Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 12
12 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is NISSAN QASHQAI SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, ný heilsársdekk. Verð 3.290.000. Raðnr.254190 BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 28 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.254156 VW JETTA COMFORTLINE DIESEL 03/2006, ekinn 142 Þ.km, 5 gíra. Aukafelgum með vetrardekkjum. Verð 1.390.000. Raðnr.253863 HYUNDAI TUCSON 4X4 04/2006, ekinn 165 Þ.km, diesel, 6 gíra. Einn eigandi! Verð 1.090.000. Raðnr.286459 M.BENZ GL 550 AMG 4MATIC 03/2008, ekinn 43 Þ.km, 383 hö, bensín, sjálfskiptur, 7 manna. Verð 8.880.000. Raðnr.253292 Steinunn og Finnur keyptu 5% hlut í spænskum lyfjarisa n Hlutur hjónanna í Invent Farma metinn á um milljarð n Burðarás seldi 21,7% hlut fyrir 4,1 milljarð F járfestingafélag í eigu hjón­ anna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefáns sonar keypti 5% hlut í spænska samheitalyfjafyrirtækinu In­ vent Farma undir lok síðasta árs. Er hluturinn metinn á um milljarð króna og er félag þeirra hjónanna fjórði stærsti hluthafi Invent Farma. Þetta má lesa út úr nýjasta árs­ reikningi Invent Farma en fyrirtæk­ ið er að langstærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupin voru gerð í nafni Arkurs, félags í eigu Steinunnar, og var það Burðarás eignarhalds­ félag sem seldi hlutinn, samkvæmt heimildum DV. Burðarás eignaðist 23% hlut í lyfjafyrirtækinu árið 2013 þegar félagið, ásamt Framtakssjóði Íslands, keypti samtals 61% hlut í Invent Farma fyrir ríflega tíu millj­ arða króna. Burðarás var upphaflega stofnað af Straumi fjárfestingabanka undir árslok 2012 samhliða áformum um að koma á fót einum stærsta fram­ takssjóði landsins. Kaupin á Invent Farma, sem voru að öllu leyti fjár­ mögnuð með brúarláni frá Arion banka, áttu að vera fyrsta fjárfesting Burðaráss framtakssjóðs. Þau reyndust hins vegar jafnframt þau síðustu þar sem ekki tókst að ganga frá áskriftum að hlutafé í sjóðinn, líkt og væntingar höfðu staðið til. Félagið sat því eftir með tæplega fjórðungshlut í Invent Farma, fjár­ magnaðan með bankaláni sem bar um 14% vexti, og þurfti því að leita að nýjum kaupanda að hlutnum. Burðarás kom út á sléttu Það var að lokum framtakssjóðurinn Horn II sem keypti eignarhlut Burða­ ráss að stærstum hluta, eins og hafði verið upplýst um í Viðskiptablaði Morgunblaðsins haustið 2014. Kaup­ in gengu endanlega í gegn í nóvem­ ber á liðnu ári, samkvæmt heimild­ um DV, eftir að Seðlabankinn hafði veitt tilteknar undanþágur frá höft­ um svo salan á hlut Burðaráss næði fram að ganga. Horn II á um 79% hlut hlutafélaginu IF sem heldur utan um 16,8% eignarhlut í Invent Farma. Aðrir hluthafar IF hf. eru hlutabréfasjóðir í rekstri Landsbréfa og Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Var hlutur IF í Invent Farma keyptur á 3,18 milljarða króna. Það tók Burðarás því rúmlega eitt ár að losa sig við hlutinn í Invent Farma en félagið átti þó enn 1,3% hlut í árslok 2014. Sá eignarhlutur er fjármagnaður með láni frá Arion banka og Straumi (sem hefur sam­ einast MP banka) sem er á gjald­ daga í þessum mánuði. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Burðaráss að 21,7% hluturinn í lyfjafyrirtæk­ inu hafi verið seldur fyrir 4,1 millj­ arð króna og bókfærir félagið hagn­ að upp á 412 milljónir króna vegna sölunnar. Sé hins vegar tekið tillit til gríðarlegs vaxtakostnaðar Burðar­ áss vegna lántökunnar við að kaupa hlutinn haustið 2013 – hann nemur um 370 milljónum á árunum 2013 og 2014 – þá kemur félagið nánast út á sléttu við söluna. Móðurfélag Burðaráss er eignaumsýslufélagið ALMC sem var eigandi Straums fjár­ festingabanka fram í júlí 2014. Íslendingar eiga 93% hlut Í júní á þessu ári sameinaðist Arkur eignarhaldsfélaginu Snæbóli, sem var í eigu Finns Reyrs, undir nafn­ inu Snæból. Eru hjónin Steinunn og Finnur Reyr skráð hvort fyrir sínum 50% hlutnum í Snæbóli sem heldur núna utan um 5% eignarhlutinn í Invent Farma. Fjárhagsstaða Snæ­ bóls er gríðarlega sterk en sam­ kvæmt samrunaáætlun nam eigið fé þess ríflega fimm milljörðum króna í árslok 2014. Finnur Reyr hefur á síðustu árum, ásamt Steinunni, sem er dóttir Jóns Helga í Byko, komið að ýmsum fjárfestingum í viðskipta­ lífinu. Sumarið 2014 fóru hann og Tómas Kristjánsson, viðskiptafé­ lagi hans í gegnum fjárfestingafé­ lagið Siglu, meðal annars fyrir hópi fjárfesta sem keyptu meirihluta í Straumi. Finnur er í dag varafor­ maður stjórnar sameinaðs félags Straums og MP banka. Auk Framtakssjóðs Íslands og félags í eigu Horn II þá er Friðrik Steinn Kristjánsson, einn stofnanda Invent Farma og núverandi stjórn­ arformaður, í hópi þriggja stærstu hluthafa með ríflega 27% hlut. Á síð­ asta ári minnkaði hlutur hans í fé­ laginu hins vegar um fimm prósent á sama tíma og tryggingafélagið Sjó­ vá eignaðist 1,7% hlut auk þess sem Invent Farma keypti eigin bréf fyrir fjárhæð sem nemur 3,17% hlut. Þá áttu ýmsir erlendir starfsmenn In­ vent Farma um 7% hlut í félaginu í árslok 2014. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Samheitalyfja- fyrirtæki Invent Farma var stofnað árið 2005 þegar íslenskir fjárfestar keyptu lyfjaverk- smiðjur á Spáni. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og var stofnað þegar hópur íslenskra fjárfesta keyptu lyfjaverksmiðjur þar í landi árið 2005. Rekstur félagsins hefur gengið vel og á síðasta ári nam hagnaður þess 8,1 milljón evra, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna, og jókst um milljón evrur frá fyrra ári. EBITDA-hagnaður Invent Farma – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam tæplega 21 milljónum evra og batnaði um 3,4 milljónir evra frá árinu 2013. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var 83,5 milljónir evra, jafnvirði um 12 milljarða króna, og var EBITDA-framlegð Invent Farma því um fjórðungur sem hlutfall af heildartekjum félagsins. Fram kemur í ársreikningi Invent Farma að í desember 2014 hafi félagið sagt upp lánasamningum sínum við Arion banka að fjárhæð samtals 45 milljóna evra, jafnvirði 6,5 milljarða króna. Samtímis gerði félagið samkomulag um sambanka- lán við spænsku bankana BBVA og Banco Sabadell. Er sú fjármögnun á umtalsvert betri kjörum, eða sem nemur 175–200 punkta vaxtaálagi ofan Euribor-milli- bankavexti borið saman við 425 punkta vaxtaálag hjá Arion banka. Á meðal tíu stærstu á Spáni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.