Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 27
 Kynningarblað - Bílablaðið 3Helgarblað 16.–19. október 2015 Jepplingarnir renna út af Planinu Afar hagstætt verð á bílum í stærsta sýningarsal landsins með notaða bíla P lanið bílasala er með glæsi- legan sýningarsal að Korpu- torgi og þar má sjá afar fjöl- breytt úrval af nýjum og notuðum bílum, ferðavögn- um, hjólhýsum, vélsleðum, fjórhjól- um og margs konar öðrum farar- tækjum. Viðskiptavinir geta vænst þess að finna það sem þeir leita að hjá Planinu og ef það er ekki til stað- ar útvega starfsmenn það. „Fólk sækir mjög mikið í jeppl- inga núna,“ segir Ásgeir Ásmunds- son, sölumaður hjá Planinu, en fyrirtækið býður slíka bíla á mjög hagstæðu verði. „Við getum alltaf boðið besta verðið enda erum við að selja bíla frá bílaleigunum sem kappkosta að koma bílunum frá sér,“ segir Ásgeir. „Hér er öll flóran inni en við erum að keyra þetta eftir árstíð- um. Bílar og ferðavagnar eru áber- andi núna,“ segir Ásgeir. Hann segir að Planið kappkosti að bjóða upp á það sem fólk sækir í hverju sinni og úrvalið sé mjög fjölbreytt, til dæm- is flottir sportbílar, sparneytnir smá- bílar, stórir fjölskyldubílar, jeppar og jepplingar. Sýningarsalurinn á Korputorgi er stærsti sýningarsalur landsins með notaða bíla og því vinsæll viðkomu- staður hjá þeim sem eru að spá í að kaupa sér bíl eða önnur farartæki. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 18, föstudaga 10 til 17 og laugardaga frá kl. 12 til 16. Símanúmerið er 517 0000 og net- fang planid@planid.is n Planið bílasala Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum. Europartar: Varahlutamiðlun sem færir þér varahluti heim að dyrum Í miðpunkti Evrópu V ið bjóðum allt að 70% lægra verð,“ segir Frið- björn Ó Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Europarta. Fyrirtækið er staðsett í Berlín og býður upp á þægilega pöntunarleið og ráðgjöf í gegnum netspjall og fyrirspurnakerfi á vefsíð- unni www.europartar.is. „Við gefum eitt heildarverð til viðskiptavinar, aðeins eitt verð sem gildir. Við flytjum inn varahluti fyrir einstaklinga og keyrum þá heim til þeirra,“ segir Friðbjörn. „Við bend- um fólki líka á rétta staði til þess að nálgast sinn varahlut á viðráðan- legu verði ef við getum ekki boðið því hann.“ En hvers vegna er fyrirtækið staðsett í Berlín? „Hér er miðpunktur Evrópu. Hér er gott að vera til þess að taka á móti varahlutum alls staðar frá og miðla þeim til Íslands. Þjóðverjinn kemur einnig ansi sterkur inn þegar kem- ur að bílum og hlutum í þá. Við höf- um myndað náið samstarf við helstu birgja í Þýskalandi og löndunum í kring. Síðan við byrjuðum höf- um við fundið fyrir mikilli vöntun á varahlutum á heimsmarkaðsverði á Íslandi.“ Á að færa út kvíarnar? „Það er á teikniborðinu.“ Hver er afgreiðslutíminn? „Við miðum við 3–7 virka daga og það er cargoflug daglega.“ Friðbjörn bætir við að fólk ætti að kynna sér helstu innflutningsvörur fyrirtækis- ins á www.europartar.is áður en fyr- irspurn er send. Á heimasíðu Europarta segir: Europartar ehf. er varahlutamiðl- un sem er staðsett í Berlín. Okkar meginstefna er að bjóða einstakling- um og fyrirtækjum notaða eða nýja hágæða varahluti á viðráðanlegu verði. Við bjóðum heimsendingu þegar varahluturinn er kominn til landsins og sendum hann annað- hvort heim eða á verkstæði. Við sendum á hótel eða aðra áfangastaði innan EU ef pantað er með góðum fyrirvara. Europartar eru staðsettir í Þýskalandi og hafa myndað brú í varahlutamiðlun á milli Evrópu og Íslands og kapp- kosta að bjóða góða og skjóta þjón- ustu. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.