Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Side 43
Lífsstíll 35Helgarblað 9.–12. október 2015
Berlínarmúr við Höfða
n Gjöf frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í Berlín n Litríkt nútímalistaverk þekur múrinn
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
H
luti úr Berlínarmúrn-
um stendur nú við Höfða.
Dagur B. Eggertsson
borgar stjóri tók formlega
við hluta úr múrnum, sem
eitt sinn aðskildi Vestur- og Austur-
Berlín, á þjóðhátíðardegi Þjóð-
verja, 2. október síðastliðinn. Í ár
er haldið upp á 25 ára endursam-
einingu Þýskalands, en þjóðhá-
tíðardagur Þjóðverja gengur einnig
undir nafninu Dagur þýskrar ein-
ingar (Tag der Deutschen Einheit).
Þessi hluti úr múrnum var gjöf
frá listamiðstöðinni Neu West
Berlin í Berlín. Líkt og í heima-
landinu þekur múrinn litríkt nú-
tímalistaverk. Höfði var valinn út
frá sögulegum ástæðum enda er
hægt að tengja leiðtogafundinn
árið 1986 sem einn þeirra lykilvið-
burða sem mörkuðu upphaf loka
Kalda stríðsins.
Berlínarmúrinn var heilmikið
mannvirki sem skildi Vestur-
og Austur-Þýskaland. Hann var
byggður árið 1961 og féll 9. nóv-
ember 1989. Múrinn var oft kall-
aður fasistavarnarmúrinn í Austur-
Þýskalandi. Gífurlegur fjöldi sækir
Berlín heim ár hvert til að skoða
leifar múrsins. Ég hef fengið tæki-
færi til þess og mæli eindregið með
þeirri reynslu.
Tim Renner, ráðuneytisstjóri
menningar í Berlín, Herbert Beck,
sendiherra Þýskalands á Íslandi,
og fulltrúar listamiðstöðvarinnar í
Berlín voru viðstaddir viðburðinn.
Samskip sá um flutning á múr-
bútnum, sem talinn er vega um
fjögur tonn, frá Þýskalandi. Svip-
uð verk hafa verið gefin til annarra
staða í heiminum, en meðal annars
má finna múrbita við Wende
Museum í Los Angeles, Aspen
Art Museum í Colorado, Imperial
War Museum í London og Ronald
Reagan-bókasafnið í Simi Valley í
Kaliforníu. n
Tekið á móti hluta úr Berlínarmúrnum Þeir sem eiga leið um Höfða ættu að gefa sér
tíma til að staldra við og skoða hluta úr múrnum sem eitt sinn aðskildi Vestur- og Austur-Berlín.
„Samskip sá um
flutning á múr-
bútnum, sem talinn er
vega um fjögur tonn,
frá Þýskalandi