Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 16.–19. október 201518 Umræða „Íslendingar eru mesta frjálsíþróttaþjóð heims“ n Clausen-bræður urðu átrúnaðargoð heillar kynslóðar n 65 ár liðin frá einni fræknustu íþróttaför Íslendinga T ímabilið frá 1946 og fram á seinni hluta sjötta áratugar- ins hefur lengi verið kallað „gullöld frjálsra íþrótta“ hér á landi og víst er að hvorki fyrr né síðar hafa Íslendingar átt jafnmarga afreksmenn og í þá daga. Um tíma áttu Íslendingar sex sprett- hlaupara sem voru meðal þeirra allra bestu í heimi. Í hópi þessara afreks- manna voru Clausen-bræður, sem urðu átrúnaðargoð heillar kynslóðar á Íslandi og líklega hafa sjaldan verið uppi tvíburabræður í íþróttasögunni sem náð hafa viðlíka árangri. Efnilegir íþróttamenn koma fram Frjálsíþróttamót voru gríðarlega vel sótt á þessum árum og nutu jafn- vel meiri hylli en landskeppnir í knattspyrnu og áhorfendaskarinn fyllti Melavöllinn allan hringinn. Þegar í upphafi fimmta áratugarins tók að bera á mjög efnilegum frjáls- íþróttamönnum hér á landi, ekki hvað síst innan Íþróttafélags Reykja- víkur (ÍR). Árið 1945 var sænski þjálf- arinn Georg Bergfors ráðinn til ÍR og innleiddi hann ýmsar nýjungar sem urðu til að stórbæta árangur iðk- enda. Tveimur árum fyrr hófu hin- ir fimmtán ára gömlu tvíburabræð- ur Örn og Haukur Clausen að mæta á frjálsíþróttanámskeið sem ÍR stóð fyrir í Vatnsmýrinni. Þeir voru þá í öðrum flokki í knattspyrnu en sögðu skilið við hana til að einbeita sér að frjálsíþróttum. Árið 1946 náðu þeir báðir lágmarksárangri fyrir keppni á Evrópumeistaramótinu, en voru taldir of ungir til að senda þá til keppni. „Heia Island“ Árið 1947 hélt frjálsíþróttalið ÍR í keppnisför til Norðurlanda og með í för voru hinir átján ára gömlu tví- burabræður Haukur og Örn Clausen, þá nemendur við Menntaskólann í Reykjavík. Á móti á Bislett-leik- vanginum í Ósló setti boðhlaupssveit ÍR Íslandsmet, 43,2 sekúndur, en hana skipuðu Finnbjörn Þorvalds- son, Reynir Sigurðsson og Clausen- bræður. Haukur átti einstakan enda- sprett í boðhlaupinu, en hann tók við keflinu í fjórða sæti og vann upp margra metra forskot norsku sveit- anna. Frá Ósló var haldið á Norður- landameistaramótið í Stokkhólmi þar sem Haukur keppti í 200 metra hlaupi. Hann átti slakt viðbragð í hlaupinu og var síðastur eftir 50 metra. Þegar 75 metrar voru eftir í markið vann hann verulega á og varð fyrstur í mark öllum að óvör- um og að minnsta kosti einum metra á undan næsta manni. Tíminn var nýtt Íslandsmet, 21,9 sekúndur. „Heia-heia-heia-Island,heia-Island“ glumdi um völlinn og enginn vafi á því hvaða keppandi mótsins naut mestrar hylli áhorfenda. Ólympíuleikarnir 1948 Árið 1948 stóðu fyrir dyrum Ólympíuleikar í Lundúnum, hin- ir fyrstu frá stríðslokum, og réð ís- lenska ólympíunefndin til landsins Svíann Olle Ekberg ári fyrir leikana til að sjá um þjálfun íslensku kepp- endanna. Jón Kaldal, sem sæti átti í nefndinni, sagði síðar svo frá að Ek- berg hefði látið svo um mælt eftir fyrstu æfinguna: „Nú er ég búinn að sjá mesta tugþrautarefni sem ég hef nokkurn tímann séð.“ Þar átti hann við Örn Clausen. Alls héldu 14 íslenskir frjáls- íþróttamenn til keppni á Ólympíuleik- unum í Lund- únum. Þeirra á meðal voru bræðurnir Örn og Haukur Clausen. Örn náði þar best- um árangri Ís- lendinganna og varð tólfti í tugþraut með 6.444 stig. Haukur varð annar í sín- um riðli í 100 metra hlaupi og komst upp í milliriðil. Gengi Íslendinganna á leikunum var lakara en búist var við, en nokkrir af fremstu frjáls- íþróttamönnunum bættu það upp með keppnisferð um Norðurlönd eftir leikana og voru Clausen-bræð- ur með í för. EM í Brussel Á Evrópumeistaramótinu í Brussel 1950 gerðu Íslendingar sér vonir um sex verðlaun í 100, 200 og 400 metra hlaupum, 4×100 metra boð- hlaupi, 110 metra grindahlaupi og tugþraut, en alls kepptu tíu Ís- lendingar á mótinu. Þar urðu Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby Evrópumeistarar í langstökki og kúluvarpi. Fyrir mótið voru mikl- ar væntingar til þess að Haukur ynni til gullverðlauna í 200 metra hlaupinu, en fyrr um sumarið, nán- ar tiltekið 17. júní, var háð mót sem Ómar Þ. Ragnarsson hefur kall- að „mesta spretthlaup Íslands- sögunnar“, þar röðuðu þeir sér svo í efstu sætin Hörður Haraldsson á 21,5 sekúndum, Haukur á 21,6, Ás- mundur Bjarnason 21,7 og Guð- mundur Lárusson 21,8! Örn náði gríðarlega góðum árangri í tugþraut í Brussel og varð ann- ar, þrátt fyr- ir að íþrótta- taska hans hafi gleymst í Reykjavík. Hann fékk skó lánaða frá hinum og þessum, en Jóel Sigurðs- son lánaði honum skó fyrir kast- greinarn- ar og voru þeir tveimur númerum of stórir! Svo fór þó að stjórn Frjáls- íþróttasambandsins meinaði Hauki að keppa í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu. Ástæð- an sem gefin var upp fyrir keppnis- banninu var að Haukur hafði vegna veikinda ekki getað tekið þátt í úr- tökumóti fyrir EM. Hér lagðist for- ysta Frjálsíþróttasambandsins lágt, enda óumdeilt að Haukur væri meðal bestu 200 metra hlaupara álfunnar og ætti möguleika á verð- launasæti. Haukur keppti samt sem áður í 100 metra hlaupi og varð fimmti. Því næst brá hann sér til Svíþjóðar þar sem hann náði besta tíma ársins í 200 metra hlaupi í Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Miklir námsmenn Örn nam lögfræði en Haukur varð tannlæknir. Listrænir taktar Clausen- bræður leika fjórhent á píanó. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.