Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015
Láttu þér líða vel
Opnunartími
Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00
Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00
meccaspa.is
Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma)
Gildir f
yrir alla
r
tegund
ir af nu
ddi við
afhend
ingu þe
ssa
miða.
20%
afsláttu
r
Spretta úr spori
fyrir Sýrland
Á
sunnudag, 11. október, býðst
öllum sem vilja að taka þátt í
Sýrlandshlaupinu í Laugardal,
þar sem hlaupið verður fyrir
gott málefni. Það er Rauði kross Ís-
lands sem stendur fyrir hlaupinu,
en ætla má að flóttamannavandinn í
Sýrlandi hafi ekki farið fram hjá nein-
um. Um 10 milljónir Sýrlendinga eru
á flótta frá ríkinu og á vergangi í leit
að öruggum heimkynnum. Hlaupið
er fimm kílómetra langt, en styrktarfé
sem safnast verður nýtt til að styrkja
starfsemi Rauða krossins á Íslandi
en hann fjármagnar heilsugæslu á
hjólum sem aðstoðar flóttafólk sem
þarf á neyðarheilbrigðisþjónustu
að halda. Slík heilbrigðisþjónusta
felur meðal annars í sér aðstoð við
fórnarlömb sprenginga og óbreytta
borgara sem hafa orðið fyrir skaða
af völdum stríðsátaka. Hlaupið verð-
ur ræst klukkan 11.00 fyrir hádegi
á sunnudag og hlaupið verður um
Laugardalinn og ræst frá Laugardals-
velli. Þátttökugjald fyrir þá sem eru
eldri en fimmtán ára er 2.500 krónur
ef greitt er dagana fyrir hlaupið, en
verður 3.500 á hlaupadegi. Börn
undir fimmtán ára aldri styrkja
Rauða krossinn um 500 krónur með
þátttöku sinni. Skráning fer fram á
hlaup.is. Hlaupurum býðst súpa eft-
ir hlaupið og hressing, en þeir sem
taka þátt geta átt von á veglegum
útdráttar vinningum. Þá verða þeim
spretthörðustu veitt verðlaun. n
Safna fyrir neyðarþjónustu á hjólum
Fósturbörn verða að upplifa
sig sem hluta af fjölskyldunni
Vilborg Hjörný Ívarsdóttir gerði meistaraverkefni um líðan og velferð fósturbarna
L
ykillinn er sá að fósturbörnin
upplifi sig sem hluta af fjöl-
skyldunni, að þau tilheyri
henni,“ segir Vilborg Hjörný
Ívarsdóttir en hún skrifaði
meistararitgerð sem ber heitið „Far-
sæld í fóstri: líðan og velferð fóstur-
barna“, sem hún vonar að gefi nýja
innsýn í fósturráðstafanir á Íslandi.
Vilborg hefur mikla ástríðu fyrir
viðfangsefninu en foreldrar henn-
ar hafa tekið að sér sex fóstur-
börn í gegnum tíðina, í lengri eða
skemmri tíma. „Oftast var það til
skamms tíma en maður kynntist því
við hve ólík kjör og tækifæri börn
alast upp.“ Sjálf á hún þrjú börn og
segist vera opin fyrir því að taka að
sér fósturbarn síðar meir. „Það þarf
ekkert að vera að ég láti verða af því
en það hefur alltaf verið markmið-
ið,“ segir hún.
Einstakt tækifæri til
að breyta lífi barna
Að hennar sögn er hlutverk fóstur-
foreldra hins vegar afar krefjandi.
„Flestir fósturforeldrar stíga þetta
skref af því að þeir vilja láta gott
af sér leiða. Það er hins vegar
mikil vinna sem fylgir því að taka
nýjan einstakling inn á heimil-
ið og greiðslur í litlu samhengi við
álag og útgjöld.“ Það jákvæða er
aftur á móti að fósturforeldrar hafa
einstakt tækifæri til þess að hafa já-
kvæð áhrif á líf barna, jafnvel þó að
dvölin sé ekki löng.
„Við þekkjum ekkert annað líf
en það sem við ölumst upp við.
Meðalaldur þeirra barna sem fara
í fóstur er um 10 ár, að mig minnir,
og hafa þau börn oft upplifað margt
erfitt og einnig farið á mis við mjög
margt. Grunngildi þeirra geta verið
á skjön við þau sem talin eru æski-
leg fyrir þau sjálf og samfélagið og
því getur eðlilegt fjölskyldulíf þar
sem þeim er tekið opnum örmum
haft gífur leg áhrif á slíka einstak-
linga til góðs,“ segir Vilborg.
Stóð með sjálfum sér
Í ritgerðinni tók Vilborg viðtöl við
fimm ungmenni á aldrinum 18–21
árs sem öll höfðu verið í fóstri til
lengri eða skemmri tíma. Að henn-
ar sögn voru þau stödd á mismun-
andi stöðum í lífinu. „Það sem ein-
kenndi þau sem farnast hafði best
var einhver innri þrautseigja, kraft-
ur sem gerir að verkum að þau berj-
ast áfram sama hvað á dynur. Sem
dæmi má nefna einn dreng sem
ég ræddi við en hann bjó við van-
rækslu móður og afskiptaleysi föð-
ur. Hann byrjaði að veslast upp og
hætti að mæta í skólann. Hann átt-
aði sig hins vegar á því að svona gæti
þetta ekki gengið og hafði því sjálfur
samband við barnaverndar yfirvöld
og óskaði eftir því að losna úr þess-
um aðstæðum. Hann lenti svo í erf-
iðri reynslu á fyrra fósturheimili
sínu og þurfti að fara á annað heim-
ili. Hann var aftur á móti svo stoltur
af því að hafa staðið með sjálfum
sér að það gjörbreytti lífi hans til
góðs. Þegar ég ræddi við hann var
hann í vinnu en stefndi á háskóla-
nám og var bjartsýnn á framtíðina.“
Barnavernd slökkvir elda
Aðspurð hverjar séu helstu áskoran-
ir barnaverndaryfirvalda segir Vil-
borg: „Hjá barnaverndinni starfar
frábært fólk sem lætur sig mál-
in varða. Hins vegar er tíminn af
skornum skammti og viðvarandi
fjárskortur. Afleiðingarnar eru þær
að starfið felst of oft í því að slökkva
elda. Tekið er á erfiðu vandamáli og
þegar allt er þrautreynt er barnið
sent í fóstur. Allir anda léttar hjá
hinu opinbera, þar sem barnið er
komið í öruggt skjól, og snúa sér
að næsta aðkallandi verkefni en á
meðan sitja fósturforeldrarnir og
fósturbarnið uppi án stuðnings í ný-
samsettri fjölskyldu. Að mínu mati
þyrfti að vera áframhaldandi stuðn-
ingur fyrir fósturfjölskyldur eftir að
fósturbarn kemur til þeirra til að að-
stoða við aðlögun allra aðila.“
Festast í láglaunastörfum
Hún segir verst þegar fósturbörn
finna sig ekki á nýja heimilinu.
„Sum börn upplifa aldrei að þau til-
heyri nýrri fjölskyldu. Eru hornreka
og þegar kemur að 18 ára afmælinu
þá þurfa þau að standa á eigin fót-
um. Þá fara þau oft í láglaunastörf
til þess að sjá sér farborða og hafa
lítil sem engin tök á að sækja sér
aukna menntun þar sem baklandið
getur verið af skornum skammti.
Ákvörðunin um að fjarlægja barn
af heimili er tilkomin vegna þess að
við teljum okkur geta gert betur, en
þá berum við líka ábyrgð á því að
gert verði betur,“ segir Vilborg. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Vilborg Hjörný Ívarsdóttir „Sum börn
upplifa aldrei að þau tilheyri nýrri fjölskyldu.“
„Það sem einkenndi
þau sem farnast
hafði best var einhver
innri þrautseigja, kraftur
sem gerir að verkum að
þau berjast áfram sama
hvað á dynur.
Útdráttarverðlaun og súpa Hlaupur-
um býðst súpa eftir hlaupið og hressing og
heppnir geta fengið verðlaun.