Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 26
2 Bílablaðið - Kynningarblað Helgarblað 16.–19. október 2015 A kstursíþróttir eiga sér langa sögu á Íslandi. Í ár eru fimmtíu ár síðan fyrsta tor- færan var haldin, fjörutíu ár síðan fyrsta rallkeppnin var haldin, Kvartmíluklúbburinn hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt í sumar og á síðasta ári hélt Bílablúbbur Ak- ureyrar upp á sín fjörutíu ár.. Fyrsta keppni í torfæruakstri á Ís- landi fór fram í landi Reykjahlíðar í Mosfellsdal þann 2. maí 1965. Bif- reiðaklúbbur Reykjavíkur stóð fyr- ir keppninni og stóð Egill Gunnar Ingólfsson uppi sem sigurvegari á Willys CJ5 árgerð 1964. Jóel Jóelsson, garðyrkjumaður í Reykjahlíð, veitti BKR leyfi fyrir keppninni á landar- eign sinni og mátti litlu muna að menn þyrftu að sæta fangelsisvist fyrir athæfið því slík keppni var með öllu bönnuð að sögn lögreglu. Eins og menn vita hefur íslenska torfæran síðar náð að verða vinsælt sjónvarps- efni og keppt í henni í öðrum lönd- um, sérstaklega á Norðurlöndunum. Bílaklúbbur Akureyrar var stofn- aður 1974 og gekk starfsemin í fyrstu mest út á sýningar á bílum félags- manna. Fyrsta formlega torfæru- keppnin var haldin á Akureyri 1976 og síðan hefur orðið mikil upp- bygging á svæðinu. Yfirvöld og skriffinnar þeirra voru lengi vel sterklega á móti aksturs- íþróttum en þó tókst að halda fyrstu rallkeppni á Íslandi 24. maí 1975. FÍB stóð fyrir keppninni sem fór fram eftir reglum FIA. Skilyrði var að hraðinn færi aldrei yfir 70 km/klst! Keppnin vakti mjög mikla athygli. Hinn landskunni Ómar Ragnarsson tók þátt í keppninni með Jón bróð- ur sinn sem aðstoðarökumann. Þeir óku á Fiat 127 árgerð 1974 og áttu þeir bræður eftir að vera áberandi í sportinu næstu árin. Stofnfundur Kvartmíluklúbbsins var haldinn 6. júní 1975 fyrir fullu húsi í Laugarásbíói. Strax þetta sama ár fór klúbburinn að halda bílasýn- ingar og sandspyrnukeppnir. Sand- spyrnurnar voru haldnar að Hrauni í Ölfusi og mættu þar allir helstu spyrnubílar landsins ásamt mikl- um fjölda áhorfenda. Fljótlega var farið að undirbúa byggingu keppn- isbrautar í kvartmílu og vorið 1980 var brautin formlega opnuð í hraun- inu við Straumsvík. Árið 2008 var hafin vinna við að koma akstursíþróttum undir hatt Íþrótta- og ólympíumsambands Ís- lands. Þá stofnuðu félögin í sam- vinnu við Landssamband íslenskra akstursfélaga sérstaka nefnd til að fylgja því eftir. Akstursíþróttasam- band Íslands, AKÍS, var síðan stofnað 20. desember 2012. Auk áðurnefndra félaga er sambandið myndað af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja, Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarð- ar, Bílaklúbbi Skagafjarðar, Aksturs- íþróttafélaginu Start, Torfæruklúbbi Suðurlands og Stimpli Aksturs- íþróttafélagi. Markmið sambandsins er að sameina akstursíþróttafélögin á Ís- landi með áherslu á öryggi áhorf- enda, keppenda og starfsmanna. AKÍS er fullgildur aðili að FIA, sem er Alþjóðlega akstursíþróttasam- bandið. Aðildin opnar möguleika fyrir íslenska akstursíþróttamenn að sækja keppnir erlendis og við getum líka haldið alþjóðlegar keppnir á Ís- landi. AKÍS er þannig virkur þátttak- andi í öflugu íþróttastarfi á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Efst í huga er að farið sé eftir reglum og að traustur búnaður sé notaður. Um þessar mundir eru haldnar í kringum 50 akstursíþróttakeppnir á hverju ári og geta menn valið milli fjölbreyttra greina. Drift er nýjasta greinin og þar er takmarkið að spóla eða dansa í gegnum beygjur og eru gefin stig fyrir línur, gráður og stíl. GoKart er upplögð íþrótt fyrir byrj- endur. Þar gilda svipaðar reglur og í Formúlu 1 og geta menn ímynd- að sér að vera á ráspól með mönn- um eins og Schumacker og fleirum sem hófu ferilinn í GoKarti. Rally er svo auðvitað hreinn kappakstur á lokuðum sérleiðum sem eru hluti af vegakerfi landsins og 70 km hraða- múrinn er löngu horfinn. Rallycross er kappakstur á hringbraut þar sem keppendur eru ræstir á sama tíma. Árekstrar eru tíðir og keppn- in oft gríðarlega spennandi. Spyrna er keppni þar sem tveir keppend- ur ræsa hlið við hlið. Hér er gott að hafa slatta af hestöflum! Torfæra er keppni á jeppum þar sem eknar eru stuttar en afar erfiðar brautir. Hér eru veltur og tilþrif aðalmálið. Mikill kraftur er nú í starfi aksturs- íþróttafélaga og spennandi að fylgj- ast með og taka þátt í þessari hröðu íþrótt! n Akstursíþróttir í sókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.