Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is NISSAN QASHQAI SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, ný heilsársdekk. Verð 3.290.000. Raðnr.254190 BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 28 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.254156 VW JETTA COMFORTLINE DIESEL 03/2006, ekinn 142 Þ.km, 5 gíra. Aukafelgum með vetrardekkjum. Verð 1.390.000. Raðnr.253863 HYUNDAI TUCSON 4X4 04/2006, ekinn 165 Þ.km, diesel, 6 gíra. Einn eigandi! Verð 1.090.000. Raðnr.286459 M.BENZ GL 550 AMG 4MATIC 03/2008, ekinn 43 Þ.km, 383 hö, bensín, sjálfskiptur, 7 manna. Verð 8.880.000. Raðnr.253292 Steinunn og Finnur keyptu 5% hlut í spænskum lyfjarisa n Hlutur hjónanna í Invent Farma metinn á um milljarð n Burðarás seldi 21,7% hlut fyrir 4,1 milljarð F járfestingafélag í eigu hjón­ anna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefáns sonar keypti 5% hlut í spænska samheitalyfjafyrirtækinu In­ vent Farma undir lok síðasta árs. Er hluturinn metinn á um milljarð króna og er félag þeirra hjónanna fjórði stærsti hluthafi Invent Farma. Þetta má lesa út úr nýjasta árs­ reikningi Invent Farma en fyrirtæk­ ið er að langstærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupin voru gerð í nafni Arkurs, félags í eigu Steinunnar, og var það Burðarás eignarhalds­ félag sem seldi hlutinn, samkvæmt heimildum DV. Burðarás eignaðist 23% hlut í lyfjafyrirtækinu árið 2013 þegar félagið, ásamt Framtakssjóði Íslands, keypti samtals 61% hlut í Invent Farma fyrir ríflega tíu millj­ arða króna. Burðarás var upphaflega stofnað af Straumi fjárfestingabanka undir árslok 2012 samhliða áformum um að koma á fót einum stærsta fram­ takssjóði landsins. Kaupin á Invent Farma, sem voru að öllu leyti fjár­ mögnuð með brúarláni frá Arion banka, áttu að vera fyrsta fjárfesting Burðaráss framtakssjóðs. Þau reyndust hins vegar jafnframt þau síðustu þar sem ekki tókst að ganga frá áskriftum að hlutafé í sjóðinn, líkt og væntingar höfðu staðið til. Félagið sat því eftir með tæplega fjórðungshlut í Invent Farma, fjár­ magnaðan með bankaláni sem bar um 14% vexti, og þurfti því að leita að nýjum kaupanda að hlutnum. Burðarás kom út á sléttu Það var að lokum framtakssjóðurinn Horn II sem keypti eignarhlut Burða­ ráss að stærstum hluta, eins og hafði verið upplýst um í Viðskiptablaði Morgunblaðsins haustið 2014. Kaup­ in gengu endanlega í gegn í nóvem­ ber á liðnu ári, samkvæmt heimild­ um DV, eftir að Seðlabankinn hafði veitt tilteknar undanþágur frá höft­ um svo salan á hlut Burðaráss næði fram að ganga. Horn II á um 79% hlut hlutafélaginu IF sem heldur utan um 16,8% eignarhlut í Invent Farma. Aðrir hluthafar IF hf. eru hlutabréfasjóðir í rekstri Landsbréfa og Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Var hlutur IF í Invent Farma keyptur á 3,18 milljarða króna. Það tók Burðarás því rúmlega eitt ár að losa sig við hlutinn í Invent Farma en félagið átti þó enn 1,3% hlut í árslok 2014. Sá eignarhlutur er fjármagnaður með láni frá Arion banka og Straumi (sem hefur sam­ einast MP banka) sem er á gjald­ daga í þessum mánuði. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Burðaráss að 21,7% hluturinn í lyfjafyrirtæk­ inu hafi verið seldur fyrir 4,1 millj­ arð króna og bókfærir félagið hagn­ að upp á 412 milljónir króna vegna sölunnar. Sé hins vegar tekið tillit til gríðarlegs vaxtakostnaðar Burðar­ áss vegna lántökunnar við að kaupa hlutinn haustið 2013 – hann nemur um 370 milljónum á árunum 2013 og 2014 – þá kemur félagið nánast út á sléttu við söluna. Móðurfélag Burðaráss er eignaumsýslufélagið ALMC sem var eigandi Straums fjár­ festingabanka fram í júlí 2014. Íslendingar eiga 93% hlut Í júní á þessu ári sameinaðist Arkur eignarhaldsfélaginu Snæbóli, sem var í eigu Finns Reyrs, undir nafn­ inu Snæból. Eru hjónin Steinunn og Finnur Reyr skráð hvort fyrir sínum 50% hlutnum í Snæbóli sem heldur núna utan um 5% eignarhlutinn í Invent Farma. Fjárhagsstaða Snæ­ bóls er gríðarlega sterk en sam­ kvæmt samrunaáætlun nam eigið fé þess ríflega fimm milljörðum króna í árslok 2014. Finnur Reyr hefur á síðustu árum, ásamt Steinunni, sem er dóttir Jóns Helga í Byko, komið að ýmsum fjárfestingum í viðskipta­ lífinu. Sumarið 2014 fóru hann og Tómas Kristjánsson, viðskiptafé­ lagi hans í gegnum fjárfestingafé­ lagið Siglu, meðal annars fyrir hópi fjárfesta sem keyptu meirihluta í Straumi. Finnur er í dag varafor­ maður stjórnar sameinaðs félags Straums og MP banka. Auk Framtakssjóðs Íslands og félags í eigu Horn II þá er Friðrik Steinn Kristjánsson, einn stofnanda Invent Farma og núverandi stjórn­ arformaður, í hópi þriggja stærstu hluthafa með ríflega 27% hlut. Á síð­ asta ári minnkaði hlutur hans í fé­ laginu hins vegar um fimm prósent á sama tíma og tryggingafélagið Sjó­ vá eignaðist 1,7% hlut auk þess sem Invent Farma keypti eigin bréf fyrir fjárhæð sem nemur 3,17% hlut. Þá áttu ýmsir erlendir starfsmenn In­ vent Farma um 7% hlut í félaginu í árslok 2014. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Samheitalyfja- fyrirtæki Invent Farma var stofnað árið 2005 þegar íslenskir fjárfestar keyptu lyfjaverk- smiðjur á Spáni. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og var stofnað þegar hópur íslenskra fjárfesta keyptu lyfjaverksmiðjur þar í landi árið 2005. Rekstur félagsins hefur gengið vel og á síðasta ári nam hagnaður þess 8,1 milljón evra, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna, og jókst um milljón evrur frá fyrra ári. EBITDA-hagnaður Invent Farma – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam tæplega 21 milljónum evra og batnaði um 3,4 milljónir evra frá árinu 2013. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var 83,5 milljónir evra, jafnvirði um 12 milljarða króna, og var EBITDA-framlegð Invent Farma því um fjórðungur sem hlutfall af heildartekjum félagsins. Fram kemur í ársreikningi Invent Farma að í desember 2014 hafi félagið sagt upp lánasamningum sínum við Arion banka að fjárhæð samtals 45 milljóna evra, jafnvirði 6,5 milljarða króna. Samtímis gerði félagið samkomulag um sambanka- lán við spænsku bankana BBVA og Banco Sabadell. Er sú fjármögnun á umtalsvert betri kjörum, eða sem nemur 175–200 punkta vaxtaálagi ofan Euribor-milli- bankavexti borið saman við 425 punkta vaxtaálag hjá Arion banka. Á meðal tíu stærstu á Spáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.