Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 47
Helgarblað 16.–19. október 2015 Menning 39 Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 7áR! Linsur fyrir öll tækifæri 2500 kr. Fæðing og dauði Norðmaðurinn Jon Fosse er höf- undur bókarinnar Morgunn og kvöld. Fosse er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna og þekktastur fyrir leikverk sín. Bókin segir frá fæðingu barns og dauða gamals manns. Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði. Ljóðaúrval Gyrðis Ljóðaúrval Gyrðis Elíassonar 1983–2012 er komið út. Þetta er úrval ljóða hans frá 30 ára tímabili, allt frá Svarthvítum axlaböndum til Hér vex enginn sítrónuviður. Bók sem ástæða er til að mæla með, enda er Gyrðir afburðaskáld. Nýjar bækur Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir The Martian IMDb 8,3 Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Matt Damon, Jessica Chastain og Jeff Daniels. 144 mínútur Marsbúa tja … Verðum að styrkja íslenskuna n Íslenskan nauðsynleg á öllum sviðum tækninnar n Fé þarf frá stjórnvöldum til að verja íslenskuna n Íslenskan kann að hverfa M eðan við bíðum eftir næstu Star Wars er hægt að orna sér við öllu raunsærri myndir um himingeim- inn, svo sem Gravity, Interstellar (ef maður vill) og nú þessa. Og Mars- búinn fer vel af stað, Matt Damon er skilinn einn eftir og líklega hefur kartöflurækt í bíó aldrei verið jafn spennandi, staða hans virðist von- laus og uppleggið allt hið áhuga- verðasta. En því miður nær hann sambandi við jörðina allt of hratt og við fylgju- mst með ógrynni geimvísindamanna krota á töflur, of mikið Apollo 13 og ekki nógur Robinson Krúsó. Stjarna er í hverju hlutverki, norski stórleik- arinn Aksel Hennie leikur Þjóðverja, gleraugu eru sett á fallega fólkið til að gera það gáfulegra og meira að segja Sean Bean, sem hér er í þægilegri innivinnu, tekst að lifa þetta af. Fórnfýsi fólksins er ótrúleg, menn óhlýðnast skipunum og hætta fleiri mannslífum til að bjarga einu, þvert á alla skynsemi. En þegar það þarf að sýna mannmergð fylgjast með á sjónvarpsskjá í hinum ýmsu stór- borgum til að sýna okkur að þetta skipti allt máli eru kvikmyndagerðar- menn að gera eitthvað vitlaust. Það er áhugavert að sjá hvað Kín- verjar eru farnir að verða áberandi í Hollywood-stórmyndum, þeir eru stór markaður en mögulega ýtir þetta einnig undir samvinnu þjóð- anna, ímyndum okkur ef Rúss- ar hlytu sömu meðferð í bíó. Mars- búinn er falleg á að líta og ku vera mjög raunsönn lýsing á marsferð- um. Hún fær mann þó ekki til að vilja kanna himingeiminn, og því er Mission to Mars enn besta Mars- myndin. Kannski mun finnast líf þrátt fyrir allt þarna líka. n Einn á báti Matt Damon leikur geimfara sem er skilinn eftir, einn og yfirgefinn, á rauðu plánetunni Mars. tungumál. Hérna fáið þið gögn fyrir íslensku sem kosta ykkur ekki neitt. Eruð þið ekki til í að setja þau inn í búnaðinn hjá ykkur?“ Þannig getum við notað íslenskan búnað í gegn- um stór fyrirtæki. Tæknin er alþjóð- leg og ekki háð einstökum tungumál- um. Þetta er bara spurningin um að bæta íslensku við þau tungumál sem eru notuð í alls konar tækjum og tól- um. Þróunin er í þá átt að maðurinn mun tala við tækin og ef við bregðu- mst ekki við þá munum við tala við þau á ensku en ekki íslensku.“ En það er hægt að bregðast við og nota þarna íslenskuna í staðinn fyrir ensku? „Það er sannarlega hægt en kostar mikinn pening og stjórnvöld þurfa að átta sig á því. Þau verða líka að átta sig á því að það er ekki hægt að draga þetta mjög lengi vegna þess að þegar við erum búin að missa eitthvert svið yfir til enskunnar þá er nánast úti- lokað að ná því til baka. Ég hef oft líkt þessu við hnattræna hlýnun þar sem við sjáum ekki hörmungar á morgun eða eftir fimm ár eða tíu ár, en ef og þegar hún verður þá er ekki hægt að bregðast við.“ Það kostar að tala íslensku Nú finnst manni að háskólasamfélag- ið ætti að gera sitt til að standa vörð um íslenskuna en það eru dæmi um að deildarfundir í háskólanum hafi farið fram á ensku. Varla er það æskilegt? „Þetta hefur verið til umræðu í skólanum og það stendur til að endurskoða málstefnu háskólans. Þarna er ákveðin klemma. Auðvitað er skylda háskólans að styðja ís- lenskuna og standa vörð um hana en á hinn bóginn verður háskólinn að taka þátt í alþjóðlegu akademísku samstarfi. Hann tekur við stúdent- um frá útlöndum og verður að bjóða þeim upp á kennslu á máli sem þeir geta skilið. Hann vill líka fá til sín fær- ustu sérfræðinga sem geta ekki sam- stundis farið að kenna á íslensku. Þetta er ekki einfalt mál. Þarna verð- ur að finna milliveg sem gerir háskól- anum kleift að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en jafnframt að standa við skyldur sínar gagnvart íslensku.“ Enskan laumaði sér svo inn á Al- þingi fyrr á þessu ári þegar þing- maður skilaði þinginu skýrslu á ensku. Þú gagnrýndir það harðlega. „Það má auðvitað segja að ein skýrsla skipti engu máli en þetta er spurningin um viðhorfið til tungu- málsins. Það er í lögum að íslenska sé mál stjórnvalda og þá verða menn að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað. Málstefna var samþykkt á Alþingi 2009, en það hefur ekki ver- ið sett fé í að fylgja henni eftir. Það er í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar að það eigi að efla íslenska tungu og standa vörð um hana en sáralítið fé hefur verið sett í það. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það kostar heilmikið að tala tungumál sem fáir tala. Menn verða að gera það upp við sig hvort þeir séu tilbúnir að leggja í þann kostnað. Ef fólk er spurt: Eigum við að halda áfram að tala íslensku? þá segja auð- vitað allir já. Ef spurt er: Eigum við að halda áfram að tala íslensku ef það kostar milljarð? Ég held að menn myndu segja já eftir sem áður. En ef spurt er: Af hverju setjið þið þá ekki þennan milljarð í íslenskuna? þá er eins og fátt verði um svör. Ég held að menn átti sig ekki á því að það er ekkert sjálfgefið fyrir tungumál sem svona fáir tala að lifa af í heiminum eins og hann er í dag. Það eru til mörg tungumál önnur en íslenska sem miklu færri tala, en ekk- ert annað smáþjóðatungumál reynir að vera nothæft á öllum sviðum. Við erum að burðast við að reka stjórn- kerfi, skólakerfi og viðskiptalíf á ís- lensku, sem er einstakt fyrir svona lítið málsamfélag, en það kostar sitt.“ Þörf á vitundarvakningu Við eigum rithöfunda og skáld sem leggja sig fram við að skrifa góða og fallega íslensku. Geta ekki áhrif þessara listamanna vegið upp á móti enskuáhrifunum? „Þetta skiptir auðvitað gríðar- legu máli en hættir að skipta máli ef enginn les þessi verk. Þá er spurn- ingin hvernig þróunin er í lestri og rannsóknir sýna að lestur fer tölu- vert minnkandi. Það er auðvitað mik- ið áhyggjuefni því ef fólk les minna þá leiðir það til þess að málkerfið og málkenndin verður veikari og erlend áhrif smeygja sér miklu frekar inn. Maður hefur heyrt ýmsar sögur um að krakkar segi: „Má ég ekki frekar segja þetta á ensku, það er miklu auð- veldara fyrir mig?“ Þetta gerist vegna þess að þau hafa ekki fengið nægi- lega mikla þjálfun í íslensku og hafa ekki lesið nóg. Menn stunda að kenna skólunum um þetta og segja að þar sé íslenskukennslan ekki næg. Það getur vel verið að það eigi að auka íslensku- kennslu í skólum en það verður aldrei það sem skiptir sköpum. Það er allt sem gerist þar fyrir utan sem er lyk- ilatriði; að það sé lesið fyrir börnin og að þau lesi sjálf á heimilinu.“ Ertu bjartsýnn eða svartsýnn varðandi framtíð íslenskunnar? „Bæði og. Íslenskan stendur sterkt að því leyti að hún er enn not- uð á öllum sviðum, en það er ekki sjálfgefið að svo verði í framtíðinni. Stjórnvöld verða að átta sig á að það þarf að leggja fé í að verja íslensk- una. Fyrst og fremst þarf að skap- ast vitundarvakning meðal almenn- ings. Fólk þarf að þrýsta á stjórnvöld og fyrirtæki og segja: Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum og í alls konar tækjum.“n „Menn verða að gera sér grein fyrir því að það kostar heil- mikið að tala tungumál sem fáir tala. Menn verða að gera það upp við sig hvort þeir séu tilbúnir að leggja í þann kostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.