Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 16.–19. október 201538 Menning Metsölulisti Eymundsson 7.–13. október 2015 Allar bækur Ljóðabækur 1 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 2 HrellirinnLars Kepler 3 Íslensk litadýrðElsa Nielsen 4 HundadagarEinar Már Guðmundsson 5 Dagar handan við dægrin Sölvi Sveinsson 6 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 7 Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson Ólafur Þór Jóelsson / Viðar Brink 8 Grimmi tannlæknirinn David Walliams 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Café SigrúnSigrún Þorsteinsdóttir 1 Öskraðu gat á myrkrið Bubbi Morthens 2 Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir Halldór Halldórsson 3 FrelsiLinda Vilhjálmsdóttir 4 Gráspörvar og ígul-ker Sjón 5 SunnudagsbíltúrÁsdís Ólafsdóttir 6 StormviðvörunKristín Svava Tómasdóttir 7 Ljóðasafn VilborgarVilborg Dagbjartsdóttir 8 Fljót er nóttin dag að deyfa Sigurður Óskarsson 9 BlýengillinnÓskar Árni Óskarsson 10 Perlur úr ljóðum ísl. kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi Verðum að styrkja íslenskuna Á hyggjur af stöðu íslensk­ unnar skjóta iðulega upp kollinum, ekki að ástæðu­ lausu. Tækninni fleygir fram með tilheyrandi nýjungum og á sjónarsviðið eru komin alls kyns tól og tæki sem hinn íslenski notandi getur nýtt sér – en yfirleitt ekki á ís­ lensku heldur ensku. Enskuáhrifin smitast síðan inn í málið. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði, hefur varað við hættunum sem steðja að íslenskunni vegna þess hve slæm rafræn staða hennar sé. Eiríkur er fyrst spurður hvort hann telji hættu á því að íslenskan muni víkja eða jafnvel hverfa á næstu ára­ tugum: „Ég held að það gæti gerst,“ segir hann. „Heimsendaspár um ís­ lenskuna hafa verið margar og ekki ræst. En nú eru aðstæður gjörólíkar því sem þær hafa nokkurn tímann verið áður. Menn eru alla daga í sím­ anum og á netinu, í meira og minna enskumælandi umhverfi. Nemendur mínir, um tvítugt, sem eiga systkini, fimm eða tíu árum yngri en þau, segja mér að það sé mikill munur á umhverfinu sem þeir sjálfir ólust upp við og umhverfi yngri systkinanna þar sem sé mikil enskunotkun.“ Íslenska á sem flestum sviðum Hvernig er hægt að sporna við þessari þróun? „Það verður ekki gert með því að berjast á móti enskunni. Enskan er heimsmál og verður það áfram. Við verðum að styrkja íslenskuna og efla varnir hennar. Ég held að ein leið til þess sé að gera fólki kleift að nota ís­ lensku á sem flestum sviðum. Ég hef lengi talið að það sé megin­ atriði að koma íslensku alls stað­ ar inn í tölvuheiminn. Við vitum að samskipti okkar við tölvurnar verða með töluðu máli á næstunni og ef við vinnum ekki að því að koma íslensk­ unni þar inn mun enskan verða alls­ ráðandi. Nú eru Úlfar Erlingsson og fleiri Íslendingar hjá Google að vinna að því að útbúa íslenskan talgervil sem verður í tækjum og búnaði frá Google. Það þarf að gera miklu meira af því að gera okkur kleift að nota íslenskuna á öllum sviðum tækninn­ ar, en það kostar peninga. Það er ljóst að við getum ekki gert ráð fyrir því að einhver stórfyrirtæki úti í heimi fari að gera eitthvað sér­ stakt fyrir íslenskuna. Markaðurinn er svo lítill að það er vonlaust. Þróun í máltækni byggist á því að mikið sé til af upplýsingum um tungumálið, eins og orðasöfn, orðalistar, upptökur af töluðu máli og svo framvegis. Stjórn­ völd þurfa að leggja fé í það að byggja upp þessa innviði. Þá höfum við möguleika á að koma til stórfyrir­ tækjanna og segja: „Við vitum að hug­ búnaður ykkar ræður við fleiri en eitt n Íslenskan nauðsynleg á öllum sviðum tækninnar n Fé þarf frá stjórnvöldum til að verja íslenskuna n Íslenskan kann að hverfa Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Eiríkur Rögnvaldsson „Þetta er bara spurningin um að bæta íslensku við þau tungumál sem eru notuð í alls konar tækjum og tólum.“ Mynd SigtRygguR ARi Listrænt hliðarsjálf Patrick Bateman Þ að er ekki á hverjum degi sem efnilegt leikskáld kemur fram hér á landi, en það var þó raunin á einleiknum Frami með leikhópnum Takataka. Leik­ ritið er skrifað og leikstýrt af Birni Leó Brynjarssyni en það er Kol­ beinn Arnbjörnsson sem leikur. Viðkvæmt sjálf listamannsins Frami fjallar um ungan myndlistar­ mann sem kvíðir því að fara á myndlistarsýningu kollega síns, sem hann öfundar og hatar í senn. Verkið hverfist um viðkvæmt sjálf listamannsins og þrá eftir viður­ kenningu og velgengni. Persón­ an minnti raunar á nokkurs konar listrænt hliðarsjálf Patrick Batem­ an úr American Phsyco eftir Bret Easton Ellis. Mínus raðmorðin, það er að segja. Persónurnar áttu það sameiginlegt að vera helteknar af líkama sínum auk þess sem það var grunnt á andlegri heilsu þeirra beggja. Listamaðurinn ímyndar sér nokkrar sviðsmyndir þar sem hann gengur inn á sýningu keppinaut­ arins, sem sterklega er gefið í skyn að sé þekktur myndlistarmaður úr samtímanum. Þessar senur eru óborganlegar og enda allar á því að söguhetjan rænir unnustu keppi­ nautarins, henni Vigdísi. Meðal annars flýr hann með hana til Ítal­ íu, og að lokum enda þau í ein­ kennilega hversdagslegum raunum í frumskógi í Suður­Ameríku. Hraður og leikandi texti Leikritið er afar líkamlegt. Kolbeinn er nánast allan tímann á nærbuxun­ um nema þegar hann fer í jakka og setur á sig sólgleraugu. Nekt persón­ unnar rímar við hugmyndir hans sjálfs um einlægnina, nokkuð sem hann telur vöntun á í íslenskri list þar sem allt snýst um kaldhæðnina, aðallega því listamenn þora ekki að standa með eigin hugmyndum. Það er handritið sem stendur hér upp úr, þótt það sé ekki gallalaust. Þegar best lætur, í fyrri hluta verks­ ins, er það beinlínis snilldarlegt á köflum. Hömluleysi er ákveðinn taktur í verkinu og nær algjöru há­ marki þegar söguhetjan brun­ ar til Mílanó með gísl sinn, unn­ ustu keppinautarins, sér við hlið. Hraði og leikur textans er slíkur að það munar litlu að Kolbeinn nái ekki að halda í við orðin. En honum tekst það bærilega, þótt það vanti ofur lítið upp á tæknina. Veikleikar verksins verða helst áberandi þegar það kemur að einlægninni í Suður­ Ameríku, þegar söguhetjan reynir að eiga í nánum tilfinningalegum samskiptum við Vigdísi. Atriðið var stirðbusalegt og nánast langdregið. Kröftug stílæfing Leikritið náði óvæntri og athyglis­ verðri dýpt í niðurbroti persónunn­ ar, og hugrenningatengsl við geð­ sjúkdóma læddust að áhorfendum. Það var þó helst lausn verksins sem smækkaði verkið nánast niður í ekki neitt. Lausnin var rökrétt á margan hátt, en minnti samt sem áður á litla smásögu þegar yfir lauk. Það breytir þó ekki því að þegar best lét var leiktextinn algjörlega til fyrirmyndar. Þar var að finna tölu­ verða dýpt og mikla nákvæmni og var beinlínis unun á að hlusta. Í raun má segja að hér sé um ein­ hverja kröftugust stílæfingu sem gagnrýnandi hefur séð í langan tíma. Það verður afar spennandi að fylgjast með hópnum í framtíð­ inni, og þá ekki síst stjörnu verksins, handritshöfundinum Birni Leó. n Valur grettisson valur@dv.is Leikrit Frami Handrit og leikstjórn: Björn Leó Brynjarsson Leikari: Kolbeinn Arnbjörnsson dramtúrg og aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson grafík: Daníel Þorsteinsson Frami Kolbeinn Arnbjörnsson leikur listamann sem vill stela bæði framanum og kærustunni af helsta keppinaut sínum og vini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.