstjarna á íslenskan mælikvarða. Hún er ein vinsælasta söng- kona landsins, höfundur tónlistar í einni aðalsýn- ingu vetrarins á fjölum Þjóðleikhússins og dómari í The Voice. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður varði parti úr degi með Sölku þar sem þær spjölluðu meðal annars um listina, lífið, einelti og femínisma. V ið Salka Sól mælum okkur mót í upptökustúdíóinu Sýrlandi þar sem hún er þessa dagana að taka upp tónlistina úr Hróa hetti. Þegar ég geng inn í Sýrland heyri ég söngrödd Sölku og geng á hljóðið. Hún er að syngja fallegt og angur- vært ástarlag við einfaldan píanó- leik. Röddin er mögnuð, dálítið rám og einlæg. Salka er dálítið eins og sólin, frámunalega sjarmerandi og með fádæma aðdráttarafl. Hún sér mig, knúsar mig bros- andi og býður upp á kaffi. „Ég fæ mér bara svona sterkan bolla, er það ekki í lagi?“ Ég þakka og við fáum okkur sæti á skrifstofu fullri af snúrum, tölvum og tækjum. „Æ, við erum bara aðeins að hita upp,“ segir hún, „það hefur gengið svo vel með Hróa hött og tónlistin fengið góða dóma, að við gátum loksins skellt okkur á fullt í þessar upptökur.“ Ég set upptöku á símanum í gang og við byrjum að spjalla um verkefni Sölku þessa dagana, sem eru fjöl- breytt og mörg. „Það er nóg að gera hjá mér, ég er mjög upptekin en kvarta alls ekki. Það er gaman að hafa nóg að gera og ég er svo glöð að geta unnið við það sem ég helst vil. Sumarið hjá mér fór í að semja tónlistina fyrir Hróa og æfa verkið. Svo var frumsýnt og ég er í öllum sýningunum, mörg kvöld í viku. Þetta er fyrsta leikhúsverkefnið mitt en ég var að landa öðru hlut- verki í gær,“ segir Salka og ánægjan leynir sér ekki. Leikhús, útvarp og margt annað „Ég má alveg segja frá hlutverkinu, það er í Djöflaeyjunni sem verður sett upp í Þjóðleikhúsinu eftir ára- mót en Baltasar Kormákur og Atli Rafn ætla að leikstýra. Hlutverkið er lítið, en ég fæ bæði að leika og syngja. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég leik á sviði, því í Hróa hetti flyt ég tónlist en er ekki með leikrullu. Ég hef áður unnið með Balta, í Ófærð, sem tekin var upp síðasta vetur. Þar var ég líka í litlu hlutverki.“ Æfingar á Djöflaeyjunni hefjast fljótlega og Salka segist mjög spennt fyrir því að fá að taka þátt í uppsetn- ingu verks sem hefur lifað lengi í hjörtum landsmanna. „Balti sagði mér að hann hefði hitt konuna sem minn karakter byggist á og að hún hefði meira að segja verið dálítið lík mér. Það var mjög gaman að heyra það. Fyrir utan vinnuna í leikhúsinu er ég í Popplandinu á Rás 2 tvo daga í viku. Mér finnst afskaplega gaman að vera komin þangað aftur, maður hættir ekki svo auðveldlega á RÚV. Það á vel við mig að vera útvarps- plötusnúður. Svo er ég á fullu með hljómsveitinni minni, Amabadama. Airwaves-hátíðin er fram undan og við spilum heilmikið á henni. Já, og ég er líka í Reykjavíkurdætr- um, þó að ég sé ekki mjög virk þar. Í desember verður líka nóg að gera hjá mér eins og öðrum söngvurum, jólahlaðborð og alls konar hátíðir.“ Verkefni fyrir tvo Ég er farin að stressast upp fyr- ir hönd Sölku, þvílík stundaskrá! En hún er hvergi nærri hætt. „Ég er líka dómari í The Voice. Það er svo gaman, og fyrsti þátturinn sem var sýndur fékk frábærar viðtökur. Núna stendur yfir þjálfun söngvaranna og tökur eru í fullum gangi, svo verða beinar útsendingar í nóvember.“ Verkefni Sölku gætu líklega haldið tveimur vel virkum manneskjum sæmilega uppteknum. Hún heldur áfram að segja mér frá The Voice. „Ég hitti Voice-karl í gær sem hefur komið nálægt framleiðslu þáttanna um allan heim. Hann hrósaði mér svo fallega, sagði að ég væri mann- eskjan sem Voice þyrfti að hafa í öll- um löndum, samt skildi hann ekki orð af því sem ég sagði. Það var mjög gaman að heyra það.“ Ég spyr Sölku hvort hún verði aldrei uppgefin af allri þessari vinnu. „Mér finnst þetta allt svo skemmtilegt og tími ekki að sleppa neinu. Ég vil taka þátt í öllu og er bara mjög þakklát fyrir tækifærin.“ Lífið sem stórstjarna Fyrir nokkrum misserum vissu fáir af Sölku en hún hefur sannar- lega skotist með ógnarhraða upp á íslenska stjörnuhimininn. Ég spyr hana næst hvernig það sé að vera stórstjarna á Íslandi. Sölku finnst spurningin fyndin. „Vá, það er fyndið að heyra þig orða þetta svona. Ég er ekkert afskaplega upp- tekin af frægðinni. Ég á mína rútínu og nýt þess í botn að vinna í öllum verkefnunum mínum. Athyglin sem hefur fylgt þessu er bara skemmti- leg, alla vega að langmestu leyti. Það er samt stórkostleg breyting á lífi manns að finna að það eru augu á manni alls staðar. Ég man eftir einu atviki skömmu eftir að fólk var farið að þekkja mig að ég las um það á Twitter að ég hefði verið í sundi. Ég hafði ekki tek- ið eftir því að það væri fylgst með mér í þessari sundferð og fannst þetta frekar óþægilegt. Varð eig- inlega bara dálítið lítil í mér. En þetta vandist og truflar mig ekki í dag að vita af augunum sem fylgja mér. Ef fólk gefur sig á tal við mig er það bara skemmtilegt og á góðum nótum. Ég er sjálf algjör spjallari og finnst gaman að kynnast nýju fólki, svo þetta á alls ekki illa við mig.“ Íslendingar eru gjarnir á að drekka úr sér feimni og eftir að hafa setið part úr kvöldi með Sölku, sem tók brosandi á móti skjalli, spjalli og faðmlögum frá fullum aðdáend- um, á krá í borginni, liggur beint við að spyrja að því hvernig hún upplifi þær stundir. „Jú, það er alltaf eitt- hvað um að fullt lið elti mig á rönd- um, en ég hlæ bara og kvarta ekkert yfir því. Yfirleitt eru þessi samskipti svo jákvæð og saklaus.“ Fyrirmynd í góðum siðum Þegar tólf ára dóttir mín frétti að ég ætti stefnumót við Sölku Sól, fékk hún stjörnur í augun og spurði hvort hún mætti koma með, og ekki varð hún síður hrifin af því að móðir hennar væri með símanúm- er Sölku í skránni. Því miður hafði skólinn forgang að þessu sinni, en það er ljóst að dóttir mín og stelpur á hennar reki eru miklir aðdáendur Sölku. Hún er svokölluð fyrirmynd. „Já, það eru margir sem segja það við mig. Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér. Þegar við hugsum um þetta orð, fyrirmynd, sjáum við yfirleitt fyrir okkur afreksmenn í íþróttum sem lifa heilsusamlegu lífi. Ég vona frekar að ég sé fyrirmynd á annan hátt – að krakkarnir sjái sterka konu í karllægum heimi. Ég er ófeimin við að vera ég sjálf og segja það sem ég er að hugsa. Ég ritskoða mig ekki og það er allt í lagi. Ég vona að krakk- arnir sjái að það er í lagi að vera ein- lægur, sama hvað þau taka sér fyrir hendur, hvort sem það eru íþróttir, tónlist, leiklist eða annað. Ég finn sérstaklega fyrir þessu með stelpur, eins og dóttur þína, og tek því fagn- andi. Þær koma upp að mér og tala við mig og senda mér skilaboð. Þetta er ekkert sem ég lagði upp með eða ætlaði mér að gera, en skemmtileg hliðarverkun. Kannski þróaðist þetta á þennan hátt því ég var að rappa og það var ekki mikið um rappstelpur. Ég vona að ég hafi opnað einhvern glugga sem sýndi að það má allt, sama af hvaða kyni þú ert og hver upp- runi þinn er. Ég er ekki stelpa úr amerísku fátækrahverfi, en ég má samt rappa. Ég rappa um það sem ég upplifi, um minn veruleika – þannig er ég trú sjálfri mér og fólk finnur það og veit. Mér finnst þetta mikilvægast í rappi, að fólk rappi um reynsluna sína. Sumir búa til karakter en það er í raun allt annað fyrirbæri. Ég var til dæmis að kynna í Eurovision og rappaði um það, við í Reykjavíkurdætrum sömdum lag um kynferðisofbeldi, því það er eitt- hvað sem konur lenda í. Einlægnin skín alltaf í gegn.“ Stelpur í rappi Íslenska rappsenan er í mikilli upp- sveiflu, en strákar hafa verið mun meira áberandi hingað til. Salka er þó sannfærð um að þar sé að verða breyting á. „Þar til nýlega vantaði stelpur leyfi til að rappa, það var bara ekki komið. Eftir að Reykja- víkurdætur, ég og fleiri komu fram, hefur þetta breyst. Núna er leyfið komið og vettvangurinn er til staðar. Þetta þýðir vonandi að fullt af tólf ára stelpum byrja að rappa núna og verða 100 sinnum betri en ég eftir nokkur ár.“ Reykjavíkurdætur eru að sögn Sölku hálfgert kvenfélag, en þær hafa staðið reglulega fyrir rappkonu kvöldum. „Ég fór síðast sem áhorfandi og það var ótrúlega mikið af konum sem komu á svið, voru kannski að rappa opinberlega í fyrsta skipti, og stóðu sig frábærlega. Það var svo mikil stemning í salnum að eftir hlé tróð fullt af stelpum upp sem höfðu bara komið til að horfa en áttu rapptexta í fórum sínum og gátu ekki látið tækifærið fram hjá sér fara. Þegar ég horfði yfir hóp- inn áttaði ég mig á að það eru jafn- vel fleiri stelpur en strákar að rappa á Íslandi. Það leit að minnsta kosti þannig út.“ Heldur með konum Salka er mikil stuðningskona kvenna almennt og segist finna fyrir því að sterkar og flottar stelpur eru að verða meira og meira áberandi í menningarlífinu. „Ég er búin að ákveða að halda með stelpum í hverju sem þær taka sér fyrir hendur. Ég nenni ekki gömlu klisjunni um að konur séu konum verstar. Ég reyni alltaf að peppa stelpur upp, hvort sem það er í samtölum, á Twitter, í viðtölum eða annars staðar. Við Saga Garðars og Steiney Skúladóttir vorum einmitt að ræða það um daginn hvað strák- ar virðast duglegri við að búa sér til skjallhópa og hvetja hver annan. Stelpur eru gjarnari á að vera í samkeppni sín á milli. Það er samt eitthvað í loftinu núna, samkenndin milli listakvenna er að aukast og ég vil ýta undir það.“ Appelsínugula myndin Það vakti athygli að Salka Sól tók þátt í samfélagsbyltingunni á Beauty tips, þar sem notendur Face- book birtu ýmist gular eða app- elsínugular notendamyndir til að vekja athygli á kynferðisofbeldi. Salka birti þar appelsínugula mynd sem táknaði að hún hefði sjálf upp- lifað kynferðisofbeldi. Ég spyr Sölku út í þetta, hún andar djúpt og tekur sér smá tíma í að byrja að segja mér frá. „Það tók smá tíma að koma mér í að birta myndina. Ég var ekki sú fyrsta í þessu átaki og ekki númer tvö heldur – ég hugsaði málið lengi. Það er svo skrítið að upplifa hræðslu við viðbrögð, en mér fannst þessi samkennd í þjóðfélaginu svo mögn- uð og tók ákvörðun um að birta myndina. Ég fékk samt ekki þörf eða löngun til þess að skrifa um það sem ég varð fyrir eða fara út í smá- atriðin, en vegna samkenndarinnar fannst mér ég loksins geta sagt þetta upphátt. Að ég hefði orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi. Ég er búin að vinna úr minni reynslu og taka sjálfa mig í sátt og vonaðist til þess að mín mynd fengi kannski einhvern ann- an til að hugsa og gera eitthvað í Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Umræðan skiptir máli Salka Sól hefur tekið þátt í aðgerðum gegn þöggun á samfélags- miðlum. Hún hefur bæði komið fram sem þolandi kynferðisofbeldis og eineltis. „Ég er ekkert afskaplega upptekin af frægð- inni. Ég á mína rútínu og nýt þess í botn að vinna í öllum verkefnun- um mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.