Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 18
Helgarblað 16.–19. október 201518 Umræða „Íslendingar eru mesta frjálsíþróttaþjóð heims“ n Clausen-bræður urðu átrúnaðargoð heillar kynslóðar n 65 ár liðin frá einni fræknustu íþróttaför Íslendinga T ímabilið frá 1946 og fram á seinni hluta sjötta áratugar- ins hefur lengi verið kallað „gullöld frjálsra íþrótta“ hér á landi og víst er að hvorki fyrr né síðar hafa Íslendingar átt jafnmarga afreksmenn og í þá daga. Um tíma áttu Íslendingar sex sprett- hlaupara sem voru meðal þeirra allra bestu í heimi. Í hópi þessara afreks- manna voru Clausen-bræður, sem urðu átrúnaðargoð heillar kynslóðar á Íslandi og líklega hafa sjaldan verið uppi tvíburabræður í íþróttasögunni sem náð hafa viðlíka árangri. Efnilegir íþróttamenn koma fram Frjálsíþróttamót voru gríðarlega vel sótt á þessum árum og nutu jafn- vel meiri hylli en landskeppnir í knattspyrnu og áhorfendaskarinn fyllti Melavöllinn allan hringinn. Þegar í upphafi fimmta áratugarins tók að bera á mjög efnilegum frjáls- íþróttamönnum hér á landi, ekki hvað síst innan Íþróttafélags Reykja- víkur (ÍR). Árið 1945 var sænski þjálf- arinn Georg Bergfors ráðinn til ÍR og innleiddi hann ýmsar nýjungar sem urðu til að stórbæta árangur iðk- enda. Tveimur árum fyrr hófu hin- ir fimmtán ára gömlu tvíburabræð- ur Örn og Haukur Clausen að mæta á frjálsíþróttanámskeið sem ÍR stóð fyrir í Vatnsmýrinni. Þeir voru þá í öðrum flokki í knattspyrnu en sögðu skilið við hana til að einbeita sér að frjálsíþróttum. Árið 1946 náðu þeir báðir lágmarksárangri fyrir keppni á Evrópumeistaramótinu, en voru taldir of ungir til að senda þá til keppni. „Heia Island“ Árið 1947 hélt frjálsíþróttalið ÍR í keppnisför til Norðurlanda og með í för voru hinir átján ára gömlu tví- burabræður Haukur og Örn Clausen, þá nemendur við Menntaskólann í Reykjavík. Á móti á Bislett-leik- vanginum í Ósló setti boðhlaupssveit ÍR Íslandsmet, 43,2 sekúndur, en hana skipuðu Finnbjörn Þorvalds- son, Reynir Sigurðsson og Clausen- bræður. Haukur átti einstakan enda- sprett í boðhlaupinu, en hann tók við keflinu í fjórða sæti og vann upp margra metra forskot norsku sveit- anna. Frá Ósló var haldið á Norður- landameistaramótið í Stokkhólmi þar sem Haukur keppti í 200 metra hlaupi. Hann átti slakt viðbragð í hlaupinu og var síðastur eftir 50 metra. Þegar 75 metrar voru eftir í markið vann hann verulega á og varð fyrstur í mark öllum að óvör- um og að minnsta kosti einum metra á undan næsta manni. Tíminn var nýtt Íslandsmet, 21,9 sekúndur. „Heia-heia-heia-Island,heia-Island“ glumdi um völlinn og enginn vafi á því hvaða keppandi mótsins naut mestrar hylli áhorfenda. Ólympíuleikarnir 1948 Árið 1948 stóðu fyrir dyrum Ólympíuleikar í Lundúnum, hin- ir fyrstu frá stríðslokum, og réð ís- lenska ólympíunefndin til landsins Svíann Olle Ekberg ári fyrir leikana til að sjá um þjálfun íslensku kepp- endanna. Jón Kaldal, sem sæti átti í nefndinni, sagði síðar svo frá að Ek- berg hefði látið svo um mælt eftir fyrstu æfinguna: „Nú er ég búinn að sjá mesta tugþrautarefni sem ég hef nokkurn tímann séð.“ Þar átti hann við Örn Clausen. Alls héldu 14 íslenskir frjáls- íþróttamenn til keppni á Ólympíuleik- unum í Lund- únum. Þeirra á meðal voru bræðurnir Örn og Haukur Clausen. Örn náði þar best- um árangri Ís- lendinganna og varð tólfti í tugþraut með 6.444 stig. Haukur varð annar í sín- um riðli í 100 metra hlaupi og komst upp í milliriðil. Gengi Íslendinganna á leikunum var lakara en búist var við, en nokkrir af fremstu frjáls- íþróttamönnunum bættu það upp með keppnisferð um Norðurlönd eftir leikana og voru Clausen-bræð- ur með í för. EM í Brussel Á Evrópumeistaramótinu í Brussel 1950 gerðu Íslendingar sér vonir um sex verðlaun í 100, 200 og 400 metra hlaupum, 4×100 metra boð- hlaupi, 110 metra grindahlaupi og tugþraut, en alls kepptu tíu Ís- lendingar á mótinu. Þar urðu Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby Evrópumeistarar í langstökki og kúluvarpi. Fyrir mótið voru mikl- ar væntingar til þess að Haukur ynni til gullverðlauna í 200 metra hlaupinu, en fyrr um sumarið, nán- ar tiltekið 17. júní, var háð mót sem Ómar Þ. Ragnarsson hefur kall- að „mesta spretthlaup Íslands- sögunnar“, þar röðuðu þeir sér svo í efstu sætin Hörður Haraldsson á 21,5 sekúndum, Haukur á 21,6, Ás- mundur Bjarnason 21,7 og Guð- mundur Lárusson 21,8! Örn náði gríðarlega góðum árangri í tugþraut í Brussel og varð ann- ar, þrátt fyr- ir að íþrótta- taska hans hafi gleymst í Reykjavík. Hann fékk skó lánaða frá hinum og þessum, en Jóel Sigurðs- son lánaði honum skó fyrir kast- greinarn- ar og voru þeir tveimur númerum of stórir! Svo fór þó að stjórn Frjáls- íþróttasambandsins meinaði Hauki að keppa í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu. Ástæð- an sem gefin var upp fyrir keppnis- banninu var að Haukur hafði vegna veikinda ekki getað tekið þátt í úr- tökumóti fyrir EM. Hér lagðist for- ysta Frjálsíþróttasambandsins lágt, enda óumdeilt að Haukur væri meðal bestu 200 metra hlaupara álfunnar og ætti möguleika á verð- launasæti. Haukur keppti samt sem áður í 100 metra hlaupi og varð fimmti. Því næst brá hann sér til Svíþjóðar þar sem hann náði besta tíma ársins í 200 metra hlaupi í Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Miklir námsmenn Örn nam lögfræði en Haukur varð tannlæknir. Listrænir taktar Clausen- bræður leika fjórhent á píanó. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.